Vísir - 15.10.1966, Qupperneq 5
I
SIR . Laugardagur 15. október 1966.
Friðrik
Framh. af bls 9
um skák eins og um annaö,- sem
grípur hug manns allan, að mað-
ur hugsar ekki um annað. Þeg-
ar ég fór að hugsa um skák á
unga aldri, fór ég yfir margar
skákir, áður en ég fór að stúd-
era einstaka þætti skákarinnar.
T. d. fór ég yfir allar skákir
Capablancha, áður en ég fór á
mitt fyrsta kappmót. Þá held
ég að skákmaður verði að hafa
óbilandi trú á sjálfan sig, sem
þó má ekki ganga út í öfgar.
af.
Háskólinn —
rramhald at bls. 16
afmæli háskólans 5 millj. kr. að
gjöf frá Bandaríkjastjórn til efl-
mgar raunvísinda við háskólann.
I des. 1962 var kosin bygging-
arnefnd skólans og Þorbjörn Sig
urgeirsson kosinn form. henn-
ar. Arkitektar að byggingunni
voru þeir Sigvaldi Thordarson
og Skarphéðinn Jóhannsson. —
Vorið 1964 hófust byggingar-
framkvæmdir. Féö, sem aflað
hefur verið í bygginguna, eru
6 millj. frá Bandarikjastjórn,
6.4 millj. frá ríkissjóði og 7.5
millj. frá Happdrætti H.í.
Lýsti fcs-maður byggingar-
nefndar, Þorbjörn Sigurgeirsson,
byggingunni sem er 544 ferm
að grunnfleti tvær hæðir og
kjallari. í kjallara er húsnæöi
fyrir rafreikni háskólans, en á
1. hæð rannsóknarstofur fyrir
eðlis- og efnafræði auk vinnu-
stofa. Á 2. hæð er húsnæði fyrir
bókasafn, 15 vinnustofur fyrir
sérfræðinga o. fl. Byggingar-
kostnaður nemur nú um 20 milij
kr. og er viðbótarkostnaöur á-
ætlaður um 700 þús. kr., þar á
meðal í allar fastar innréttingar
í rannsóknarstofur. Er lóð stofn
unarinnar skipulögð þannig, að
tvær viöbótarbyggingar við raun
vísindastofnunina má reisa á
henni.
Tók Magnús Magnússon pró-
fessor, formaður stjórnamefnd-
ar Raunvísindastofnunarinnar
og framkvæmdastjóri hennar,
sfðan til máls eftir að Ármann
Snævarr haföi afhent honum
stofnunina-fyrir hönd háskólans.
Sagöi hann m. a. að með tilkomu
raunvísindastofnunarinnar skap-
aðist vísindamönnum aðstaða,
sem ekki hefði verið fvrir hendi
áður og ennfremur fyrir vísinda-
legt nám við háskólann, sem
gæti orðið til þess að fleiri sæktu
í það en áður. Raunvísindastofn
unin væri fyrst og fremst rann-
sóknarstofnun en starfsliðið
stundaði einnig kennslu og með
tilkomu stofnunarinnar skapaö-
ist grundvollur þess aö kennara-
lið fengist við háskólann í þeim
raunvísindagreinum, sem starf-
að væri við í stofnuninni.
Rannsóknarstofur í eðlisfræöi
væru að verulegu leyti teknar
til starfa en aörar rannsóknar-
stofur ekki. Reiknistofa háskól-
ans hefði verið rekin í bygging-
unni á annað ár.
I stjórnarnefnd eiga sæti auk
formapnsins, Magnúsaj- Magn-
ússonar forstöðumenn hinna 4
rannsóknadeilda þeir: Leifur Ás-
geirsson, forstöðum. rannsóknar
stofu í stærðfræði, Þorbjöm Sig
urgeirsson fyrir rannsóknarstof-
una í eðlisfræði, Steingrímur
Baldursson fyrir rannsóknarstof
una í efnafræði og Þorsteinn Sæ
mundsson fyrir rannsóknarstof-
una í i'arðeðlisfræði.
Hosningar
i rainhalu ai ois 16
skóla íslands síðan 1959. 1 framtíð-
inni mun félagsmáium stúdenta
vera þannig varið, aö Studentaráö
Háskólans mun fara meö hagsmuna |
mál stúdenta. Stúdentafélag Há-;
skólans mun annast önnur félags-
mál.
Það ■ er kosningin til Stúdentafé-
lagsins, sem er pólitísk kosning, en
aftur á móti verða kosningar til
Stúdentaráðs með sama sniði og
undanfarin ár, þ. e. með listákosn- j
ingu í hverri háskóladeild um sig.
Tveir listar verða í kjöri við kosn ■
ingarnar í dag. Annars vegar er j
listi VÖKU, félags lýðræðissinnaðra ■
stúdenta, en hins vegar „listi fimm-
tán háskólastúdenta", eins og hann
nefnir sig. Kjósa á 7 stjórnarmenn
í Stúdentafélagið. Kjörfundur verð-
ur í Háskólanum sjálfum og hefst
klukkan 1 e. h. og stendur til kl. 7
um kvöldið. Aöeins veröur kosið
þennan eina dag. Kosningarétt hafa
allir stúdentar, sem innritaðir eru
í Háskóla íslands. Listabókstafur
VÖKU er A, en listabókstafur
„lista 15 háskólastúdenta" er B.
Kartöflur —
sér stórar, iallegar, mjölmiklar
og bragögóöar kartöflur, upp-
skeru, sem sannarlega var
stærri en gengur og gcrist hér-
lendis. .
Kartöflurnar voru fengnar hjá i
Sturlu Friörikssyni hjá Atvinnu [
deild Háskólans, en hann vinnur ,
mikiö að alls konar tilraunum
meö kartöflurækt, meðal ann-
ars.
Stærsta kartaflan á myndinni
vó hvorki meira né minna en
1050 grömm. Hinar kartöflurnar
á myndinni eru milli 600 — 700
grömm og í uppskerunni var
mjög mikið af slíkum kartöfl-
um og uppskera í heild risa-
vaxin.
Kartöflur bessar koma frá
Ameríku og eru mikið notaðar
sem bökunarkartöflur eru bak-
aðar í ofni með smjöri og þykja
herramannsmatur.
HjúEcruaarskóli —
Framh. af bls. 1
ann í ágúst og í nóvember, en sú
breyting verður nú á að nemendur
verða teknir inn í skólann í febrúar
og í september. Hefja nær 60 nem-
endur nám í febrúar n.k. en ekki
verður unnt að taka nema um 30
í september næsta ár. Er skólinn
þegar fullskipaður fyrir árið 1967
svo og fyrir árið 1968 en að jafn-
aði berast miklu fleiri umsóknir um
skólavist en hægt er að sinna.
— Helztu breytingarnar sem
verða á náminu er hið nýja fyrir-
komulag kemst á eru þær að bók-
legt nám verður aukið og reynt
verður aö nota þann tíma sem ætl
aður er til verklegs náms betur en
hægt hefur veriö að gera. Hafa
hjúkrunarnemar verið mikilvægir
vinnukraftar á sjúkrahúsum en nú
verður reynt aö veita þeim meiri
tilsögn meðan þeir eru í verklegu
námi og er meiningin að reyna að
fá hjúkrunarkennara á deildirnar
sem hafi aðeins það starf að fylgj
ast með' hjúkrunarnemunum og
leiðbeina þeim en séu ekki ábyrg
ir fyrir sjúklingunum. Jafnframt
bessari nýju breytingu verða hjúkr
unamemar ekki sendir til starfs á
sjúkrahúsum utan Reykjavíkur að
undanteknu sjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
Auglýsing í Vísi
eykur viðskiptin
Ný réftarhöld í
iukarfa framundan
Búizt er við nýjum réttarhöldum
í Jakarta, sem vekja munu meiri
athygli en réttarhöldin yfir Suband
rio, fyrrum utanríkisráðherra.
Þegar réttarhöldunum yfir Sub-
andrio er lokið verður leiddur fyr-
ir rétt fyrrverandi varamarskálkur
flugher„ Indónesíu, Omar Dhani,
sem var kommúnisti eöa mjög
hlynntur kommúnistum. Hann var
einn af aöalmönnum samsærisins,
sem kommúnistar geröu í fyrra. —
Vitnisburður hans er sagður geyma
atriði úr samtölum og aðgerðum
Súkarnos á Halimflugvellinum, sem
var höfuðstöð uppreisnarmanna.
Talið er, að honum hafi veriö lofuö
væg refsing ef hann segði allt af
létta um það, sem hann veit varð-
andi samband Súkamos við upp-
reisnarmenn.
Meinatækni —
Framh aí bls 1
Bjami sagði einnig að námi
i stúlknanna væri þannig hag-
að, að þær væru í skóla fyrstu ,
8 mánuðina af námstímanum, !
en þá 16 mánuði, sem á vantaði !
til að ná tveimur árum, væri
ætlazt til þess, að stúlkurnar
væru við verklegt nám á rann-
sóknarstofum svo sem hjá rfkis
spitölum, hjá borgarsjúkrahús-
inu og einnig á rannsóknarstofu
Háskólans.
Nýir bílar
fró Chrysler
Vökull h.f. í Reykjavik kynnti
fjölmörgum gestum í gærdag
hinar nýju bílagerðir C3irysler-
verksmlöjanna, I hófi, sem hald
ið var í anddyri Háskólabiós.
Myndin var tekin f gær f bf-
óinu af cinum hinna glæsilegu
1 bíla, sem Chrysler sendir frá
I sér að þessu sinni.
Starf þeirra stúlkna, sem út-
skrifast frá þessum nýja skóla
mun verða að vinna sem að-
stoðarstúlkur lækna. Að vísu er
hér á landi fyrir hópur kvenna,
sem þessi störf stundar, en fæst
ar þeirra hafa stundað nám er-
lendis, heldur hafa stúlkumar
verið þjálfaðar hver á sínum
stað svo sem á Landspítalanum
og Heilsuvemdarstððinni.
íslenzk og
erlend frímerki.
innstungubækur.
Bækui fyrir
fyrstadagsumslög.
Frímerkjasalan,
Lækjargötu 6A
STÚLKA ÓSKAST
til afgreiðslustarfa. Uppl. á skrifstofunni —
Sæla Café, Brautarholti 22 kl. 2-5 e.h. í dag
og næstu daga. Símar 19521 eða 23935.
Sendill óskasf
Sendill óskkst nú þegar í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Uppl. í síma 22400 kl. 9-17 dagl.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa strax. Uppl. í-síma 37737
MÚLAKAFFI
Nýtt hausfverð
300 kr. daggjald
KR. 2.50 á ekinn km.
ÞER
LEIK
Rauðarárstíg 31
sími 22-0-22