Vísir - 21.11.1966, Side 1

Vísir - 21.11.1966, Side 1
Mánudagur 21. nóvember 1966 BLAÐ II RAFEINDAÖLD HAFIN Á ÍSLANDI Öld rafeindatækni er nú að renna upp í öllum löndum Vesturálfu og þeim löndum í austri, sem iengst eru komin í tækni og verkmenningu. Þegar í upphafi þessarar aldar er greinilegt að þróuð lönd geta ekki án þessarar nýju þekkingar verið. — Þeir erfiðleikar, sem sköpuðust ef þessari þekkingu yrði viðstöðulaust rænt frá þeim, væru svo yfirgrips- miklir að hver meðal félagsfræðingur þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda, né getur það. Geimkapphlaupið svonefnda hefur verið aðal driffjöörin í þróun rafeindatækninnar. Segja fróðir menn aö þær geysi- legu fjárfúlgur, sem hefur verið varið í geimskot og að því er virðist einskisnýtra geimsigra, muni þegar fram líða stundir skiia margföldum ágóða. Hafi reyndar gert það þegar með að örfa rannsóknir m. a. í rafeinda- tækni. Því hefur oft verið haldið fram grínlaust, að fátt hafi verið eins mikil blessun á þessari öld eins og heimsstyrjaldimar tvær. Þær hafi valdið hinni geysiiegu tækniþróun, sem nú er undirstaöa velferðarríkja nútím- ans. Velferðarríkið er kannski nokkuð dýru verði keypt meö slíkan bakhjari. Það væri því ánægjulegt ef geimkapphlaupið svonefnda gæti tekið við hlut- verki stríðsins, hvað viðvíkur tækniframförum og orðið sú for senda sem velferðarríki fram- tíðarinnar munu byggja á. Einn áberandi liður í rafeindatækn- inni eru rafreiknar eða raf- magnsheiiar eins og almenning- ur hefur skýrt þá. Hafa þessar dularfullu vélar, sem almenn- ingur virðist oft á tíðum vera háifhræddur við, tekið við störfum sem her manna hafði áður með höndum og opnaö nýja möguleika í alls kyns vís- indastörfum og stjórn fyrir- tækja og þjóðfélaga. JJér á landi á rafeindatæknin ekki langa sögu, frekar en í öðrum löndum heims, en ísland eins og öll önnur lönd, sem vilja síbæta velferðarþjóðfélagið hef- ur skilið að án þessarar tækni, er brautin fram á við óhugsandi. Á þetta ekki hvað sízt við um rafreiknana. Nútfma þjóðfélagið krefst frekar en nokkru sinni nákvæmrar og hraðvirkrar stjórnar, yfirsýnir yfir alla þætti þjóðlífsins og skilnings á því hvernig sambandi eins þáttar þjóðlífsins við annan er háttað. Er þetta óhugsandi nema hægt sé að afla nákvæmra og víð- tækra upplýsinga um allt milli himins og jarðar og með því að að hægt/sé að reika út flókin viðfangsefni með stuttum fyrir- vara. Skýrsluvélar og gatspaldavél- ar eru fyrirrennarar hinna eig- inlegu rafreikna eða „digital computer'* eins og þeir nefnast á ensku. (Dr. Jóhannes Nordal hefur stungið upp á orðinu tölva, þar sem vélarnar „hugsa“ í tölum). Munur á skýrsluvélum og tölvum er sá, að skýrsluvél- ar hafa reikningsútbúnað, sem hreyfist meðan vélin reiknar út eða leitar að uþplýsingum, með- an enginn hluti hreyfist í tölv- unni meðan hún „hugsar“. Þá hefur tölvan minni og getur t.d. þýtt með því þær fyrirspumir, sem fyrir hana eru lagðar á sitt eigið mál, sem byggist á tölum. Þetta getur skýrsluvélin ekki og Skýrslugerðarvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar var einn fyrsti aðilinn, sem fékk skýrslu- gerðarvélar í sína þjónustu hér- lendis. Það var fyrsti aðilinn, sem fékk tölvu til landsins (digital computer). Þessi tölva IBM 1401 er þó ólík tölvu HSskólans að þvi leyti, að hún er til þess gerð, að reikna út tiltölulega einfalda reikninga, þar sem háskólatölvan er til þess gerð að reikna út fjölbreytt og flókin verkefni. Verkefni tölvu Skýrsluvéla eru útreikningar velflestra stærri fyrirtækja ríkis og Reykja vikurborgar, eins og t.d. launa- útreikningar, viðskiptareikninga, manntalsskrá, skattaskýrslur o. s. frv. Einnig hefur verið hægt að vinna margt það, sem áður var talið óhugsandi vegna mik- illar vinnu, eins og úrvinnsla Ottó Michelsen er eini um- boðsmaöur IBM í heimi. 1 öllum öðrum löndum, þar sem IBM-' vélar eru á annað borð, rekur fyrirtækið útibú. Þaö er álit allra þeirra, sem Vísir hafði tal af, að eng- inn hefur stuðlað meir að fram- gangi og farsælli þróun skýrslu- gerðavéla og tölva hér á íslandi, en Ottó. Þjónusta fvrirtækis hans við þær 3 stofnanir, sem hafa tölvur og þau 29 fyrirtæki með skýrslugerðarvélar þykir frábær. Sjálfur segist Ottó hafa lagt út í mikla tvlsýnu og fjárfest- ingu, þegar hann fyrst hóf kynn ingu og innflutning þessara véla til landsins, en yfirmenn stofn- ana og fyrirtækja hafi sýnt mik- inn skilning á þjóðhagslegri þýðingu þessara véla. Hafi það gert gæfumuninn. — „Ef ég ætti son, sem ekki vissi hvert hann ætti að stefna, segir Ottó, myndi ég ekki vera í vafa um, hvað ég ráðlegði honum. — Þessar vélar eru framtíðin. Skiptir einu hvort menn vilja fara í langskólanám eða ekki. Gífurlegur skortur er fyrirsjá- anlegur á verkfræðingum og mönnum menntuðum í félagsleg- um vísindum (hagræði, félags- fræði, viðskiptafræði o.s.frv.) til að vinna við þessar vélar við hina margháttuðu útreikninga og kannanir. Einnig mun vanta tæknimenn og aðra, sem vilja leggja sér til einhverja sérþekk- ingu í þessum störfum. Stórst'igar framfarir i notkun skýrsluvéla og tölva seinustu árin — Þessar vélar vinna nú, sem her manna hafði ábur með höndum — Þær gera nú, það sem áður var ekki hægt — Vélarnar forsenda fyrir frekari framfórum á sviðum þjóðfélagsmála og visinda veröur að undirbúa hana sérstak lega undir hvert verkefni. Þess vegna eru skýrsluvélar að mestu leyti látnar sinna stöðugt sömu verkefnum. P'yrsta skýrslu- og gatspjalda- vélin, sem kom til landsins, var fengin til Hagstofu íslands árið 1950. Upp úr 1952 haföi alþjóðlega heilbrigðismálastofn- unin, WHO, ákveðið að nota Is- land til rannsókna £ sambandi við berklaveíki og voru gerðar ráðstafanir til að fá hingað til gagna Veðurstofu Islands marga áratugi aftur í tímann. Tölva Skýrsluvéla vinnur að jafnaði 110—150 klst. á mánuði. Síðan hún kom til landsins í september 1964 hefnr hún imnið f um 3000 klst. Á myndinni er Þorsteinn Þor- steinsson skýrsluvélafræðingur frá Ottó A. Michelsen h.f. (til vinstri) að lagfæra sjálfa reikni- vél samstæðunnar. Hann bendir á lítinn kassa, en í honum felst allt minni tölvunnar, 4000 minniseiningar. Til hægri á myndinni er Agnar Ólafsson aðalfulltrúi Skýrsluvéla. landsins stærri og fullkomnari skýrsluvélar, en Hagstofan hafði til umráða. Var ákveðið að Rafmagnsveita Reykjavikur skyldi einnig hafa afnot af skýrsluvélunum. Var vélin feng- in til landsins áður en þeir að- ilar WHO, sem áttu hugmynd- ina að berklarannsóknunum hér á landi, uppgötvuðu að mjög ó- hagstætt var að gera rannsókn- ir á berklaveiki hér, vegna þeirr ar einföldu ástæðu að berkla- veikin var svo að segja horfin úr sögunni. Þótti sýnt að Rafveitan gæti ekki ein staðið undir kostn- aðinum af þessum vélum og var því ákveöið að Reykjavíkur- borg og rfkið tækju að sér rekst- ur skýrsluvélarinnar, enda lágu næg verkefni fyrir. Heitir stofn- unin nú Skýrsluvélar rfkisins og Reykjavfkurborgar. Tjað var Skýrsluvélar ríkis- ” ins og Reykjavíkurborgar, sem keypti til landsins fvrsta rafreikninn af IBM 1401-gerð. Þessi rafreiknir getur unnið mjög hratt, en getur aðeins leyst tiltölulega einfökl verkefni miðað við Háskólatölvuna. Sem dæmi um verksvið Skýrsluvéla rfkisins og Reykjavíkurborgar má nefna Þjóðskrána, sem skrá- setur alla l’slendinga og heldur þeim skrásettum frá vöggu til grafar. Er hægt að fylgjast með fæðingum og dauðsföllum á Þjóðskránni, fæðingarstað, kyn, foreldrum, hvar í röð systkina viðkomandi, er fæddur, öllum flutningum hvers einstaklings milli landshluta, bæjarhverfa og gatna. í gegnum Þjóðskrána fá skattayfirvöld upplýsingar um þegnana, kjörskrár eru byggðar á gögnum þaðan. Frá Þjóð- skránni er hægt að fá upplýsing- ar um hvemig þjóðin skiptist eftir atvinnugreinum, námi o. s. frv. og með þessum upplýsing- um er hægt að áætla hversu hratt þarfir á hinum ýmsu svið- um vaxa, eins og t. d. þörf fyrir skóla, spftala, elliheímili o.s.frv. — Hvað verða mörg böm á skólaskvldualdri eftir nokkur ár? Hvað fara margir í mennta- skóla?, háskóla? Hvað verða margir eldri en 70 ára? — Al- mennar tryggingar og sjúkrasam lögih fá þaðan sfnar upplýsingar. Tölvan gefur þessar tölur auövitað ekki upp ómengaðar, heldur gefur hún forsendur, sem síðan er hægt að vnna eftir. Næsta tölvan kom til Sam- bands ísl. samvinnufélaga árið 1963. Er hún af sömu gerð og Framhald á bls. 15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.