Vísir - 14.10.1966, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Föstudagur 14. október 1966.
VISIR
Otgefandi- BlaöaOtgátan VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
ABstOðarritstjóri: Axel rhorstelnson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiösla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugaveg: 178 Sími 11660 (5 Imur)
Asícriftargjald kr. 100.00 á mánuði tnnanlands.
I lausasölu kr. 7.00 eintakíö '
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f
Stefnt að verðstöðvun
JJjarni Benediktsson, forsætisráöherra flutti í samein-
uðu Alþingi í gær yfirlýsingu um meginstefnu ríkis-
stjórnarinnar og helztu viöfangsefni hennar. Þar
sagði hann m.a.:
„Meginstefnan er hin sama og Ólafur Thors lýsti
þegar í nóvember 1959, aö tryggja heilbrigðan grund-
völl efnahagslífsins, svo að framleiðsla aukist sem
örast, atvinna haldist almenn og örugg og lífskjör
geti enn farið batnandi.
Vegna þeirra verðlækkana, sem orðið hafa síðustu
mánuði á helztu útflutningsvörum landsmanna, eru
viðhorfin í efnahagsmálum þjóðarinnar nú önnur en
verið hafa undanfarin ár. Hér koma og til greina örð-
ugleikar vegna vaxandi efnivöruskorts hraðfrystihús
anna, sem sprettur af minnkandi afla á veiðieiningu
og af samdrætti togaraútgerðarinnar og einbeitingu
stórvirkasta hluta bátaflotans að síldveiðum.
Að svo vöxnu máli telur ríkisstjómin, að meginá-
herzlu verði nú að leggja á stöðvun verðhækkana
innanlands og helzt, að ekki verði hækkun á inn-
lendu verðlagi frá því, sem var hinn 1. ágúst sl. í því
skyni að vega upp á móti hækkun búvöruverðs, sem
samkomulag varð um í sexmannanefnd fyrir
skemmstu, ákvað ríkisstjórnin að auka niðurgreiðsl-
ur á búvörum og hefur nú til athugunar fleiri ráðstaf-
anir í þá átt til að draga úr áhrifum verðhækkana frá
1. ágúst. Skilyrði þess, að stöðvun verðlags fyrir at*
beina ríkisvaldsins takist, er, að að ekki séu gerðar aðr
ar ráðstafanir, sem leiða hljóta til verðhækkana, og
veltur þá á miklu, að í þeim efnum takist samvinna
milli ríkisstjórnar og Alþingis annars vegar og stéttar-
félaga verkalýðs og annarra launþega og atvinnurek-
enda hins vegar.
Þá þarf og skjótlega að taka ákvörðun um, hvort
gera eigi með rýmkun veiðiheimilda innan fiskveiði-
lögsögunnar, ráðstafanir til öflunar efnivöru til hrað-
frystihúsanna, og þar með létta undir með útgerð
minni báta og togaranna, jafnframt því, sem gerðar
verði nauðsynlegar breytingar til að draga úr rekstrar
kostnaði þeirra."
Um þessar mundir mega skilyrðin til verðstöðvun-
ar teljast hagstæð. í undanförnum samningum um
búvöruverð, síldarverð og kjör prentara hefur komið
fram greinilegur vilji samningsaðila til að gæta hófs í
þeim atriðum, sem ýtt geta undir verðbólguþróun.
Þessi hófsemi endurspeglar almennan vilja fólksins í
landinu á, að verðhækkanir verði stöðvaðar. Nú
standa fyrir dyrum almennir kjarasamningar verka-
manna og iðnaðarmanna. Augu allra beinast að þeim
samningum, því þeir eru lykillinn að því, að verð-
hækkanir verði stöðvaðar. Ef þar ríkir sama hófser
og ríkt hefur almennt undanfarið, er stærsta skrefið
stigið í þá átt, að þjóðin komist yfir þá örðugleika,
sem lækkandi útflutningsverðlag á síðustu mánuð-
um hefur skapað.
í)
V
fí
»
l)
I/
\)
)/
//
Á myndinni sjást nokkrar af konunum, sem annazt hafa undirbúningsstarfið að skemmtununum, ásamt
sýningarstúlkum. Lengst ti] vinstri er frú Steinunn Bemdsen, fjórða frá vinstri er frú Kristín Jónsdótt-
ir, þriðja frá hægri er frú Ebba Sigurðardóttir og lengst til hægri er frú Unnur Amgrimsdóttir, sem
hefur verið undirbúningsnefndinni til ráðgjafar.
Skemmtanir Kvenfélags Bústaða-
sóknar á sunnudaginn
— Fj'ólbreytt skemmtiatriði
N. k. sunnudag gengst Kven-
félag Bústaðasóknar fyrir tveim
ur skemmtunum á Hótel Sögu,
og eru skemmtanimar haldnar
í þeim tilgangi að afla fjár til
stuðnings baráttumáli félagsins,
en það er bygging Bústaða-
kirkju. Fjöibreytt skemmtiatriði
verða á skemmtunum þessum.
Fyrri skemmtunin hefst kl. 3
síðdegis á sunnudag. Er sú
skemmtun ætluð allri fjölskyld-
unni, og skemmtiatriði miöuð
við það. Til skemmtunar veröur
m. a.: Tízkusýning, þar sem
sýnd verður haust- og vetrar-
tízkan fyrir unglinga og full-
orðna, Ómar Ragnarsson
skemmtir af sinni alkunnu
snilld, og nemendur úr Dans-
skóia Hermanns Ragnars munu
sýna nýjustu dansana. Þá veröa
bomar fram veitingar, kaffi, öl
eða mjólk með góðu og miklu
meðlæti. Munu félagskonur sjálf
ar ganga um beina.
Siðari skemmtunin veröur svo
um kvöldið og hefst kl. 8.30.
Verður þá um sömu skemmtiat-
riði að ræöa, en þá annast
starfsfólk veitingahússins veit-
ingamar. Þá er og að geta þess,
að á skemmtuninni um kvöldiö
mun Sigurveig Hjaltested
skemmta með söng sínum, meö
undirleik Skúla Halídórssonar.
Kynnir á þáðum skémmtunun-
um verður Hermann Ragnar
Stefánsson, danskennari. Um
kvöldið leikur svo hljómsveit
Ragnars Bjamasonar fyrir dansi.
Til stuðnings málefni sínu, gang-
ast kvenfélagskonur fyrir sölu
happdrættismiða á Sunnudag-
inn, og vinningar verða m. a.
fallegar postulínsvörur frá Bing
& Gröndal í Kaupmannahöfn og
leikföng frá Revkjalundi.
Kvenfélagskonumar hafa unn-
ið óeigingjamt starf meö und-
irbúningi þessarar skemmtunar
og einnig i öðrum tilfellum. Ný-
lega hefur kvenfélagið samþykkt
að veita kr. 100.000.00 til kirkju-
unnarar kirkjubyggingarinnar
byggingarinnar. Hefur sú fjár-
hæð fengizt með því að félagið
hefur gengizt fyrir bazar og
kaffisölu á kirkjudögum. Kon-
umar vonast til að allir vel-
fjölmenni á skemmtanimar á
sunnudaginn.
Aðgöngumiðasala að skemmt-
ununum verður á Hótel Sögu
á laugardag milli kl. 2 og 4.
Verð aðgöngumiða er kr. 100
fyrir fullorðna og kr. ,65 fyrir
böm. Innifalið í verði aðgöngu-
miða eru kaffiveitingar, auk
skemmtiatriðanna.
Menningarmálaráðherra
Dana gestur í 50 ára
afmælishófi Dansk is-
lenzka télagsins á laug-
ardag
Dansk-íslenzka félagið heldur
upp á 50 ára afmæli sitt á laugar
daginn með hófi að Hótel Sögu.
Hans Sölvhöj, menningarmála-
ráðherra Dana verður gestur fé
iagsins og flytur ræðu f afmæl
isfagnaðinum. Með honum verð-
ur kona hans Ruth Sölvhöj, sem
er af íslenzkum ættum, sonar-
dóttir Níels Finsen, læknis.
Gylfi Þ. Gfslason, mennta-
málaráðherra mun einnig flytja
ræðu í hófinu. — Kristinn Halls
son syngur einsöng.
Félagið var stofnað af ts-
lendingum í Kaupmannahöfn 4.
janúar 1916 og hét þá „Dansk
islansk samfund“. — Tilgangur
þess var að „auka skilning og
samúð milli Dana og íslendinga“
eins og það er orðað i lögum
félagsins.
Og tilganginum hefur félagið
reynt að ná með blaða- og tíma
ritsgreinum, bókaútgáfu og gagn
kvæmu fyrirlestrahaldi, kvik-
myndasýningum og þ.u.l. Fyrstu
25 árin mun félagiö hafa gefið
út milli 40-50 bækur.
Félagið starfar í tveimur deild
um, hér og í Danmörku og lúta
deildimar að nokkru sömu lög-
um.
Formaður félagsins nú er Dr.
Friörik Einarsson læknir en vara
formaður er Ludvig Storr ræð
ismaður Dana. á íslandi. Skýröu
þeir á fundi með fréttamönnum
í gæ. frá starfi félagsins, sem
er næst elzta félag af þessu tagi
á íslandi, Alliance Francais var
stofnað 4 árum áður.
Formaður dönsku deildaWnn-
ar er Meulengracht prófessor,
sem er mjög vel þekktur læknir.
Heiðursfélagi félagsins er frú
Bodil Begtrup, fyrrverandi
sendiherra Dana á íslandi, en
hún gat ekki orðið við ósk fé-
lagsins um að verða gestur þess
á afmælinu vegna anna, en hún
gegnir nú sendiherraembætti í
Sviss.
Dönsku ráðherrahjónin koma
hingað á laugardaginn og dveij
ast hér fram á mánudag og
munu skoða hér söfn og sögu-
staöi í nágrenninu. Sölvhöj er
talinn vaxandi maður í sínu
starfi, en hann er annar tveggia
ráðherra dönsku stjórnarinnar.
sem ekki eru á þingi og ekki er
bundinn pólitfskum böndum
Hann var áður útvarpsstjóri
danska útvarpsins og kom 'nin"
að til lands fyrir nokkrum ár-
um meðan hann gengdi þvf em-
bætti. . ,
I