Vísir - 21.11.1966, Side 7

Vísir - 21.11.1966, Side 7
VÍSIR . Mánudagur 21. nóvemi>er -^öö. i V> Þrítugasta þing Alþýðusam- bands Islands var sett í Há- skólabíói á laugardag. Forseti sambandsins Hannibal Valdi- marsson flutti setningarræðu, en á undan ræðu hans flutti hljómsveit undir stjóm Þor- valds Steingrfmssonar nokkur alþýðulög. Kveðjur bárust frá forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, Búnaðarfélagi ís- iands og Sambandi ungra jafn- aðarmanna. Á fundinum vom Hannibal Valdimarsson forseti ÁSÍ setur 30. þlng sambandsins í Háskólabíói. ÞING ASI SETT fulltrúar bræðrasamtaka á Norðurlöndum og fluttu þeir gjafir og kveðjur. Hannibal Valdimarsson minntist noklc- urra látinna forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, þeirra Ólafs Friðrikssonar og Ottós N. Þorlákssonar en ei'nnig minntlst hánn Jóns Baldvinssonar, sem brautryðj- anda í samtökum launþega á IslandL Hér var um afmælisfund f vissum skilningi að ræða þar sem ASÍ hafði átt hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Var og vígður nýr fáni samtakanna sem Gfsli B, Bjömsson teikn- aði. Eðvarð Sigurðsson formað ur Verkamannafélagsins Dags- brúnar afhenti fánann fyrir hönd gefenda sem voru nokkur verkalýðsfélög karla og lcvenna. Jóna Guðjónsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar afhjúpaði fánann. — Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra ávarpaði þingið. Myndimar hér á sfðunni eru af setningu þings ASÍ og nokkr um fulltrúum þingsips er þeir biðu þess að þinglð hæfist. — Pétur Sigurðsson alþingismaður nýkominn á þingið og ræðir við félaga sfna úr ASL Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, ræðir við þlngfulltrúa. Bjöm Jónsson aiþingismaður ræðir við þingfulltrúa. Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, og Eðvarð Sigurðsson, for- maöur Verkamannafélagsins Dagsbriinar, ræðast v!‘" skömmu fyrir þingbyrjun.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.