Vísir - 04.01.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 04.01.1967, Blaðsíða 5
V1 SIR . Miðvikudagur 4. janúar 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í mor'gUn lítlönd í morgun útlönd N.-Vietnam hefur opinber- iega hafnað tillögum Browns Utanríkisráðherra Norður-Viet- nam hefur opinberlega hafnað til- lögum brezku stjómarinnar um sáttafund til þess að leiða Vletnam styrjöldina til lykta. Hann kvað tilganginn með tillög- unum sviksamlegan og þær væru bomar fram eins og Vietconghreyf ingin væri ekki til, en tilgangs- laust væri að ætla að setjast að samningaborði án viðurkenningar á henni og forustumönnum hennar. Áður hafði Brown endurtekið á- skoranir til Norður-Vietnam að fall ast á tillögumar. Hann var þá á förum til Rómaborgar til þess að sitja alþjóðafund jafnaðarmanna, en ekki kvaðst hann ala nein áform um að ganga fyrir páfa meðan hann dvelst þar til þess að ræða við hann tillögurnar. JACK RUBY LEZT I GÆR Jack Ruby, sem myrti Lee Har- vey Oswald, banamanna Kenne- dys forseta, lézt í gær í sjúkrahúsi i Dallas, sem hann var fluttur i sárþjáður fyrir nokkru, þá sagður þungt haldinn af lungnabólgu, en áður var vitað að hann var með illkynjað krabbamein. Síðar var sagt að blóðtappi hefði veríð dauða orsökin. Ruby var 55 ára. Hann rak nekt- arsýningarklúbb í Dallas. Tveimur dögirni eftir aö Kennedy forseti var myrtur í Dallas 22. nóvember komst Jack Rúby inn í kjallara lög- reglustöðvarinnar þar og skaut Os wald umkringdan lögreglumönnum til bana og voru miHjónir manna vitni að atburðinum í sjónvarpinu. Margt þótti grunsamlegt við þennan atburð og m.a. þótti mörgum auð sætt, að lögreglan hefði átt að geta hindrað að þessi glæpur var fram- Frakkar og aðild Breta oð EBE í NTB-frétt frá París segir að franska vinnuveitendasambandið muni ekld vinna gegn aðild Bret- lands að Efnahagsbandalagi Evrópu Það setur þó það skilyrði, að Bretland fallist á Rómarsáttmál- ann og gildi hið sarna um önnur Evrópulönd, sem vilja gerast aðil- ar að bandalaginu. Þetta er haft eftir formanni Vinnuveitendasambandsins, Paul Huvelin. lítlægur Alsírleið- togi skotinn til bnnn í Mndrid Alsírski byltingarleiðtoginn Mo- hammed Khider var skotinn til bana í gærkvöldi á götu í Madrid, skammt frá heimili sínu. Þegar slitnaði upp úr samstarfi Mohammeds Khiders og Ben Bella, er hann var forseti í Alsír, flýði Khider til Sviss. Eftir burtförina var hann sakaður um stórkostlegan fjárdrátt og fyrir að hafa smyglað úr landi fé sem svaraði til millj. stpd. en hann sá um fjármál FLN eða Frelsishreyfingarinnar. Að honum fjarverandi var kveðinn upp iíflátsdómur í Algeirsborg, en í Sviss sýknaði dómstóll hann af fjárdráttarákærunni, en ekki vildu svissnesk yfirvöld hafa hann í land inu og leitaði hann þá hælis á á Spáni. Tilræöismennirnir voru tveir og skutu mörgum skotum á Khider er hann var að koma út úr húsi sínu um kl. 8 1 gærkvöldi ásamt konu sinni og bróður hennar. — Tilræö- ismennimir komust undan. inn. Jack Ruby hélt því fram, að hann hefði drepið Oswald vegna samúðar með Jacqueline Kennedy og bömum hennar og neitaði fram á síðustu stund að það hefði verið þáttur í samsæri, er hann skaut Oswald. — í marz 1964 var Ruby dæmdur til lífláts, en dóminum áfrýjað og 25.10 á sl. hausti komst áfrýjunarréttur að þeirri niður- stöðu, aö ógilda bæri dóminn og taka málið fyrir að nýju fyrir öðr- um dómstóli og átti að taka málið fyrir að nýju eftir rúman mánuð. Áöur hafa 13 karlar og konur, sem að einhverju leyti voru viö- riðin forsetamorðið og viðburðina í Dallas látið lífið og er Ruby því hinn fjórtándi. Bibliur smygl- varningur í NTB-frétt segir, að biblíur séu bókmenntir, sem bannaður sé inn flutningur á í Sovétríkjunum. Bandarískum háskólakennara varð hált á þessu. Hann kom til Sovétríkjanna ásamt konu og ung barni í sérstaklega útbúnum Volks wagen-flutningabíl. Kennarinn er 28 ára. Þegar aö landamærunum kom fundu tollverðir 400 biblíur í bifreiö hans. Þær voru á rússnesku prentaðar í London. Maðurinn var ger landrækur. í NTB-frétt frá Havana segir, að í ræðu þeirri, sem Fidel Castro flutti í fyrradag á 8. byltingaraf- mælinu, hafi hann gefið í skyn, að hann kynni aö láta af forsætis- ráöherraembættinu, en um það hef ur gengiö þrálátur orðrómur f seinni tíð. Castro vill — að því að talið er — láta af forsætisráðherrastörfum til þess að geta helgað sig alger- lega starfi sem framkvæmdastjóri kommúnistaflokksins. 1 ræðu sem Castro flutti að lok- inni hersýningu sakaði hann Banda- ríkin um að reyna að þvinga Breta og aðrar þjóðir til þess að skipta ekki við Kúbu, þjóðir, sem hefðu hag eins og Kúba af gagnkvæmum viðskiptum. Castro nefndi sem dæmi, að ver ið væri að ?mja í Bretlandi um kaup á vélum í áburðarverksmiðju og mundu samningar takast þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna. Samningar þessir eru upp á véla kaup o.s.frv. fyrir 10 millj. stpd. — Utanríkisráðuneytið í London stað festi í gær að stefna Bretlands væri Castró. óbreytt: Bretum væri heimilt að skipta við Kúbu, nema undanskil- ið er, að hergögn má ekki selja þangað eða annað til hernaðarlegra nota. Brezka stjómin ábyrgist því áðurnefnda samninga. HAFNFIRÐINGAR Munið smurstöðina Lækjargötu 32. Opið frá kl. 8.00—6.00 og til hádegis á laugardögum. </• og iSHELLi olíur Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Sími 50449. VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐINN ÁRAMÓTASPILAKVÖLD fimmtudaginn 5. janúar kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu. SPILUÐ FÉLAGSVIST. Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma. Húsið opnað kl. 20.00. Lokað kl. 20.30. Glæsileg spilaverðlaun. Happdrætti. Ávarp: Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. SKEMMTIÞÁTTUR 2 þekktir leikarar flytja. D a n s. SKEMMTINEFNDIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.