Vísir - 15.10.1966, Síða 8

Vísir - 15.10.1966, Síða 8
8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáran VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aastoðarritstjðri: Axel ThorsteinsoD Auglýslngar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötú 7 Ritstjóm: Laugavegi 178 Síml 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f Eina færa leiðin þegar viðreisnarstjómin kom til valda sagði hún ná- ) kvæmlega og afdráttarlaust, hvaö yrði að gera til \ þess að komast út úr því öngþveiti, sem stefna vinstri ( stjórnarinnar hafði orsakað. Þær ráðstafanir í efna- / hagsmálum, sem þá voru gerðar og gerðar hafa verið / síðan, eru í meginatriðum þær sömu og aórar þjóðir ) telja nauðsynlegar þegar líkt stendur á hjá þeim. Eng ) in leið önnur en sú, sem farin var hér 1960, þótti fær, // að dómi efnahagssérfræðinga, til þess að komast út )) úr vandræðunum og skapa grundvöll fyrir heilbrigðri )) þróun efnahags- og atvinnulífsins næstu árin. V) - * \ Stjórnarandstæðingar, sem skömmu áður höfðu / siglt öllu í strand og gefizt svo upp við að stjórna ) landinu þóttust samt vita betur. Þeir sögðu að stefna ) viðreisnarstjórnarinnar væri alröng og mundi blátt \ áfram leiða hörmungar yfir þjóðina, samdrátt, atvinnu \ leysi og hvefs konar óáran, sem helzt mætti líkja ( við móðuharðindin. I Allir vita hvernig þessir spádómar rættust. Þjóðin \ hefur þau ár, sem síðan eru liðin lifað hið mesta vel- 1 \ sældartímabil, sem upp hefur runnið í sögu hennar. (( Að sönnu hefur lengst af verið mikið góðæri, en það /( eitt hefði ekki dugað, ef stjórnarstefnan væri alröng. )í Þeim, sem trúa áróðri forystumanna og blaða \\ stjórnarandstöðunnar, mætti vera það nokkurt íhug- \ unarefni, að það, sem þessir menn kalla rangar ráð- / stafanir í efnahagsmálum, og talið sjálfsagt og nauð- / synlegt í nágrannalöndum okkar, þegar við sömu j vandamál er að etja þar. Getur það verið að aðstaða / okkar sé svo gerólík því, sem er hjá öðrum Norður- ) álfuþjóðum, að við eigum að fara þveröfugt að við , það sem þær gera? \ Baráttan við verðbólguna stendur yfir víðar en hér / á íslandi. Hún er háð að meira eða minna leyti í flest- / um löndum. Alls staðar eru örar víxlhækkanir kaup- ) gjalds og verðlags taldar efnahagskerfinu stórhættu- \ legar og ríkisstjórnirnar reyna að koma í veg fyrir \ þær eftir mætti og oft með róttækum ráðstöfunum. ( Er skemmst að minnast þeirra aðgerða, sem stjórn / brezka Verkamannaflokksins taldi nauðsynlegt að ) grípa til núna í haust. Skyldi forusta Verkamanna- ') flokksins hafa verið sömu skoðunar ef íhaldsflokkur- ; inn væri við völd og hefði gert hið sama? \\ Verðbólgan verður aldrei kveðin niður hér á íslandi ) meðan stjórnmálamennirnir nota hana sér til pólitísks ) framdráttar. Niðurlögun hennar verður aðeins ráðið ) með sameiginlegum vilja og átaki allrar þjóðárinnar, \ án nokkurxa pólitískra hagnaðarvona einstakra stjóm l( málaflokka. c /( V 1 SIR . Laugardagur 15. október 1966. Mitterand um vinstra bandalagið: „Þessi byssa dregur ekki langt“. (Sennep í Le Figaro). De Gaulle valdameiri en nokkru sinni áður ÞaÖ er skoðun margra andstæðinga de Gaulle Frakklandsforseta, að hann hafi aldrei verið öruggari í sessi né valda- meiri í Frakklandi en einmitt um þessar mund ir. Aðalritstjóri L’Express í Frakklandi, de Gaulle-andstæö- ingurinn Jean-Jacques Schrei- ber, og einn virtasti stjóm- málapenni Frakka um þessar mundir segir á einum stað í blaði sínu: Frakkland er hlynnt- ara Gaullismanum árið 1966 en nokkru sinni áður. De Gaulle, hershöfðingi, hafði ekki þá yfir- burðaaðstöðu 1940, 45, 58, 62, 65 sem hann hefur nú. Og það sem meira er: Nokkur ár til við- bótar, og við getum slegið því föstu að gaullismi fái að þrosk- ast að þvf marki að hann standi áfram þótt höfundur hans falli frá. Þetta heföi enginn getað hugsað sér fyrir fáeinum árum, segir Schreiber. ' Þingkosningar verða í Frakk- landi í marz næsta ár. Búizt hafði verið við þv£ að de Gaulle mundi breyta kosningalöggjöf- inni til að tryggja sér hagstæða útkomu í kosningunum. Það hef ur verið venja valdhafa í Frakk- landi undanf. ár. En de Gaulle hefur nú afsagt með öllu aö fara að dæmi þeirra. Hann mun ekki hrófla við kosningalöggjöf-. inni. Þetta lýsir bezt því trausti sem hann ber til kjósenda, þeir muni veita flokki hans brautar- gengi f kosningunum 1967. And- stæöingar hans telja það ekki of- traust. / Það virtist ekki blása byrlega fyrir de Gaulle eftir síðustu for- setakosningar í Frakklandi, og menn spáðu þvi að hann mundi í næstu þingkosningum missa meirihlutann f þinginu. Því var bætt við að þá mundi líka Gaull- istahreifingin einnig leysast upp. Nú er það hins vegar komið á daginn aö vinstri hreyfingin, sem var í myndun, gegn de Gaulle muni ekki komast á lagg imar. Mitterand, aðalandstæö- ingur de Gaulle í síðustu for- setakosningum stefndi aö því eftir kosningamar að sameina alla vinstri menn, þar með kommúnista, í eitt bandalag. Lengi vel var útlit fyrir að hon- um mundi heppnast þetta, en sú von er sem sagt úti. Lík- legast er að fylking Mitterand muni úr því sem komið er taka Y eturliði Veturliói Gunnarsson listmál- ari opnar sýningu í Listamanna skálanum í kvöld kl. 20 og verð- ur sýningin opin alla næstu viku kl. 14—22. Sýnir Vetur- liði þama milli 40 og 50 olíu- málverk, máluð á ýmsum tímum og eru þau elztu frá 1948. Þessi sýning er 5. sýning Vet- urliða f Listamannaskálanum sú upp þá stefnu að styðja þá frambjóðendur í næstu þing- kosningum sem líklegastir eru til að geta fellt frambjóðendur de Gaulle, án tillits til þess hvaða flokki þeir eru í. Hægri hreyfing Jean Lecaunet mun hins vegar telja að betra sé að fá gaullista á þing en kommún- ista og neita að veita frambjóð endum Kommúnistafl. Frakkl. minnsta stuðning. Þar með er andstæðingahópur de Gaulle í rauninni klofinn. De Gaulle og forsætisráð- herra hans bankamaðurinn og heimsmaöurinn Pompidou hafa fengið alla gaullista til að und- irskrifa nýja stefnuskrá sem jafngildir skilyrðislausri trausts- yfirlýsingu og trúnaðareiðum. Hinir mörgu og ólíku hópar sem myndað hafa hreyfingu Gaull- ista hafa þar með verið samein- aðir um eina stefnu, eitt mark- mið. Samkvæmt skoðanakönnun- um er meiri hluti Frakka nú hæstánægður með stjórn de Gaulle í málefnum Frakka og 45 prósent þjóðarinnar virðast reiðubúnir að ljá frambjóðend- um hershöfðingjans atkvæði sitt í kosningum. Þessar niður- stöður eru framar öllum vonum sem Gaullistar höfðu gert sér. Það er því ekki ósennilegt sem Jean—Jacques Schreiber ri: ir: De Gaulle og stefna hans hafa aldrei verið vinsælli en um þess- ar mundir. Gunnars- síðasta var í febrúar 1965. Um þessar ííiundir eru myndir eftir Veturliða á sýningum bæði í Noregi og Danmörku, samtals um 30 nýjar myndir. 1 Kaup- mannahöfn tekur Veturliði þátt í sýningu með nokkrum dönsk- um listmálurum og í Osló tek- ur hann þátt í samsýningu á veg um Kunstforeningen þar. son opnar sýningu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.