Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 8
/
F
C53
VISIR
Utgeranai aiaöaatgaiar) VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Tóngötu 7
Rltstjóm: Laugavegi 178 Simi ub60 <* imur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands.
i lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Staðgreiðsla skatta
Yaxandi óánægja ríkir með þá skipan skattheimtu, )
að skattar séu greiddir ári síðar en teknanna er afl- \
að. Mikill hluti manna verður þó ekki fyrir óþægind- (
um af þessu kerfi og eru það þeir, sem hafa jafnar og /
stöðugar launatekjur. Þeir kunna jafnvel að hafa hag /
af núverandi skattgreiðsluskipan, ef tekjur þeirra )
fara jafnt og þétt vaxandi, því að þá greiða þeir skatt \
hvers árs af meiri tekjum næsta árs. Hins vegar verða \
margir fyrir verulegum óþægindum af þessari skip- ((
an, svo að mjög óréttlátt má teljast. Má nefna sem l
dæmi roskna menn, sem vilja setjast í helgan stein eða (
minnka við sig störf, en geta það ekki fjárhagslega í
vegna hlutfallslega mikillar skattbyrðar fyrsta árið 7
sem tekjurnar stórlækka. Einnig má benda á ung hjón )
sem bæði vinna af mikluhi krafti og afla á skömmum )
tíma mikilla tekna til þess að koma undir sig fótun- \
um, afla innbús og húsnæðis. Þegar þau vilja minnka (
við sig aftur, treystast þau ekki til þess vegna mikilla ^
skattbyrða fyrsta árið eftir að tekjurnar hafa lækkað /
Þannig verður skattgreiðslukerfið að vítahring hjá •'!
fólki, sem hefur misjafnar tekjur frá ári til árs, einkum )
ef tekjurnar lækka skyndilega. Vissulega má segja )
sem svo, að þetta fólk hefði átt að vita fyrirfram, að i
miklar tekjur á einu ári skapa mikil opinber gjöld á /
næsta ári, og hefði því átt að leggja til hliðar á „feitu (
árunum.“ En fólk hugsar nú einu sinni ekki þannig, )
heldur notar hvern eyri sem aflast, án þess að hugsa )
út í að hið opinbéra á raunar nokkurn hluta þess tekna ,
Þegar menn við staðgreiðslukerfi greiða skatta af tekj .
um sínum jafnóðum, hætta menn að líta á skattana — i
hluta hins opinbera af tekjum sínum, — sem hluta af /
launum sínum, og gera sér því engar grillur um, að )
þeir hafi umráð yfir meira fé en þeir raunverulega (
hafa. /
Núverandi ríkisstjóm hefur staðgreiðslukerfi )
skatta á stefnuskrá sinni. Undanfarið hefur verið )
sleitulaust unnið að undirbúningi málsins og hefur ))
rækilegra upplýsinga verið aflað frá löndum, sem \
hafa innleitt kerfið. Þessi athugun hefur leitt í Ijós, [
að málið er á margan hátt flókið og vandasamt. í ;/
fyrsta lagi er um margar leiðir staðgreiðslu að velja )
og í öðru lagi eru íslenzk skattalög óvenju flókin og }
henta ekki einföldu kerfi eins og staðgreiðslukerfi, )
án breytinga. Er nú verið að setja niður nefnd ríkis- !
og sveitarfélaga til að semja frumvarp um staö- í
greiðslu skatta og er lögð mikil áherzla á að störfum I
nefndarinnar verði hraðað sem mest, enda er undir j
búningsvinnu að mestu lokið. Væntanlega getur nú )
verandi Alþingi fengið málið til meðferðar, svo að \
sem minnst bið verði á innleiðingu hins nýja kerfis, (
ef Alþingi lízt á það. Að sjálfsögðu má ekki kasta l
höndunum til jafn viðamikils verks sem þessa, en /
engu að síður verður að hraða málinu eftir fremsta
megni, því hér er um mikið félagslegt réttlætismál V
að ræða.
V i S I R . Miðvikudagur 9. nóveraber 1966.
wmnmmmBamamXíWJc. ■ -— ....... -— ,r. .. ^-rn- ———r-—iwnniiiniwiwrmriimT
Listir-Bækur-Menningarmá -~......... .....— ’ .
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni
Minningar Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar
Fyrra bindi — Setberg — Reykjavik 1966
/~|f sjaldan hendir, að íslenzkir
stjórnmálaforingjar riti
minningar sínar eöa ævisögur.
Slíkir menn eiga meiri aðild en
aðrir að mótun landssögunnar
og búa oft yfir vitneskju um
ýmsa sögulega atburði, sem
hvergi er annars staðar að fá.
Auk þess er fróölegt til skilnings
framvindu mála aö kynnast sem
bezt þeim persónum, sem um
þau mál hafa fjallaö og viöhorf-
um þeirra.
Minningar Stefáns Jóhanns
Stefánssonar hljóta því aö verða
fengur islenzkum lesendum, og
ekki dregur þaö úr gildi þeirra,
að bókin er lipurlega rituð og
læsileg.
Þetta fyrra bindi hefst á Dag-
verðareyri og endar á Þingvelli
17. júní 1944. Höfundur segir í
formála, að þaö sem raunveru-
lega hafi hrundið minningun-
um af stað hafi verið þáttur um
móöur hans, sem birtist í bók-
inni Móðir mín, sem Bókfells-
útgáfan gaf út 1949. Hefjast
minningamar á þeim þætti, sem
er einkar viðfeldinn og minnis-
stæður vegna þess, af hve mik-
illi ástúð hann er ritaður og fjall
ar um persónu, sem sannarlega
baðaöi ekki í rósum í lífinu, og
hefur sonurinn reist henni þarna
fagran minnisvarða.
Síðan er rakið, hvemig þessi
sonur ekkjunnar á Dagverðar-
eyri brýzt áfram fyrir metnaö
sinn og framalöngun að því
marki, sem hann hafði sett sér
þegar í bemsku. Hann er I fyrstu
harla óömggur í umgengni við
aðra, samanber þaö sem hann
segir í lýsingunni á upphafi
skólavistar í Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri:
„Hugur minn var haldinn
nokkrum kotungshætti hins um-
komulitla sveitapilts. Ég haföi ó
ljósa, en nokkuð áberandi and-
úð á því fólki í skólanum á Ak-
ureyri, sem mér fannst vera
tiginna manna og efnað. Þó var
þetta blandað aödáun á þessu
fólki og sjálfsagt nokkurri öf-
und. Ég fann til minni máttar
míns, en 61 samtímis veika von
og sjálfsagt löngun til þess að
standa því á sporði.“
Fljótlega eftir að suöur kemur
gengur höf. I hinn unga Alþýðu-
flokk, og er það eölileg afleiö-
ing af uppruna hans og bemsku-
mótun. Hefur persónulegur metn
aður sjálfsagt átt þar nokkurn
hlut að. Síðan hefst stjómmála-
sagan, fremur lauslega farið yfir
fyrst í stað, en eftir að höfundur
gerist formaður Alþýðuflokks-
ins eftir lát Jóns Baldvinssonar
1938 verður hún miklu ftarlegri.
Sú spuming hlýtur að skjóta
upp kollinum, hvaða vitneskju
megi draga af bókinni um höf-
undinn sem persónu, og byggist
mat á viðhorfum hans vitaskuld
að einhverju leyti á því. Er auð-
séð, að þama fer bjartsýnn mað-
ur og góðviljaður, friðsamur inni
við beinið og alls ekki ófyrir-
leitinn, en þó ákveðinn ef því er
að skipta. Hann virðist allbund-
inn sinni eigin persónu og efast
lítt um, að sinn málstaður
sé sá eini rétti. Eru það eflaust
góðir eiginleikar bæði lögfræð-
ingi og stjómmálamanni.
Ekki er annað sýnna en höf-
undur geri sér far um að skýra
frá eftir beztu samvizku. Fáum
viö vegna þess góða hugmynd
um ýmislegt, sem gerzt hefur í
innsta hring Alþýðuflokksins
gegnum árin. Svo er t. d. um
stjómarmvndunina 1934 og það
sem henni fylgdi. Einkennilegt
virðist mér, hve ófúsir Alþýöu-
flokksmennirnir em að gerast
ráðherrar í þessari stjórn, og
skilst mér helzt vegna þess, að
þeir vilja ekki sleppa sínum
ágætu stöðum, Jón Baldvinsson
bankastjórastarfi, Héðinn Valdi-
marsson forstjórastarfi í Olíu-
verzlun íslands. Valt þó á miklu
þama fyrir framtíð hins upp-
rennandi flokks, og finnst mér
eitthvert veikleikamerki gera
þama vart við sig.
Stefán Jóh. Stefánsson dregur
enga dul á, að nokkur sundur-
þykkja er meðal framámanna
flokksins á tímabili þessarar
stjómar. Hann segir:
„En missætti kom upp milli
stjórnarflokkanna út af Kveld-
úlfsmálinu svokallaöa árið 1937.
Hygg ég, að Alþýðuflokkurinn
hafi gengið feti framar en rétt
var og eðlilegt, enda varaði Jón
Baldvinsson mjög við sumum
aðgerðum flokksins í þvf máli.
Héðinn Valdimarsson var hins
vegar manna haröastur og ó-
vægnastur, og hefur mér oft
fundizt sföan, að betur hefði
farið, ef ég og sumir aðrir þing-
menn flokksins hefðu stutt Jón
Baldvinsson ákveðnar til hóf-
legri aðgerða."
Síðan dregur að þeim atburö-
um, sem afdrifaríkastir hafa orð-
ið fyrir Alþýðuflokkinn, klofn-
ingi hans eftir kosningamar
1937, sem endaði með brott-
rekstri varaformanr.sins. Þessu
hefði höfundur átt að gera ræki-
leg skil, ef hann hefði hugsað
öðru fremur frá sjónarmiði
flokksins. I stað þess fer hann
fljótt yfir sögu og verður fyrir
bragðið vændur um, að hann
dragi þama eitthvað undan vilj-
^ndi. Skýrir hann málið raun-
verulega ekki með öðru en þvf,
að eftir ósigur Alþýðuflokksins
í kosningunum 1937 hafi Héðinn
Valdimarsson „misst allt jafn-
vægi og vonbrigði hans og geð-
ríki borið gáfur hans ofurliði."
Þama var mikið í húfi fyrir
flokkinn, og er skýringin ekki
sannfærandi, enda verða sjálf-
sagt einhverjir til að vefengja.
Sumir hafa haldið þvf fram,
að þama hafi átt sér stað dæmi-
gerð valdabarátta í innsta hringn
um.iVegna veikinda Jóns Bald-
vinssonar er auðséð, að kjósa
þarf nýjan formann. Héðinn
Valdimarsson stendur næst því
sem varaformaöur og með góða
fótfestu í verkalýðshreyfing-
unni. Einhverjir aðilar vilja
ekki, að hann verði formaður
og nota tækifærið, þegar ágrein-
ingur verður f flokknum, að bola
honum burt, >— ágreiningur, sem
ekki hafði verið revnt til þraut-
ar að jafna. Er þetta sú skýr-
ing, sem margir trúa enn f dag,
jafnt eftir útkomu þessarar bók-
ar sem áður, og þurfa þeir, sem
þama komu mest við sögu, að
rita rækilegar, ef breyta á því á-
liti.
Óvarlega finnst mér að orði
komizt á bls. 168, þegar höf.
ræöir andúö og samúð með
Þjóðverjum f ráðuneyti Her-
manns Jónassonar (1939—42).
„En vel mátti merkja þar (í
ríkisstjóminni) samúð og andúð.
Ólafur Thors og Eysteinn Jóns-
son voru þó mjög fylgjandi
stefnu vestrænna lýðræðisríkja
og drógu aldrei dul á það, er
um þessi mál var rætt innan
rfkisstjómarinnar.“
Þeir Jakob Möller og Her-
mann Jónasson eru ekki nefndir,
og er auðvalt að skilja þetta
svo, að þeir hafi verið hlynntir
nazistum. Nú sýndu þeir báðir
í verki, að svo var ekki enda
mun höf. naumast miða að ’ vf
með þessum óbeinu orðum, held
ur hinu, að þeir hafi verið vinir
Þjóðverja sem þjóðar, eins og
margir voru og eru, þótt þeir
væru svamir andstæðingar naz-
ista. Hefði verið skemmtilegra
að kveða hér skýrt að, svo að
engar dylgjur og getgátur kæmu
til greina.
Þá finnst mér Guðbrandi Jóns
syni og nazistaþjónkun hans of
mikill gaumur gefinn. Guðbrand-
ur var opinskárri en aðrir menn,
en þvf að hann hafi beinlínis
verið erindreki nazista hiröi ég
ekki að trúa nema skýrar sann-
anir komi fram. Höf. virðist lfta
á Guöbrand sem málpípu naz-
ista við stjómina, og lætur í það
skína, að hann hafi ef til vill
gert sér ferð til dr. Gerlachs her
námsnóttina, þá væntanlega til
að vara hann við. Hefðl hann
þá ekki eins getað notað sfm-
ann?
En þó að allir verði ekki sam-
mála um einstöku atriöi, er
vissulega mikill fengur að bók-
Framhald á bls. 7
ixsxa