Vísir


Vísir - 23.01.1967, Qupperneq 11

Vísir - 23.01.1967, Qupperneq 11
* Draugagangurinn Capesthorne höll Dr George Owen. frá Trinity háskóla í Cambridge, heitir mað- ur einn, sem hlotið hefur mikinn orðstír fyrir draugarannsóknir sínar. Hann er viðurkenndur um víða veröld sem sérfræðingur í dularfullum fyrirbærum. Nýlega gaf hann út skýrslu yfir 750 fræga drauga í Bretlandi. Hér fer á eftir útdráttur úr skýrslunni yfir eitt draugahúsið. Sir Walter Bromley Daven- port var manna ólíklegastur til þess að verða fyrir ásókn drauga. Þessi fyrrverandi hnefaleika- kappi, og núverandi þingmaður lávaröadeildarinnar, á 98 her- bergja höll í Cheshire, þar sem .íokkrir yfimáttúrulegir atburðir hafa átt sér staö. Eitt sinn vaknaði sonur hans við þ-ð. að glugginn var skekinn til og frá í herbergi hans. Þegar hann leit upp undan sænginni, sá hann hvar hendi, í lausu lofti, teygði sig í áttina til gluggans og hristi hann til. í annað sinn var tiginn gestur staddur í höllinni og sá þá konu, gráklædda, líða eftir gólfinu fram hjá sér, en við eftirgrennsl anir, kom í ljós, að enginn kann- aðist við þessa konu, utan hús- bóndinn, sem áður haföi orðið var við svona svipi. Sir Walter og hin góðlega eigin kona hans stóöu á tröppunum til þess að bjóða dr. Owen velkom- inn, þegar hann bar að garði hjá þeim. Fyrst var honum sýndur stig- inn, sem gráklædda hefðarkonan hafði birzt við. Sir Walter hafði einu sinni séð henni bregða fyrir þar, líöandi eftir ganginum og hverfa inn í vegg. Hún hafði verið niðurlút, og þrátt fyrir það hve pils hennar voru síð, var hún fljót yfirferöar. Og seinna, þegar Sir Charles Taylor haföi gist þar um helgi, hafðj honum birzt sama sýnin. Það haföi verið að kvöldlagi, klukkan um það bil hálf ellefu, að hann haföi verið á leiðinni upp stigann til herbergis síns. „Hálfnaður upp stigann heyrði ég eitthvert þrusk niöri í gang- inum“. Segir hann sjálfur frá. „Ég leit við og sá einhverja grá klædda vem niðri, líöa eftir gang inum. Mér sýndist vera konu- mynd á henni, vegna klæðnaðar hennar, sem var grár síðkjóll eða möttull". Af ótta við aö hræða börnin í Íiúsinu, skýrðj sir Charles ekki rá þessu fyrr en daginn eftir, en það kom vini hans sir Walter, ekkert á óvart. Eftir langa rannsókn var dr. Owen sýnt annað herbergi, sem annar þingrtiaður hafði átt and- vökunótt 1, vegna skella í glugga. I örvæntingu sinni hafði þing- maðurinn reynt að troða áróðurs sneplum með giugganum, en allt kom fyrir ekki, alltaf skelltist glugginn. Þó var blæjalogn og 30 feta fall ofan í garð, en eng- inn stigi hafði verið reistur viö húsið, þegar að hafði verið gáð, né heldur var hægt að teygja sig í gluggann af þakinu. Sir Walter tók því næst dr. Owen með sér inn á skrifstofu sína og sagöi honum frá einu merkilegu atviki. Það var aðfaranótt 3. septem- ber að sir Walter hafði skroppið út í kapelluna, sem er þama í höllinni, til þess að athuga hvort allt væri í lagj fyrir minningar- athöfn, sem fram átti að fara i henni daginn eftir. Hann var einn, eða svo hélt hann, þar til hann sá röð af þöglum verum koma upp tröppumar, sem lágu utan úr fjölskyldugrafreitnum inn í kapelluna. Hann kallaði í konu sína í írafári þvl, sem greip hann, en þegar hún kom á sjónarsviðið, höfðu verumar gufað upp. Vom þetta einhverjar hillingar sem stöfuðu af lýsingunni? Eða hvað var þetta eiginlega? Dr. Owen rannsakaði kapell- una nákvæmlega og þaulspuröi sir Walter, sem hvikaði í engu frá fyrri frásögn sinni. Hann skrifaði hjá sér ýmsar athugasemdir og grandskoðaði allt hátt og lágt. Sföan komst hann að svohljóðandi niöurstöðu: „Ef atburðurinn með hendina viö gluggann hefði aðeins borið við einu sinni, hefði ég afákrif- að hann sem ímyndun, En í sam- hengi við reynslu þingmannsins, neyðumst við til að skoða hann sem eitthvert yfimáttúrulegt fyr- irbæri, sem stundum aðeins heyr- ist í og stundum lika sést. Eins er með sýn sir Walters, gráklæddu hefðarfrúna, sé hún borin saman við frásögn sir Charl es Taylors, veröum við að álykta sem svo, að það sé draugagang- Ur í höllinni". Ástand gatmanna. Slæmt ástand gatna í borg- inni og nágrenni hennar er of- arlega í hugum margra, anda eru gatnamálin nátengd bók- staflega öllum. Á hverju sumri og fram á haust em gerð stór- átök I malbikun gatna og var svo einnig á s.l. ári. Voru enn- fremur gerðar tilraiunir með olíu möi. Hélzt því ástand gatna yfirleitt gott fram eftir vetri, þar til veður tók að spillast með frostum og fannkomu um jólin. Nú em þessar nýviðgerðu götur bókstaflega umsnúnar, hola við holu og Ul-akandi sum ar hverjar. Margar mikilvægar umferðar Capesthome HöU. æðar, eins og t. d; Suðurlamds- braut og Hafnarfjarðarvegur fengu góöa Iagfæringu, en em Eim er sú braut, sem ekki lætur á sjá, og það er Kefla- vfkurvegurinn, sem er úr stein- detta í hug, að hér á landi sé veðurfar óliagstæðara til malbik unar cm annars staðar. Þessi ó- illa á sig komnar nú sem stemd ur. Fyrlr dyrum er kostnaðar- söm vlðgerð, sem þvi miður hlýtur að veröa að endurtaka sig ár hvert. steypu. Þar er ekki að sjá, að neins þurfi við f viðhaldi, en Keflavíkurvegurinn þótti áður fyrr vega verstur. Sumir hafa verið að láta sér stöðuga veðrátta, frost og þiða til skiptis, sprengi malbikið og síðan molni allt saman, þegar hinir þungu bílar með keðjur berjl á götunum. Ekki er ég Dr. George Owen, sérfræðingur I dularfullum fyrlrbrigðum. dómbær á það, en heyrt hef ég eftlr einum, sem vit þóttist hafa á, að bergtegnidir þær sem hér em tiltækar til mal- blkunar, væru svo meyrar, að þær svikju undan hinu mikla á- lagi, nudduðust saman J mal- bikinu og molnuðu eins og tvi- bökur. Það er merkilrgt, að ekkert skuli heyrast frá þeim vísu mönmum, sem hafa með þessi mál að gera, því að slæmar göt- ur langtímum saman em hvlm- lelðar ár eftir ár. Kannski værl bara ðdýrast að stelnsteypa allar götur í fram tiðlnni? Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.