Vísir - 21.11.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1966, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 2!. nvv»-- LAR FORSENDA FRAMFARA Framhald af bls. 13. sú, sem Skýrsluvélar fengu áriö áður og notuð í almennum rekstri fyrirtækisins. TVfeð tölvuninni, sem kom til Háskóla íslands 8. desem- ber 1964, kemur ný tegund tölva til landsins. Hún er af IBM-1620-gerð og mjög ólík þeim tölvum, sem fyrir voru. Hún skrifar frekar hægt, en hefur geysilegt minni miðað viö hina rafreiknana. Gerir það hana hæfa til að vinna úr margs konar flóknum verkefnum. Þegar tölva Háskólans kom til lands hafði hún 40.000 tölustafa innbyrðisminni. Síðan tölvan kom hefur veriö bætt við hana tveimur seguldiskum, sem hver hefur 2 milljóna tölustafa- minni. Aukinn tækjakostur við þessa seguldiska var mjög dýr, en hann fékkst hingað 'vegna þess að íslenzkur visindamaður fékk styrk til að gera erfafræði- rannsóknir, sem krefjast vélar sem þessarar végna flókinna Ut- reikninga. Tölva Háskólans er hentug til að reikna Ut flókin verkefni eins og t.d. landmælingar- og lóðaútreikninga. Hvert skipti, sem reiknað er með „heilanum", þarf að gefa honum forskrift (prograr.i), en tölvan getur að- eins lagt saman og dregið frá áður en hún fær þessa forskrift. Vinnan við þessa forskrift er töluvert mikil og tekur lengri tíma, en sjálfur Utreikningurinn í sjálfri vélinni eftir að búið er að fóðra tölvuna með forskrift- inni. Forskriftin er gerð á sér- stöku máli, FORTRAN, sem tölvan skilur og þýðir sjálf yfir á sitt eigið mál. Þetta getur hún þar sem bUið er að gefa henni þýðingu á málinu, sem hUn man. Þarf því ekki að undirbUa tölvuna sérstaklega hvert skipti, sem hUn fæst við nýtt verkefni, eins og þegar minni vélarnar, skýrsluvélarnar 'eiga i hlut. Sem dæmi um stofnanir sem nota tólvu H.í. má nefna Haf- rannsóknarstofnunjna. Vísinda- menn hennar hafa gatað á spjöld upplýsingar um t.d. þorsk, síld og kola marga áratugi aftur í tímann. Geta þeir með stuttum fyrirvara og lítilli vinnu til við- bótar aflaö upplýsinga um t.d. dreifingu á lengd eða þyngd eftir aldri fiskárganga. Raforkumálaskrifstofan hefur notað tölvuna m.a. til að reikna Ut hvernig hagkvæmast sé að hagnýta vatnakerfi landsins. Almanakið er nU allt reiknað Ut 1 tölvunrii. Otreikningar borgarverkfræð- ingaskrifstofunnar eru nU gerðir þar. Hafa þc;r sparað sér einn eða tvo menn í Utreikningum með því að nota tölvuna. Keflavíkurvegurinn nýi var reiknaöur Ut í tölvunni með til- liti til staðsetningar og hæðar- punkta. Rannsóknarstofnun landbún- aðarins hefur notað tölvuna til margs konar starfa. Erfðafræði- rannsóknir m. a. til þess gerðar að auka gæöi ullar hafa verið reiknaður Ut í tölvunni, sem og Utreikingar á fallþunga dilka o. s. frv. Þessi verkefni tölvunnar eru aðeins nefnd sem dæmi. Fyrir utan þau hafa fjöldamörg verk- fræðileg og vísindaleg verkefni verið unnin þar. \7"eðurstofa íslands notar ekki tölvu Háskólans, en mun notast eitthvað við tölvu Skýrsluvéla. Báðar tölvunar eru of litlar til þess að Veðurstofan geti haft af þeim verulegt gagn við veöurspár, en ef stærri tölva kæmi til landsins væri hægt að hafa af henni ómetan- legt gagn við veðurspár. Veður- stofa Bandaríkjanna notar eina stærstu tölvu heims við sínar veðurspár. Vinnur tölvan í gróf- um dráttum þannig, að hUn er fóðruð á geysilegum fjölda upp- lýsinga um veðurathuganir og Jakob Sigurðsson stjórnar skýrslugerðardeild Sláturfélags Suðurlands. Með honum vinna einn maður og 3—4 stUlkur. Verkefnin, sem eru unnin í deild inni eru m. a.: Um 200 sölu- reikningar á dag, uppgjör við um 5000 bændur og aðra, sem leggja inn til fyrirtækisins, en fyrirtækið þarf að vita stöðu þeirra við ýmis tækifæri. 350 manns vinna að staðaldri við fyrirtækið, ýmist á viku- eða mánaðarlaunaskrá. Á haustin í sláturtíðinni, bætast við um 1000 manns, sem allir eru á vikulaunaskrá. Kaup alls þess mannafla er reiknaö Ut í skýrslu vélunum. Einnig er allt bók- haldið unnið í deildinni. — Til að sinna þessum verk- efnum án vélanna, gæti ég áætl- að lauslega að bæta þyrfti við 10 manns, segir Jakob Sigurðs- son. — Þaö yrði þó aldrei um sama hraða og gæöi 1 vinnu- brögðum að ræða. Sláturfélagið leigir skýrslugerðarvélarnar fyrir um 40.000 kr. á mánuði. Ef vélanna nyti ekki við þyrfti að greiða 10 mönnum og konum kaup til viðbótar þeim, sem fyrir éru. : Einnig' þyrfti' aÖ stækka hUsrými deildarinnar verulega, sem auk þess að vera dýrt, er næstum ómögulegt eins og á stendur. Reynsla Sláturfélagsins af skýrslugeröarvélunum hefir ver- ið slík, að um, mitt næsta ár, fær þar nýjan rafeindaskýrslu- vél, — tölvu, að gerð IBH 360, model 20. Nýja tölvan hefur margfaldan vinnuhraða á við skýrslugerðavéjina, sem Slátur- félagið leigir nú. — Við munum einnig leigja tölvuna, segir Jakob. Það borgar sig varla að kaupa þessar vélar, þvl framfar- ir í gerð þeirra er svo stór- stígar, að þær verða Ureltar á nokkrum árum. hvernig veðrið varö eftir þeim veðurfræðilegu forsendum, sem fyrir hendi voru. Geymir tölvan þessar upplýsingar í minni sínu. Veðurfræðingarnir fóðra síöan tölvuna áveðurat- hugunum, sem geröar eru á hverjum tíma og leitar tölvan Háskóli íslands fékk tölvu, IBM 1620, í desember 1964, en skömmu áður hafði Ottó Michel- sen staðið fyrir því að fá hing- 93 til lands tölvu til sýnis. Hafði hann áður haft námskeið á sínum vegum, þar sem fjöldi vísindamanna lærði mál „heil- ans", FORTRAN. — Var sýning- artölvan notuð dag og nótt með- an hún var hér og fékkst frekari skilningur á notagildi tölva hér á landi. Reiknistofa Raunvísindastofn- unarinnar sér nU um tblvuna, en fjöldi stofnana leitar með verk- efni sín til Urlausnar í tölvunni. — Tölvan er hvergi nærri full- nýtt enn. Reiknivélin sjálf er að 50—60 klst. á mánuði, en ef tekið er tillit til þess að vélin vinnur verk á fáum mínUtum, sem. maður væri mánuði að vinna Ur, sézt að hér er um geysilegan tímasparnað að ræða. Þar fyrir utan er hægt að gera jí >n< r..... margt það með tölvunni, sem engum hefði dottið f hug aö gera, ef hennar hefði ekki notið við. Á myndinni er Agneta Krist- jánsson, starfsstUlka Reiknis- stofnunarinnar, að vinna að Ut- reikningum fyrir bórgarverk- fræðingsskrifstófurnar. Fremst á myndinni eru tækin sem gata og lesa, þá reiknivélin sjálf. Fjærst er tækiö með seguldisk- unum tveimur, sem hver um sig hefur 2 milljónir minniseiniriga. að samsvarandi aðstæðum, sem hafa verið á sambærilegum tíma árs og gefur þá spá, sem veðrið reyndist þá verða. — Við tölvu þessarar veðurstofu vinnur her manna og er því heldur ólíklegt að ísland komi á hjá sér sams konar veðurspárvinnslu, en það mætti vel hugsa sér að hægt væri að hafa samvinnu við fleiri lönd um Urvinnslu veðurspár á þessum grundvelli. Á þetta sér- staklega við þegar veðurathug- anir frá gervihnöttum verða ítarlegri. — Þarf varla aö fjöl- yrða um hvert þjóðhagslegt gildi yrði af slíkum veðurspám. Tjjóðfélagslegt gildi þessara skýrsluvéla og tölva er þegar orðið gífurlegt hér á landi, en það er þó ekki óvarlegt að áætla að það aukist mjög á næstu árum. Framfarir 1 gerð þessara tækja er mjög ör. Þann- ig hefur IBM nú á boðstólum þriöju kynslóð tölva, þar sem tölva Háskólans er af annarri kynslóð. (Innan hverrar kyn- slóðar eru margar gerðir). Minnin, sem voru á stærð við spjöld lítillar vasabókar eru nU á stærð við mannsnögl. Nokkur íslenzk fyrirtæki hafa þegar pantað tölvur af þriðju kynslóð hjá IBM. — Þetta eru IBM-360, model 20. — Fyrir- tækin eru: Landsbanki íslands, Samband ísl. samvinnufélaga, Loftleiðir, Sláturfélag Suður- lands og Mjólkursamsalan. Öll eru þessi fyrirtæki og stofnanir stór á íslenzkan mælikvarða og með flókna og margs konar Ut- reikninga. Nú er svo komið, 14 árum ¦HMMBMMMWHHmMI.1 eftir að fyrsta skýrsluvélin kom til landsins, aö þrjár stofnanir hafa í sinni þjónustu tölvur. Fimm tölvur koma til landsins eftir skamman tíma og 29, — tuttugu og níu — fyrirtæki eiga eigin skýrsluvélar, auk þeirra fjöldamörgu fyrirtækja, sem leigja sér afnotarétt af annarra skýrsluvélum og tölvum. 1950 fóru fyrstu tveir íslend- ingarnir til náms í meðferð skýrsluvéla. I dag vinna yfir hundrað manns við stjórn þess- ara véla, og framleiða margvís- legar upplýsingar fyrir þjóðfé- lagið. , Ef þessi tæki væru ekki til, þyrfti mörg hundruð manns til að framkvæma. þessi verk, og sum mundi alls ekki vera hægt að vinna vegha kostnaðar, og að upplýsingar væru Ureltar, þegar þær væru fyrir hendi. Til gamans má geta þess að öll Egils Saga hefur verið sett á gatspjöld og eru nU vísinda- menn önnum kafnir við að vinna úr spjöldunum í mjög stórum rafreikni í Harvard-háskóla í Bandarfkjunum. Ekki er ósennilegt að handrit- in verði rannsökuð í rafreikni, þegar þaú koma heim. V. J. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.