Vísir - 13.12.1966, Page 6

Vísir - 13.12.1966, Page 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 13. desember 1966. |—Listir -Bækur -Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni Eyborg og geómetrían p'yborg Guðmundsdóttir held- ur tryggð við geómetríuna. Reyndar viröist hún dýrka þann anga hennar, sem afneitar hvers kyns skrauti og sætlegri til- finningu. Aðeins stofninn stend- ur uppi — nakinn og hreinn — með smávægilegum leikbrigöum. Þetta er vissulega sjónarmið, sem vert er að taka mark á. Mér býður í grun, að fjölmargir listamenn hefðu gott af aö til- eipka sér örlítið af reglufestu geömetríunnar í stað þess að treysta á skringilegar litfjaðrir, sem detta ofan úr loftinu ein- hvem daginn en eru foknar út í veður og vind áður en margir tímar eru liðnir. Sumir segja, að geómetrían sé bæöi þröng og einstrengingsleg listastefna. Ég held, að það sé rangt. Hitt þori ég að fullyröa, að frumkvöðlar hennar réðust á sínum tímum hart gegn þeirri yfirdrifnu per- sónudýrkun, sem er afar áber- andi £ myndlist nú um stundir. Þeir litu svo á, að hughrif og kækir einstakra listamanna ættu að hverfa í skugga baráttunnar fyrir sterkari vitund nútíma- mannsins um mikilvægi plast- ískra verðmæta í umhverfi hans. Ég hef aldrei tekið þessi orð bókstaflega. Hinu vildi ég koma á framfæri aö geómetrían er enn í mínum augum eitthvert meikilegasta baráttumálið í list þessarar aldar. En það var Eyborg .... ég hef aldrei efazt um hæfileika hennar. Um myndimar er margt fallegt hægt að segja. Þær orka á hugann, sem ærlegur fengur, blandinn virðingu, umhvggju og natni. Kenning geómetríunnar er vitaskuld rauði þráðurinn í þeim öllum. Hver flötur með lit hefur alveg sérstaka merkingu, sem tæplega kemur skýrt i ljós fyrr en búiö er að renna augun- um eftir veggjunum hvað eftir annað. Gallarnir liggja í augum uppi: Eyborg hefur ekki enn öðlazt reynsluna, sem ætíð er forsenda merkilegrar listar. Hún hefur ekki fundið nóg til með myndunum sínum, ef ég mætti gerast svo djarfur að staðhæfa slfka firm? Hún er helzt til strangur bókstafsunnandi. Hjörleifur Sigurðsson. ákvæðum £ lögum um verðlags- ákvarðanir. Hins vegar væri flokkurinn andvlgur breytingar- tillögu rikisstjórnarinnar um að verðhækkanir yrðu undantekn- ingarlaust háðar samþykki henn ar. Geta má þess, aö Bjöm Páls- son (F) kvaöst mundu sitja hjá I atkvæöagreiðslu um fmmvarp- ið. Lúövik Jósefsson talaði fyrir Alþýðubandalagið og flutti all- margar breytingartillögur, jafn- framt því sem hann lýsti þvi yfir, aö bandalagið væri hlynnt verðstQðvun. Kvað hann breyt- ingartillögur sínar miðast við að skapa „raunverulegt“ verð- stöðvunarfmmvarp. Taldi hann að oröa ætti ákvæðin um verö- stöðvun þannig, að ríkisstjórn „skal“ ákveða verðstöðvun í stað þess að henni væri gefin „heimild" til þess. Þá taldi hann nauðsynlegt að verðlagseftirlit yröi hert og vextir yrðu lækk- aðir. Allmiklar umræður urðu um frumvarp ríkisstjómarinnar, en ekki er ástæða til að rekja þær nánar. Yfirlýsinga försætisráð- herra, sem hann gaf í umræðun- um, er getið annars staðar í blaðinu. Steingrímur Sigurðsson sýnir í Bogasal STEINGRÍMUR SIGURÐS- SON, blaðamaður og listmálari, opnaöi í' gær sýníngu sína í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Mik- il aðsókn var þegar á fyrsta degi og sóttu sýninguna á fjórða hundrað manns, en 14 myndir seldust. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14—22. Tvö slys Maður varð fyrir bifreið á homi Hringbrautar og Laufás- vegar um 5-leytið í gær. — Tví- brotnaði hann á vinstra læri og var fluttur á Landspítalann. Klukkan rúmlega 14 varð vinnuslys við Hafnarbúðir. — Maöur, sem var aö hreinsa rúð- ur uppi í háum stiga, slasaðist þegar stiginn rann til og hann hrapaði til jarðar. — Hlaut hann töluverð meiðsl og var fluttur á Landakotsspítalann. Góður síldar- afli í nótt Ennþá virðlst næg síld vera á miðunum fyrir austan og sæmilcgt; veður hefur haldizt þar að undan- fömu. — Nokkur skipanna eru raunar farin að hugsa sér til hreyf- ings heim í jólafrf og sum þegar lögð af stað heim, en allmörg skipanna þrauka ennþá á miðunum og verða flest fram undir helgi, en þá hættir Ægir sildarleitinni og Dalatangi loftskeytasamband bát- anna i landi lokar einnig nú um helgina, en þar hefur verið aðal- bækistöð síldarleitarinnar * landi, sem tekið hefur við aflatiikynning- um bátanna og haft daglegt sam- band við síldarleitarskipin. Veiðin var ágæt í nótt. Klukkan 9,30 í morgun höfðu 35 skip til- kynnt samtals 5240 lesta afla, en eftir það var búizt við nokkrum í viðbót. Nokkur skip komu til Vestmanna eyja:iog Suðumesjahafna i jgær, iwUHJr. eru væntanlegi í dag og á morgun. Gísli Ámi og Jón Garðar komu til Sandgerðis í gær með 300 tunnur hvor og Jörundur III til Hafnarfjarðar með fullfermi. — í dag var von á Reykjaborg með talsverðan afla. VerkfræðingataB— Framh. af 16. síöu. menn VFÍ og 26 aðrir félagsmenn VFÍ. Fjölgun starfandi íslenzkra verkfræðinga á undanförnum 10 árum var 67 af hundraöi." Verkfræðingatal 1966 er rúm- lega 500 bls. og fylgja myndir æviágripunum. Aftan við æviágrip eru skrá yfir mannvirki og stofn anir og nafnaskrá. Steindórsprent prentaði. Mjólk — Framh. af 16. síöu. miklar vonir væru tengdar nýju gerilsneyðingaraöferðinni og væri þar fyrst og fremst verið aö| hugsa um þá staöi, þar sem' fólk hefur ekki aðstöðu til að fá nýja mjólk daglega — t. d. hugs I uðu Svíar sér þessa mjólk eink-1 um handa fólki sem býr i Skerja! garöinum svo og til að nota á skipum. Þessi hágerilsneydda mjólk mun þó engan veginn út- rýma venjulegri gerilsneyddri mjólk, enda er hún mun dýrari í framleiðslu. Sagði Stefán að ennþá væri 2 skrifstofuherbergi í eða við miðbæinn óskast til leigu, nú þegar eða sem fyrst. Uppl. í síma 12147 pg 17131. ómögulegt að segja hvort þessi hágerilsnéydda mjólk ætti eftir að hafa þýðingu hér á íslandi sem neyzluvara og/eða sem út- flutningsvara, en til mjólkurút- flutnings eru íslendingar illa settir miðað viö mörg önnur lönd vegna legu landsins. Sfálwik — Framh at bls. 1. ur. hefur aðeins verið hluti þess. 350 tonna skipin eru smíðuð fyrir Eldey h.f. í Keflavík og Þórð Óskarsson h.f. á Akra- nesi en 200 tonna skipið er smíðað fyrir Draga h.f. Stálvík hefur síöan skipa- smíðastöðin hóf starfsemi 1963 smíðað 5 stór síldveiðiskip. Hún er nú með 3 skip í smíöum en hefur gert samninga um smíði eins til viðbótar. Verisféiviiin — Framhald at bls. 1. ýmsar breytingar á verð stöðvunarfrumvarpi rík- isstj., að því er formæl- endur bandalagsins segj'a, til að tryggja raun verulega verðstöðvun. Davíö Óla sson (S), formaöur fjárhagsnefndar neðri deildar, gerði grein fyrir áliti meirihluta fjári.agsnefndarinnar í sam- bandi við frumvarpið. Hann rakti í ræðu sinni ástæöur fyrir nauðsyn verðstöðvunar svo sem veröfalliö á mörkuðum ytra. Gat hann þess, að veröfalliö næði til tveggja þriðju hluta af allri út- flutningsframleiðslunni. Hann benti á þá miklu þýðingu, sem utanríkisviðskiptin hafa í efna- hagskerfi okkar. Sagði hann. að 95% allrai útflutningsfram- leiðslunnar kæmu frá sjávarút- vegi, að 95% alls þess, sem sjáv arútvegurinn framleiöir er sett á erlendan markað, og að gjald- eyristekjur okkar eru 65—70% fengnar fyrir sölu á afurðum sjávarútvegsins. Skúli Guðmundsson talaöi af hálfu Framsóknarflokksins. — Kvað hann flokk sinn greiöa at- kvæði með frumvarpinu þar sem heimildir væru þegar fyrir hendi til verðstöðvunar með ýmsum Pésfntain — Framh. af bls. 1. ekki geta tekið máliö fyrir fyrr en eftir jól. Mikill fjöldi aukastarfsfólks hefur verið ráöinn á póststof- umar, og eru það einkum verzl unarskólaneittar er komnir eru £ jólafrí. Kvað póstmeistari á- vallt þurfa að ráða mikið af aukastarfsfólki fyrir jólin en nú héfði þúrft að ráða miklu fleiri en fyrir undanfarin jól vegna yfirvinnubannsins. Þetta fólk er ekki sérhæft og óvíst hvort það getur annað því sem póst- menn ná ekki aö anna í dag- vinnu. Póstmenn eru að vonum mjög óánægðir með ráðnirtgu alls þessa aukastarfsliös og í gær- kvöld var haldinn mjög fjöl- mennur fundur í Póstmartnafé- laginu og 'var þar samþykkt eft- jl irfarandi ályktun: „Fundur i Póstmannafélagi Islands þann 12. des. 1966 vítir harðlega póst- og símamála- stjóra og póstmeistara í Reykja- vík fyrir ábyrgðarleysi það sem fram kemur í siöustu ráðstöf- unum þeirra, með því aö ráða til starfa fólk sem enga þekk- ingu hefur á póststörfum sem þvi er ætlað að levsa af hönd- um, í þeim eina tilgangi að brjóta niður baráttuþrek póst- manna fyrir sanngjömum kröf- um þeirra um leiðréttingu kjara til jafns við fjölda ann- arra sambærilegra starfshópa sem vinna hjá ríkinu." FrfáEsir — Framh. af 1. síöu. stafanir verði gerðar til þess að þeir sem ætia sér að knýja fram gengislækkun tii bess að græða á henni sjálfir fái ’að borga fyllilega fyrir það. Um samninga við verkalýðsfé- lögin sagði hanrt: Við viljum ekki lögfestingu á kaupi, þar sem við viljum semja frjáls við verkalýðs hreyfinguna og jafnvel viljum við segja við verkalýðshreyfinguna: þó að við viljum samninga við verkaiýðshreyfinguna til sem lengst tíma: Setjið. þá fyrirvara sem þiö teljið nauðsynlega til þess að gæta hagsmuna ykkar umbjððenda. Taicið oldcur ekki trúanlega fyrr en held- ur jafnóðum eftlr þvi sem verkin sýna að við meinum það sem við erum að segja. BILAKAUP 15812 Seljum í dag og næstu daga: 1966 Landrover ekinn 3000 km. 1986 Landrover diesel. 1966 Rússajeppi 2 dyra með blæjum, ekinn 2 þús. km. 1966 Bronco ekinn 10 þús. km. 1986 Moskvitch ekinn 11 þús. km. 1966 Moskvitch ekinn 6 þús. km. 1966 Opel Cadett de luxe ekinn 4 þús km. 1966 Vauxhall Viva. 1966 Volkswagen rúgbrauð. 1966 Singer Vogue ekinn 18 þús. km. 1966 Volkswagen 1300. I966 Toyota Corona ekinn 18 þús. km. 1985 Volkswagen 1200, ekinn 40 þús. km. 1965 Volkswagen 1200, ekinn 23 þús. km. 1965 B.M.W. skipti koma til greina. 1965 Renault Major, skipti á jeppa. 1965 Volvo Amason, ekinn 40 þús. km. 1985 /Volvo Amason, station ek inn 32 þús. km. 1965 Hillman Imp ekinn 19 þús. km. 1965 Daf, ekinn 11 þús. km. 1965 Volkswagen selst fyrir 15 ára ríkistryggð skuldabréf. 1965 Ford Mustang. 1965 Opel Rekord, ekinn 40 þús km. 1965 Moskvitch, ekinn 20 þús. km. 1965 Saab, ekinn 20 þús. km. 1965 Taunus 17M de luxe 2 dyra. 1965 '1‘aunus 20M 1965 Consul Cortina, ekin 14 þús. km. 1985 Zepyr t’ 1965 Rússajeppi ekinn 23 þús. km. Sérlega vandaö hús. 1965 Willy’s. 1965 Ford Fairlaine 4 dyra. — fæst fyrir fasteignatryggt skuldabréf. 1965 Commer 2500 Hi Topp sendibíll. 1963 Mercedes Benz 220 S fæst fyrir fasteignatryggt skulda- bréf. 1962 Mercedes Benz 37 manna fólksflutningabifreið. 1957—1964 Mercedes Benz 319 17 manna fólksflutningabif- reiðir. 1955 Mercedes Benz 28 manna fólksflutningabifreið. Skipti koma til greina á ca. 33—40 manna bíl. 1959 Zetra Bus 33 manna. 1954 Ford 30 manna með Benz diesel. 1966 Mercedes Benz 608 3]/2 tonn. 1966 Mercedes Benz 13—14, ek inn 6 þús. km. 1964 Mercedes Benz 11—13 1966 Man, ekinn 28 þús. km. Ýtuskófla Intemational. Nú er hagkvæmasti tíminn til að gera góð kaup. Höfum kaupendur aö nýlegum Volkswagen, ennfremur nýleg- um jeppum. Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi. Hringið, komið, skoðið. Fólksbifreiöir. Fólksflutningabifreiðir. Vörubifreiðir . ( Vöruflutningabifreiðir. Jeppabifreiðir. Dráttarvélar. Jarövinnslutæki svo sem ýtuskóflur o. m. fl. BÍLAKAUP 15812 Skúlagötu 55 v/Rauðará. Bl DSi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.