Vísir


Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 6

Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 6
6 V í SIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966. Enginn fundur var í neðri deild í gær. í efri deild gerði Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráð- herra grein fyrir frumvarpi um breytingu á siglingalögum. Er frumvarpið flutt til samræmingar 1 alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna, sem ligg- ur fyrir Alþingi um þessar mundir. Frumvarpið var samþykkt til nefnd ar og 2. umræðu. HcmdrStin — Framhald af bls. I. in tii íslands væri einungis í þvf formi, að handritin yrðu afhent Háskóla Islands tii varðveizlu, og í samræmi viö reglur Áma- safns. Lagði hann áherzlu á, aö fsland ætti enga þjóðréttarlega kröfu til handritanna. Ekkert gjald ætti að koma fyrir, að Is- lendingar hefðu handritin í sinni vörzlu. I þessu sambandi sagði Páll biaðinu, að raunar væri það gremjulegt, að málaferlin skyldu öll byggjast á því atriði, að handritin væru dönsk eign og yrðu áfram nokkurs konar eign Árnasafns, þótt þau yrðu varð- veitt heima. I fyrramálið heldur Schmidt á- fram varnarræðu sinni. BiLAKAUP^ Vel með farnir bílar til sölu | og sýnis í bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup. — | Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Comet (einkabíll) árg. ’63 Taunus 17 M station ’64 Taunus 17 M 4 dyra ’61 Zephyr 4 ’66 Cortina árg. ’63—’66 Peugeot station árg. ’64 Moskwitch ’66 Volkswagen ’64 Daf ’64 Trabant ’66 Commer sendibílar ’64-’65 iTökum góða bíla í umboðssölu |Höfum rúmgott sýningarsvæði [ innanhúss. , umboðið SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Skurðgrafa. — Tek að mér aö grafa fyrlr undirstöðum o. f. Uppl. í síma 34475. Sumnrgjöf — Framh. af bls. 1. fram í vinnudeilunni núna. Allar þær kröfur, sem um væri deilt, væru nýjar og hafi aldrej verið áður í samningum Sumargjafar og Sóknar. — Ég myndi segja, aö höfuökrafan frá Sókn, er raunveru lega 39 stunda vinnuvika, sagði Bogi, og það er ákaflega erfitt að verða við því. Hafa starfsstúlkur ekki annað fyrir sér í kröfum sin- um en að á öðrum vinnustöðum er hinn fastj vinnurammi frá kl. 8— 5, en hiá okkur er hann frá kl. 9— 6. Myndi því 33% álagið þýða mjög aukinn kostnað á rekstri dag heimilanna. Ná starfsstúlkur hjá okkur ekki 44 stunda vinnuviku, eins og annars tíðkast. nema meö því að vinna til kl. 6. Sagðj Bogi að langvarandi verk- fall myndi hafa ákaflega mikil á- hrif í borgarlífi Reykjavíkur og snerta ákaflega marga, bæði ein- staklinga og vinnustaði. Talaði blaðið einnig við Mar- gréti Auöunsdóttur formann Sókn- ar, sem sagði að starfsstúlkur væru ákveðnar í aö halda sínum rétti. — Við teljum að allir okkar meðlimir eigi að vera á sama kaupi. S. 1. vor var tekið inn í samning- ana að öll vinna eftir kl. 5 greidd- ist með þessu eftirvinnuálagi og td. hlutastúlkur, þær stúlkur sem vinna hluta úr degi, frá kl. 1—6, fá greitt þetta álag t. d. á Elliheim- ilinu. Sagðist Margrét að lokum ekki ætla að skapa neitt annars flokks vinnuafl í sínu félagi, starfs stúlkur hefðu alltaf komið sam- einaðar úr öllum vinnudeilum. Fföldi sildarbóta á leii að austan með ofða til Faxaflóahafna Mikill fjöldi þeirra skipa, sem fengu afla í fyrrinótt á Austfjarða- miðum, er nú á leiö til Faxaflóa- hafna til Akraness, Keflavíkur og Reykjavíkur. Von var á tveim bát- um til Akraness í morgum, Höfr- ungi II með 2300 lestir og Ólafi Sigurðssyni með svipaöan afla, og fleiri munu ef til vill bætast viö, þegar líður á daginn. Saltað verö- ur á þrem stööum á Akranesi og Flugvellir — Framhald af bls. 9. einhverju verulegu áleiðis og vil ég sérstaklega þakka það ágætri samvinnu viö fjármála- og flug- málaráðherra. Okkar von er sú, að við getum lokið á næsta ári við þær framkvæmdir, sem við erum með í gangi í dag. Við ættum aö geta komizt mjög Iangt í því, ef við fáum hlut- fallslega svipaða upphæð og í fyrra til vfirráða. Þar á ég við þá flugvelli, sem nefndir hafa verið: Akureyrar- flugvöll, Vestmannaeyjaflugvöll, Reykjavíkurflugvöll og þær end- urbætur, sem gerðar voru á þeim og að lokið verði við að reisa flugstöð á ísafirði og á Egilsstöðum auk nauðsynlegra framkvæmda í öryggismálum, sem að sjálfsögðu verða að sitja f fyrirrúmi. GísSi Árni með 10.578 lestir Eggert Gísiason og skipverjar hans á Gísla Árna hafa nú fengið hálft 11. þúsund lesta það sem af er þessari síldarvertíð, og er það mesti afli sem einn bátur hefur nokkru sinni fengið á sfldarvertið. — Aflinn siðustu vlku var heldur stopull enda tíðin umhleypingasöm. Þó komu tvelr sæmlleglr veiðidag- ar. Heildarveiði aflahæstu skipanna til laugardagskvölds er leið er þessi: Gísli Ámi 10.578, Jón Kjartans- son 8.762, Jón Garðar 8.071, Dag- fari 7.024, Lómur 7.008, Þórður Jónasson 6.933, Helga Guðmunds- dóttir 6.663, Sigurður Bjamason 6.609, Ingiber Ólafsson 6.556, Hann es Hafstein 6.385, Ólafur Magnús- son 6.385, Bjartur 6.366, Seley 6.312, Jörundur II. 6.183, Ásbjöm 6.150, Barði 6.136, Heimir 6.135, Þorsteinn 6.080, Reykjaborg 5.979, Óskar .lalldórs 5.911, Amar 5.860, Snæfell 5.850, Guðm Péturs. 5.844, Gullver 5.832, Bjarmi n. 5.820, Ólafur Sigurðsson 5.769, Súlan 5.639. Snurruvoðarafli Keflavík- urbóta um 3 þúsund lestir Veiðileyfi snurvoðarbáta rann út'S*- um síðustu mánaðamót en allmarg- ir bátar hafa stundað þessar veiðar í sumar ekki sízt í Faxaflóa. — Sumir hafa raunar ýmist verið með troll eða snurvoð. I Keflavík voru 6 bátar á snur- voð eingöngu og öfluðu þeir 1732 lestir f 379 róðrum í sumar. Af þ.ssu mun um 1/5 vera koli, hitt er mest bolfiskur, þorskur, ýsa og annað. 7 trillur stunduðu þessar veiðar frá Keflavfk og fengu 677 lestir f 169 róðrum. — 5 stærri bát- ar reru ýmist með troll eða snur voð og afli þeirra varð 801 lest í 225 róðmm. Aflahæstur snurvoðarbáta frá Keflavfk í sumar varð Baldur KE 97 með 444 tonn f 90 róðmm. Samtals hefur því snurvoðarafli Keflavíkurbáta verið yfir 3 þúsund lestir. Fyrirlestur í Háskólanum Valeríj Pavlovitsj Bérkov, dós- ent í Norðurlandamálum við Lenin gradháskóla, aðalhöfundur íslenzk -rússnesku orðabókarinnar, dvelst nú hér á landi um stundarsakir. Hann mun flytja fyrirlestur í boði Háskóla íslands í dag 9. nóv. kl. 5.30 í 1. kennslustofu Háskólans. Efni fyrirlestrarins verð ur: Yfirlit um rannsóknir á Norð- urlandamálum í Sovétríkjunum Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum, sem verður fluttur á islenzku. frystihúsin 3, sem eru þar í gangi, munu taka síld til frystingar. Vitað var um tvo báta á leið til Keflavfkur, Sæhrímni og Jón Finnsson. Má því búast við aö handagang- ur verði í öskjunni í verstöðvum hér syðra í kvöld og í nótt. Skák — Framhald af bls. 16 8. Rúmenía 10 vinninga 9. Danmörk 7 vinninga (2 bið) 10-11 Spánn og A-Þýzkaland (2 bið ) 12 ísland 5 vinninga (2 bið) 13. Noregur 4y2 vinning 14. Kúba 3 vinninga (2 bið). SSSt5 BÍLAlHAF C3 >*■ m sj= BORQARTDN B RAFKERFIÐ Startarar, dinamóar, anker-spól- ur, straumlokur bendlxar o.fl. Varahlutir — Viögerðir á raf- kerfum bifreiða. BÍLARAF s.f. Höfðavík við Sætún Sími 24700. STÚLKA ÓSKAST til afgreiðslustarfa, ekki yngri en 20 ára. Uppl. á staðnum og í síma 13628. RAUÐA MYLLAN, Laugavegi 22. Hettukápur — loðfóðruð hetta 4 litir, stærðir 34—44 Fjólubláir kjólar í úrvali Fjólubláar peysur Telpukjólar, getum afgr. stærðir eftir pöntun. FATAMARKAÐURINN Hafnarstræti 1 (gengið inn frá Vesturgötu) Skrifstofustúlka — óskast Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku með nokkra kunnáttu í málum og vélritun. Við- komandi þarf að geta starfað nokkuð sjálf- stætt. Laun fara eftir menntun og reynslu. Umsóknir sendist afgr. blaðsins fyrir föstu- dagskvöld merkt: „Sjálfstætt skrifstofustarf“ Dagblaðið VÍSIR auglýsir: KAUPENDUR ATHUGIÐ Afgreiðsla blaðsins lokar frá og með 15. þ.m. kl. 6 e.h. Þurfa því kvartanir að berast blað- inu fyrir kl. 5.30. Afgreiðslusími blaðsins er 1-16-60 Dagblaðið VÍSIR Túngötu 7.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.