Vísir - 14.10.1966, Page 3

Vísir - 14.10.1966, Page 3
3 VÍSÍR . Föstudagur 14. októher 1966. Iðngarðar Myndsjáin er inni í Iðngöröum, um, sem hafa förnu ári inni dag á ferð iðnaðarhús- risið á undan- í Kringlumýri. Iðngarðar hf. eru samtök nokk- urra iðnfvrirtækja, sem hafa sameinazt um að leysa hús- næðisvandræði sín með bygg- ingu hentugra húsa. Og nú hafa Iðngarðar reist 5 hús inni í nýja iðnaðarhverfinu milli Suður- landsbrautar og Miklubrautar. Húsin eru öll af sömu gerð, úr strengjasteypu og gert er ráð fyrir miklum stækkunarmögu- leikum. Nokkur fyrirtæki eru þegar flutt í húsin og þar munu í framtíðinni verða ein 3 tré- smíðaverkstæði, bílaverkstæði, brauðgerðarhús, fataverksmiðja og fleira. Húsin standa öll við „Skeif- una“, götuspotta, sem liggur, eins og nafnið bendir til, í skeifu frá enda Fellsmúlans að Ármúla. Sveinn Egilsson hf. er fyrsta fyrirtækiö, sem flytur í Iðn- garða — fyrir tveimur mánuð- um í 1200 ferm. hús undir einu risi. Þar er bílaverkstæði Ford- umboðsins og lager. í framtíð- inni eiga að koma tvö ris við hliðina á þessu, jafnstór, og verður þá gólfflötur hússins 3.600 ferm. Auk þess kemur svo skrifstofuhús fyrir norðurend- ann á verkstæðishúsinu. Inni á verkstæðinu getur að h'ta bíla af ýmsum gerðum, eink anlega þó Ford að sjálfsögðu, á lyfturum og undir þeim eru bif- vélavirkjar eitthvað að lappa upp á. — Það er tiltölulega ný- stárleg sjón að sjá bifvélavirkja standandi undir bílunum. — Þeg ar maður kemur inn á bifreiða- verkstæði á Islandi <er maður vanur að siá ekki 1 annað en fætuma á þeim undan bílunum. Bent Jörgensen, verkstæöis- stjóri á þessu nýja verkstæði, sagði raunar að með tilkomu lyftaranna fengjust bifvélavirkj- ar helzt ekki til þess að skrfða undir bílana og verður að virða þeim það til vorkunnar. Þama hafa verið settir upp 6 nýir lyftarar og 3 af eldri gerð, en auk þess er einn sem er eink- um ætlaður fyrir skyndiskoðun bifreiða. En eigendur nýrra bif- reiða eru hvattir til þess aö koma með þær eftir að búið er að aka þeim vissar vega- lengdir, til þess að yfirfara þær. Til dæmis eftir 5 þús. km. akst- ur og 10 þús. km. akstur. Bent taldi að lyftaramir sköp- uðu alltaf 30% betri vinnuaf- köst en með því að skriða und- ir bílana á gólfinu, eins og áður tiðkaðist. — Hann sagði enn- fremur að nú væri revnt að inn- leiða ákvæðisvinnu-fyrirkomu- lag við viðgerðimar, eftir þvi sem hægt væri að koma því við. Meðal annarra nýjunga á verk stæðinu mætti nefna rennu, sem er eftir miðju gólfi og í henni er sogari, sem sogar til sín kol- sýringinn frá bílunum, þegar þeir eru kevrðir inn. Við inn- keyrsluna er svo yfirbyggð gryfja, sem bílarnir aka yfir. 1 henni verða hitunartæki, sem þíða klaka undan bílunum ef með þarf, áður en beir eru tekn- ir til viðgerðar. Þá er verið að koma upp talkerfi á verkstæðið Verður sími við hvern lyftara, svo að verkstjóri getur fylgzt með, hvernig verkið gengur og einnig geta viðgerðarmennimir haft samband viö lagerinn ef þá vantar einhverja hluti. Á trésmíðaverkstæði Páls Guð jónssonar er verið að innrétta skrifstofupláss. Verkstæöið hef- ur 460 ferm. húsnæði, en hluta þess hefur verið skint í tvær hæðir til bráðabirgða. Veröa skrifstofur á annarri hæðinni, en lager á hinni. Svo má byggja annað eins við húsið að sunnan- verðu og svo forhús fyrir skrif- stofur og því um líkt framan við það. Sagði Páll Guðjónsson, eigandi verkstæðisins, að þetta væri tvímælalaust ein beztu hús til slíkra nota, sem hægt væri að hugsa sér. Ekki væri hægt nema með strengjasteypu að hafa lofthafið svona mikið, án þess að nota súlur. En þarna er það 7 metrar. Verkstæðið var áður til húsa í iðnaðarhverf- A Trésmíðaverkstæði Páls Guðjónssonar. — Ragnar Snæfells og Rafn Isfeld trésmiðir vinna við inn- réttingu skrifstofunnar. Steinar Bjamason, trésmiður og Páii Guðjónsson, eigandi verkstæöisins. inu í Súðarvogi og sagði Páll aö þeir væru rétt að koma sér fyrir, vélarnar er ekki búið að tengja ennþá, en allt yrði komið í gang um mánaðamótin næstu. I næstu samstæðu við er ann- að trésmíðaverkstæöi til húsa í einu risi, Lerki. Þar er veriö að flytja inn og þegar fariö aö smíða, en verkstæðið framleiðir skápa í eldhús og fataskápa, auk annars. Meistari þess verk- stæðis er Guðmundur Bjöms- son, trésmíöame'istari, og hjá honum vinna 4 smiðir. Séð yfir vinnusal verkstæðis Sveins Egilssonar h.f. Húsasmiðir við vinnu á trésmíðaverkstæðinu Lerki. Lárits Jörgens en og Kristján Ólafsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.