Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 16
VISIR
Miðvikudagur 9. nóvember 1966
Benedikt G.
Wnnge látinn
Benedikt G. Waage, heiðurs-
forseti í. S. L er látinn. Bene-
dikt lézt í fyrrinótt að heimili
sonar síns í svefni, en hann
hafði áður kennt smávægilegs
lasleika.
Benedikt var 77 ára og lands
kunnur maður fyrir löngu
fyrir íþróttastarf sitt. Sat hann
í stjóm ISÍ frá 1915 og var for-
seti sambandsins frá 1926 til
1962.
Benedikts G. Waage verður
minnzt hér i blaðinu síðar.
Birgir Isl. Gunnars-
son fornt. Stúdentn-
félagsins
Aðalfundur Stúdentafélags Reykja-
víkur var haldinn laugardaginn 5.
nóvember s.l. Fundurinn var hald-
inn í 1. kennslustofu Háskóla ís-
lands.
Fráfarandi formaður, Aðalsteinn
Guðjohnsen, verkfræðingur, flutti
skýrslu stjómar fyrir liðið starfs-
ár og Friðjón Guðröðarson lögfræð-
ingur, geröi grein fyrir reikningum
félagsins.
Úr stjóm félagsins gengu nú:
Aðalsteinn G\iðjohnsen, verkfræð
ingur, Ólafur Þorláksson, lögfræð-
ingur og Rúnar Bjamason, verk-
fræðingur.
í stjóm félagsins voru kjömir:
Formaður: Birgir Isl. Gunnars-
son, lögfræðingur. Aðalstjóm: Ell-
ert B. Schram, lögfræðingur, Frið-
jón Guðröðarson, lögfræðingur, Jón
Reynir Magnússon, verkfræðingur,
Lúðvík Gizurarson, lögfræðingur.
Varastjóm: Jón Ólafsson, lögfræð-
ingur, Haukur Hauksson, blaðamað-
ur, Þór Guðmundsson, viðskipta-
fræðingur, Benedikt Sveinsson, lög
fr., Gunnar Sólnes stud. jur.
Fjármálaráðherra boðar forstöðu
menn stofnana til ráðstefnu
Þar verður rætt um leiðir til að bæta rikis-
reksturirtn, lækka tilkostnað og auka afköstin
Fjármálaráðherra hefur
boðið forstöðumönnum
ýmissa stærri stofnana
og fyrirtækja, sem ríkið
rekur eða á hlut að, til
ráðstefnu 17.—19. nóv.
næstkomandi.
Verkefni ráðstefnunnar er aö
íhuga þær aðgerðir sem reynd-
ar hafa veriö á liðnum ámm til að
bæta ríkisreksturinn, lækka til-
kostnað eða auka afköst rekstr-
arins. Er ráðstefnunni ætlað að
meta árangur þessa starfs og
erfiðleika, sem kunna að hafa
gert vart við sig.
Ráðstefnan verður haldin á
vegum hinnar nýstofnuðu fjár-
laga- og hagsýslustofnunar fjár-
málaráðuneytisins og er ætlaö
að verða þeirri stofnun til stuðn-
ings í viðleitni hennar til að
koma fram umbótum í opin-
berum rekstri.
Á ráðstefnunni verða flutt
nokkur erindi, erlend og inn-
lend, auk þess sem gert er ráð
fyrir hópumræðum, þar sem ein-
stök viðfangsefni verða tekin til
íhugunar.
Þátttaka í ráðstefnunni er tak
mörkuö, svo að ýmsar mikilvæg
ar greinir ríkisrekstrar eiga ekki
aðild að henni. Ætlun fjárlaga-
og hagsýslustofnunar er að hlut
ast til um, að síðar verði haldn-
ir sams konar umræðufundir um
einstakar greinir ríkisrekstrar-
ins og sérstök viðfangsefni
þeirra, t. d. skólarekstur og op-
inbert eftirlit og gæzlu.
Árbók Ferðafél.
1933 Ijósprentuð
Feröafélagið hefur látið ljós-
prenta árbókina 1933, en hún hef-
ur lengi verið mjög torfengin. Að-
alefni bókarinnar er lýsing Pálma
Hannessonar á Landmannaleiö og
Eldgjá, snilldarlega skrifuö, sem
vænta mátti. Bókinni fylgir lit-
prentað kort, sem nær yfir Veiði-
vötn, Landmannalaugar og Torfa-
jökuí.
Landshappdrættið
Ákveðið hefur verið að fresta
drætti til 22. þ. m.
Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins.
íslendingar í 12. sæti eft-
ir 5 umferðir
Fridagur á Olympiumótinu á morgun
Eftir hrakförina í 4. umferðinni,
gegn Bandaríkjamönnum tefldu ís-
lendingar við gestgjafa Ólympíu-
mótsins, Kúbumenn, sem til þessa
hafa skipað neðsta sætið í A-riöl-
Gat ekki gert grein
fyrir fótbrotinu
Á 11. tímanum í gærkveldi var
tilkynnt til lögreglunnar að drukk-
inn maður lægi á Togarabryggj-
unni og væri hann fótbrotinn. —
Gerði lögreglan ráðstafanir til að
koma manninum á sjúkrahús, en
jafnframt reyndi hún að fá upplýs-
ingar frá manninum með hvaða
hætti hann hefði fótbrotnað, en
hann gat enga grein fyrir því gert.
inum. Guðmundur Pálmason hefur
sýnilega komið vel upplagður eftir
hvíldina i 4. umferð, en hann vann
García, Freysteinn tapaði hins veg-
ar fyrir Santa Crus. Þeir Friðrik
og Ingi eiga biðskákir við Ortega
og Rodrigue.
Viðureign annarra landa í 5. um-
ferðinni fór svo:
Rússar 3 Rúmenia 1
Búlgaría 3y2 — Noregur V2
Tékkóslóvakía 2 y2 — Ungverja-
land iy2
Bandaríkin V/2 — Þýzkal. y2 (2 bið)
Danmörk 1 — Spánn 0 (2 bið)
Biðskákir úr þriðju umferð fóru
svo aö Sovétmenn unnu allar skák-
imar gegn Dönum, Júgóslavar
höfðu 2 y2 vinning móti V/2 Rúm-
ena. Ungverjaland fékk 2 y2 vinn-
ing á móti V/2 vinning Búlgaríu.
Á morgun verður frídagur á mót-
inu.
Staðan eftir þessar 5 umferöir
er þá þessi:
1. Rússland 17 vinninga
2. Búlgaría 13 vinningá
3-4 Argentína og Bandaríkin 12*4
vinning og 2 bið. hvor.
5. Júgóslavía 12 vinninga (2 bið)
6. Tékkóslóvakía lV/2
7. Ungverjaland 11 vinninga
Framh. á bls. 6.
Hafizt er handa við að rifa
kofa þá, sem standa við
Tryggvagötu og Naust, en þama
eiga að risa bækistöðvar toll-
yfirvalda borgarinnar með tið
og tíma, enda mun það ekki of-
sögum sagt að fá ríkisfyrirtæki
búa við jafnslæm skilyrði til
starfs og einniitt tollyfirvöldin.
Mun hið nýja hús eflaust skapa
þau skilyrði, sem tollgæzlan
þarf að búa við svo vel sé.
Myndin er tekin í morgun,
þar sem menn eru að starfa viö
niðurrif á gömlum geymsluskúr-
um.
\ , •••>•■ wwmj; vss y,.-.
Vilja fleiri ísL
farþega til Japan
„Við höfum notið nokkurra til skrafs og ráðagerða við ferða
viðskipta við íslendinga, en þau málafólk‘‘, sagði Yasunobo Mat-
viljum við enn auka og í því umoto, deildarstjóri Japan Air-
skyni höfum viö komiö hingað lines í Skandinavíu í gærdag
á fundi sínum með blaðamönn-
um og ferðaskrifstofumönnum.
Japan Airlines er um þessar
mundir að koma inn á Atlanz-
hafsflugið og með þ,ví nær flug-
net félagsins umhverfis hnött-
inn.
Nokkrir íslendingar fara ár-
lega til Japan og þá næstum
alltaf flugleiðis með SAS eða
Japan Airlines. Hefur þetta auk
izt að sögn töluvert mikið með
stórauknum viðskiptum við Jap
ani. Verð farmiða fram og til
baka til Japan er eitthvað f 15.
hundrað bandarískra dala, eða
um 60 þús. krónur.
DC-8 þotur eru á förum milli Norðurlanda og Japan.
t
t
i
t
t
t
i
t
i
i
i
i
i
t
t
i
t
t
t
t
t
i
t
t
t
i
t
t
t
t
t
t
i
t
t
t
t
i
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
4
1