Vísir - 21.10.1966, Síða 4

Vísir - 21.10.1966, Síða 4
V í S IR . Föstudagur 21. október 1966. A m m Sveinn Jónsson, framkvæmdastjón — Minning f. 21. okt. 1907 - d. 1S. okt: 1966 Cveinn Jónsson, framkvæmda- ^ stjóri, var fæddur f Reykjavík 21. okt. 1907, og hefði því orðið 59 ára í dag. Hann var sonur hjón- anna Sigurveigar Jónsdóttur og Jóns Einars Jónssonar, prentara, sem bjuggu lengst af á Bergstaða- stræti 24, og þar ólst Sveinn upp frá 5 ára aldri er foreldrar hans fluttu þangað frá Bergstaðastræti 20, en þar fæddist Sveinn. Hann hóf á unga aldri verzlun- arstörf. Byrjaði sem sendisveinn hjá Tómasi Jónssyni, kaupmanni í Reykjavfk, og vann sig til mennta í verzlunarstörfum. Hann var í und- irbúningsdeild Verzlunarskólans og tók próf upp í 1. bekk. Hann hélt þar ekki áfram en stundaði nám á kvöldnámskeiðum, þar til hann fór til Englands og var þar á verzlun- arskóla árin 1925 til 1926. Eftir heimkomuna starfaði hann hjá Tómasi Jónssyni og fleirum, til ársins 1928, en þá réðst hann til Sandgerðis h.f., útgerðar- og verzlunarfyrirtækis Lofts Loftsson- ar f Sandgerði. Árið 1933 gekk hann í félag með Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, ásamt Ólafi Jónssyni, um verstöð- ina og verzlunina í Sandgerði, sem Haraldur Böðvarsson hafði rekið þar í mörg ár. Árið 1941 stofnuðu þeir Sveinn og Ólafur Miðnes h.f., sem keypti eignir stöðvarinnar. Miðnes h.f. hef ir síðan rekið stóran útgerðarrekst- ur og fiskvinnslu, það er hrað- frystihús, saltfisk- og skreiðarverk- un o. fl. Sveinn var framkvæmda- stjóri fyrirtækisins til dauðadags, ásamt ólafi. Þeir félagar voru stofnendur að mörgum öðrum fiskvinnslufyrir- tækjum. Þar má telja Keflavík h.f., Dráttarbraut Keflavíkur h.f., Fisk- iðjuna h.f. öll í Keflavík, Sunnu h.f., Siglufirði, ásamt fleiri fyrirtækj- um. Og hafa þeir verið aðilar að rekstri þessara fyrirtækja til þessa. Sveinn var duglegur og þar eftir afkastamikill starfsmaður. Hann vann sér öll bókhaldsstörf létt,. og með löngum starfsdegi, iðni og at- orku urðu vinnuafköst hans með afbrigðum mikil. Hann var vak- andi og sofandi, lifandi í starfi yfir fyrirtæki sinu f Sandgerði. Hann TRESMIDJAN 'lfátí }/ Laugavegi 166 framleiðir húsgögn í alla íbúðina. SERGREIN: einkaleyfishúsgögn og finnskum arkitektum. MARKMID: ódýr og vönduð húsgögn, sem standast kröfur tímans. 22229 með ^ý-grind (úr plaststeypu), teiknuð af norskum lét sig hafa aö dvelja þar öllum stundum, sem hann var utan heim- ilis síns. Og lengstum tíma starfs- ævi sinnar eftir 1933, að hann eign- aðist hluta í fyrirtækinu, eyddi hann þar. Þegar hann byrjaði starf sitt við útgerðina hjá Lofti Loftssyni, voru viðsjárverðir tímar, og áttu þö eft- ir að versna. Hann gerði sér far um að vinna fyrirtækinu álits með oröheldni og áreiðanleik á öllum sviðum. Þessi framkoma hans varð fast- mótuð í fari hans á lífsleiðinni. Og fyrirtæki hans, Miðnes h.f., var þekkt fyrir ábyggilegheit og öryggi f viöskiptum alla tíð. í daglegri umgengni var Sveinn ljúfur og viðfelldinn í viðmóti. Hann eignaðist þvi marga vini, og engan veit ég sem ekki viðurkenndi velvilja hans og drenglund í garð annarra. Hann vildi hvers manns vanda leysa, og lagði sig fram um að vera i sátt við alla, sem hann kynnt ist og hann átti einhver samskipti við. Og gilti þá einu hvort það voru skipti viðskiptalegs eðlis eða önnur. Hann hafði samúð með þeim sem minna máttu sfn og rétti mörgum hjálparhönd, sem bágt áttu. Sveins er saknað af öllum sem þekktu hann, og þar er genginn góður drengur langt um aldur fram. Árið 1937 giftist Sveinn eftirlif- andi konu sinni, Ragnheiði Einars- dóttur. Foreldrar hennar voru Ol- afía Jónsdóttir og Einar Þorgilsson, skrifstofustjóri Alþingis. Þau eignuðust tvær dætur, Sig- urveigu, sem gift er Pálmari Óla- syni, hann er við nám í Svfþjóð og lýkur arkitektúmámi á næsta ári og Ólaffu, sem er heima hjá móð ur sinni. Heimili þeirra hjóna var ástúð- legt, gestrisni og höfðingsskapur ríkti þar og vinir þeirra höfðu ó- blandna ánægju af að sækja þau heim. Seinustu 2—3 ár ævi sinnar átti Sveinn við vanheilsu að strfða. Hann lá þá oft erfiðar sjúkdóms- legur og varð eftir það aldrei heill heilsu. En síðustu mánuðina, sem hann lifði, varð hann að heyja þunga sjúkdómslegu á Landakots- spítala. Ég votta eiginkonu Sveins, dætr- um þeirra svo og öðrum ástvinum hans innilega samúð. Guð varðveiti minningu hans. Baldur Guðmundsson. floskum og miklu ódýrari Erai

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.