Vísir - 09.11.1966, Síða 7

Vísir - 09.11.1966, Síða 7
V1 SIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966. sa 7 Þrjár nýjar bækur íslenzkra höfunda Skuggsjá gefur út Jónas Þorbergsson, Elmborgu Lárusdóttur og Ingótf Jónsson, frá Prestsbakka Listir’-Bækur-Menningarmál.— ................. Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýní Júlíana í Danmörku að er tæpast goögá að rita nokkrar h'nur um sýningu í Danmörku, einkum þegar höf undurinn er málari af íslandi: Júlíana Sveinsdóttir. Ég átti því láni að fagna að geta heimsótt minningarsalinn, sem danskir félagar Júlíönu helguðu hst hennar fyrir skemmstu á sýn- ingu Kammeratanna. Til salar- ins höfðu þeir dregið saman myndir úr einkaeign i Kaup- mannahöfn og ef til vill víðar — alls 25 málverk, ef skráin fer með rétt mál. En ég ætlaði ekki aö gefa skýrslu um myndirnar Á hinn bóginn langaði mig til aö segja löndum mínum hversu mikils mér þótti um vert, er ég gekk aftur út á götuna í Kaup- mannahöfn, að við skyldum hafa átt þessa gáfuðu listakonu ásamt Dönum. Júlíana Sveins- dóttir er málari af náð. Hún fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp — og minningin um undarlegu klettaborgina í hafinu suður af strönd íslands lifði með henni heit og rík eins og uppspretta, sem ausa mátti af langa, langa hríð. Ung fór hún til Kaupmannahafnar, gekk þar á skóla, mótaðist smám saman sem málari og varð fyrir djúp- um áhrifum af danskri menn- ingu. Danir urðu þannig til að veita henni það, sem ísland var fátækara af snemma á öldinni: skólunina, fágunina og tengsl við strauma meginlandsins. Mér hefur löngum fundizt, að blönd- un af þessu tagi, blöndun upp- lags og framandi skólunar, hljóti annað tveggja að spæna mann- inn niöur eöa lyfta honum býsna hátt. Júlíana reis hátt yfir slétt- una í krafti hæfileika sinna, skapgerðar og vinnubragða. En minningin um Island, minn ingin um æskustöðvajmar í Vest- mannaeyjum hefðu aldrei oröið Júlíönu slíkur aflgjafi, ef hún sjálf hefði ekki dregizt hraðbyri að hinu framandi í málaralist- inni. Ég vil ekki orða þessa til- finningu við trúarbrögð. En ég legg áherzlu á sannfæringu mína: Hver einasti blettur í myndum hennar vitnar um dulda heima, framandi atburði, sem verða okkur svo minnis- stæðir, að við getum ekki annað en viöurkennt, að þeir eru mik- ilsverður partur af lífi okkar. Sígræni skógarstígurinn í Lista- safni íslands er fyrirtaks dæmi um slíkan galdur: að gera hið framandi nálægt — og um lista- verkin, sem ég sá í Kaupmanna- höfn er það eitt að segja, að þau vöktu umsvifalaust hjá mér kenndir af sama toga. Sem ég stóð fyrir framan þau og lét augun silast eftir veggjunum, var eins og hver slæðan af ann- arri félli og nýir heimar opnuö- ust. Að móta olíulitina á þennan hátt er afar sjaldgæft bæði á ís landi og í Danmörku og reynd ar hvar sem er á jarðríki. Afnám innvigtunargjaldsins Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnar- firði hefur nýlega gefið út þrjár bækur eftir íslenzka höfunda, Jón- as Þorbergsson, fyrrverandi út- varpsstjóra, Eiínborgu Lárusdóttur og Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. ,,Bréf til sonar míns“ .eftir Jón- as Þorbergsson eru æviminningar hans, ritaöar í formi sendibréfa. Hann Iýsir bernskuminningum sín- um, rekur smalaslóðir sínar í döl- um Þingeyjarsýslu, lýsir mörgum bæjurm húsbændum sínum og sam- tímafWkí og aldarfari aldamótatím- ans. Sagt er frá sumarvist á Sval- barðseyri, skólavist á Akureyri, far kennslu, sex ára dvöl í Amenku og loks heimferöinni áriö 1916. Síðar er væntanleg önnur bók í framhaldi af þessari. Jónas hefur áður skrif- að margar bækur, síðasta „Líf er að loknu "þessu“ árið 1962, „Afreks- menn“ árið 1963 og „Ljðs yfir landamærin“-ariö 1965. Nýja bókin er 240 blaösSatr,i>rentuö í Alþýðu- prentsmiðjunni. „Láttu loga, drengur. Dagar fjár- máíamanns“ eftir Iúgólf Jónsson frá Prestsbakka er sfeáldsaga, sem f jallar um-ævi f jáimáfemanns nokk- urs ,sem margir muntr kannast viö. Æviganga þessa fjármálamanns er hröð, höfð og misfeunnarlaus, og hann ber grímu kuTcte og tilfinn- ingaieysis allt sitt líf. Ingólfur hef- urltengítef nokkuð við ritstörf, gef- ið út tvær ljððabækur og þrjár Stefán — Framh. if bls. 8 inni. Kaflamir um hemámið og lýðveldisstofnuniaa eru t.d. mjög gagntegir, cfe virðist mér þeir skýra margt, sem ekki var algerlega Ijðst áöur. Má vera, að einhverjir aðrir, sem komu þama við sögu, myndu vilja leggja hér orð í belg, og væri þá vel farið. Hér er sjónarmið Stefáns Jóh. Stefánssonar, aðrir hafa e. t. v. önnur fram að færa. Víst má telja, að margir bíði með óþreyju næsta bindis. Jónas Þorbergsson. bamabækur, en þetta er fyrsta skáldsaga hans. Hún er 157 blaö- síður, prentuð í Alþýðuprentsmiðj- unni, en myndir í Lithoprent. Atli Már myndskreytti bókina. „Dulrænar sagnir“ eftir Elín- borgu Lárusdóttur eru frásagnir 30 manns af dularfullum atburöum. Flestar sagnanna eru nýjar, — hafa gerzt á okkar dögum, — og sögu- menn eru flestir enn á lífi. Sagn- imar f jalla um drauma og dulsýnir, fjarhrif og vitranir, dulheym og ýmiss konar dulræn fyrirbæri. El- ínborg Lárusdóttir er mikilvirkur rithöfundur og hefur ritað margar skáldsögur og einnig fjölda bóka um dulræn efni. Bókin er 205 blaö- síöur, prentuð í Alþýðuprentsmiöj- unni. Auglýsið í Vísi Framleiðsluráð iandbúnaðar- ins hefur ákveðið að fella niður innvigtunargjald á mjólk eins og skýrt var frá í frétt í Vísi fyrir helgina. Hefur blaðinu nú borizt greinargerð frá frani- leiösluráðinu um málið og birt- ist hún hér á eftir: Á fundum Framleiðsluráðs landbúnaöarins þann 28. sept. og 21. október s. 1. var rætt um ástand og horfur í fram- leiðslu- og sölumálum landbún- aðarins. Kom þar fram, að mjólkurframleiðslan á fyrstu 9 mánuöum yfirstandandi árs, er rösklega 3% minni, en á sama tíma í fyrra. Nýmjólkur- salan hefur hins vegar aukizt, á sama tímabili, um tæp 1.5%. Við áætlunargerð, á útflutn- ingsbótaþörf landbúnaðarins s.l. vetur þótti ekki varlegt að reikna meö minni aukningu á mjólkurframleiöslunni en 5%, líkt og veriö hafði undanfarin ár. Er mjólkurframleiðslan því um 8% minni, en áætlað var. í byr.iun ársins voru til 1168 lestir af smiöri í landinu, á móti 500 lestum í byrjun árs- ins 1965. Smjörframleiðslan síð- ustu 9 mánuði hefur orðið rúm 1100 tonn, en var á sama tíma- bili í fyrra 1558 tonn, og hefur þvf dregizt saman um 458 tonn, eða 28.6%. Smjörsalan hefur oröið rúm 1200 tonn, frá síð- ustu áramótum, en var, á sama tímabili í fyrra, 817 tonn. Salan hefur því aukizt um 383 tonn, eöa 47.1%. í lok septembermán- aðar s. I. voru smjörbirgöirnar um 1080 tonn en voru á sama tíma í fyrra 1240 tonn. Smjör- birgðirnar hafa því minnkaö um 160 tonn eöa 12.9%. Ekki liggja fyrir endantegar tölur um kjötframleiðsluna á þessu hausti, en vitaö er, að fallþungi dilka er nú almennt minni en í fyrra. Hins vegar mun tala sláturfjárins vera eitthvað hærri. Sennilegt þykir því, aö svipað kjötmagn berist sláturhúsunum nú og í fyrra-. haust. Það var upplýst að sala upp- bótaskyldra afuröa erlendis hef- ur gengið betur og fyrir afurð- irnar hefur fengizt hærra verö, aö meöaltali, en reiknaö var með við áætlanagerð um út- flutningsbætur s. 1. vetur og vor. Liggur þetta að mestu í því að tekizt hefur að selja meira til þeirra landa, sem greiða vörurnar hærra verði og Frh. á bls. 4. ísland og 15 ríki flytja tillögu í S.Þ. um eflingu alþjóðasamstarfs á sviði fiskirannsókna Efling alþjóðlegs sam- starfs á sviði fiskirann- sókna með tilliti til vemdunar fiskistofnsins er megininntak tillögu, sem sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fluttu á allsherjarþing- inu á miðvikudag í síð- ustu viku. ísland er einn aðilinn að tillögunni en hin ríkin, sem að henni standa em: Brazilía, Chile, Kolumbía, Costa Rica, Danmörk, Ecua- dor, Nígería, Noregur, Pakistan, Panama, Fil- ippseyjar, Perú, Trini- dad og Tobago, Egypta- land og Bandaríkin. Tillagan kemur fram í annarri nefnd allsherjarþingsins, sem fjallar um efnahagsmál og áttu Bandaríkin frumkvæði að flutn- ingi hennar. Aðalfulltrúi Banda- ríkjanna þar er James Roose- velt, elzti sonur Roosevelt for- seta og stýrði hann viðræðum þjóðanna sextán, sem tillöguna flýtja. I tillögunni stendur að flutn- ingsaðilar sjái þá þörf, sem sé á víötækari þekkingu á höfun- um sem þeki 71% yfirborðs jarð ar og jafnframt á þeim möguleik um, sem séu til nýtingar auðæfa þeirra. Geri þeir sér ljóst, aö nýting þessara auðæfa geti bætt lífskjör þjóða um allan heim og þó einkum vanþróaðra þjóöa. Þá er minnzt á þá rannsóknar- starfsemi, sem þegar hafi fariö fram á auðlindum hafsins á veg- um Sþ og annarra aöildarsam- taka þeirra svo og annarra stofn ana, ríkja og einkaaðila. Bent er á þá þörf aö koma á sem mestu alþjóölegu samstarfi á þessu sviði einkum til þess aö forðast tvítekningu eða á- rekstra. Efnahags- og félagsmálaráð Sþ hefur áöur gert samþykkt þar sem því er beint til fram- kvæmdastjóra Sþ að yfirlitsrann sókn fari fram á því sem vitað sé nú um auðlindir hafsins aðrar en fisk. Nýja tillagan nær hins vegar einnig til fiskjar og verði yfir gripsmikil og ítarleg rannsókn látin fara fram um alla starf- semi á þessum sviðum og skal framkvæmdastjórinn að því loknu og með aðstoð lítils hóps sérfræðinga gera tillögur um: Aukið alþjóðasamstarf f rann- sóknum hafsins og hagnýtingu á auðlindum þess með fullu til- liti til varðveizlu fiskistofna. Aö öll menntun á þessum sviö um sé efld og til hennar stofn- að þar sem þörf krefur og þá sé haft í huga hið nána samband milli hafrannsóknanna sem vís- indagreinar og annarra vísinda greina. Að tillögur í þessum málum verði lagðar fyrir 23. allsheríar- þing Sþ, sem verðiir haldið eftir tvö ár.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.