Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 2
V í SIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966.
Sig, Einarsson skorar gegn Víkingi í gær.
Fram átti í eriiBleikum
— en Vikingar áttu slæman seinni hálfleik
og misstu tökin á leiknum
Víkingar virðast ætla að verða
sitt af „topp“liðunum f í. deild f
handknattleik í vetur, ef dæma má
eftir leik þeirra gegn Fram í gær-
kvöldi. Að vísu dalaði leikur liðs-
ins mjög í síðari hálfleiknum, en
greiniiegt er að liðiö býr yfir miklu
öryggi og leikni.
Framarar vissu ekki hvaðan á
sig stóö veðrið f gærkvöldi í Laug-1
ardalnum fyrr en 4 mörk Víkings i
voru komin gegn engu þeirra. Þeim |
tókst þó að jafna 4:4 'og í hálf-
leik var staðan 6:5 fyrir Víking.
í seinni hálfleik tókst Vfkingi að i
komast i 7:5 en Fram jafnaði 7:7
og hafði yfirhöndina það sem eftir
var af leiknum, en vöm Víkings
var þá orðin losaraleg og sóknin
skipulagslftil. Korpst Fram í 13:8
og vann leikinn 15:9.
Leikmenn eru yfirleitt að kom-
ast í það horf að átta sig á
stærð salarins í Laugardal og sumir
notfæra sér þessa staérð hans, eink-
um þó Framarar, en önnur liö eru
talsvert að baki þeim &■ þessu
sviði.
Með þessum sigrí má segja að
Framarar hafi komizt yfir erfiðan j
hjalla, því Víkingsliðið er mjög
hættulegt lið og til allra hluta lík-
legt. Fram er nú éina liöið, sem
enn hefur ekki tapáð stigi í Reykja-
vikurmótinu og satt að segja lftur
ekki út fýrir að neitt félaganna
hirði stig af Fram í mótinu.
Leikmenn Fram voru mjög jafnir
í skorun þetta kvöld, allir skor-
uðu og þrfr markhæstu menn voru
með 3 mörk hver.
Dómari var Magnús Pétursson.
Ungur piltur stóð
uð buki ÍR sigri
Ungur piltur, Vilhjálmur Sigur-
geirsson var svo sannarlega sá
maðurinn sem mesta athygli vakti
í gærkvöldi í Laugardalshöllinni.
Hann var hreinlega maðurinn bak
við sigur ÍR í lefknum gegn KR,
skoraði ekki aðeins ein 8 mörk,
heldur átti hann drýgstan þátt í
hinum ágæta samleik liðsins og
snjallar línusendingar, einkum til
Gunnars bróður síns,
Leikur ÍR og KR var ekki til-
takánlega góður handknattleikur,
en hann var eini vérulega spenn-
andi leikur kvöldsins. ÍR náði for-
ystunni í upphafi og tókst KR ekki
að komast yfir fyrr en seint í
leiknum á smákafla. í háifleik var
staðan 10:7 fyrir ÍR.
ÍR tókst að ná 4 marka mun
f 13:9 og 14:10 en nú var eins og
los kæmi á leik þeirra og KR
tókst að jafna 14:14, en vörnin
virtist alveg gleyma öllum varúð-
arreglum. Þegar rúmar 8 mínútyr
voru eftir komst KR yfir 15:14 en
Vilhjálmur jafnar. Hilmar skorar
fyrir KR úr víti 16:15 en ÍR jafnar
og kemst yfir með skoti Vilhjálms
17:16. Enn var sami piltur að verki
í 18:16 og 19:16 skorar hann úr
vítakasti og loks fallegt mark und-
ir lokin 20:16.
Dómur Óskars Einarssonar var
nokkuð skrykkjóttur og ekki sam-
hengi í gerðum hans öllum.
LÍNURNAR RUSLANDI
Nýjar merkingar á ýmsum
völlum á gólfi Laugardalshallar-
innar virðast gera þaö að verk-
um að handknattleiksmenn rugl-
ast mjög á merkingum. Gólfiö
lítur nú einna helzt út eins og
málverk eftir abstraktlistmálara,
skreytt öllum regnbogans lit-
um.
Þarna eru merktir 12 badmin-
tonvellir, með hvítum strikum,
tveir litlir handknattleiksvellir
þvert á þann stóra með rauðu,
körfuknattleiksvellir með grænu
o. s. frv. Allt þetta línufargan
virðist lenda í einni bendu. Fyr-
ir leikmenn er þetta óþægilegt,
dómara nánast ófært og áhorf-
endur óþolandi. Var um f-átt
meira rætt í gærkvöldi en þetta
nýja listaverk á vellinum og
voru flestir óánægðir. Vilja sum-
ir halda því fram að svona vill-
andi merkingar sem þessar verði
vart viðurkenndar í alþjóða-
keppni.
Þýzkt handknattleiks-
lið hingað í heimsókn
j Um 20. þessa mánaðar er væntanlegt hingað til Reykjavíkur
eitt af beztu handknattleiksliðum Þjóðverja. Oppun Kredfeld.
Það var í fyrradag, sem Þróttur fékk endanlegt svar frá liðinu um
að það gæti tekið boði félagsfns um að koma hingað.
w Ekki mun enn ákveðið móti hverjum liðið keppir, eða hve
margir leikir þess verða hér, en geta má þess, að liðið var í
úrslitum um V-Þýzkalandstitilinn í handknattleik utan húss og er
mjög framarlega í deildakeppninni innan húss. Verður því gaman
að fá loks að sjá þýzkt lið hér aftur í keppni.
Slagsmálaieikur
Vals og Þróttar
Kannski var gauðrifin Valsskyrta
næg lýsing á leik Vals og Þróttar
í Reykjavíkurmótinu í handknatt-
leik. Þessi leikur var ákaflega
hraustlega leikinn, en þvf minni
kænska og snilli f handknattleik
Ircmst þama aö. Þetta gilti um báða
aðila jafnt. Það var eins og hand-
knattleikurinn gleymdist oft en alls
konar hryllingsbrögð voru höfð
frammi f staðinn.
Valsmenn koma sannarlega á ó-
vart f þessu móti, ekki fyrir getu
sína, heldur öfugt, getuleysið. Lið-
iö hefur marga snjalla leikmenn
og virðist hafa flest til að bera
til að geta orðið eitt bezta hand-
knattleiksliðið, en þessir leikmenn
falla bara ekki saman, en vonandi
verður þaö aðeins stundarfyrir-
brigði.
Valsmenn virtust í gær þó sann-
arlega ætla að velgja Þrótturum
undir uggum. Þeir komust f 2:0
og 4:1 en Þrótti tókst að halda
fast í við Val og í hálfleik var
staöan aðeins 7:6 fyrir Val. I
seinni hálfleik jafnaði Þróttur 7:7
og komst yfir í 8:7. Valur tók aft-
ur forystuna í 9:8 og hélt henni
til leiksloka þó ekki munaði miklu
á liöunum lengst af, en undir lokin
skoraði Hermann tvö góð mörk og
Valur vand 14:10.
Slæmur leikur og áflogin oft
skæðari en jafnvel að Hálogalandi.
Dómari var Reynir Ólafsson og
dæmdi vel.
................•;............................................... " ................................................................................................................
Þetta lýsir leik Vals og Þróttar vel.
0!