Vísir - 14.11.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 14.11.1966, Blaðsíða 7
V 1SIR . Mánudagur 14. nóvember 1966. 79 Úlfar Þormóðsson — kominn af alþýðufólld í Keflavík — eiginlega allt sam- ið í tugthúsinu — Hreinsun á gamalli heift — gagnrýnendur dæma svo að þeir verði ekki dæmdir — Maður verður að gera kröfur til lífsins — lifa eins og maiin lystir í ellinni Þetta er eiginlega að öllu leyti samið í tugt- húsi. Tugthúsi með þrem fangaklefum norður á Þórshöfn (samsvarandi því, að í Reykjavík væru 800 fangaklefar). Ég not aði hverja stund, bless- aður vertiL Sumt hrip- aði ég niður á miða, þeg- ar ég var við tollvörzlu um borð í skipum ... tjlfat teygir úr skðnkunum í gamaldags hægindastól í stofunni heima hjá sér — kjall- arafbúð vestur á Melum. Dá- lítið þreytulegur, kannski vegna þess að hann er alla daga að reyna að troða bókviti í unga Njarðvfkinga — ættaður þaðan, sunnan með sjó kominn ^af al- þýðufólkú — Hvemig fellur þér að kenna? — Ágaetlega. Það er ágætur skólastjóri þama f Njarðvik og svo höfum við prýðilegan íhalds mann í skóianefndinni, sem skaffar okkur hvað sem við biðj- um um af kennslutækjum og siiku. — Það er bara dálítið þreytandi að hossast þetta á milli alla daga. Maður er orð- inn uppgefinn eftir daginn, tek- ur rútu klukkan 6 á morgnana og aftur í bæinn klukkan 6 á kvöldin, þá er maður alveg orð- inn náttúrulaus, búinn að vera. Ég fæ mér oft eina fingurbjörg af brennivíni til þess að hressa mig við á kvöldin — skánar vel af þvf. Annars hef ég verið f bindindi síðan Kennaraskólan- um var slitið í vor, rétt kom- inn niður í axlir á þessari rom- flösku síðan. — Viltu ekki meira rom? — ágætis drykkur. ■yarstu ekki dálítið hræddur við að láta þessa sögu frá þér, finnst þér ekki að þú stand- ir hálf berskjaldaður frammi fyrir fólki? — Auðvitað var maður hrædd ur, er maður ekki hræddur við allt? Það má bara ekki veita sér það að vera hræddur, þá gæfi maður aldrei út bók eða gerði nokkum skapaðan hlut. Ég er kannski hræddastur við það að fólk haldi að það sé ég sem er söguhetjan f bókinni, eða sjái mig sjálfan alls staðair á sveimi í sögunni, það er þó tóm vitleysa. Þetta er eins og með stjómmálamennina. Þeir búa til annan mann, þegar þeir stíga í pontuna. — Varstu þá ekki dálítiö smeykur við að vera talinn fram hald á Svartri messu og Borgar- lífi frá í fyrra? — Ég var logandi hræddur, þegar ég stóð með handritið að sögunni í höndunum í fyrra og las krftikkina um þessar bæk- ur, en ekki eftir að ég haföi le»ið bækumar sjálfar. — Þetta er guöfræðingur sem þú leiðir í gegnum sollinn, kanntu eitthvað fyrir þér f fag- inu? — Ég las guðfræði fjóra vet- ur í Kennaraskólanum. — Hefurðu óbeit á prestum? — Ég hef ekkert á móti prest- um f sjálfu sér. Þar sem hallar á þá stétt er þá lfklega hreins- un á gamalli heift. Þegar ég var skfrður var ég orðinn svo gamall að ég gat sagt nafnið mitt sjálfur. Mér varð illilega bylt við þegar presturinn jós yfir mig vatninu, og sfðan hef- ur mér ósjálfrátt verið Iftið gef- ið um presta. Úlfar tekur út úr sér pipuna meðan hann segir þetta, verður snöggvast alvarlegur á svipinn, svo að manni dettur í hug að biðja fyrir prestum, svo glottir hann og slöttólfast enn þá meira í stólnum, situr hann eins og góðglaður bóndi situr á bikkju í réttum — svolitla stund, síðan hressir hann upp á stelling- amar þannig að maöur fer aft- ur að trúa á hann sem lögreglu- | þjón norður á Þórshöfn. son, en ég sór og sárt við lagði að ég hefði ekkert lesiö eftir hann. — Lestu mikið fslenzka höf- unda? — Kiljan... — Finnst þér hartn hafa breytzt, snúizt í hálfhring, eins og sumir vilja halda? — Aðstæðumar hafa breytzt, Kiljan hefur bara snúizt í hálf- hring með heiminum, en hann er alltaf á sama stað í hringn- um. — Þú yrkir líka í þessa bók. — Einhvers staðar verður maður að koma Ijóöasmíðinni að, því að ekki þýðir neitt að gefa út Ijóðabók. - Talið berst að leiklist. — Ég held að það hafi ver- ið gert of mikið úr leikriti Sig- urðar Nordal, Uppstigningu, seg ir hann í þeim tón að um það megi raunar deila. — Ég er miklu hrifnari af þessari frægu þulu hans, áreiðanlega bezta Úlfar Þormóðsson HRÆDDUR SÉR ÞAÐ AÐ EKKIVEITA HRÆDDUR Xj'rtu með einhverja uppreisn gegn lögskipaðri stafsetn- ingu, „Kiljönsku" eða eitthvað í þá áttina? — Mig langaði til þess. Nei, þetta er mest f reglunni. Ég sleppi z, $em er nú kannski ekki nein uppreisn, heldur bara liðlegheit við íslenzkuna. Svo get ég ekki stillt mig um að hafa hvur fyrir hver, af því að mér finnst það svo óumræðilega miklu fallegra — og lftið er það annað. — Ertu ánægður með þetta — að vera búinn að ljúka þessu af? — Það er vpðalega undarlegt að sjá þetta verða að bók, gríp- ur mann skrýtin tilfinning. Úlfar fer og nær f próförk að bókinni ofan í kommóðuskúffu og tekur að fletta. — Ég fór fram og ældi, þegar ég las hvað ég hafði skrifað hérna á einum stað, andstyggi- leg rómantík, samt fannst mér ég ekki geta breytt því. Loks finnur hann kaflann og byrjar að lesa, en gefst upp í því að konan hans kemur með kaffi og bakkelsi, spengileg dökkhærð stúlka austan úr Mýr- dal — þekkileg stúlka, mildið í svip hennar jafnar upp ofstop- ann, sem stundum bregður fyr- ir í augum bóndans, Jóna heitir hún Jónsdóttir. JJvað varstu að lesa áður en þú samdir söguna? — „Stríð og friður“ eftir Leo Tolstoj og „Vopnin kvödd“ eft- ir Hemingvey voru nú bækumar sem ég las sfðast, áður en ég byrjaði á þessu. Bókfróður mað- ur, sem las fyrir mig próförk, spurði mig hvort ég hefði lesið mikið eftir Indriða G. Þorsteins- þula sem samin hefur verið, ég held ég kunni hana næstum utan að. Annars forðast ég eins og heitan eldinn að læra kvæði utan að, nema hvað ég held ég kunni þjóðsönginn skammlitið og faðirvorið. Annars finnst mér það ein- kennandi fyrir marga þessa listamenn okkar hvað þeir veita sjálfum sér mikið f sama farveg- inn. Til dæmis leikritin hans Jökuls Jakobssonar, öll f sama VIÐTAL DAGSINS dúr, hversdagsleikinn eins og hann er. Þau verða sjálfsagt ágætar fomminjar sfðar meir. — Sömuleiðis myndlistarmenn. Jafn ólfkir menn eins og Flóki og Austmann. Þeir eru alltaf eins og þeir sjálfir f öllum mynd- unum, gera enga útrás frá þess- um ramma. — Mér finnst vanta víbrasjón f þetta hjá þeim. — Þó er ég ekki þar fneð að segja að mér finnist þeir ekki ágætir listamenn. — Hvað finnst þér um krft- ikkina, til dæmis bókmennta- gagnrýnina. — Mér finnst gagnrýnandinn skrifa sína krítikk alltof mikið þannig að hann verði ekki dæmd ur sfðar meir sem gagnrýnandi. Þetta kemur vel fram f ritdóm- um um bðkina hans Guðbergs Bergssonar Gagnrýnendumir voru bókstaflega hræddir við bókina fóru á flótta undan henni í ritdómum sfnum, hlupu bók- staflega undan henni lafhræddir á harðaspretti. — Lestu blöðin? — Ég les viðtöl einstaka sinn- um, til þess að rifja upp hvemig viðtöl eru skrifuð og kíki stund- um á slysafrétt, þegar ég hef gleymt, hvemig blöðin lýsa á- rekstri: „það óhapp vildi til...“ og svo framvegis. ITeldurðu að þú lifir lengi með allar þessar kröfur á hend- ur lífinu? Maður verður að gera kröf- ur . í, lífsins það er ég alveg bú- inn að sjá. — Ég held ég verði ákaflega erfitt gamalmenni, ég er eiginlega ákveðinn f að verða það, sérvitur, látandi alltaf eins og mér sýnist, hvenær eiga menn að haga sér eins og þá lystir f lífinu ef ekki, þegar þeir em orðnir gamlir og ekkert bíð- ur eftjr þeim, nema gröfin. Ég ætla að svalla f ellinni og elska konur, ekki af gimd, enda sjálf- sagt loku fyrir það skotið, held- ur háfagurfræðilega. Þetta vellur upp úr Úlfari eins og lýgisaga, þó að ég geti bezt trúað honum til þess að standa við þetta, ef að hann kemst svo langt. 1 —Ég tók eftir dálitlu skrýtnu f sumar, ég gekk oft niður að Tjöm að gamni mínu í góða veðrinu á kvöldin í góðu skapi og fannst þetta óskaplega fal- legt, sVanirnir kvakandi þama á Tjöminni... Svo hljóp ein- hver andskotinn inn f mig, einn daginn gekk ég þangað niður eftir í hálf fúlu skapi og þá — görguðu þeir á móti mér hel- vízkir. — Færðu innspfrasjón eins og Þórbergur? Ég veit ekki hvort maður á að trúa á þetta, en tilfelliö er að manni dettur stundum allt í einu eitthvað skrýtið í hug. Tjað kom eitthvað undarlegt 4 yfir mig einu sinni í fyrra- haust þegar ég var að ganga f hús og selja bækur fyrir Al- menna bókafélagið, maður var alltaf að reyna að skrapa þetta saman aurum. Ég kom í hús, það kemur kona fram í dymar hörku leg á svipinn, býður mér inn og býður mér meira að segja upp á kaffi. — Svo fer hún að spyrja mig út úr sálmunum. Hver standi að þessari bókaút- gáfu, hverjar lífsskoðanir þeirra væra jafnvel um bækumar og svo framvegis — allt til þess að vita hverju ég lygi að henni, spurði of mikið til þess að vita ekki neitt, enda var þetta tóm- ur illyrmisháttur hjá henni — hún lét þannig að ég varð dauð- hræddur við hana. — Þá, sem ég stend f þessu óþægilega þrasi kemur einhver undarleiki yfir mig rann eitthvað upp fyrir mér. — Nú er Úlfar tekinn að hugsa stíft, eins og hann sé að tefla við stórmeistarana á skák- mótinu á Kúbu. — Þetta er skrýtið, dálftið skrýtið. — Heldurðu að þú semjir fleiri bækur á næstunni? — Ég hef til sögur tfl að gefa út á hverjú ári allt tfl 1970, bara eftir að skrifa þær. Ég er reyndar langt kominn með eina, svona frumdrög, mér lá við að sækja handritið af þessari í útgáfuna, þegar ég byrj aði á henni f sumar, þetta sýn- ist manni allt svo gott, þegar maður er að skrifa það og fyrst á eftir, svo nokkru seinna — allt ómögulegt. En maður hef- ur ekki nógu mikinn tfma tfl þess að skrifa og skrifa upp aftur — vantar tíma. J. H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.