Vísir - 19.10.1966, Side 3

Vísir - 19.10.1966, Side 3
! V í SIR . Miðvikudagur 19. október 1966. KÍæöningaverkstæði Bllasmiðjunnar, til hægri standa Þórarinn Gunnarsson og Guðlaugur Jónsson. Myndsjáin er í dag frá nýja iðn- aðarhverfinu inni í Árbæjar- hverfi, en þar á sem kunnugt er að rísa fjöldi iðnhýsa með fram Vesturlandsveginum nýja og neðan við hann. Qfnasmiðjan er fyrsta fyrir- tækið/ sem flytur starfsemi sína í þetta nýja iðnaðarhverfi. Þar eru framleiddir eirofnar, sem er kannski y3 af fram- leiðslu fyrirtækisins, að því er verkstjórinn þar á staðnum, Ge- org Sigurjónsson, sagði. Eirofn- amir eru mikið notaðir nú orð- i^S vegna þess hversu léttir þeir eru og meðfærilegir, auk þess sem þeir ryðga ekki, því að þeir eru úr alúmíni og eir. — Við framleiðum þá í 5 stærðum, segir Georg, og við gætum framleitt svona 35—40 ofna á dag með þeim tækjum, sem hér eru, ef við hefðum full- an mannskap. En það gengur hálf erfiðlega að fá fólk til þess að vinna hér, kannski einkum vegna þess, að þetta er svo langt frá bænum og stopular ferðir hingað inneftir ennþá. Við höfum veriö þetta 5—6 hérna og getum afkastað svo sem 15 ofnum á dag, en hér gætu unnið allt aö 14—15 menn í þessum hluta hússins, sem búið er að taka í notkun, en það er aðeins um y3 hluti ! ■ ggingarinnar. Ofnarnir verða þannig til, aö alúmínplötum er rennt i gegn um pressu, sem „stanzar" plöt- una, það er að segja: platan kem ur út úr pressunni með því lagi sem ofnamir eiga að vera, eða sem bakhlið og framhlið ofns- ins, þó eru „spíralarnir" settir inn á milli og„ plötunum síðan læst saman í annarri pressu. Svo er gengið frá ofnunum til endanna, settir á þá Lranar og viðeigandi tól. Loks eru þeir hreinsaðir í sérstöku kerfi, próf aðir með lofti og því næst hengd ir upp á færiband, sem flytur þá yfir stóreflis málningarker, þar sem einn maður stendur og sprautar málningarhúðinni á þá Dílasmiðjan flutti inn í nýtt húsnæði í Árbæjarhverfi í byrjun ágúst. Það sem mesta at- hygli vakti við þessa nýju smiðju voru þau hagfræðilegu klókindi að gefa starfsmönnum fyrirtækisins kost á að gerast hluthafar í smiðjunni. Þar með heldur fyrirtækið sínum vönu og góðu starfskröftum, sem taka á sig hluta af áhyggjum og amstri rekstursins — en bera f staðinn meira úr býtum og hirða ögn af gróðanum, ef einhver verður. Starfsmenn Bílasmiðjunnar hafa unnið mikið’ að því sjálfir að koma upp þessu húsi, enda hefur þaö rokið upp á óvenju skömmum tíma. Fyrsta skóflu stungan var tekin fyrir um það bil ári. Húsið er raunar ekki um leið og þeir fara fram hjá. En færibandið flytur þá áframij--korrúð.‘ Jrjjð horf, sem það á að inn í þurrkklefa, þar sem sterk- Yer-^ 08,er ennÞá unnið að frá- ir Ijóslampar leggja síðustu hönd t)ess- er um 2100 á verkið og ofnarnir eru tilbún- fermétrar að flatarmáli, en eftir ir til þess að tengja þá við mið- er byggja forhús framan við stöðvarkerfi einhvers nýju hús- anna. það, þar sem skrifstofur verzl- un g lager eiga að veröa til húsa. í Bílasmiðjunni er mest megn- is fengizt við yfirbyggingar almenningsvagna, ,,rútubíla“ og strætisvagna og hefur smiðjan byggt yfir obban af þeim al- menningsvögnum, sem aka um vegi landsins. Auk þess tekur smiðjan að sér bílaklæðningar hvers konar utan sem innan, bílasætasmíði og fleira. Myndsjáin reyndi að taka tali Þórarin Gunnarsson, einn starfsmannanna í þessu nýja húsi, hvað var þó nokkrum erf- iðleikum bundið fyrir hamars- höggum og öðrum hávaða, sem fylgir ætið slíkum stöðum. Hann játaöi að húsið hefði í og með verið drifið upp með tilliti til væntanlegra breytinga vegna hægri akstursins, en hann kostar sem kunnugt er stórbreyt ingar á öllum almenningsvögn- um — auk þess má búast við að útgeröarmenn bíla láti það bíða fram yfir hægri byltinguna að auka við „flota“ sinn. Með því að leiða okkur Mynd- sjármenn út í eitt hornið og yfirgnæfa þar hávaða smiöjunn- ar, fékk Þórarinn skýrt fyrir okkur í stórum dráttum, hvem- ig verkin væru skipulögð þarna. — Vagnar, sem byggt er yfir fara eiris konar U-leið í gegnum smiðjuna. Inn í annan gafl húss 1 ins, vinstra megin, koma vagn- arnir allslausir inn, aöeins grind og vél á hjólum. Síðan fara þeir í gegnum hin ýmsu þróun- arstig: fyrst er húsgrindin smíð- uð, síðan koma alúmínplöturnar á húsið, tréverkið, stólarnir og klæðningin innan, aö ógleymd- um öllum leiðslum: rafleiðslum, hitakerfi o. s. frv., loks er hann sprau'.aöur og þá,er vagninn bú-, inn að ganga í! |egnum allar ; deildir smiðjunnaffog fer út um sama gafl og hann kom inn um — hægra megin. urn a leiomni gegnum purrkklelann. Georg Sigurjónsson, verkstjóri í Ofnasmiðjunni við pressuna, sem læsir ofnunum saman. Ur Bílasmiðjunni. Nýju vagnarnir, sem búiö er að smíða á grindina eiga að aka Vestfjarðaleið og til Stykkishólms i framtíðinni. i í NÝJUM IÐNHÝSUM í ÁRBÆJAR LANDI t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.