Vísir - 14.10.1966, Side 11
Systir Alma (Bibi Andersson) er gefiö utan undir og reikar aö veggn- ... hún jafnar sig fljótlega og klórar andstæðinginn i andlitið og hlýt-
um...
ur nýtt högg að launum...
,.. höggið lendir á nefinu, það byrjar að blæða. Hún tryllist af reiði.hún hugsar sér að kasta skaftpotti með sjóðandi vatni að hinni
konunni (Liv Ullman).
BERGMAN rýfur þögnina
— með mállausri leikkonu
í „Persona“ eru sýnd
slagsmál milli kvenn-
anna tveggja í sumarbú-
stað, sem liggur afsíðis
við hafið. Önnur veigrar
sér við að tala, hin þolir
ekki þögnina. Einmana-
leikinn fer í taugamar á
báðum. — Það verður
sprenging..
ann 18. október skeður atburö
ur í kvikmyndaheimi Svía,
sem mun vekja athygii víöa um
heim. Það er frumsýrting kvik-
myndar Ingmars Bergmans „Per
sona“ sem fer fram í Stokkhólmi.
„Persona" er Iatneskt orö, sem
merkir grímuna, sem leikarar
til forna báru.
Nú eru liðin tvö og hálft ár
síöan Bergman kom fram meö
kvikmynd („Svo að ekki sé talað
um allar þessar konur“) — og
þrjú ár frá því að „Þögnin“, sem
vakti svo mikla hneykslun, var
gerð.
I „Persona'* eru tvö lítil auka
hlutverk og tvö aðalhlutverk,
sem mynda kjamann í kvikmynd
inni.
Annað aðalhlutverkið leikur
Liv Ullman, 28 ára gömul norsk
leikkona. Þetta er fyrsta kvik-
myndin, sem hún leikur í hjá
Bergman en ekki hin síðasta. Hitt
aðalhlutverkið er leikið af Bjbi
Andersson, leikkonunni, sem
Bergman notar oftast í kvikmynd
um sínum.
Stúlkumar hafa einu sinni áður
leikið saman f kvikmynd. Þær
líkjast hvor annarri að vissu
leyti. Það gaf Bergman að hluta
hugmyndina aö „Pers9na.“
Liv Ullman segir lítið sem ekk
ert í kvikmyndinni. Hún leikur
leikkonu, sem veikist og koma
veikindin í ljós í málleysinu.
. Bibi Andersson leikur hjúkmn
arkonu. Hún hefur það hlutverk
að vaka yfir leikkonunni.
„Persona" var tekin í fyrrasum
ar á eynni Fárö utan við strönd
Gotlands.
Allt vorið 1965 lá Ingmar Berg
man á sjúkrahúsi. Það varð að
hætta við kvikmyndatöku, sem
stóð fyrir dymm. Það var ringul
reið hjá sænska kvikmyndasam-
bandinu. Það var búið aö selja
kvikmyndaréttinn á Bergmans-
myndinni þýzku fyrirtæki um það
leýti, sem myndin var enn á fmm
stigi og fyrir milljónir. Og þá
fór allt út um þúfur ...
En allt í einu skeði það í júní
— skömmu eftir að Bergman
hafði verið útskrifaður af sjúkra
húsinu — að hann kom með hand
rit að allt annarri og nýrri kvik
mynd. Það var „Persona.“ Kvik
myndasagan hefst á sjúkrahúsi.
Hversu mikið hefur það sem
Bergman hefur sjálfur upplifað
S^tt svip sinn á kvikmyndir hans?
Verkefni, fyrir Bergmansrann-
sakendur.
Eins og venjulega var kvik-
myndin hans skrifuð fyrir þá lista
menn, sem hann hugðist nota.
Hann setti Bibi Andersson í stórt
erfitt hlutverk og hitt, sem var
eins erfitt fyrir Liv Ullmann, en
báðar áttu þær að vera f kvik-
myndinni, sem hafði verið hætt
við. '
Hver er Liv Ullmann? Jú,
sögðu þeir sem það vissu það er
norska leikkonan, sem er svo lík
Bibi Andersson.
Það kom fram að Liv Ullmann
var leikkona framarlega f flokki
leikara við Þjóðleikhúsið í Oslo,
Ljóshærð, græneygð, grönn. Gift
þekktum lækni.
Ofurlftið feimin kom hún til
Stokkhólms og til kvikmyndatök
unnar. En hún áttaði sig skjótt
á umhverfinu.
— Ingmar Bergman veitir mér
svo mikla öryggistilfinningu,
sagði hún.
1 vor fékk hún aftur aðalhlut-
verk í kvikmynd Bergmans gerðri
í sumar, (Vargtimmen). I þeirri
kvikmynd leikur Liv barnshaf
andi konu. Hún sagði frá því að
hún væri það einnig í raunveru
leikanum. Og að hún ætti að
geta leikið hlutverkið með vissri
innlifun. (Það varð stúlka. Móður
og bami líður vel heima f Osló).
Það hvað Bibi Andersson og
Liv Ullman voru lfkar hafði grip
ið Bergman þegar hann skrifaði
handritið að „Persona." Kvik-
myndin fjallar lfka um tvær kon
ur svipaðar f útliti, sem um skeiö
dragast hvor að annarri og
hrinda hvor annarri frá sér á
vfxl. Að lokum skipta þær nærri
yfir í skapgerðareinkenni hverr-
ar annarrar.
„Persona" er 27. langa kvik-
mynd Bergmans, sem er 48 ára
gamall.
Hann segir: „Kvikmynd er
ekki lengur fyrlr mig eins og kan
ínufæðing."
Áður var það auðveldara.
Nokkrar kvikmvndir á ári. En á
næstu árum verður það sennilega
ein kvikmynd á ári. Hann hugsar
sér að vfirgefa leikhúsið alveg
um skeið.
Réttindi og skyldur
veiðimanna
Nú stendur yfir veiði-
timi gæsaveiðimanna, og brátt
byrjar tími rjúpnaveiöanna.
Fuglaveiðar hafa veriö freist
ing margra, ekki sízt innisetu
manna, sem margir hverjir
stunda fuglaveiðar sem hress-
andi íþrótt. En það ber við þeg
ar gæsaveiðimenn flykkjast
austur um sveitir, að ým-
ist er skotmönnum tekið opn-
um örmum af bændum, sem
telja sig vera í nauðvörn með ný
ræktir sínar og akra fyrir gæs
unum. eða að bændur telja sig
vera í nauðvöm með búpening
sinn vegna skotmanna.
Það er augljóst mál, að það er
stór munur á þeim mönnum,
sem fara til veiða og hafa í
frammi allar varúðarreglur gagn
vart bæjum og búfé, og svo aft
ur þeim, sem flækjast um sveit
ir og skjóta á umferðarskilti og
jafnvel út í bláinn, ef þeir fá
ekki neitt annað til að skjóta á.
í rauninni þarf aö setja miklu
fastari reglur um meðferð skot
vopna, þannig að hver sá sem
sannar að hann kunni með skot
vopn að fara, þekki til varúöar-
reglna og friðunarlaga, og hafi
náð tilskildum aldri, þeir fái að
nota skotvopn til veiða, en aðr
ir ekki. Það væri ekki óeðlilegt,
að þeir sem óska þess að fá
byssuleyfi, gengju undir
hæfnispróf, alveg eins og þeir
sem taka bílpróf. Þaö er ábyrgð
arhluti að aka bíl, og það er
einnig ábyrgðarhlutl að hafa
skotvopn undir höndum.
Þó að sumum bændum finnist
ekkert athugavert við veiði-
menn, þá er öðrum bændum ó-
vært að vita af þeim i landi
sfnu. Þeim bændum sem friða
vilja ógirt lönd sín, ætti að vera
skylt aö auökenna lönd sín meö
skilti með banni um veiði. Það
er ekki alltaf svo auðvelt fyrir
veiðimenn að vita, hvar má
veiða og hvar ekki, ef um ógirt
afréttarlönd er að ræða. Vanir
veiöimenn kunna skil á að fara
með gát gagnvart skepnum en
það eru glannamir og óvitamir,
sem þarf að útiloka frá því að
hafa skotvopn undir höndum.
Það er staðreynd að það eru
skotnar rjúpur haust hvert fyr
ir hundruðir þúsunda króna, svo
að þetta er á sinn hátt verðmæt
ur þáttur í þjóðarbúskapnum,
en þessum rekstrj þarf að setja
fastari skorður um aðgæzlu og
réttindi. Veiðimenn sem telja
sig á einskis manns landi, og
hafa haft í frammi varúð gagn
vart skepnum, hafa fengið á sig
kæmr, þó að þeir hafi verið
fjarri öllum mannabyggðum, þá
hafa meinsamir bændur talið
þá vera í órétti. Þeir sem friða
vilja ákveðin lönd ætti að vera
skylt að auðkenna löndin ef þau
em ógirt á sama hátt og þeir
••••••••■•••••••••••••!
gera sem banna vilja berja- •
tfnslu eða tjaldsvæði. En það á •
líka að útiloka glanna úr hópi •
veiðimanna með hörku. og það J
væri t.d. til bóta að hafa nám •
skeið í meðferð skotvopna. þar »
sem einnig væm kynntar friðun •
arreglur o. s. frv.
Það þyrftj hið bráðasta að »
setja lög um réttindi og sky’.dur •
veiðimanna, lög um hæfni og •
próf skotmanna, og ennfremur •
um skyldur landeigenda að auð •
kenna ógirt lönd sfn ef þeir vilja ,
banna veiði. Réttindalausum •
mönnum á auðvitað alls staðar «
að vera óvært. J
•
Ennfremur ættj að vera skrá J
um öll skotvopn f landinu, og •
tilkynningarskylda, ef skotvopn •
skipta um eigendur Skotvopn •
em nú mörg f landinu, jafnvel *
í eigu unglinga. •
Þr.indur ( götu. •
ÞRÁNDUR í GÖTU