Vísir - 19.10.1966, Page 8
8
V1SIR . Miðvikudagur 19. október 1966.
VÍSIR
Utgefandi: BlaöaOtgáfan VISER
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasaon
Ritstjóri: Jónas Kristjánsscm
Aöstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjóm: Laugavegi 178. Slmí 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsls — Edda h.f.
Fjárlagaræðan
JTjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og ræöan, sem
fjármálaráðherra flytur á Alþingi við fyrstu um-
ræðu um frumvarpið, eru jafnan sérlega athyglisverð.
í þessum atriðum koma fram þær áætlanir um nýjar
framkvæmdir og rekstur ríkisins, sem stjórnarvöld
gera fyrir næsta ár. Öll verksvið ríkisvaldsins sam-
einast á einum stað, og um leið kemur fram mat rík-
ísstjórnarinnar á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Að þessu sinni er frumvarpið samið á nýjan hátt.
Stofnuð var fyrr á þessu ári sérstök deild í fjármála-
ráðuneytinu, sem starfar að hagsýslu og að samningu
fjárlaga. Tilkoma þessarar deildar hefur gert frum-
varpið miklu nákvæmara en áður var. Unnt hefur
verið að synja með rökum ýmsum fjárbeiðnum stofn-
ana og að sporna almennt við óeðlilegri þenslu í rík-
isútgjöldum. Jafnframt hafa útgjöld verið áætluð raun
hæft í stað þess er áður var oft skorið niður af handa-
hófi. Verður nú hægt að krefjast þess ákveðnar en áð-
ur af ríkisstofnunum, að þær haldi útgjöldum sínum
innan ramma fjárlaganna. Fjárlagafrumvarpið fyrir
næsta ár einkennist því af meiri festu og aðhaldi
' rekstri og framkvæmdum ríkisins.
Hallalaus ríkisbúskapur á næsta ári er hornsteinn
frumvárpsins, á sama hátt og áætlað er, að verði í ár.
Þessi stefna er óhjákvæmilegt skilyrði heilbrigðrar
efnahagsþróunar á verðþenslutímum eins og nú ríkja.
Hófsemi í ríkisútgjöldum dregur jafnan úr spennu í
efnahagsmálum og hamlar gegn verðbólgu. Einn
helzti kostur frumvarpsins er því greiðsluafgang-
urinn, sem áætlaður er yfir 150 milljónir króna.
Greiðsluafgangurinn er ekki fenginn með því að
hækka skatta. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að engir
nýir skattar verði lagðir á lahdsmenn og stuðzt verði
við núverandi tekjustofna. Þetta atriði er skattgreið-
endum mikill léttir.
Við úthlutun fjár til framkvæmda hefur almennt
verið miðað við, að hamlað sé gegn óhóflegum nýj-
um framkvæmdum, sem mundu auka verðþensluna,
en fjárveiting hins vegar aukin til framkvæmda,
sem þegar eru komnar vel á veg. Er þannig styttur
tíminn frá því að framkvæmdir hefjast og þangað til
þær komast í gagnið, — hamlað gegn því, að miklir
fjármúnir liggi í hálfunnum framkvæmdum.
Frumvarpið í heild er samið í þeim anda, að höfuð-
markmið efnahagsstefnunnar sé að stöðva verðbólg-
una. Er það einn hlekkurinn í keðju þeirri, sem nú
er verið að smíða til þess að fjötra verðbólguna. Hin
styrka staða ríkissjóðs er forsenda þess, að hann get-
ur nú með niðurgreiðslum tekið þátt í að hindra verð-
hækkanir. \
í ræðu sinni í gærkvöldi sýndi Magnús Jónsson,
fjármálaráðherra ljóslega fram á rökrétta uppbygg-
mgu fjárlagafrumvarpsins og rökrétt samhengi þess
við efnahagsstefnuna, og því var engin furða, þótt
gagnrýni’ stjórnarandstæðinga reyndist máttlaus og
innihaldslaus. Við erum greinilega á réttri leið.
%
Launamál, skattar, krómm
kaup á skrifstofubúnaði, hús-
gögnum og áhöldum opinberra
stofnana skuli gerð í gegnum Inn
kaupastofnun ríkisins í því skyni
að tryggja sem hagkvæmust
innkaup. Settar hafa verið regl-
ur um bílaúthald rlkisins og á-
kvörðun bifreiðastyrkja og verða
þau mál framvegis f höndum
fjárlaga-og hagskýrslustofnunar
ráðuneytisins. Hefur jafnframt
verið ákveðið að merkja birfeiðir
ríkisins, í samræmi við reglur
þessar í því skyni að veita aukið
aöhald um notkun þeirra.
• Launamál opinberra
starfsmanna í
endurskoöun
Árlegar launagreióslur ríkis-
sjóðs nema nú um 1300 milli. kr.
Samningar um launakiör ríkis-
starfsmanna og eftirlit með þess-
um gífurlegu fjárgreiðslum er í
hendi fjármálaráðuneytisins. Er
hér um svo þýðingarmikið og
vaxandi verkefni að ræða, að
nauðsynlegt var að setja á stofn
sérstaka launamáladeild í fjár-
málaráðuneytinu, enda hafa það
verið ákveðin tilmæli Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, að
ákvéðinn aðili í ráöuneytipu heföi
með höndum launamálin. Hefur
því einn fulltrúi ráöuneytisiris ný-
lega verið skipaður sérstakur
deildarstjóri launamála. Mun
hann verða ráðunautur og ritari
samninganefndar ríkisins í launa
málum og annast af ráðuneytis-
ins hálfu eftirlit með framkvæmd
kjarasamninga og úrlausn ein-
stakra ágreiningsefna, sem upp
kunna að koma. Er Ijóst aö á
þessu sviði er þörf meira eftir-
lits og betri skipulagningar Eng-
inn fa^tur starfsmaöur er ráðinn
til ríkisstofnunar, nema að und-
angengnu samþykki nefndar
þeirrar, sem lögum samkvæmt
á aö fjalla um mannaráðningar,
en því miður er of mikið um þaö,
að lausafólk sé ráðið í stofnanirn
ar engu að síöur. Veröur það
verkefni hagskýrslustjóra að
kanna til hlítar nauösyn stofnun-
ar fyrir nýtt starfsfólk og launa
máladeildarinnar að fylgjast með
því, að ákvöröunum i þessu efni
sé framfylgt. Tel ég, aö með
stofnun fjárlaga- og hagskýrslu-
deildarinnar fyrr á þessu ári og
nú með skipan sérstaks launa-
málafulltrúa sé nauðsynlegur
grundvöllur að því lagður, að
hægt sé að hafa viðhlítandi eftir-
lit með þessum mjög mikilvægu
þáttum rikisrekstrarihs.
Með launaf.lokkuninni í sam-
bandi við kjarasamninga opin-
berra starfsmanna 1963 var stig
ið mikilvægt spor í átt til skyn-
samlegrar skipunar launamála
opinberra starfsmanna. Var þar
leitazt við að ákvarða launin
með hliðsjón af starfsábyrgö og
menntun. Því miöur fer því þó
fjarri, að opinberir starfsmenn séu
almennt ánægðir með niðurröð-
un sína i launaflokka og efalaust
veröur aldrei fundið kerfi, er allir
geti við unað. Við kjarasamning-
ana á s.I. ári tókst ekki að ná
samkomulagi um launaflokkunina
og hefur það skapað ýmis ný
vandamál, þar eð þess var alls
ekki að vænta, að Kjaradómur
gæti haft nægilega yfirsýn yfir
þann þátt vandamálsins. Viss
vandamál hefur verið reynt að
leysa, án þess beinlínis að brjóta
gegn úrskurði Kjaradóms, því aö
það hlýtur að vera grundvallar-
regla að greiða opinberum starfs-
mönnum laun í samræmi við nið-
urstöður dómsins, ef ekki koma
til einhver sérstök tilvik, sem
ætla má að hefðu haft áhrif á
niðurstöðu Kjaradóms, ef þau
hefðu þá legiö fyrir. Það er brýn
riauðsyn að hefja nú þegar við-
ræður um launaflokkun, er geti
orðið til írambúðar, því að óvið-
unandi er, ekki hvað sízt fyrir
opinbera starfsmenn sjálfa, að
nýjar deilur hefjist um launa-
flokkunina í sambandi viö
hverja kjarasamninga. Leitaö
hefur verið eftir upplýsingum um
það í sumar erlendis, hvar mest
festa muni vera komin á laima-
mál opinberra starfsmanna og
hefur Bandalagi starfsmanna rík-
is og bæja verið boðið að senda
mann ásamt fulltrúa frá ráðu-
neytinu til þess að kynna sér
skipan launamálanna i því landi.
Er einmitt með tilkomu launa-
máladeildarinnar auöið að hefja
skipulagsbundna athugun máls-
ins nú þegar í samráði við
B.S.R.B. Lögin um kjarasamninga
eru nú í sérstakri endurskoðun
og fallizt hefur verið á þá ósk
bandalagsins að hefja endur-
sköðun laganna um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna.
Góð samvinna ríkisvaldsins og
opinberra starfsmanna er hin
mikilvægasta nauðsyn til þess að
ríkiskerfið geti þróazt og starfaö
með eðlilegum hætti.
Ákveðið hefur verið að efna
nú í haust til sérstaks námskeiös
í hagræðingu á vegum Hagsýslu-
og fjárlagastofnunar fjármálaráðu
neytisins. Er ætlunin, að nám-
skeið þetta veröi fyrir forráða-
menn hinna ýmsu ríkisstofnana
og til þess ætlað að veita leið-
beiningar um úrræöi til bætts
skipulags og sem mestrar hagsýni
í rekstri stofnananna. Er hér
um nýbreytni að ræöa, sem von-
andi gefur góða raun.
• Verið að innleiða
staðgreiðslukerfi
skatta
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar á síðasta þingi var gefiö
fyrirheit um það, að staögreiöslu-
kerfi skatta yrði innleitt á árinu
1967. Síðan hefur sleitulaust verið
unnið að athugun og undirbún-
ingi málsins. Rækilegra upplýs-
inga hefur verið aflað frá þeim
löndum, þar sem kerfiö hefur
þegar verið innleitt, bæði um til-
högun kerfisins og reynslu af því,
og jafnframt hefur verið gerð á
því ítarleg athugun, við hvaða
sérstök vandamál sé að fást hér
á landi í þessu sambandi. Á þessu
stigi skal ég ekki ræða málið
nánar, en þessi heildarathugun
hefur leitt í ljós, að málið er
miklum mun vandasamara og
flóknara en bæði ég og aðrir
höfum gert okkur grein fyrir. I"
fyrsta lagi eru kerfin mismun-
andi í hinum ýmsu löndum og
er ekki einfalt mál að gera sér
grein fyrir hvert kerfið skuli
velja, og í annan stað eru islenzk
skattalö| svo flókin, aö ekki mun
auðið aö fella þau að neinu kerf-
inu án mjög víðtækra breytinga.
í flestum eða öllum löndum mun
hafa verið fylgt þeirri reglu, aö
lögfesta staðgreiðslukerfið all-
löngu áður en það kemur til
framkvæmda og að því er á-
kveðið stefnt, að hægt verði að
leggja málið í því formi fvrir Al-
þingi nú, að þingið geti tekið um
það ákvörðun, að athuguðum
öllum málavöxtum, hvort lögfesta
skuli staðgreiðslukerfið og þá
hvaða kerfi. Hefur ríkisstjórnin
ákveðið að setja nú þegar niður
nefnd til þess að athuga öll þau
gögn málsins, sem fyrir liggja og
verður sú nefnd skipuö fulltrúum
bæði frá ríki og'sveitarfélögum,
enda er núgildandi tilhögun út-
svarsálagningar eitt erfiðasta
vandamálið í sambandi við stað-
greiðslukerfið. Verður lögð á-
herzla á, að nefnd þessi hraði
mjög störfum, enda er undirbún-
ingsvinna rfkisskattstjóra og
starfsmanna hans það ítarleg, að
flest öll vandamálin liggja þegar
ljóst fyrir. i
• (Jmræður og athug-
un á verögildis-
aukningu krónunnar
Samið hefur nú verið við Seðla
bankann um að yfirtaka mynt-
sláttuna. Þar sem öll seðlaútgáfa
er í höndum Seðlabanl^ans verðttr
ekki séð nein skynsemi í þeirri
tilhögun, að útgáfa skiptimyntar
sé f höndum fjármálaráðuneytis-
ins. Myntsláttan er heldur ekki
neinn sérstakur búhnykkur fyrir
ríkissjóðinn og má t.d. nefna það,
að nú kostar einseyringurinn 22
aura, 5-eyringurinn 53 aura, 10-
eyringurinn 23 aura og 25-eyring-
urinn 30 aura. Er Ijóst af þessu,
að stefna verður að því að af-
nema hinar smæstu mynteiningar.
Nokkrar umræður hafa einnig
verið um það, hvort ekki væri
rétt að auka verðgildi krónunnar,
t.d. að tífalda gildi hennar. Hefur
sérstök athugun farið fram á
þessu máli á vegum ráðunevti'-ris
og Seðlabankans og niðurstaöan
verið sú, að rétt væri að athugn
þetta mál í fullri alvöru. Hins
vegar er ljóst, að ekki kemur til
mála að gera slíka breytingu, án
þess að um hana geti verið full-
komin eining, því að ef reynt er
að gera hana tortryggilega er verr
af stað farið en heima setið. Á
síðasta þingi leitaði ég óformlega
eftir því viö forustumenn stjórn-
arandstöðuflokkanna, hvort þeir
vildu tilnefna menn í nefnd til
þess ásamt fulltrúúm frá ríkis-
stjórninni að athuga málið, en um
það gat ekki orðið samstaða, á
þessu stigi málsins a.m.k.
í síðustu fjárlagaræðu gerði ég
grein fyrir því, að útgjöld ríkis-
sjóðs vegna vanskila á rlkis-
ábyrgðalánum hefðu fariö minnk-
andi síðustu árin og með hinum
nýju lögum um ríkisábyrgðir
hefði orðið gerbreyting til hins
betra á þessu sviði. Áfið 1963 var
fjárframlag ríkissjóðs til Ríkisá-
byrgðarsjóðs 93.7 millj. kr. Á
árinu 1964 var framlagiö 87.7
milljónir, en á árinu 1965 aðeins