Vísir


Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 4

Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 4
V í SIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966. ú Afnám — Framh. aí bls. 7 hefur þá verið tínnt að draga úr útflutningi til þeirra landa, sem greiða lægst verð. Gildir þetta fyrst og fremst um dilka- kjötið og ostinn. Að öllu þessu athuguðu, hef- ur Framleiðsluráöið ákveðið eft- L-farandi : 1. Að innheimta ekkert af hinu svokallaða innvigtunar- gjaldi af mjólk, sem ákveðið var að halda eftir af útborgunar- verði til framleiðenda s.l. sum- ar. Koma þar einnig til ráðstaf- anir, sem gerðar voru í sam- bandi við verðlagssamningana f flff «8MganB— septembermánuðj s.l. og sem munu auðvelda mjólkursamlög unum að greiða til framleiðenda hið svokallaða grundvallarverö. 2. Að hækka smjörverðið, vegna þeirrar verðlækkunar, sem Framleiðsluráðið ákvað 16. maí s.l., í áföngum. Fyrsti hluti þeirrar hækkúnar kom til fram- kvæmda 1. okföþer s.l. Var sú hækkun kr. 23,ÖO á heildsölu- verðinu, en ríkisstjómin ákvað að auka niðurgreiðsluna á smjöri um þá uþphæð svo hiö lága útsöluverð þess gæti hald- izt enn um stund. 3. Framleiðsluráðið ákvaö einnig að lækka hið svokallaðá verðmiðlunargjald af seldri mjólk, yfir mánuðina október, nóvember og desember ,úr 30 aurum f 10 aura pr. ltr. Þessi ráðstöfun er fyrst og fremst gerð til þess að örva fram- leiðslu miólkur að haustinu á hinum svokölluðu mjólkursölu- svæðum og einnig til þess að mæta aukakostnaöi sem sérstfik lega fellur á nokkur samlögin í haust vegna flutnings á mjólk, rjóma og skyri milli sölusvæða. 4. Rétt þykir að nota þetta tækifæri til að skýra nokkuð það „veröjöfnunargjald“. sem ákveðið var að fela sláturleyfis- höfum að halda eftir af andvirði kjötsins s.l. haust. Frá því afurðasölulögin voru Verð kr. 3500. . Verð aðeins kr. 3850 TRESMIÐJAN VÍÐIR H.F. auglýsir Höfum fengið úrval af mjög ódýrum skrif- borðum fyrir skólafólk. Verðið sérstak- lega hagstætt Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. TRÉSMIÐJAN VÍÐIR H.F. Laugavegi 166 sett haustið 1934 hefur það jafn an verið regla að tilgreina í slát urleyfum, þegar þau eru send út í ágústmánuði, ár hvert, hve mikinn hluta af andvirði kjöts- ins sláturleysishafa ber að halda eftir upp í verðjöfnunargjald. Þegar svo séð veröur hversu mikil framleiðslan er cg hvað verður um sölu hennar; hefur verið tekin endanleg ákyörðun um upphæð gjaldsins, og venju- lega hefur þá aðeins litíll hluti þess, sem haldið var eftir, ver- ið endanlega tekinn í verðjöfn- unargjald. Á þessu hausti hefur verið hafður sami háttur á um þetta og áður. Lagt var fvrir slátur- leyfishafana að halda eftir kr. 2,00 af hverju kg. dilka og geld- fjárkjöts og kr. 1,00 af hverju kg. ær- og hrútakjöts. Á þetta hefur ávallt verið litið sem ör- yggisráðstöfun, nú í haust eins og áður. Þetta á heldur ekki að koma viö útborgun til bænda, því flestir sláturlevfishafar halda hærri fjárhæð eftir ar and- virði kjötsins, en hér um ræðir, þar til endanleg útborgun getur farið fram. Engar líkur telur Framleiðslu- ráðið á því að taka þurfi hærra verðjöfnunargjald af kjötinu þessu sinni, en þarf til þess að jafna flutningskostnaðin frá slát urhúsj á markaðsstað. Til þess hefur þurft milli 50 og 60 aura á kg. udanfarin ár. Reykjavík, 2. nóvember 1966, Framleiðsluráð landbúnaðarins. Skrifstofustúlka Óskum að ráða skrifstofustúlku allan daginn. AVON-umboðið J.P. Guðjónsson h.f. Skúlagötu 26, sími 11740. Húseigendur Tökum að okkur íseetningu á einföldu og tvö földu gleri. Sköffum allt efni. Uppl. ísíma 38569. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík TIL SÖLU 3 herb. íbúð í II. byggingarflokki Þeir félags- menn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stór- holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 16. nóvember n.k. \ STJÓRNIN # KJÖRCARDI (nernu í SKEIFUNNI) í iri i o h. og verður aðeins í nokkra daga. Á fimmtudag verður verzlunin einnig opin frá kl. 1 e.h., en siðan a vcnjaieguixi verzlunartíma. KJ0RCA RDuR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.