Vísir - 14.11.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1966, Blaðsíða 1
BLAÐ VÍSIR Mánudagur 14. nóvember 1966 Á fyrsta áratug þessarar aldar hófst fyrsta raunverulega fram- faratímabil hér á landi. Tíma- bil þetta hefur löngum verið kallað „Heimastiómartímabilið“ því að það var einmitt árið 1904, sem íslendingar fengu sjálfstjóm sinna mála og Hann- es Hafstein varð ráðherra. Hefur löngum verið álitið, að heim- flutningur stjómarinnar hafi verið meginundirstaða framfar- anna. í nýútkominni bók Þorsteins Thorarensen um þetta tímabil ,4 fótspor feðranna", er þetta mál tekið til nokkurrar athug- unar og kemst höfundurinn þar að þeirri athyglisverðu niður- stöðu, að það hafi ekki verið heimflutningur stjórnarinnar, sem skipti mestu máli, þó gagn- legur vseri. En með sama skipi og Hann- es Hafstein kom hingað heim nýskipaður ráðherra síðla árs 1903, kom einnig annar maður, Emil Schou bankastjóri hins ný- stofnaða fslandsbanka. Með stofnun þessa banka hér, sem hleypti stórfelldu erlendu fjár- magni inn í bláfátækt þjóðfé- lag á tveimur árum, telur höf- undur að hér hafi orðið alger þáttaskil, og segir að fuilt eins vel mætti kalla þessi ár „fslands banka-tímabilið.“ Vfsir birtir hér kafla úr bók Þorsteins, þar sem hann ræðir þessi mál: Ein af ljósmyndunum, sem birtast í bókinni. Séð yfir Lækjartorg kringum 1906. íslandsbanki er ris- inn á Austurstrætishorninu, i miðjunni Melsteðs-hú sið, sem nú er oröið samkomuhúsið „Klúbburinn og hægra megin aðalbygging Thomsens-magasíns, sem síðar varð Hótel Hekla og var rifin fyrir fáum árum. Til að bræða allan ís uppi, er nú á jöklum frýs, hjálpast má við Heklugjá, hitavél sem landið á. Það voru sannarlega ekki litlar vonir, sem menn gerðu sér um hlutverk hins fyrsta íslenzka ráðherra. En þó var annað samtímaatvik, sem ekki var þýðingarminna. Það var stofnun íslandsbanka og sá inn- flutningur á erlendu fjármagni í stórum stíl, sem fvlgdi honum. Þar eins og allar þúsund kvísl- ar hinnar íslenzku þjóðarelfu sameinuðust í þungum iðandi straumi. Húsbyggingar, skipa- kaup, togarar, verksmiðjur, vatnsveita og gasstöð. Allt var þetta grundvallað á því erlenda fjármagni, sem nú flæddi inn í landið. Það var íslandsbanki, sem lagði fram fé til vatnsveit- unnar, það var sami banki, sem útvegaði peningana til að kaupa togarana Jón forseta og Marz, það var líka íslandsbanki, sem síðar gerði framkvæmdir við hafnargerð í Reykjavík mögu- legar. 0ftast er þetta tímabil katlað Heimastjómartímabnið, eða Hafsteins-tímabilið og irmlendu Var fslandsbanki hreyfiafi fram- faranna á fyrsta tug aidarinnar? ær breytingar, sem mest urðu áberandi fyrir útlit bæjarins var sú geysilega byggingaralda sem reið yfir eins og holskefla. Nýjar byggingaraðferðir voru að vísu ekki teknar upp í ríkum mæli. Fáein steinhús voru gerð á þessu tímaskeiði. Ingólfshvoll á homi Pósthússtr. og Hafnarstr. með þeim fyrstu og verzlunar- hús Jóns Þórðarsonar í Banka- stræti. Síðanvar Safnahúsið gert að hluta úr steinsteypu en Kvennaskólinn og Vífilsstaða- hælið steypt upp með alveg sama hætti og síðar tfðkaðist, þó vora ennþá trégólf í Kvenna- skólanum. Það var ekki fvrr en eftir 1910 sem steinsteypuöld hóf hér raunverulega innreið sína. Nýbyggingamar vora næstum allar timburhús. Hingað flykkt- ust trésmiðir og laghentir menn úr öllum héruðum, og það var hamazt við að byggja og byggja. Húsin urðu líka stærri, stofurn- ar rúmbetri. Furðu mikið af gamla bænum eins og hann var um aldamót stendur enn f dag. Reykvíkingar voru ekki sérstak- lega gefnir fyrir að rífa gömul hús. Enda hafa húsbyggingahviö- umar oftast komið, þegar skort- ur var á húsnæði og þá var nóg þörf fyrir gömlu húsin. Og um leið kom tæknin í byggingaiðnaðinn. Trésmiðafé- lagið stofnaði hlutafélagið Völ- und og stórverksmiðjubvgging þess reis á gömlu Klapparlóð- iimi. Gufuvélar voru keyptar, sem knúðu stórvirkar flettingar- vélar, sagir og hefla, smíði glugga og hurða var hafin í fjöldaframleiðslu. Þetta voru I stuttu máli sagt mestu uppgangstímar, sem ís- lenzka þjóðin hafði nokkurn tíma upplifað. 1 huga eldri manna eru þessi ár oft varð- veitt f minningunni eins og ynd- islegur og bjartur vormorgun með gróandann í hverju spori. Aldrei hafði fólkið getað látið sig dreyma um slíkt. Og mönn- um fannst sér allar leiðir opn- ar til fjár og frama. |r nokkur furða, þó menn ' spyrji, — hver var undir- staðan undir allri þessari vel- gengni? En það er einkennilegt, að þeir sem þátt tóku í allri þessari stórkostlegu baráttu og uppbyggingu virðast hafa verið of önnum kafnir til að gera sér fyllilega grein fyrir því. Alda- mótamenn hafa aðeins ýmsar þokukenndar skýringar á þessu kraftaverki. Þeir tala um að á- stæðan hafi verið hin þjóðlega viðreisn, hin djarfhuga unga kyn slóð eða hin nýja tæknimenning. Sumir halda ótrúlega fast við, að það hafi verið ritsfminn, sem hafði úrslitaáhrif um, að þoka þjððinni út á framfarabrautina. En mér virðist við nánari at- hugtm, að aMt séu þetta fremur afleiðingar en orsakir. Goðsögn in um ritsímann fær t. d. alls ekki staðizt af þeirri einföldu ástæðu, að er hann loksins kom til, var þegar farið að halla aftur af og strax ári síðar var farið að gæta hér áhrifa peninga kreppunnar. Síminn var vissu- lega dásamlegt tæki í samskipt- um manna og hafði úrslitaá- hrif um að flytja utanríkisverzl- unina inn í landið. En menn mega ekki ímvnda sér að hann hafi orðið nein meginstoð undir framfaratímabilinu upp úr alda- mótunum. Sannleikurinn er sá að hamt kom þar, að heita má, ekki við sögu, fyrr en í veizlu- lok. Aukin tækni og vélakostur á öllum sviðum hafði að sjálf- sögðu mikla þýðingu og hefur æ síðan verið undirstaðan und- ir fjárhagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar. En spumingin sem mætir okkur er einmitt þessi: — hvernig stóð á því, að Is- lendingar gátu einmitt nú fariö að innleiða og notfæra sér tækn- ina í svo stórkostlega auknum mæli? jyjenn kynnu að hafa þaö svar á reiðum höndum, að töfra- stafurinn hafi verið heimflutn- ingur stjómarinnar inn 1 landið. Og enginn vafi er á því, að þá fyrst komst nokkur mynd á stjórn þjóðarskútunnar. íslend- ingar voru sjálfir bezt sínum hnútum kunnugir og gamla kerf- ið að sjálfsögðu afar óheppilegt og stirt í vöfum, að þurfa aö leita forsjónar um allt út til Kaupmannahafnar. Þetta sáu menn að sjálfsögðu og höfðu töfratrú á heimflutn- ingi stjómarinnar. Þá myndi allt fljótlega færast til betri vegar. Sem kóngar hátt og keisarar komast íslands ráðherrarar. Þjóðarmeinin þeir fá bætt þegar landið út er grætt. Sandar verða sígræn tún, signa skógar fjallabrún. Landið fyllist allt af auð, engan skortir daglegt brauð, bændur nefnast burgeisar, barónar og riddarar. Jámbraut verður lögð um land, líklega yfir Sprengisand, allar ræstar ár og fljót. Ætli það verði stjórnarbót. Skipgeng verður Þjórsá þá, Þverá hlaðnir bakkar hjá. í Landeyjum verða lagleg bú, löggilt höfn við Þjórsárbrú. stjórninni reiknaö allt til tekna. En það væri engu sfður sann- mæli að kalla framfaraárin Is- landsbanka-tímabilið, en þar með yrðu þessir stóru sigrar jafnframt tengdir nafni Bjöms í ísafold, því að hann barðist ákaft fyrir stofnun þessa „Hluta banka“ með erlendu fjármagni, eins og hann kallaði hann og átti meira að segja persónuleg- an þátt í að bjarga við málinu, þegar allt virtist komið f strand með stofnun bankans. Enda leit Bjöm alltaf á íslandsbanka sem óskabam sitt og það þótt póli- tískum andstæðingum hans taek- ist, að svæla þar öll vðld undir sig. Auðvitaö má segja, aö nýi ráð- herrann Hannes Hafstein, hefði getað útvegað nægilegt erient fjármagn eftir ööram leiðum en stofnun íslandsbanka, alveg eins og hann gerði með símasamn- ingnum. Það breytir þó engu þeirri staðreynd, að Islandsbanki varð tvímælalaust mesta hreyfi- afl athafna og framfara með ís- lenzku þjóðinni. Og það kom aldrei að neinni sök, þótt er- lendir aðiljar ættu meirihluta í honum. Á tveimur áram leiddi hann 2—3 milljónir króna inn í þjóðfélag, sem hafði verið rek- ið með 700 þúsund króna fjár- lögum á ári. Erfitt er aö sjá, hve mikiö af þessu fé beindist til bæjarfélagsins í Reykjavík, en mér virðist ekki ólíklegt, að það hafi verið um helmingur, beint og óbeint, eða am eki milljón króna inn í bæjarfélag, sem hafði verið rekið með tæp- lega 50 þúsund króna fjárhags- áætlun á ári. Atvinnu- og stjórnmálasagan 1900-1910 séð ínýju Ijósi í bok Þorsteins Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.