Vísir - 12.12.1966, Side 11

Vísir - 12.12.1966, Side 11
V1SIR . Mánudagur 12. desember 1966. 23 tiflétt fótatak eöa hvísllágir hlátr- ar? Hverjum gat Stanley Ford trú að fyrir áhyggjum sínum, þegar hann kom heim á kvöldin? Var þetta ekki einmanalegt líf? 1 fyrsta lagi þá hafði Stanley Ford ekki neinar áhyggjur. Og einmanalegt... Charles var rétt í þessu að taka til handargagns gullna kvenskó með trjónuhælum. Annar þeirra lá á kaffiborðinu. Hinn á píanóinu. Lágkúruhugsandi maður mundi jafnvel hafa fullyrt, að þeim hefði verið sparkaö af fótum í flýti og ó- þolinmæöi. Kannski hafði hin gullna, ber- fætta þokkagyðja svifiö upp í sjö unda himinn, þegar hún kvaddi Stanley Ford. í bókstaflegum skiln ingi. Stanley Ford einmana? Þú skalt ekki ímynda þér að þaö fyrirfinnist margir piparsveinar á aldur við Stanley Ford, sem eru eins tággrannir og hann ,eins tekju háir og hann, og eiga aðra eins í- búð og hann — „hreiður" eins og hann kallaði stundum þetta aöset- ur sitt á Austurbakkanum. Tölum ekki meira um þáö. Þegar kom inn í eldhúsið, þar sem allt var fágað og gljáandi, lagði Charles samanbrotið dagblaðið á morgunverðarbakkann, þar sem áður var fyrir glas með nýkreist- um appelsinusafa, kaffikanna og skál undir sjálfan morgunverðinn. Charles opnaði kæliskápinn, þar sem hann náði í morgunverðinn — græna töflu bláa töflu og tvílita töflu gula og purpurarauða. Græna taflan bjó yfir öllum nauðsynlegum fjörefnum. Bláa taflan haföi sérstöku hlut- verki að gegna. Sú tvílita var eins konar fjör- efna-birgðageymsla. En til samans komu þær í veg fyrir að mitti neytendans gildnaði um brot úr millimetra. Charles tók því næst bakkann, hélt enn á gullnu skónum undir hendinni, og gekk irjn á barinn. Þar setti hann frá sér bakkann og virti fyrir sér glösin á hillunni. Loks valdi hann eitt úr rööinni, fágaði sklran kristalinn með þurrku svo hvergi sá móðu á og setti það inn í kælihóifið, hjá kampavínsflösk unum. Þetta var martiniglas herra Fords. Það hlyti að vera orðið tilhlýði- lega kælt, þegar hann kæmi heim um sjöleytiö. Enn greip Charles bakkann og hélt nú inn í búningsherbergið. Þar gat aö líta alls konar hirzlur, dragkistur, skápa, skógrindur, bindahengi, beltahengi og erma- hnappahylki. Allt innbyggt og frá- bær smíði. Og sérhver hirzla einkennd meö viöeigandi merkingu. Þama voru skúffur, merktar: „Náttföt' — venjuleg“, Náttföt — sumargerð", „Sokkar — silki", „Sokkar — ull“, „Sokkar — baðm- ull“, „Skyrtur — hvítar", „Skyrt- ur — bláar“, „Skyrtur — röndótt- ar“, „Skyrtur — samkvæmis". Og svo framvegis. Föit herra Fords, álitleg fjárfest- ing út af fyrir sig, hengu að sjálf- sögðu í röð og reglu inni í skápun- um. Skónum var raöað í grindum- ar af ýtrustu nákvæmni, spegilfág- uöum eins og undir liðskönnun, og bindunum var raðað í hengin eftir lögun og lit. Jafnvel ermahnapparn- ir voru flokkaöir í hylkin, þar sem þeim var ætlaöur staður. Og svo var þama allstór hirzla, merkt „Týnt og fundiö". Eins og gefur að skilja, var það eina hirzlan, sem Charles opnaði í þetta skiptið. Það var allundar- legt að skoða í þá hirzlu — þar gat að líta alls konar slæður, staka skartgripi og staka nælonsokka og aðrar spjarir, sem konur klæða sig ekki úr hvar sem er. Hvernig í ósköpunum vom þessir kvenlegu leyndardómar komnir í þessa hirzlu piparsveinsins? Charles lét gullnu skóna detta ofan í þessa hirzlu. Brosti eilítið, þegar hann læsti „minjagripahirzl- unni“ eins* og Ford komst að orði á stundum. Þvi næst lagði Charles leið sína inn í baðherbergið og skrúfaði frá steypibaðinu; blandaði nákvæmlega heitu og köldu, svo að það næði líkamshita, 37,2 stig, þannig vildi herra Ford hafa steypibaðiö; ekki •brot úr stigi undir eða yfir. Þegar Charles hafði lagt fram sápuna og rakvélina, tók hann bað- slopp af snaga og gekk nú inn í svefnherbergi herra Fords eftir að hafa drepið lágt á dyr. Þar var skuggsýnt inni, því aö tjöld voru fyrir gluggum. Charles nam staðar við rekkju hins unga herra síns. Hann lyfti baðsloppnum og brosti næstum því ástúðlega. „Herra Ford, klukkan er hálf- ellefu". Þa5 bezta verbur öSýrast JUpÍtUL Helgi Sigurðsson rrsmiður, Skólavörðustíg Sírni 10111 3. mBm Lét volgt vatnið lauga af sér svefninn og nóttina ... Herra Ford umlaði upp úr svefninum. Charles hækkaði aðeins röddina. „Herra Ford, yndislegur morgun, glaðasólskin og klukkan orðin hálfellefu. Uml og stunur heyrðust og ör- lítil hréyfing kom á sængurfatnað- inn. „Hálfellefu...“ Enn hækkaöi Charles röddina. Þá isettist herra Ford allt í einu upp í rekkjunni, svipti af sér sæng- urfötunum, opnaði svefnþmngin augun lítið eitt en lokaði þeim svo aftur. Opnaði þau á nýjan leik og brölti fram úr. Herra Ford var risinn úr rekkju. Um leið og herra Ford brá morg unblundi sínum, varð honum þaö ævinlega fyrst fyrir að leita vé- frétta hjá guði vogarskálanna. Hann var enn ekki vaknaður til fulls, og svo reikull á fótunum, að Charles varð að styðja hann að voginni,- og þar stóð hann svo og neri stírumar úr augunum á með- an Charles stillti vogina. „Ah, nákvæmlega á strikinu, herra minn“, mælti Charles og varpaöi öndinni léttara. „HUndrað og sextíu?" spurði herra Ford. „Hundrað og sextíu, upp á lóð“, mælti Charl^s og brá sér inn í bað- herbergið til að athuga hvort hiti baðvatnsins hefði nokkuð breytzt. ,Ég skil ekki hvemig þér fariö að þessu“. Herra Ford tautaði eitthvaö. bEaíraf HFTER L00KIN6 1N ON ITO AND THE OTHER SLEEPING CHILDREN — TARZAN HEADS FOR HOME/... ...AS HE LENGTHENS HIS STRIDE, A SHADOW FALLS IN BEHIND HIM... Í&Lf w Cí'JM! Eftir aö hafa litiö á sofandi bömin heldur Tarzan beim á leið. Þegar hann lengir skrefin fylgir skuggi á eftir honum. Þú, farðu til baka. í RAFKERFIÐ Startarar Bendixar, gólfskipt- ingar fyrir ameríska bíli, há- spennukefli, kertaþræðir, plat- fnur kerti. , kveikjulok, rúðu- þurrkur rúðuviftur, rúðu- sprautur með og án mótors, samlokur, samlokutengi, amp- er- og olíumælar sambyggðir, segulrofar í Chevrolet o. fL Anker, kol og margt fleira. Varahlutir og viðgerðir á raf- kerfum bifreiða. BlLARAF s.f. Höfðavík við Sætún Simi 24700. S.I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.