Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Föstudagur 21. október 1036. Utgefandi: Blaöaotgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jðnasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Auglýsingar; Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. ( lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.t. Fjárlagagagnrýnin Qagnrýni talsmanna stjórnarandstööunnar viö út' varpsumræðuna um fjárlagafrumvarpið var óvenju máttlaus Qg innihaldslítil. Ræður þeirra voru efnis- lega mjög svipaðar fyrri ræðum um sama efni. Virð- ist málsmeðferð stjórnarandstæðinga við fjárlagaum- ræður vera orðin að vítahring. Því oftar sem hin inn- antómu orð eru endurtekin, þeim mun ljósari verður hinn raunverulegi skortur ádeiluefna hjá þessum tals- mönnum. Veilumar í málflutningi þeirra við þessa fjárlagaumræðu voru margar, en þrjár voru sérstak- lega áberandi. í fyrsta lagi halda talsmenn Framsóknarflokksins áfram að heimta sparnað í öðru orðinu en eyðslu í hinu, Þeir kvarta almennt yfir pyðslusemi í fjármála- stjórn ríkisins, án þess að benda á ákveðin atriði og segja skýrt hvaða liði þeir vilji spara, hvemig og hvers vegna. Þegar þeir hafa lokið hinni almennu og óljósu sparnaðarmessu, kemur langur listi yfir framkvæmd- ir, sem þeir sakna á fjárlögum. Engar tillögur fylgja um, hvernig eigi að afla fjár til þessara framkvæmda. Þeir segja, að niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpa séu allt of háar, og jafnframt heimta þeirí meiri fram- kvæmdir. Þessi stefna hinna gengdarlausu yfirboða í allar áttir ríkir áfram ár eftir ár og er enn í fullum blóma, eins og kom fram við fjárlagaumræðuna. í öðru lági halda hinir sömu talsmenn áfram að feika sér að prósentusamanburði á fjárlagafrumvörp- um mismunandi ára. í ár segir talsmaðurinn, að fjár- lögin séu 400% hærri en fjárlögin voru 1959, og síðan fylgir ýtarlegur prósentusamanburður í einstökum lið- um. Gaman hefði verið, ef fylgt hefði hliðstæður pró- sentusamanburður á fjárlögum Eysteins árin 1938 og 1951. Þá hefði talsmdðurinn fengið prósentur, sem matur er í! Staðreyndin er hins vegar sú, að bæði breytist það svið, sem fjárlögin ná yfir, og einnig hækka fjárlögin í svipuðum stíl og verðlagið almennt. í gamla daga þótti það hæfa að hafa stórar greiðslur utan fjárlaga, en nú þykir það ekki lengur hæfa, enda hafa nýir menn tekið við fjármálastjórn í landinu. Það gefur töluverða innsýn í málefnahliðina, þegar talsmaður stjórnmálaflokks eyðir töluverðum hluta ræðutíma síns í annað eins barnagaman og prósentu- reikningur af þessu tagi er. í þriðja lagi halda talsmenn Alþýðubandalagsins áfram öreigaræðum sínum í stíl Einars Olgeirssonar. Talsmaður þess í umræðunum kom varla að neinni gagnrýní á fjárlagafrumvarpið. Mestur hluti ræðutím- ans fór í upphrópanir um sult og seyru fátæka manns- ins og minnkandi kaupmátt. Þessar harðindaupphróp- anir eru sérstaklega athyglisverðar fyrir þá sök, að í haust hefur komið fram skýrar en nokkru sinni áð- ur og svo ekki verður um villzt, að rauntekjur alþýðu- fólks hafa aukizt ár frá ári hin síðustu ár og það meira að segja hraðar en þjóðartekjurnar, sem þó hafa vaxið gífurlega. Slíkar öreigaræður sýna glögglega, hverjir eru úti á þekju í þjóðmálunum. Endurreisti Wagneróperuna í nýjum stíl Sonarsonur Richards Wagner nýlátinn Aðfaranótt sl. mánudags and aðist í Munchen sonarsonur Richards Wagner, Wieland að nafni, 49 ára gamall, bá þegar orðinn eitt stærsta nafnið i menningarlífi Vestur-Þýzka- lands eftir að hafa endurreist verk afa sfns í anda nýrra tíma. Hin miklu óperuverk Richards Wagner komust í hæpna að- stöðu á dögum ftitiers, er þau voru innblástur og tákn Stór- Þýzkalands, þjóðernisstefnu og heimsveldishyggju þýzkra naz- ista. Tónlistarhátíðirnar í Bay- reuth höfðu frá árinu J872 ein- göngu verið helgaðar verkum Wagners. En á dögum Adolfs Hitlers urðu þær öðrum þræð- inum jafnframt eins konar helgi athafnir, þar sem Adolf Hitler var æðsti presturinn í heiðurs- stúkunni. ;J ★ ' ’ ’ ifv'í (i.sj.r. .aifioítnsii abifiiaið Óperuhúsið í Bayreuth, sem Richard Wagner hafði látið byggja eyðilagöist í loftárásum 1944 og var ekki opnað aftur fyrr en sjö árum seinna undir stjóm Wielands Wagners og bróður hans Wolfgang. Endur- opnun hússins og Bayreuth-leik anna hafði þá verið í undirbún- ingi frá árinu 1946, er banda- rísk rannsóknamefnd lagði til að Wagnerbræðrum yrði leyft að hefja störf aö nýju. Mark- miðið var að endurvekja Wagn- eróperuna áybýjum iistrænum grundvelli. Hugmyndir Wie- lands Wagner gengu í berhögg við þriggja kynslóöa túlkun og skilning á anda og uppfærslu verka Wagners, en þær stað- festust þegar í vestur-þýzku menningarlífi. ★ Rómantíkinni var varpað fyr- ir borð, hymdu hjálmunum, púðanum, .sem Parsifal hafði kropið á síðan húsiö var opnaö í fyrsta sinn, kyrtlurium, vík- ingaskegginu, eldspúarjdi drek- um og kyrtli Brynhiidar. Allt þetta hafnaði í Wagnersafninu í Bayreuth. í þeirra stað komu nýtízkulegir búningar og ein- faldari, naktari, harðari svið- setningar. Gömlu sviðstjöldin hurfu einrlig. 1 þeirra staö komu ný sviöstjöld, sem Wie- Iánd Wagner teiknaöi eins og arkitekt fer að því að teikna, ein faldir, stórir fletir, engar mynd ir af hinum myrka suður-þýzka trjáskógi, aðeins heill svartur flötur. Ljósin lýstu ekki upp myndir eins og áður heldur voru þau hluti þeirra forma, sem mynduðust á sviðinu. SymboL- isminn varð ríkjandi. ★ Við opnunarhátíðina 1951 voru sýndar fjórar Wagneró- perur í hinum nýja anda, fjög- ur kvöld sátu áhorfendur, sem gjörþekktu hefðbundnar upp- færslur á Wagner, eins og steini lostnir. En hrifningin, sem þama skapaðist breiddist út um alla Evrópu og Bayreuth-leikam ir uröu ein helzta menningarhá- tið Vestur-Þýzkalands, þjóðar, sem nú kepptist við að reisa úr rústum, samræma það bezta í menningararfleifð sinni á nýj- um tímum lýðræðis og jákvæðr ar þjóðemishyggju. Sigur Wie- lands Wagners varð einn af sigrum hins nýja þýzka þjóð- félags. ★> Wieland Wagner var sonur Siegfried Wagner, er tekið hafði við af móöur sinni, Cosimu, dóttur píanósnillingsiná Lizst, s^m. atjómandi Bayreuth-hátíð- arinnar. Hann varð vitni að hag- nýtingu nazista á verkum afa síns, var af Hitler b^nnað aö fara til vígvallanna, hann mátti ekki lenda í lífshættu, afkom- andi hins mikla Wagners. í þess stað varð hann leikstjóri í Alt- enburg. Eftir að Bayreuthóperan komst á laggirnar að nýju var eftir honum sótzt um víða ver- öld til að stjóma sýningum á ópemm Wagners. Hann var á sl. ári við Metropolitanóperuna og átti á næsta ári að fara til óperunnar í Vín. Hann var eðli lega umdeildur f hópi lista- manna. Hljómsveitarstjórinn von Karajan neitaði að starfa með honum. En við Bayreuth störfuöu þó í hans tíð margir Á fundi borgarráðs á þriðju- dag var samþykkt að ráða Tor- ben Frlðriksson framkvæmda- stj. Innkaupastofnunar Reykja- vfkurborgar. Hafði stjóm Inn- kaupastofnunarinnar mælt með Torben í starfið. Eins og áður hefur komiö fram í fréttum, hefur Valgarð Briem, hdl., sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Innkaupa- stofnunarinnar lausu. Torben maöur. freipstu ópemsöngvarar samtím ans, Birgit Nilson, Hans Hotter, Wolfgang Windgassen, Georg London og hann lét þeldökku ópemsöngkonuna Grace Bum- bry syngja hlutverk Venusar. ★ Umbrotasamur uppvaxtar- tími hans hafði gert hann að uppreisnarmanni. Hann hefði ef iaust gert uppreisn gegn nú- verandi hugmyndum sínum ei honum hefði orðið auðið lengra lífs. Það er ekki hægt að benda á neitt sambærilegt við Wagner- stíl hans. Hann hafði hugrekki, sem eflaust átti sér heldur ekki hliðstEeðu. Með hugmyndum sínum og hugrekki hóf hann ópem Wagn ers til vegs og virðingar í landi sem var búið að hafna þeim í þeirra gamla formi vegna hins rómantíska og tengsla þeirra og nazismans. Hann vann þeim einnig fyigi nýju kynslóðarinn ar um alla Evrópu. Friðriksson er íslendingur af dönskum ættum. Hann hefur lokið viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla íslands, starfaði að námi loknu við Framkvæmdabanka lg lands, réði sig síðan til Efna- hagsstofnunarinnar, varð þá fu|l trúi á þingum og fundum Efna- hagssamvinnustofnunarinnar, OECD, í Parfs, en hafði aftur tekið við sfnu fyrra starfi hjá Efnahagsstofnuninni. Nýr framkvæmdastjóri Inn- knupastofnunnr R.víkur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.