Vísir - 04.01.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 04.01.1967, Blaðsíða 7
V1 S IR . Miðvikudagur 4. janúar 1967, 7 Heldur 466-tízkan velli ‘67? Þjóöhöfðingjar og framámenn á ýmsum sviðum nota yfirleitt tækifærið um jól eða áramót til þess að flytja þann boðskap sem þeir hafa aö flytja, líta um öxl og minnast þess sem liðiö er og kunngera óskir og fyrir- heit sín í sambandi við nýja árið. • Einn er þó sá hópur kónga, sem fer ekki að þessum sið en það eru tízkukóngar. Ekki er það þó vegna þess að þeir hafi engan boðskap að flytja, held- ur telja þeir annan tíma heppi- legri til þess flutnings en jól og áramót. 'Tízkukóngarnir í París, sem jafnan eru taldir bera höfuö og herðar yfir tízku kónga annarra landa hafa val- ið ágúst og janúar til þess að kunngera boðskap sinn, þann boðskap, sem kvenfólk um all- an heim bíöur ávallt eftir með mikilli eftirvæntingu. — Halda þeir þá tízkúsýningamar frægu sem segja til um tízkuna næsta misserið. Nú er ekki nema tæpur mán- uöur þar til tjöldin verða dreg- in frá í París og kvenfólkið fær að vita hvað hefur verið að hrærast í hugarheimi tízku- kónganna síðasta misseriö. — Verður pilsfaldurinn áfram langt ofan við hné ? Verður lilla blái liturinn jafn algengur? Verða glitofin efni, pallíettur og perlur áfram ríkjandi í sam- kvæmisklæðnaði ? Verða sam- kvæmiskjólar áfram skósíðir ? Og hvernig verða skómir? Þessum spumingum verður ekki svarað nú ög heldur ekki hvernig sýningardörAurnar sjálf ar veröa. Veröa þær með stutt hár, sítt hár, hárkollur, slétt hár, mikið eða lítið málaðar og munu þær ganga fram kvenleg- ar í hreyfingum eða munu þær stika áfram í takt við nýtízku tónlist eins og sumar geröu í fyrra ? í stað þess að spá um fram- tíöina skulum viö líta á nokk- uð af því, sem hæst ber í tízk- unni nú í dag. Verða skómir áfram eins þægilegir og þeir hafa veriö undanfarið — með lágum hæl og breiðri tá ? Þessir lakkskór eru franskir rauðir og svartir og netsokkarn ir svörtu halda enn velli, hvað sem verður. Árið 1966 var ár eyrnalokk- anna, því að þeir hafa sjaldan eða aldrei verið eins fyrirferða- miklir og skrautlegir og þá — en kannski eiga þeir eftir að verða enn skrautlegri á þessu ári. Konur á öllum aldri bera eyrnalokka og era sumir hverj- ir svo síðir að þeir ná niður að öxlum. Þessir eyrnalokkar, sem eru samkvæmt nýjustu tízku, eru gerðir eftir fyrir- mynd frá Mexfkó. Buxnadragtirnar hafa farið sigurför um allan heim og veldi þeirra verður æ meira í fata- skápum kvenna. Hér á landi era það nær eingöngu ungu stúlkurnar, skólastúlkurnar, ; sem klæðast buxnadrögtum á ’ köldum vetrardögum, en j kannski á það eftir aö breytast ; því að úti í heimi veröur það i nú æ algengara að sjá konur, sem komnar eru af bemsku- skeiði, klæðast buxnadrögtum við ýmis tækifæri. Þær fara til vinnu í þægilegum buxnadrögt- um og á kvöldin klæðast þær buxnadrögtum, eöa kannski ætti heldur að kalla það ,,buxna kjóla“. Og úr hverju eru þeir? Auövitað úr glitrandi efni. Stúlkurnar tvær á myndinni eru báðar spariklæddar, með eymalokka í eyrum. Sú til vinstri er í buxnadragt, úr flau- eli, sú til hægri í kjól úr sama efni og bæði dragtin og kjóll- inn eru prýdd blúndum. Taglgreiðslan er nú að komast í tízku aftur, ekki sem hversdags- greiðsla heldur sem samkvæmisgreiösla. (Ef hárið er ekki nógu sítt er allt í lagi að nota gervihár). Háriö er gjarnan bundið saman á tveimur eða þremur stöðum og prýtt skrautlegum borðum eða glitrandi hringjum eins og franski hárgreiðslumeistarinn Claude Maxime gerir hér. Ungur maöur kom nýlega að máli við Kvennasíðuna og sagöi: „Það liggur viö að ég fái ofbirtu í augun þegar ég kem inn á skemmtistaði í Reykjavík — svo mikið glitrar á klæðnað kvenn- anna.“ Það rengir víst enginn þennan unga mann þvl aö þær munu varla vera margar í hópi reykvískra kvenna, sem ekki eiga glitofinn kjól eða blússu, eða þá blússur og kjóla setta glitperlum eða pallíettum. og við þetta verður svo að vera í glitofnum sokkum, gull- eöa silf- urskóm og bera glitrandi skartgripi. Parísardömurnar tvær á myndinni eru klæddar samkvæmt nýj- ustu glittízku þar í borg. Sú til vinstri er í skyrtublússukjól úr silfurjerseyefni, en sú til hægri er í sparikjól úr hvítu satíni al- settu silfurborðum. Við þessa kjóla bera þær langa glitrandi eyrn- arlokka: sú til vinstri ber eyrnalokka frá St-Laurent og sú til hægri frá Caritu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.