Vísir - 21.10.1966, Síða 9
n
VÍSIR
\
FÖEtisú:
o .
Hvort byggir nií enginn hin yztu nes?
Nú byggir enginn hin yztu nes.
Ógn er af hrundum vöröum.
Oft í vályndum veðrum blés
vindur af Drangaskörðum.
Forðum stóð höfðingja höfuðból
við hamranna nyrztu rætur.
þar átti sér margur yl og skjól,
indælar gleðinætur.
[Vú er svo komið, að þann veg
er háttað þjóðlífi Islend-
inga, að fárra frétta er von af
ferðum manna um útnes og
yztu strandir, sízt á þeim tíma
árs, þegar vetur sezt aö völd-
um og veður gerast ill. Þar sem
áður ' stóö byggð í blóma og
bjargræði var sótt af kappi til
hafs og heiða eru nú auðnir
einar. Svalir vindar blása um
rústir þeirrar reisnar, sem rikti
hér fyrr.
Um þessar mundir eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Ragn-
heiður Pétursdóttir og Eiríkur
Guðmundsson, er lengi bjuggu
á Dröngum, öðrum nyrzta bæ i
Strandasýsiu, við mikla rausn.
Húimili þeirra er nú í Kópavogi
og þangað legg ég leið mína til
að samfagna þeim á þessum
merku tímamótum og jafnframt
fara þess á leit, að þau bregði
úPP fyrir mig myndum úr svip-
rfkri sögu fyrri starfsára.
JPngum er í kot vísað, er, kem-
ur hér að garði frekar en
fyfr, jrótt ólíkar séu aðstæöur
allar. ,,Já, lífiö er gjörsamlega
breýtt,'1 segír Eiríkur. „Þótt-ég
ungur væri og þekkti enga ný-
þreytni út á við, rhan ég hvað
mét/ fannst það fráleitt að sjá
fólkið berja húsdýraáburðinn á
túpinu, og sýndist, aö á þessu
rmtr|di hægt að ráða einhverja
bót. Á þessum árum bar það til,
8ð á bú föður mins réðust hjón,
Samson og Karítas. Þau áttu son
í fóstri inni í Skéljavík í Stein-
grímsfirði, hjá manni er Halldór
héf og var smiður góður. Vetur
þannan fór Samson inneftir til
fundar við son sinn. Þegar hann
kempr til baka er hanrr glaður
og reifur sem jafnan og segir, að
í þessari ferð hafi hann séð ný-
Ragnheiöur Pétursdóttir og Eiríkur Guömundsson á heimili sínu
í Kópavogi.
breytni nokkra, en það var
kvörn til að mala í áburð, „tað-
kvörn". Samson segir, að hér sé
um að ræða önnur og fullkomn-
ari vinnubrögð en hann hafi
áður séö. Faðir minn epyr mjög
nákvæmlega eftir þessu og seg-
ir svo hvatskeytslega: „Skrifaðu
Halldóri og pantaðu eina kvörn
fyrir mig.“ Þetta var fyrsta
taðkvörnin, sem kom í Víkur-
sveit, en innan mjög fárra ára
voru þær á hverjum bæ.
Þetta eru þær fyrstu umbætur
í búskaparháttum, sem ég kynnt
ist í minni sveit, árið 1911 kom
svo kerra í Ófeigsfjörð, en þá
hafði einh sónur Guðmundar
Péturssonar, bónda þar, Ásgeir,
stundað nám á Hvannevri. En
þrátt fyrir frumstæð skilyrði og
einfalda lífshætti fyrri daga, er
ljómi yfir minningunni. Fólkið
var félagslynt. Það voru etfki
samkomur með sama sniöi og
nú, heldur heimsótti fólkið
hvað annað og það stundum i
stórum hópum. Ungt fólk nú á
dögum aumkar æsku fyrri daga
fyrir erfiðleika þá, er hún hafi
átt við að stríða í sambandi við
ferðalög og beimsókrtir, þar sem
venjulega var farið fótgangandi
langar vegalengdir. En þetta
var miklu auðveldara en menn
nú gera sér grein fyrir. Þjálfun
sú, sem fékkst við hin ýmsu
nauðsvnjastörf heimilanna,
smalamennskur, rekaferðir og
annað slíkt kom að góðu gagni.
Það eitt, að vera á ferð með
glöðu fólki er dásamlegt, sé gott
veður. Ég held, að ég verði að
láta í Ijósi þá skoðun mína, að
lífið hafi boðiö upp á meiri
gleði þá en nú er. Drangar,
Ófeigsfjörður, Melar, Finnboga-
staðir. Þessir voru aðal sam-
komustaðimir. Á þeim bæjum
voru rúmgóðar jDæjardyr og þar
var dansaö, og spilað fyrir á
einfalda harmoniku. Nyrzti bær
í Strandasýslu er Skjaldabjarn-
arvík. Þangaö er um 4 tírpa ferð
frá Dröngum, kringum Bjamar-
fjörð. Inn til Drangavíkur, næsta
bæjar að sunnan, er tveggja
stunda ferð. Oftast var farin
sjóleiðin milli Dranga og Skjalda
bjarnarvíkur, en hún er mun
styttri. Segja má, að börnin, sem
ólust upp á þessum bæjum,
8—10 á hvorum, væru leiksyst-
kin,- þó nútímaæsku mundi vafa
laust ekki finnast greitt um göt-
ur.
IVu eru þessar byggðir að
leggjast í eyði, Eirikur.
— „Já, því miður". — Hvers
vegna segir þú: því miöur? —
Ég segir því miður, af því, að
ég álít þar mjög lífvænlegt.
Kannski er ég ekki dómbær á
það, hvort lífvæniegt er á nú-
tíma vísu. En hvernig stendur
á því, að menn lifðu vel og efn-
uðust á hálfri Skjaldabjamar-
víkinni? Ég skal t.d. nefna Óla
Halldórsson frænda minn. Hann
bjó þar í 9 ár, byrjaði meö fá-
einar kindur og var mjög efna-
lítill. Þegar hann fór þaðan voru
bömin orðin 4 og það 5. á leiö-
inni, en svo haföi hagurinn batn
að, að hann gat kevpt á ísafirði
sæmilegt ibúðarhús, eftir þeirra
tíma hætti, án þesjs að skulda
neitt að ráði, þó mun bú Óla
aldrei hafa veriö stærra en
rúmar 70 kindur og líklega 2
kýr. Nú er taliö að fjölskylda
geti ekki lifað af minna en 250
—300 kindum. Ég vil spyrja:
Hvernig stendur á þessu?
Þegar þú bjóst á Dröngum,
Eiríkur. Fannst þér erfiðleik-
arnir yfirþyrmandi? — Nei,
síður en svo. Ég fann ekkert
fyrir erfiðleikunum. Þú varst nú
sterkur maður. Já, kannski
að lömbunum hafði verið slátr-
að, og tóku þær göðum haust-
bata. Bjarnarfjörður er fremur
gróðurlítill og engjalönd eru þar
engin nema fyrir botni fjarðar-
ins, þar er ágætt slægjuland
80—90 hesta, tilheyrir það að
mestu Skjaldabjarnarvík, en var-
þó oft með leyfi bóndans, nytj-
að frá Dröngum. Berjalönd eru
þama góð, og á mínum æsku-
ámm var mjög mikil silungs-
veiði í ánni. Á síðari árum hef-
ur henni farið mjög hrakandi
og legg ég áherzlu á, að þar
er svartbakurinn aöal skaðvald-
urinn. Hann situr í stórum flokk
um við mynni ánna við hvern
svona fjörð, þar sem leirfram-
burður er, en þar er fullt of
silung í kvíslunum og mun svart
bakurinn gera þar nokkum usla
i ungviðinu. Eitt voriö veiddi ég
" Séö heim aö Dröngum.
Það rak vel áriö þetta.
var ég vel skapaður til aö vera
þar. Mér þótti gaman aö glíma
við erfiðleikana. Sem dæmi
skal ég nefna, aö ég fór hvert
vor róandi á árabót við annan
mann rúmlega 8 tíma róður út
að Horni, enda þótt ég ekki
beint þyrfti þess með. En ég
hafði af þessu svo mikið gaman.
Landými er mikið á Dröngum
og má kannski telja það til
kosta, a.m.k. hvað strandlengj-
una snertir, því það gefur meiri
rekavon. En tvo stóra ann-
marka hafði jörðin, annar var
sá, að þar var flæðihætta mikil
og hin, að engjar voru þar því
nær engar, eöa þær lélegustu í
sveitinni, að undanskilinni
Drangavík.
Var ekki fé fóðurlétt yfir
veturinn? Á fyrstu búskapar-
árum mínum voru harðir vetur
og þótti ekki fært að ætla minna
fóður en 6 aP fyrir kind. Þó
að túnið á Dröngum væri ekki
nema 10—11 dagsláttur, þegar
ég byrjaði aö búa, þá álít ég
að næringargild,i þess fóðurs,
er af því fékkst, hafi verið
mun meira en af jafnstórum
skika nú. Kýmar mjólkuöu mjög
vel af töðunni einni saman, án
nokkurrar fóöurbætisgjafar.
Þetta reyndist mér annað eftir
að ég hóf ræktun í stærri stíl.
Fjörubeit er góð á Dröngum,
einkum á haustin. Inni í Bjarnar
firði er sölvafjara. Þangað voru
stundum látnar eldri ter, eftir
13 silunga í einu fljóti og voru
11 þeirra særðir eftir svartbak.
U vernig var svo lífiö á Dröng-
um í ykkar tíð, Eiriktir?
— Þaö var dásamlegt, í einu
oröi sagt — dásamlegt. Ég var
svo lánsamur að læra ungur að
leika á orgel, að vísu ekki mik-
iö, en þó nóg fyrir mig. Af
þessu hafði ég og heimili mitt
mikla ánægju og einnig gestir,
sem komu. Margt fólk í sveit-
inni var mjög vel sönghæft, og
ýmsir áttu hljóðfæri. Þetta lyfti
lífinu. Til einangrunar fann ég
aldrei fyrr en þessir blessaðir
nágrannar mínir að norðan og
sunnan fluttu bu :. Þó var ég á
Dröngum 3 ár eftir að jarðimar
beggja megin við mig voru komn
ar 1 eyði. Sem dæmi um það,
hve gott samband var milli fólks
ins í þessari norðlægu byggð,
skal ég geta þess, að konan mín
og konan í Reykjarfirði, það er
næsti bær norðan Geirólfsgnúps,
voru fæddar sama mánaðardag.
Þennan dag héldu þær saman
öH þau ár sem við vornm á
Dröngum.
Þú hefur einhvern tíma sagt
mér það, Eiríkur, að Guðmund-
ur sonur þinn, meðan hann var
unglingur í fööurgarði, hafi far-
ið á opinni trillu ferðir fyrir
Horn til ísafjarðar. Nú var ekki
sími og ekki tök á að fylgjast
Framh á bls. 6