Vísir - 09.11.1966, Side 3
V1 SIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966,
3
Nokkur skaftfellsk andlit Ur samkvæminu í fyrradag. Fremst á mynd inni yzt til vinstri er elzti félagi Skaftfellingafélagsins, Hildur Jóns-
dóttir, húsfrr; 'a og ljósmóðir í Álftaveri um áraraðir.
Það lifir lengi í gömlum glæð-
um. Þó að margur sé mörland-
inn búinn að tína tengslum við
uppruna sinn og átthaga og kom
inn á vergang efnishyggjunnar
á mölinni, þá lifa þ óennþá aidn
ir kvistir, rótfastir í fornri
menningu átthaga sinna og bera
svip hennar innan um svipleysi
Utþynntra kynslóða — ópersónu
legar ásjónur vélmenningarinn-
ar.
Það er þetta, sem maður finn-
ur, þegar litiö er inn á Skaft-
fellingamót, einkum „öldunga-
kvöld“ Skaftfellingafélagsins,
eins og Myndsjáin leyfir sér að
kalla samkvæmi elztu félaga
átthagafélagsins, 65 ára og eldri.
Skaftafellshéruð hafa jafnan
fóstrað glæsilegt fólk, lífsglatt
fólk og lifsseigt. Glíman við ógn
ir náttUrunnar og mikilleik hafa
varðveitt frumkraftinn i þessu
fólki, það hefur öðlazt reisn í
baráttu sinni við stórfljót og
eyðisanda. Þar lifa ennþá glæð-
ur af þeirri eldskírn, sem for-
feðurnir hlutu í ægilegustu ham-
förum íslenzkrar náttUru, Móðu-
liarðindunum. Þar eimir eftir af
þeim eldmóði, sem reis hæst í
ildprestinum forðum — kynngi
kraftur Jóns Steingrímssonar
endurspeglast í mörgum ættlið-
um.
Þaö er kannski ekki fjarri
sanni að annar hver Reykvík-
ingur sé í átthagafélagi, þau eru
■nisjafnlega sterk og bera mis-
iafnlega mikið svipmót af átt-
högunum, sem þau eru helguð.
Það væri gaman að kanna hve-
nær straumurinn var þyngstur
Ur hinum einstöku héruðum til
kaupstaðanna viö Fióann.
Flóttinn aö austan hófst ekki
að neinu marki fyrr en í Kötlu-
gosinu 1918 og svo streymdi
fólk þaöan á stríðsárunum eins
og víðast af landinu — í Breta-
vinnuna og ævintýrin hér
„syðra“.
Þessi flótti er aðeins þjóðlífs-
breyting, f og með sprottin af
framfarahug og trU á nýja tíma,
en ekki uppgjöf bóndans nema
þá undan ellinni. Unga fólkiö
fór fyrst og síðan komu þeir
eldri, stundum með trega aö
vísu.
Og í átthagafélögunum hverfa
menn aftur til gamallar menn-
ingar, frumbýlisáranna, ungl-
ingsáranna, uppruna síns.
Þegar Skaftfellingafélagið
hélt sitt fyrsta „öldungakvöld"
fyrir nokkrum árum, var
skemmtiatriðum varla komið viö
vegna þess að menn höfðu svo
mikið að taia. Þar hittust gaml-
ir bændur, nágrannar, áttræðir
skólabræður af Hvanneyri — og
svo er enn.
Salur meistarasambandsins f
Skipholti 70 var fullskipaður
þessu glaöværa fólki í fyrra-
kvöld. Þar sat að teiti brot af
sveitum Skaftafellssýslna fyrir
hálfri öld, lífsglatt fólk með
hrikaleik náttUrunnar í svipn-
um.
Frá vinstri: Ormur Ólafsson, kunnur skaftfellskur kvæðamaður, hjónin Sigríður Jónsdóttir og Jón
Ormsson, MarkUs Jónsson, þingvöröur og Hjörieifur bróðir hans.
Frá hægri: Haukur Þorléifsson, bankabókari, Jón Pálsson, formaður í.'kaftfellingafélagsins, kona.hans Yfir veizluföngum: Guðríður MagnUsdóttir, Halla Eiríksdóttir og
Jónfna MagnUsdóttir snýr baki í myndavélina, I.ára g • -a - ' " ' • G"*r,x--.ir Gisiadóttir. Guöríður Vigfúsdóttir kona próf. Björns Ó. Björnssonar.
T