Vísir - 12.12.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 12.12.1966, Blaðsíða 7
 't * , t \? ■'f ' V' ' iiÍplÍÍ ''' ° ' > A iihiiii ' ■ ::ii i*-: ■ liiiii \ Í .s \ ',,;■■" . ■ 11 ' ■ “ ' * ■ ■ ;■:■ •: ' : ■ ■i.Í’Í':::' VlSIR . Mðnudsgur P I gamni og alvöru Talað við Steingrím Sigurðsson, sem opnar málverkasýningu i Bogasalnum um miðaftan i dag Jyó aö öll kynngi hafi tekiö á/ sig saltlausari ásýnd en fyrr, þá er tilveran mögnuð 6- trúlegum þöglum krafti og ennþá gerast teikn. Eitthvað, sem menn skiljá ekki. Og þó að dulúðgi galdursins sé gamla timans og ekki nefnandi á nafn í alvöru lengur, Ieikur enginn vafi á því, að í honum er að finna brot af frummynd þess, sem menn skilja ekki nú á tím- um. Eitthvað sem ekki er hægt að skýra — menn geta kallað það list eða eitthvað annað. Það eru teikn, sem gerast í nátt- úrunni, í manninum sjálfum. Cteingrímur Sigurðsson stend- ^ ur með „Galdralampann" sinn í höndunum þegar Visis- maður lætur til skarar skriöa að ræða við hann um málverkasýn- inguna, sem hann ætlar að opna í Bogasalnum I dag. — Blaðinu er snúið við: Steingrímur, sjúm alisti, hefur átt fleiri viðtöl við myndlistarmenn en nokkur ann- ar kollegi hans, svo að honum er þetta mátulegt. — Lampann segist hann hafa á sýningunni og nokkra aðra muni innan um málverkin. Hann á raunar sína sögu — Steingrímur bjó skerm- inn til úr umbúðapappír, sem hann keypti af Jakobi bóksala Hólm, norður á Akureyri. — Þetta Iítur út eins og hex og það er Mariugler i vitum þess. Annars byggði Steingrimur sér hús á Laugarvatni, hvað hann er nú að selja, og þar mál- aði hann megnið af myndunum á sýninguna og lét Ólaf Ketils- son flvtja á háfjallabíl sínum í bæinn í hretviðrunum á dögun- um. — Ólafur sýndi mikla þjón- ustulund og meðhöndlaði þetta eins og kornabörn, segir Stein- grimur, — og Ólafur spurði mig hvort þeir, sem ekki hefðu vit á þessu, mættu koma. — Ég sagði honum að þeir væru velkomn- astir allra. Ég get trúað þér fyrir þvi, heldur Steingrimur áfram, að það er fjárfesting í römmunum. Þeir eru gerðir af Herbert Jónssyni borgarstjóra I Hveragerði, sem ,er völundur og lagði fram við þetta valið efni og lit í rammana við hverja mynd, eins og kjól við augnalit ungmeyjar, enda er hann að norði:n, frá Akureyri, og hefur þaðan þetta aristokratiska svip- mót, sem sunniendingar túlka sem skiv'ngilegheit. Auk þess er hann giftur listakonu, Ámýju Fhilipusdóttur, sem ég átti einu sinni viðtal við í VIsi, ævintýra- legar minningar um Einar skáid Benediktsson. p'g hef málað á laun síðan 1947 blessaður vertu. Ég ætiaði nefnilega að koma með bók fyrir jólin. — Búinn ag fá útgefanda að henni og stóð ekki á neinu. Þá fékk ég skyndilega leið á sjálf um mér og öðrum. Það er erfitt að skrifa, þegar maður er í illu skapi eins og þú veizt sjálfur... svo að ég tók mig til og fór að mála, meðan ég var að bfða eft- ir svari um mikilsvert mál — Beðið eftir Godod sérðu.... Ég komst strax I indælis skap við að mála, hugsaði hvorki um himin né jörð, ákvað að halda sýningu — Hún varg til smátt og smátt í huga mér og nú er svo komið ... — Andi, inspírasjón, sköpun- argleði, hvað á að kaila þetta ? — Ég held þessa sýningu í heiðursskyni við fjárveitinga- nefnd Alþingis. Þetta er eigin- Iega henni að þakka (eða kenna). Á meðan þeir voru að gera upp við sig hvort kaupa skyldi hús mitt á Laugarvatni hafði eg ekk- ert annað að gera ... Már gafst þama loks tækifæri til að vera einn meö sjálfum mér. Þetta má ekki tæpara standa, því að svo buðu þeir mætu ritstjórar Vísis mér starfa aftur, en ég hef ekk- ert verið þar í sumar, eins og þú veizt. — Ég ætla auðvitað að bjóöa fjárveitinganefnd að véra við opnunina aö viðbættum Bimi á Löngumýri, sem hefur svo ein- staklega heilbrigðar skoðanir í þjóðfélagsmálum. Og fjármála- ráðherra að sjálfsögðu... honr um er boöið sem vera ber. — Geturðu gefið forskrift að þessu ? Þetta kemur yfir lýðinn eins og kvöldröðull í svartasta skammdeginu. Þú mátt ekki láta menn standa á gati... — Þetta eru stökur um allt og ekki neitt, hugmyndir bæði í gamni og alvöru, sem urðu tii og þurftu að verða til — að minni hyggju: — Ég held ég verði að sýna þér myndimar. J^g velti því fyrir mér á meðan Steingrímur nær í myndim- ar, að það sé í rauninni ómögu-. legt að gera sér grein fyrir öllu sem hann segir með þvf beinlín- is aö lesa það eingöngu. Maður verður líka að sjá hann fyrir sér og hlusta á hann. Hann kem- ur hugsun sinni fram á varimar með svo sérstæðu „tempói“ ... orðin koma eins og leiftur; þeim fyigir gjama hlátur, sem hljóm- ar eins og þrumuveður á eftir ... $amt held ég að hann þegi alltaf, þegar hann hefur ekki „ídeu“ í kollinum, en það er sjaldan. — Kannski hefur hann farið að mála til þess að koma „Ég sagði Ólafi Ketilssyni, að þeir, sem ekkl hefðuvit á þessu, væru velkomnastlr allra á sýninguna mína“. (Ljósm. Vísis B. G.) hugmyndunum hljóðlega á fram- færi og gera þær langlífari. Menn era orðnir svo slæmir á heym á þessum tímum hávað- ans. — Þessi heitir „Ung stúlka í skóginum". Ég fékk hugmyndina þegar unglingamir komu úr borg inni austur á Laugavatn og blót- uðu hvitasunnu út í skógi, en Hljómar mögnuðu seiðinn í stemninguna með bítmúsikk: „Odi sgó“. — Meö hvaða litum múlarðu þetta — olíulitum ? — Ég mála þetta méð japþnsk um litum, sem hægt er að vinna eins og olíuliti. Þaö eru þrenns konar litir: vaxlitir. dekklitir og svo nota ég líka vatnsliti. Ann- ars era sumar myndimar í oliu- litum. — Nú eru margar myndimar frá einni períóðu, meira að segja allar í sama hendingskastinu, er það ekki heldurðu að það sé ein- hver ákveðinn stíll i myndun- um? — Blessaður vertu, maður hef ur arkað i gegnum svo margar períóður, lifað svo mörg tfma- bil (þó maður hafi kannski ekki 9 líf eins og kötturinn). Það era áhrif frá öllum stílum í þessu — eitthvað. jC’g skrifaði heilmikið um mynd list' á tímabili. — Við vor- um oft nefndir f sömu andrá, ég og Bjöm Th., af því að við fengumst báðir við sama hlut- inn. Við vorum nefnilega einir um það á sínum tfma að þora að skrifa um listir (án þess að hafa próf, en Bjöm kallar sig að ðllum jafnaði listfræðiirg — vesgú!). Ég hitti Bjöm í veizlu um daginn og þá vildi hanr. ekki leggja trúnað á það að ég væri að opna sýningu, og sagðist sannfærður um að ég gæti ekki málað, svo að ég bauð honum á sýninguna og sagði að gamni mínu, að hann skyldi líftryggja sig, aö minnsta kosti á staönum, fyrst hann teldi sjálfan sig svona mikilvægan. — Hvar er þaö sem þú mál- aðir áður, ertu með eitthvað af því á sýningunni. — Það er til dæmis þessi, „Bakkus eins og hann var“, oliu mynd, sem ég málaði ’47, en Bakkus er oröinn allt öðmvisi fyrir mér núna. — Eiga einhverjir eftir þig myndir ? — Það hefur komið fyrir, að ég hef gefið fólki myndir í þeirri góðu trú, að ég væri að gleöja þaö. (Hvort það hefur nú orðið er ekki gott að vita). Steingrím- ur tínir myndimar inn í stof- unni, eina og eina, en „Ung stúlka i skóginum" hangir upp á vegg, minningin um unglingana í skóginum. „Eia, eia ...“ Mér dettur 1 hug kvæði Kiljans. — Einmitt, segir Steingrímur. — Þessi heitir „Borgin grætur“, „anonymt" við skáldverk Matt- híasar Morgunblaðsritstjóra, „Borgin hló“. Þessi mynd varð til og fleiri, þegar ég var beibí- sitter (yfir elzta syni mínum) I háhýsi við Austurbrún samfara blaðamennskustarfinu. Ég bjó þar um hríð, áður en ég fluttist til Laugarvatns og eignaðist þar lögheimili. Á Austurbrún gafst mér gott næöi til að virða fyrir mér borgina fyrir neðan ský- skafann, sérstaklega i ljósaskipt unum, þegar sá litli var sofnað- ur. Ég er með myndir af öllum bömunum mínum á sýningunni. Ég tók nefnilegs. upp á því á gamals aldri að búa til böm mér til ofsalegrar gleðí — það var stórkostlegasta hugljómun lffs- ins. Það hefur verið sagt við mig að engum Islendingum, lifandi eða dánum, hafi þótt og þyki eins vænt um sfn böm eins og Júlíusi heitnum sýslumanni Haf- stein á Húsavík, dr. Haraldi Matthiassyni og mér. Ég vildi bæta Böðvari sáluga á Laugar- vatni við. Ég hef alltaf verið svolítið hrifinn af klanisma, þótt hann geti orkað tvímælis út á við og inn á við Þetta er nefni- lega kærleiksþörfin, sem of lít- ið er ástunduð f lifinu ... Þessi mynd — „Spádómur": Þetta er konan min. Hún er á fleiri myndum héma, eins og þessari: . „Langlínusamband" (Poppstill). Tjessa sjálfsmynd málaði ég á kaþólskt fjölskyldudagblað, veturinn þegar mér leið ekki eins og mér lfkaði á Akureyri. Það er ýmislegt svart i henni. Sumt af þessu er málað fyrir áhrif af landslagi, eins og fjöll- unum fyrir norðan. — Það fer um mig hlýr straumur í hvert skipti, sem ég ér á norðurleið og sé fjöllin af Holtavörðuheiöi. __ Ég veiti mér þann munað einu sinni á ári, hvort sem ég hef nú efni á þvf eða ekki... Eins fjöllin á leiðinni austur... Lyngdalsheiðin-... Maður hefur farið þetta stundum oft I viku I fyrra og hitt-eð-fyrra. — „Á ég að gæta bróður míns“ — Er þetta einhver par- odía um örlyg bróður (og koll- ega) ? — Nei, hreint ekki parodía. Þetta er vögguvisa um stóra bróður, sem stundum getur orð- ið lítill. Þú sérð, að þetta eru hug myndir viða að. — Ég rek augun I prentvillu í sýningarskránni þinni —~hvað kemur til ? — Hún er af ásettu ráði — Þú veizt, hvað prentvillupúkinn get ur verið vinsæll hjá okkur blaða- snápum, sérstaklega þegar við leggjum ofekur fram við starfið. J. H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.