Vísir - 26.10.1966, Side 3

Vísir - 26.10.1966, Side 3
V I S IR . Miðvikudagur 26. október 1966. 3 — Það eru áhugamenn, sem hafa drifið þetta áfram, segir Einar G. E. Sæmundsen fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og hallar sér fram á afgreiðsluboröið í skrifstof- unni í Skógræktarstöðinni í Fossvoginum. Núna eru 1600 meðlimb' í félaginu og það eru í' raun og veru þeir, sem reka stöðina. Og Einar lætur í ljós þá ósk að meðlimafjöldinn megi verða enn meiri. Myndsjáin var stödd í gær- morgun í blíðskaparveðri og fylgdist um hríð með undirbún- ingi stöðvarinnar fyrir veturinn, en að honum er nú verið að vinna af kappi. Skógræktarstöðin í Fossvogi hóf starfsemi sína þegar árið 1932 undir stjórn Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra, sem var fyrsti íslendingurinn, sem nam skógrækt við háskóia. 1946 var Skógræktarfélag R.vík ur stofnað þann 24. okt. og átti því félagið 20 ára afmæli fyrir fáum dögum. Var því viö stofn- unina afhent stöðin í Fossvogi til umráða af Skógræktarfélagi íslar.ds, sem var stofnað á Al- þingishátíðinni 1930. í>á var landssvæðið í Fossvog inum, sem stöðin hafði, 9 hekt- arar, en siðan voru keyptir 4 hektarar í viðbót. Fyrstu árin var ekkert unniö að plöntuuppeldi að ráði í Foss- voginum, heldur var aðallega unnið að því að gróöursetja skjólbelti og skógarlundi fram til 1946. Komu þar til takmörk- uð framlög og heimsstyrjöldin síðari. Það ár var hinsvegar á- kveðið að leggja höfuðáherzlu á piöntuuppeldi m. a. vegna þess að friðun Heiðmarkar var þá á döfinni. Var fyrsta fram- leiðslan 67 þús. plöntur tilb. ’50 en sama ár var Heiðmörk vígð. Síðan hafa v: ið aldar upp 3 milljónir 755 þús. plöntur og ... og hér er birkigreinum raðaö yfir fræplöntur, f yrir veturinn. Þurfum uð skilu þessu luudi betru en þuð var // Skógræktorstöðin í Fossvogi heimsótt ó tímomótum ársframleiðslan er komin upp undir 400 þús. plöntur. Nær svæði skógræktarstöðvarinnar, sem Einar G. E. Sæmundsen hef ur stjórnað framkvæmdum á frá 1947, allt frá Hvítá aö austan að Hvalfjarðarbotni. Þessu svæði þarf skógræktarstöðin aö sjá fyrir plöntum. Hlutverk stöðvarinnar er því fyrst og fremst fólgiö í plöntu- uppeldinu, og fá garðeigendur í Reykjavík og skógræktarfélög á svæðinu plöntur sínar frá stöðinni. 1 vor var sáð í rúm- -lega þúsund fermetra nýtt svæði og færist þessi starfsemi sífellt í aukana. Annað höfuðatriði starfsins er friðun og ræktun Heiðmarkar, en allar framkvæmdir þar hefur skógræktarfélagið séð um. Var fyrsti hluti Heiðmarkar friðaður 1948, 1350 hpktarar og hafði þá verið unnið að undirbúningi frið unarinnar í tíu ár. Næsta ár var byrjaö á lagningu vega um Heið mörkina, sem nú eru orðnir 22 km. ofaníbornir, en slóðir og ruddar leiðir 10—15 km. Heið- mörk var hátíðlega vígð 1950 og hófst þá gróðursetningin. Var hún skipulögð á þann hátt, að félögum og samtökum voru úthlutaðar spildur, sem yfirleitt voru um 5 hektarar að stærð. Voru gerðir samningar við þessi félög, sem voru kölluð landnem ar í Heiömörk, til 20 ára. Sýndu félögin mikinn áhuga í fýrstu og sum enn, en upp úr 1953 og síðan hafa unglingar frá Vinnu- skóla Reykjavíkur mikið til ann xazt alla gróðursetningu. Allir landnemarnir 55 hafa þó haldið samningana í Heiðmörk, þó að áhugi einstaklinga til gróöur- setningarstarfa hafi ef til vill dvínað Með ýmsum viðbótum landssvæða er nú Heiðmörkin 2510 hektarar að stærð. Land þar sem plöntum hefur farið vel fram, þó-aldrei hafi verið ætlunin aö gróöursetja þar nytjaskóg. Eru hæstu trén þar nú upp undir 3 metrar að hæð. Þetta er í stuttu ,máli saga Skógræktarfélags Reykjavíkur. Nú vinna við stöðina og í Heið- mörk tíu manns fast, en á vorin kemst starfsliöiö allt upp í 70 manns á gróðursetningartímabil inu og ekki er óalgengt að 30— 40 manns vinni þar um hásum- arið. Nú hefur starfsliðinu fækkaö aftur og búizt er fyrir veturinn. Það er verið að koma upp skjól girðingum, sem eiga að draga úr vindhraða á svæðinu og á stóru svæöi er búið að setja klipptar birkigreinar yfir gróður kassana, sem hýsa fræplöntur frá í fyrra. Er það gert til þess að snjórinn festist í birkigrein- unum. I öörum gróðurkössum er haustsáningin, reyniberjum hefur verið sáð í moldina og þak ið er yfir með sandi og yfir veturinn eru settir gluggar yfir. Áður tíðkaðist að þekja yfir með reiðingi að sögn Kristins Skær- ingssonar verkstjóra. Skógræktin í Fossvogi fylgir framþróuninni og færist inn á ný svið eftir því sem Einar G. E. Sæmundsen skýrir frá. Nýjar gróðursetningaraðferöir eru not aöar — og við vinnum ötullega að því aö friöunarland Reykvik- inga falli sem fyrst imi I þann ramma, sem þvf er ætlaö. Rækt unin í Heiðmörk sannar að hægt er að breyta blásnum melum og gróðurvana landi f frjósamt land með friðun og rsektun. Viö erum allir sammála um það, að það sem við þurfum að gera, ?r að skila þessu landi betra ei'. það var, segir Einar G. E. Sæm- undsen sem lokaorð. Fyrir framan hæstu og elztu trén í skógræktarstöðinni. Þessi skóg- arlundur er sitkagreni, sem mælist um 7.35 m á hæð. Þrír starfs- menn stöðvarinnar frá v.: Einar G. E. Sæmundsen, Kristinn Skær- ingsson og Vilhjálmur Sigtryggsson. Eitt af undirbúningsstörfum fyrir veturinn er að setja upp skjólgiröinjor fyrir næðingnum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.