Vísir - 07.01.1967, Page 2

Vísir - 07.01.1967, Page 2
2 VI S I R . Laugardagur 7. janúar 1967. útlönd í morgun útlönd í morgmi útlönd morgun útlönd í morgun DEAN RUSK SVARAR STÚDENT- UM 100 HÁSKÓLADEILDA Bandankjastjórn reiðubúin að koma á fund með leiðtogum N.V. — opinberlega eða með leynd Svar Rusks er endurtekning á vel kunnum skoðunum Bandaríkja- stjórnar, en hefir eigi að síður vakiö mikla athygli, þar sem þaö er birt svo skömmu eftir að gefið var í skyn af fulltrúa Hanoi-stjórn ar i París, að stjórn hans kynni að vera tilleiöanleg til sveigjanlegri afstöðu varðandi friðarumleitanir. Bandarískir talsmenn sögðu þó í gær, að að því er þeir bezt gætu séð, hefði ekkert miðað raunveru- lega í áttina til friðarumleitana seinustu daga. 1 bréfinu hafnaði Rusk á ný kröfu N.V.-stjórnar, að Vietcong fái fulltrúa við friöarumleitanir sem hinir einu, réttu fulltrúar þjóð arinnar í Suður-Vietnam. 1 framhaldsfrétt um svar'Rusks segir, að hann hafi endurtekið að Bandaríkin hafi skyldum að gegna gagnvart Suður-Vietnam. Hann varöi sprengjuárásirnar og kvað ábyrgðina á styrjöldinni hvíla á Hanoi-stjórninni. Hann kvað þá stefnu að sigra til þess að ná yfir- ráðum í Vietnam vera skipulagða í Hanoi. „Vér vitum, að baráttunni lýkur ekki fyrr en þessir leiðtogar taka ákvörðun um að hætta stvrj- öldinni, og þá erum vér reiðubúnir — nú og ávallt — til þess að setj- ast ag samningaborði með þeim til þess að ná réttlátri lausn“. Rusk endurtók, að það væri stefna Bandaríkjamanna að gera aðeins árásir á hernaðarlega staði. Aldrei hafi af yfirlögðu ráði verið gerðar árásir á byggð svæði —. ekki á bæi eða þjóðina í Vietnam, en „vér sjáum að mannslíf kunna að glatast og fólk sem býr í nánd viö staði, sem sprengjum er varpað í NlB-frétt frá Washington síð- degis 1 gær segir, að Dean Rusk utanrikisráðherra hafi staðfest, að Bandaríkjastjóm sé reiðubúin að koma til fundar við fulltrúa stjómar Norður-Vietnam annað hvort opinberlega eða með leynd til þess að ræða möguleika á að binda enda á Vietnamstyrjöldina. Hann lýsti einnig yfir, að það ætti ekki að verða erfiðleikum bundið að fá sjónarmið Vietcong túlkuð, ef til þess kæmi, að alvar- légar tilraunir yrðu gerðar til þess að ná friðsamlegri lausn. Petta kemur fram I bréfi upp á sjö sfður til stúdentaleiðtoga sem ásamt stúdentum frá 100 háskóla- deildum (colleges) höfðu skrifað Johnson forseta og látið í ljós kvíða og efa vegna Vietnamstyrjald arinnar. Viðfal dagsins — Framhald af bls. 9. mælt, þótt sagt sé, að hér var oft í tvfsýnu stefnt, bæði hvað snerti ferðirnarnar í verið og svo • afrakstur vertíðarinnar. Venjulega gat maður sætt skipsferð heim úr verinu. en þó gat það einnig brugðizt, og þess minnist ég að eitt vorið, þá var mikill ís á Húnaflóa, komst ég með bát, sem var á leið til Siglufjarðar og lagði mig af á Gjögri. Mátti ég svo bera koffortið mitt á bakinu frá Byrgisvík og heim. Þetta koffort á dálítið merki- lega sögu. Matthfas, húsbóndi minn, gaf mér bað þegar ég var fermdur, en það hafði verið ferðakoffortið haná, þegar hann var á Ólafsdalsskóla. Þessi grip- ur er enn við lýði. Á þeim árum, sem ég var í Hnífsdal við sjóróðra þóttu þeir bræður Halldór og Páll Pálssyn- ir leiðandi menn f formanna- stétt og auðvitað komu þar margir fleiri til, sem ég man nú ekki að nafngreina enda of langt upp áð telja. ^ð lokum skaí ég svo geta einnig ferðar í vertð vestur að Djúpi, sem var dálltið' sögu- leg og sýnir nokkra svipmvnd af því hvernig þetta gekk til og hve mikil óvissa ríkti i ýmsu er snerti þennan atvinnuveg og þá margháttuðu örðugleika sem við var aö etja, enda þótt eng- um kæmi til hugar að láta hug- fallast. Margir vermenn tóku VESTU, strandsiglingaskipið, þeirra meðal ég, Jón Áskelsson, er ég hefi áður nefnt og Ámi Andrésson, sem lengi var frysti- hússtjóri á Hólmavík. I’s lá úti fyrir Húnaflóa en nokkuð auður sjór innar Þegar kom út að Homi var fsinn s.vo þéttur að ögemingur virtist að komast í gegnum hann. Voru gerðar að þvf tvær eða fleiri atrennur en án árangurs. Aff sfðustu þegar skipið kemur aftur inn til Reykjafjarðar, fastákveður skipstjóri að gera r'' ■ r '’-ari tilraun, en sigla atrim- r>,-rir 'and. Þarna ganga 32 menn af skip- inu undir fararstjórn Jóns Guð- mundssonar frá Gautshamri, síðar á Hafrafelli við Isafjarðar- djúp og er alþekktur maður. Lagt var upp frá Kúvíkum í Reykjafiröi seinnipart nætur og komið að Bólstað um fótaferð- artíma. Þá man ég, að fótabún- aður minn var orðinn býsna lélegur, því ekki var gert ráð fyrir gönguferð þegar lagt var af stað. Hér var okkur tekið af mikilli rausn og veittur hinn á- gætasti beini. Gert að plöggum okkar eftir því sem föng voru tii og annað eftir því. Við höfðum lftinn farangur meðferðis, því Árni Andrésson varð eftir og tók að sér að annast hann. Eftir að hafa hvílt ikkur á Bólstað var ferðinni haldið áfram og komið að Arngerðareyri um kyöldið, en þangað höfðu verið pantaðir tveir bátar til að flytja ver- mennina yfir Djúpið. Við fórum svo úteftir um nóttina. En veiztu svd hvað skeður, um morguninn kemur VESTA inn sundin. Þá hafði ísinn lónað eitthvað frá og hún sloppið vestur fvrir. Nú mætti ætla, að það hefðu- verið útþrælkaðir og hamingju- snauðir menn, sem þurftu að lúta slíkum íögmálum til þess að hafa lífsbjörg handa sér og sínum. en svo var alls ekki. Líf- ið bauð ekki betri kost og væri góð vertfð, þá hélt margur sæll og sigurviss til síns heima engu síður en milljónamennimir í dag. Þ. M. Ole Kurt — Framhald af bls. 8 — Jú, það er kominn upp grunnurinn að því, vantar bara meiri peninga. Þetta er stórt og mikið hús, á að rúma 500 manns í sæti. Gamla húsið tekur 230 manns, eða svipað og Iðnó. I framtíðinni er þetta hugsað sem atvinnuleikhús og verða þá fast- ráðnir leikarar. Það er þegar búið að ákveða að ráða tvo þeirra, sem starfað hafa Viö hitt leikhúsið og ég er annar þeirra. Annars er það mest megnis ungt fólk, sem tekur þátt í leikstarfinu heima. Það getur verið erfitt að þurfa að stunda sína vinnu og vera á æf- ingu á kvöldin 'og fram á næt- ur, og eldra fólkið hefur margt gefizt upp á því. — Hvernig finnst þér svo að leika fyrir íslenzka leikhúsgesti? — Ég hef haft mikla ánægju af því að vera með í þessu leik- riti og ég vona, að krakkarnir skilji íslenzkuna mína. J. H. IVSyndsíó — Framhald at bls. 3. hæðir þess í notkun árið 1968 og hefur þaö þá aðstöðu fyrir 30 sjúklinga en fullbúið tekur nýja sjúkrahúsið 60 sjúklinga. Ekki er bygging sjúkrahússins eingöngu miðuð við Húsavíkur- kaupstað einan heldur verður læknamiðstöð þar í framtíðinni og ætla tveir ungir læknar að setjast að á Húsavík, og vinna við nýja sjúkrahúsið. Skólamálunum er sinnt á þann veg að verið er að teikna gagn- fræðaskóla og heyrzt hefur að áhugi sé fvrir hendi að koma upp iönskóla í varanlegu formi á næstu árum. Félagsheimiii er i byggingu en það á að vera i sambandi við nýja hótelið sem er að rísa á staönum. Undirbúin er bygging menn- ingarmiðstöðvar fvrir bæinn og sýsluna, þar sem verði bóka- safn, skjaiasafn, náttúrugripa- safn, listasafn, hljómlistarsalur o. fl. Einnig er líkamsræktin höfð í huga með íbróttasvæði, sem verið er að gera og verður að hiuta tekið í notkun á hessu ári. Skrúðgarðsgerð fyrir bæinn á einnig að hefiast á árinu. Þá hefur á undanförnum ár- um verið borað eftir iarðhita á Húsavík oy stendur hað ennbá á rannsóknarstigi. Varanleg gatnagerð er einnig á döfinni og búið er að gera ráð fvrlr nýrri umferðaræð í gegnum bæinn meðfram sjónum. Kostnaður er á, kann að verða að búa við þján- ingar. Vér sjáum líka, að fnönnum geta orðið mistök á — menn og vélar geta brugðizt — og sum mis- tök reynzt mikil — en mikill mun- ur er á því, að slíkt geti gerzt og að skipuleggja og gera árás á byggð svæði“. Utanríkisráðherrann minnir á það í bréfi sínu, að tugþúsundir manna í Suður-Vietnam hafi verið drepnir, særðir eða rænt í skipu- lagðri hryðjuverkastarfsemi Viet- cong. í niðurlagi bréfsins segir hann, að Bandaríkin eigi í styrjöld I Viet- nam vegna þeirrar beizku reynslu, að það sé látið líðast að fremja of- beldi, þvf að ef það heppnast, er afleiðingin ekki friður, heldur frekari árásir og meira ofbeldi. talinn munu nema 23-24 mill- jónum króna og er það mikið verkefni fyrir lítig bæjarféiag. Ýmsar aðrar framkvæmdir eru á döfinni bæði á vegum bæjarfélagsins og einstaklinga sem byggja þennan ört vaxandi bæ. BCirkjasáða — Framh al bls var guðsþjónusta, játning um eigin veikleika, sem þarfnast æðri hjálpar og verndar. Nú þykjast menn upp úr slíku vaxnif, og leita hjá vélinni trausts og halds. Víst er tæknin góð, vélamenningin mikil, margt eigum við henni að þakka. En vér megum ekki láta hana slíta oss úr tengslum við Guð og gera oss að sálarlausum vélmennum. Hún hefur lika sín- ar hættur í för með sér og margt, slysið hefur orðið fyrir vangá og kæruleysi. Vélin og hraðinn krefj- ast vakandi aðgæzlu. Mundi ekki örstutt bænarathöfn í upphafi ferðar geta verið hverjum ferða-1 manni holl áminning og aukinn I styrkur til að ferðast með fullri gát og góðri aðgæzlu. ÖIl erum við ferðamenn í þess-, um heimi og öll ber oss að sama j stað um síðir, því að „allrar ver- j aldar vegur, vfkur að sama j punkt“. Um leið og lagt er upp f ferð þessa árs, vill kristin kirkja, benda oss, bæði mér og þér, á það nafn sem skærast skín og Ijómar og sem kristnir menn hafa, kynslóð eftir kynslóð, tignað, vegsamað og blessað vegna þess að hann, sem það ber lifir og ríkir að eilífu. Megi hann blessa oss öllum i þetta nýbyrjaða ár, megi hönd hans leiða oss og Ijós hans lýsa oss á vegferð vorri frá degi til dags og frá ári til árs og í trausti til hans skulum vér horfa von- j glöð fram á veginn og segja með trúarskáldinu: Ég byrja reisu mfn Jesú, f nafni þín. Höndin þín helg mig leiði. Úr hættu allri greiði. Jesú mér fylgi 1 friði með fögru englaliði. Seljuni í dag og næstu daga: Volkswagen ’62 — ’65. Vólvo Amason ’61 — ’66. Opel Caravan ’62 — ’64. Opel Rekord ’62 —’64. Moskvitch ’59 —’66. Consui 315 ’62. Cortina ’63 — ’65. Mercedes Benz ’60 — *64. Daf ’62 — ’65. Fiat ’60 — ’66. Hillman Imp ’65. Prinze ’62 — ’65. Ren; ult ’62 — ’66. Singer ’64. Saab ’63 — ’66. Skoda ’61 — ’66. Taui. is 17 M ’62 — ’66. Trabant ’64 — ’66. 6 MANNA BÍLAR: Chevrolet ’63 — ’64. Ford — ’63. Mercury 2ja dyra hardtop '56. Rambler ’63 — ’66. JEPPAR MEÐ BENZÍN- OG DIESELVÉLUM: Austin Gipsy ’62 — ’66. Ford Bronco ’66. Landrover ’62 — ’66. Rússajeppar ’56 — ’66. Willys ’55 — ’66. SENDIFERÐABÍLAR : Trader 3ia tonna ’63. Commer ’65. Mercedes Benz 319 ’65. Bedford ’64. Renault Estafette. Volkswagen rúgbrauð ’60 — ’65 VÖRUBÍLAR : ledford ’66. Ford frarnbyggður ’65. Benz ’61. Thames Trader ’64. Scania Vabis. Höfum einnig bíla til sölu fyrir vel trvggð skuidabréf. BÍLASALINN v/Vitatorg Símar 12500 — 12600

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.