Vísir - 19.10.1966, Page 4
VÍSIR . Miðvikudagur 19. október 1966.
... sjálfsagí er fyrir ykkur að kenna félagsfræði til B.A.-prófs i há-
skólanum ... og einnig sem innlegg i aðrar fræðigreinar skólans ...
vandamálin á sviði félagsfræðirannsókna eru ótalmörg ... og það er
peningasparnaður að slikum rannsóknum ... með tiltólulega litlum fjár-
veitingum má halda uppi miklum rannsóknum i sambandi við kennsl-
una... jbv/ margar stofnanir mundu vilja borga fyrir slikar rannsóknir...
Þetta sagöi prófessor Chester frá Manchester í við-
tali viö Vísi. Hann staldraði hér við á heimleið frá
Princeton og Cornell háskólunum í Bandaríkjun-
um, þar sem hann hafði kennt um skeið. Hér dvald-
ist Chester í viku og ræddi við íslenzka prófessora.
Chester er fjölmenntaður maður, lærður lögfræð-
ingur í upphafi, en stundaði síðan nám í hagfræði,
viðskiptafræði og síðast í félagsfræði. Hann hefur
verið prófessor í félagslegri skipulagningu við há-
skólann í Manchester síðan 1955. Eftir hann liggja
mörg vísindarit og auk þess er hann mjög vinsæll
fyrirlesari, eins og þéim mun hafa.orðið ljóst, er
hlustuðu á fyrirlesturinn, er hann hélt í Háskóla
íslands um daginn. Erindi prófessor Chester hing-
að til lands var dálítið sérstakt.
— Hvers vegna eruð þér hér?
— Háskóli Islands bauö mér
hingað fyrir nokkrum mánuöum
til að aöstoða nefnd, sem há-
skólaráð hafði skipaö til aö gera
áætlun um félagsfræðikennslu
við skólann.
— Hvers vegna var leitað til
yðar?
— Ég býst við, að mér hafi
verið boðið vegna þess, að fé-
lagsfræði er talin standa á
traustum og praktiskum grunni
í Bretlandi.
— Hvernig var háttaö störf-
um yðar meö nefndinni?
— Það er um þaö bil vika
siðan ég kom. Þegar eftir kom-
una hitti ég nefndina. Við höf-
um rætt málin fram og aftur.
Ég vona, að ég geti að skömm-
um tíma iiðnum sent nefndinni
útlínur að áætlun um, hvernig
haga megi félagsfræöikennslu
við Háskólann, þannig að hún
falli inn í það skipulag, sem fyr-
ir er.
— Hvað er þessi félagsfræði?
— Það er oft talað um fé-
lagsvísindi almennt, sem feli i
sér greinar eins og hagfræöi,
mannfræði, félagsfræði, stat-
istík, stjómvísindi, lögfræði og
sagnfræði. Hjá okkur í háskól-
anum í Manchester er sérstök
deild, sem nær yfir þessi svið
í heild. Hrein félagsfræði er
hins vegar afmörkuð fræðigrein
og venjulega teoretísk fræði-
grein.
— Hvernig viljið þið kenna
félagsfræði hér?
— Á tvennan hátt. Annars
vegar þarf að koma á kennslu
til B.A.-prófs í félagsfræði fyrir
þá, sem vilja sérhæfa sig í
greininni. Slíkt nám á aö taka
þrjú ár og gera mönnum kleift
að halda utan til framhalds-
náms, M.A.-prófs eða Ph.D.-
prófs, ef menn vilja. Hins vegar
er mikill áhugi á að gefa félags-
fræðilega innsýn í hlutina í
mörgum öðrum greinum. I því
sambandi hef ég átt viðræður
við deildarforseta læknadeildar.
Ungir læknar veröa að fá leið-
sögn I félagslegum vandamálum.
Lögfræðideildin hefur iíka áhuga
á félagsfræöikennslu, þvi lög-
gjöf hefur meiri félagslega
grunntóna en almennt er talið.
Þá er guðfræðideildin líka með.
Ungir prestar þurfa að skilja
félagsleg vandamál, til þess að
kirkjan staðni ekki. Þá er fé-
lagsfræðikennslu ekki hvað sízt
þörf í viðskiptafræðideild.
Vandamál viðskipta og stjórn-
unar eru ekki hvað sízt félags-
legs eðlis. Þannig þarf félags-
fræðikennslan að vera tvenns
konar. Annars vegar liður í
upplýsingar um félagslegan
breyfanleika, festu stéttaskipt-
ingar o.s.frv. Þá eru ýmis fram-
kvæmdaatriði í stjóm félags-
legra stofnana, svo sem skóla
og sjúkrahúsa. Þannig mætti
lengi telja.
— Er eitthvað að marka nið-
urstöður félagsfræðinnar?
— Félagsfræði er svo ný af
nálinni, að hún hefur ekki
skapað sér hefð enn. Þegar verk
fræðingar gera áætlun um smíði
Concordeþotu og kostnaðurinn
fer margfalt fram' úr áætlun,
segir enginn neitt. En skeiki
um 1% hjá skoðanakönnunar-
skrifstofu, segja allir að ekkert
sé að marka hana. Raunar leitar
nútlma félagsfræði að stað-
reyndum og er ekki lengur hæg-
indastólshugleiðingar. Félags-
fræðin hefur ennfremur aflað
sér eigin vinnuaðferða og rann-
sóknartækni. Þá eru til tæki til
félagsfræðirannsókna og er þar
fremsta að nefna rafreiknana.
ÞAÐ ER SJÁLFSAGT AÐ KENNA
FÉLAGSFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN
— SAGÐI PRÓFESSOR CHESTER í VIÐTAU VIÐ VÍSI
kennslu ýmissa annarra greina,
svo sem lögfræði, læknisfræði,
guöfræði, viðskiptafræði og
jafnvel verkfræði. Hins vegar
sérstök fræðigrein, sem mennti
sérfræðinga á þessu ákveðna
sviði, — í félagsfræði
— En einstakir þættir kennsl-
unnar?
— Fyrsta árið gæti verið al-
menn kvnning á félagsvísindum
I fjórum liðum, félagsfræði,
stjómfræði og lögfræði, hag-
fræði, og hag- og félagssögu.
Þessa kennslu mætti nota um
leið sem lið í kennslu fyrir lög-
fræðinema og aðra háskóla-
nema, og núverandi prófessorar
gætu líklega annazt hana að
vemlegu leyti. Seinni tvö árin
væri farið nánar út •' félags-
fræðina sjálfa. Líklega mundi
henta skólanum bezt, að erlend-
ur prófessor væri fenginn til að
kenna hér i t. d. tvö ár til að
byrja með. Hann gæti byggt upp
félagsffæðina sem. sjálfstæða
grein til B.A.-prófs og skilað
síðan af sér til aðstoöarmanns,
sem tæki ,við prófessorsstarf-
inu.
— Hvaða vandamál leysir
félagsfræðiþekking?
— Viðfangsefni félagsfræö-
innar eru margvísleg, og skaí ég
gefa nokkur dæmi um það. Eitt
er mannfjöldaskýrslurnar og
rannsóknir á aldursskiptingu,
stéttaskiptingu, fjölda aldraðra
af báðum kynjum, stöðu kon-
unnar og störfum kvenna utan
heimilis, flótta úr sveitum í
kaupstaði, uppbyggingu borga,
áætlanir um húsnæðisþörf á
næstu ámm. Annað er ættar-
skrár og ættartölur, sem gefa
Án þeirra væru margvíslegar
félagslegar rannsóknir ekki
mögulegar.
— Hvemig eru þessar rann-
sóknlr?
— Þekkt dæmi eru Gallup-
kannanir á fylgi flokka og
stjómmálamanna. Slíkar rann-
sóknir hafa náð afar mikilli
fullkomnun. Annað dæmi er
um starfa fólks, t.d. hvað gera
hjúkrunarkonur? Þær hjúkra,
segja menn. Staðreyndin er hins
vegar sú, að þær eru að þvo
upp, hreinsa, bera hluti o.s.frv.
70% af vinnutíma sínum, þ. e.
störf, sem ekki þarf neina fag-
þekkingu til. Ef þær hjúkruðu
meira, á kostnað þessara starfa,
væri mikil bót ráðin á hjúkmn-
arkvennaskorti. Félagsfræðin
beitir ýmsum rannsóknaraðferð-
um við að finna út, hve mikill
hluti vinnutlma fer i hin og
þessi störf.
— Veldur fátækt Háskóla Is-
lands ekki því, að félagsfræðin
verður þar náriast kennslubóka-
snakk, án sambands við rann-
sóknir?
— Svo þarf ekki að vera.
Margt má gera til að bæta upp
lítinn fjárkost. Margar stofnanir
þurfa á félagsfræðilegum rann-
sóknum að halda og vilja borga
fyrir þær. Stúdentar geta starf-
að að slíkum rannsóknum undir
leiðsögn prófessors, og stofnun-
in gæti ráöið aðstoðarmenn á
sumrum úr hópi stúdenta, fyrir
það fé, sem stofnunin vinnur
sér inn. Þannig er það hjá okk-
ur. Töluverður hluti tekna
deildarinnar i Manchester kem-
ur frá stofnunum, sem kaupa
þjónustu hjá henni. Deildin hef-
ur hag af þessu, því að stúdent-
arnir kynnast hagnýtum vanda-
málum meðfram kennslunni, og
deildin verður miklu stærri og
fjársterkari en ella.
M.s. Anna Borg
Síðasta ferð frá Ítalíu og Spáni fyrir jól. Lest-
um vörur í Genova til Reykjavíkur 14.-15.
nóv. n.k. Almeria 18.-19. nóv. n.k. Fleiri lest
unarhafnir koma til greina. Uppl. veittar í
skrifstofu vorri Garðastræti 3 Sími 11120.
Skipaleiðir h.f.
Afgreiðslustúlka óskast
í kjörbúð. Uppl. í síma 38475.
STÚLKA ÓSKAST
á dagvakt. Uppl. í síma 37737.
MÚLAKAFFI
Hettukápur
stærðir 34-44.
Odelon kjólar, margir litir, m.a. lillabláir, vín
rauðir og skærgrænir.
FATAMARKAÐURINN
Hafnarstræti 1,
inngangur frá Vesturgötu.