Vísir - 14.11.1966, Blaðsíða 3
VÍSIR. Mánudagur 14. nóvember 1966.
15
Forkeppnin, umferð fyrir umferð:
Friðrik tefldi með glæsibrag
t Tsland sat yfir í 1. umferö.
J Austurríki vann Indonesiu
i 2!/2—1V2. Tyrkir töpuöu fyrir
J Júgóslavíu 1 á móti 3. Mongólía
i vann Mexico 2 y2—V/2.
1 2. umferö tefldi ísland við
i Austurríki og vann 3 y2 — V2-
J Góö byrjun. Friðrik vann Kinz-
i el með laglegri skiptamunsfóm
[ og fer skákin hér á eftir. Ingi
t beitti Sikileyjarvöm á móti
J Stoppel. Ingi lék I 5. leik Dc7
t og síðan a6 og b5. Hvítur lék
J ekki sem nákvæmast byrjunina
i og í 11. leik átti Ingi kost á
J biskupsfóm með peðsvinningi
t eða þráskák, en hann kaus
J heldur að tefla til vinnings og
t notfærði sér veikingu I herbúð-
t um hvíts. Biskupar Inga urðu
J æ sterkari og reið hvíti biskup
i Inga baggamuninn að lokum.
J Ljómandi vel tefld positions
t skák hjá Inga. Guðmundur gerði
J jafntefli við Winiwarter. Guð-
i mundur hafði hvftt og byggði
J upp trausta stöðu að vanda. B-
t línan opnaðist og þar urðu tvö-
J föld hrókakaup og síðan drottn
t ingarkaup. Menn Guðmundar
J virtust þá standa heldur í vam-
t arstöðu. Skákin fór í bið og
J taldi Guðmundur sig standa
t heldur verr, en í ljós kom að
Austurríkismaðurinn taldi greini
t lega sína stöðu varhugaverðari
J því hann byrjaði strax á því að
t loka stöðunni og tryggja sér
J jafntefli. Guðmundur gerði þá
t nokkrar vinningstilraunir en
J án árangurs.
Skák Friöriks við Kinzel.
t Hvftt: Friðrik Ólafsson.
Svart: A. Kinzel Austurrfki.
t Drottningarbragð.
J 1. c4 e6. 2. Rf3 d5. 3. d4 c6.
t 4. Dc2 Rf6 5. Bg5 Rbd7 6. Rbd2
J Be7 7. e3 Re4 8. Bxe7 Dxe7
t 9. Bd3 Rxd2 10. Rxd2 dxc4 11.
J Rxc4 Db4t 12. Rd2 h6 13. 0-0
t e5 14. Rc4 De7 15. Hadl 0-0
J 16. Dc3 e4 17. Bc2 Rf6 18. f3
i Bf5 19. Re5 Bh7 20. Db3 exf3
J 21. Bxh7f Kxh7 22. Hxf3 De6
t 23. Dxb7 Dxa2 24. Hxf6‘! gxf6
J 25. Rd7 Hf-c8 26. Rf6t Kg6 27.
i Rd7 De6 28. Re5t Kh5? 29. Da6!
J f6 30. De2t Kg5 31. h4t Kxh4
t 32. Df2t og svartur gafst upp.
J 1 3. umferð brá heldur til
t hins verra. ísland tapaði fyrir
J Tyrkjum iy2—2y2. Þessi ósigur
t kc«n mörgum á óvart, m.a. Lars
J en, sem taldi þetta óvæntustu
t úrslit dagsins sérstaklega mið-
J að við frammistöðuna daginn áð
t ur.
j Friðrik — Suer 1-0.
t Friðrik brást ekki frekar en
J fyrri daginn og brá nú fyrir sig
J Caro Cann vöm, sem hann beit
J ir ákaflega sjaldan. Friðrik taldi
t Tyrkjann ekki sóknarskákmann
J miðað við áður tefldar ' skákir
t á mótinu og þess vegna upp-
J lagt að velja rólega en trausta
J vöm. Þetta kom á daginn. Tyrk
J inn fékk sóknarstöðu og þegar
t hann hafði sagt A varð hann
J að segja B. En hann hætti við
t á miðri leið, sem kostaði peðs-
J tap og stuttu seinna fékk Frið-
t rik 2 létta menn fyrir hrók og
J vann auöveldlega eftir það í
t 37 leikjum.
J Ingi — Bilyap y,—y2.
5 Ingi þáði jafntefli í áþekkri
J stöðu í 18. leik. Teflt var Drottn
t ingarbragð og beitti Tyrkinn
J Ragozin afbrigðinu, lék í 5. ieik
t Rc6 og kom upp svipuð staða
og í einvígi þeirra Botvinniks
og Tal.
Onot — Guömundur 1—0.
Guðmundur vissi fyrir að Tyrk
inn myndi sennil. beita Collesyst
eminu, sem hann tefldi á móti
ekki lakari manni en Parma
frá Júgóslavíu og geröi jafn-
tefli. Guðmundur vildi ekki
sætta sig við slíka taflmennsku
og hugðist flækja taflið meö
það fyrir augum að tefla til vinn
ings. Tilraun þessi brást. Of
mikill tími lór í ýmsar tilfær-
ingar með riddarana á meðan
Tyrkinn byggði upp sína stöðu
og fékk hættulega sóknarstöðu.
Til viðbótar þessum erfiðleikum
lénti Guðmundur í miklu tíma-
hraki, átti einungis nokkrar sek
úndur á síðustu leikina og fann
ekki beztu varnarleikina. Heldur
dýrmæt tilraun.
Freysteinn — Ibrahamoglu
0—1.
Tyrkinn beitti Cambridge-
Spring afbrigðinu í Drottning-
arbragði, en Freysteinn tók
hressilega á móti, hrókfærði á
iengri veginn í 11. leik og skák
in tók á sig hvassan sóknarblæ.
Freysteinn fékk betri stööu og
í 32. I. virtist sjálfsagt að hadla
áfram áætluninni og tefla til
sóknar, en í tímahraki kaus Frey
steinn hægfara varnarleik. Þá
var ekki sökum að spyrja. Tyrk-
inn opnaði taflið drottningarmeg
in, hvíti kóngurinn varð ber-
skjaldaður og Freysteinn fann
ekki beztu varnarleikina og varð
mát.
Staðan í skák Freysteins og
Ibrahamoglu eftir 31. leik svarts
Hvítt: Freysteinn. Kb2, Dd2,
Hd3, Hd5, ped, a4, c4, c3, e4,
g4 og h3.
Svart: Ibrahamoglu. Kg8, Dc6,
Hd7, He6, ped a6, b6, c5, e5,
f6, f7 og h7.
Hvítur lék 32. Ddl? í stað 32.
Hh3! T.d.: Ef 32. — Hexd6 þá
33. Dh6 Dxa4. 34. g5! Dxc4 35.
Hh-d3!! og vinnur. Ef t.d. 32.
— Dd7xd6 33. Dxh7t Kf8 34.
Dh8t Ke7. 35. Db8 og næst
Hh8 og vinnur.
En skákin tefldist raunveru-
lega þannig: 32. Ddl? b5. 35.
cxb5 axb5 34. axb5 Dxb5 35.
Db3 Dc6 36. Db8?? (Beetra Kcl)
Kg7 37. Kcl Hb7 38. Dxb7
Dxb7 39. d7 Hb6 40. d8D
(Skárra var 40. Kd2) Hblt 41.
Kd2 Db2t 42. Gefið.
1 3. umferð tefldu Rússar við
Hong Kong, sem eru nýliðar í
Olympíuskákmóti, meðan Rúss-
ar hafa unnið öll Olympíumót
sem þeir hafa tekið þátt í.
Kortsnoj fórnar skemmtilega í
eftirfarandi skák:
Hvítt: Kortsnoj.
Svart: Funyengyang
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2 c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. Rf3 c5 5. e3 cxd 6. exd Re4
7. Dc2 d5? (Betra 7. — Da5) 8.
Bd3 f5 9. 0-0 0-0 10. cxd5 Bxc3
(Ekki 10. — exd5 vegna 11.
hxd5!) 11. d5xe6! Bxd4 12. Rxd4
Dxd4 13. e7 He8 14. Db3t! Kh8
15. Df7 Rf6 16. Df8t Rg8 17.
DxH Bd7 18. Dd8 De5 19. Bc4
gefið.
1 4. umferð tefldi Island við
Mongólíu og vann 3 y2—1/2.
Glæsileg úrslit, því Mongólarnir
voru taldir hættulegir. Friðrik
tefldi við Miagmarsuren, sem er
alþjóðlegur meistari. Tefit var
drottningarbragö og lék Friö-
rik Bf4 í 5. leik. Mongólinn gerði
ýmsar tilraunir til aö hremma
þennan biskup, en hann vék sér
alltaf fimlega undan. Riðlaðist
öll uppbygging svörtu stööunn
ar viö tímafrekar tilfæringar
riddaranna og tókst Friðriki aö
byggja upp glæsilega sóknar-
stöðu f 20 leikjum. Var hann
furöu fundvís á snögga bletti
í svörtu stöðunni. 1 33. leik vann
hann peð og stuttu seinna ann
að og úr þvl var ekki sökum að
spyrja og gafst Mongólinn upp
í 42. leik.
Ingi tefldi við Ujtumen, sem
einnig er alþjóðlegur meistari.
Ingi beitti Sikileyjarvörn og
tefldu báðir sennilega sína
uppáhaldsbyrjun, því Mongólinn
hafði einnig beitt þessu afbrigði
oft áður á móti Sikileyjarvörn
Uppskipti á mönnum uröu Inga
i hag og fékk hann prýöistafl
og vann snoturlega. Fer skákin
hér á eftir.
Hvítt: Ujtumen
Svart: Ingi R.
1. e4 e5 2 Rf3 Rc6 3. d4 cxd
4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6
7. Bg2 Rf6 8. 0-0 Be7 9. Be3
0-0 10. De2 d6 11. Ha-dl Bd7 12.
h3 Ha-c8 13. a3 b5 14. f4 Rxd4
15. Hxd4 Bc6 16. Hd2 Db7 17.
Bd4 Rd7 18. Kh2 e5 19. fxe5
dxe5 20. Rd5? (Rangur leikur,
sem gefur svörtum kost á hag
kvæmum uppskiptum. Betra var
20. Be3) 20. — Bxd5 21. exd5
Bd6 22. Be3 f5 23. Khl Hc-e8
24. Dh5 g6 25. Dh4 Dc7 26.
Bh6 Hf7 27. He2 e4 28. g4 Dc4
29. He2-el f4 30. Df2 f3 31. Kgl
Dxd5 32. Bhl g5 33. b4 Bc7
34. Hdl De5 35. Gefið
Guðm. Pálmason tefldi við
Tsagan, sem beitti Nimzo-ind-
verskri vörn. Mongólinn valdi
sér ákaflega óhagstætt afbrigði
og fékk Guðmundur snemma
yfirburðatafl. Menn svarts áttu
sér fáa reiti og jók hvítur stöö
ugt á stööuyfirburöi sína. Tafl-
mennska Mongólans varð æ
máttlausari og sýndi Guðmund
ur þama sína beztu hlið. Skák-
in fór samt í bið og gafst Mong
ólinn upp í 53. leik.
Fyrir þessa umferð hafði Frey
steinn kennt smávegis lasleika
og varð að ráði aö Guðmundur
Sigurjónsson tefldi £ staðinn.
Þetta var fyrsta skák hans í
Olympíumóti og mátti kenna
nokkurs spennings hjá honum.
Hafði hann svart á móti Tchalk
asuren. Hvltur fékk, eins og svo
oft í Sikileyjarleik heldur rýmra
tafl, en þar kom að svartur gat
sýnt fram á ýmsa vankanta á
leikjum hvíts og tókst smám
saman að jafna taflið og jafnvel
heldur sér I hag. Guðmundur
kom þó ekki auga á mjög álit
legt vinningsplan (sem Friðrik
sýndi fram á eftir skákina) og
tók jafnteflistilboði Mongólans
£31. leik.
í 5. umferð teefldi Island við
Mexico og vann 3l/2—y2.
Friðrik tefldi við Iglesias
flókna og !anga skák og mátti
varla á milli sjá hvor hefði
betur. Tefldur var enski leik
urinn, uppáhaldsleikur Friðriks
með hvltu, enda fór Friðrik
ekki troðnar slóðir og svaraði
með hlutlausum leikjum. í 33.
leik var Friðrik kominn í tíma-
hrak í tvísýnni stööu og bauð
jafntefli, sem Mexicaninn hafn-
aöi, en er tímahraki var lokið
og hættan yfirstaðin hjá Friö-
rik bauð hann jafntefli sjálfur,
en fékk synjun hjá Friðrik, sem
taldi sig nú vera með unna skák
sem og kom á daginn. Vann
Friðrik vandasamt hróksenda-
tafl í 54 leikjum.
Ingi tefldi með hvítu á móti
Acevedo sem beitti slavneskri
vörn. Svartur lék ónákvæmum
12. leik og tvísýnar ráðagerðir
á miðborðinu, Ingi sneri á Mexi
kanann með snjöillum taktiskum
leikjum og í 27. leik vann hann
riddara og þar með skákina.
Guðmundur Pálmason tefldi
með svörtu á móti Delgado.
Tefld var drottningarpeðsbyrjun
og tefldi Guömundur byrjunina
betur og var búinn að jafna tafl
ið og heldur betur eftir 12 leiki.
Mexikaninn sýndi þó tennum
ar um hríð, en er mesti storm-
urinn var um garð genginn
reyndist staða Guðmundar traust
ari og vann hann peö í 30. leik
og með peði meira og biskupa
parið og hrók á mó.ti hrók og 2
riddurtim voru endalokin ráðin.
Freysteinn tefldi með hvítu
á móti Terrazas, sem hafði orð
ið frægur fyrir það að tefla viö
Castro þegar hann kom í skyndi
heimsókn í Hótel okkar. Urðum
við áhorfendur að þessari keppni
íslendingarnir og þótti okkur
mikiö til koma.
Freysteinn fékk yfirburða-
stöðu, en missti vinninginn úr
höndum sér mestmegnis fyrir
orðagjálfur og taugaóstyrk
Mexikanans. Truflaði hann Frey
stein í umhugsunartíma Frey-
steins með sífelldum jafnteflis-
tilboðum og fyrirspurnum um
leikafjölda og þ.h. Endaði skák-
in með jafntefli að lokum. Fram
koma Mexikanans var kærð og
var hann víttur af skákstjóra.
I 6. umferð tefldi Island við
Júgóslavíu og töpuðum við með
l/2—3i/2. Er hægt aö fara fljótt
yfir sögu um þá keppni.
Friðrik og Gligoric sömdu jafn
tefli í 15 Ieikjum.
Skák Ivkovs og Inga varö
23 leikir. Ingi beitti mótteknu
drottningarbragði og virtist fá
þolanlegt tafl, en lék af sér I
viðkvæmri stöðu í 16. leik og
gat ekki úr því spornaö viö
skyndisókn á kóngsvæng.
Guðmundur Pálmason tefldi
við Matulovic sem beitti Indo-
Benoni-vöm. (1. d4 Rf6 2. c4
c5). I 12 leikjum hafði Guð-
mundur leikið drottningarbiskup
sínum 4 sinnum. Fyrst til g5
síðan f4, svo til e3 og að lokum
á d2. Júgóslavinn notfæröi sér
vel þessa ónákvæmni Guðmund
ar og fékk miklu betra tafl. Guð
mundur varðist hins vegar vel
í erfiðri stöðu. En stórmeistar-
inn hélt vel á sínu og vann f
45 leikjum.
Freysteinn tefldi við Ciric og
svaraði e4 með d5 Skandinav-
iska leiknum, sem er heldur
sjaldséður. Einnig í þessari skák
fékk Júgóslavinn betra út úr
byrjuninni og vann í 35 leikjum.
Gunnar Gunnarsson
ALLT MEÐl
EIMSKIP
Á NÆSTUNNI ferma skip vor
til íslands sem hér segir:
Brottfarardagar:
1 ANTWERPEN:
Mánafoss 15. nóv.**
Skógafoss 24. nóv.
Seeadler 3. des.
Mánafoss 13. des.**
Skógafoss 22. des.
HAMBORG:
Askja 16. nóv.**
Dux 19. nóv.
Skógafoss 29. nóv.
Goðafoss 8. des.
Askja 14. des.**
Skip 16. des.
ROTTERDAM:
Dux 15. nóv.
Askja 18. nóv.**
Skógafoss 25. nóv.
Goðafoss 5. des.
Skip 13. des.
Askja 16. des.**
LEITH:
Gullfoss 25. nóv.
Gullfoss 16. des.
LONDON:
Mánafoss 18. nóv.**
Agrotai 28. nóv.
Sceadler 6. des.
Mánafoss 16. des.**
HULL:
Askja 21. nóv.**
Agrotai 1. des.
Sceadler 9. des.
Askja 19. des.**
GAUTABORG:
Bakkafoss 14. nóv.**
Vega de Loyola 17. nóv.
Bakkafoss 14. des.**
KAUPMANNAHÖFN
Vega de Loyola 15. nóv.
Gullfoss 23. nóv.
Gullfoss 14. des.
Bakkafoss 16. des.**
NEW YORK:
Selfoss 22. nóv.
Fjallfoss 25. nóv.*
Tungufoss 8. des.*
Brúarfoss 23. des.
KRISTIANSAND:
Bakkafoss 15. nóv.**
Gullfoss 24. nóv.
Bakkafoss 17. des.**
KOTKA:
Dettifoss 28. nóv.
Rannö 7. des.
LENINGRAD:
Dettifoss 26. nóv.
VENTSPILS:
Dettifoss 30. nóv.
GDYNIA:
Dettifoss 2. des.
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum, Reykjavík, ísafiröi,
Akureyri og Reyðarfirði.
**Skipið losar á öllum aðal-
höfnum og auk þess í Vest-
mannaeyjum, Siglufirði, Húsa
vík, Seyðisfirði og Norðfirði.
Skip ,sem ekki eru merkt með
stjömu, losa í Reykjavík.
ÖRUGG ÞIÓNUSTA
l
HAGKVÆM KIÖR