Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 3
V í SI R . Fimmtudagur 26. janúar 1967, 3 MYNDSJ , , Æöfcí: Efst á myndinni til hægri situr Krlstján Karlsson, ritari félagsins. Eyfirðingar blóta þorronn Á þessum tíma árs blóta menn sem óðast þorrann. Ey- firðingafélagið er eitt þeirra fé- laga, sem viðheldur enn þessum gamla sið og söfnuðust félags- menn samain til samkomuhalds í Hótei sögu s.l. föstudag. Þótt venjulegir matardiskar hafi leyst trogin af hólmi brögðuð- ust gómsætir þorraréttimir með afbrigðum vel eins og jafnan. Eftir boröhald var dansað, skál að og sungið eins og títt er á maninamótum. Eyfirðingafélagið er nú 26 ára gamalt og hafa félagsmenn starfað að ýmsum málum. Ofar lega á lista hefur verið skóg- ræktin og liafa Eyfirðingar minnugir blómlegra byggða heimasveitarinnar plantað út trjám í Eyfirðimgalundi á Þing völlum og í reiti sína í Heið mörk. Fyrir utan skemmtifundi hafa þorrablótin verið haldin reglu lega í ein 17 ár og hefur það verið aðalsamkoma félagsins. Kristján Karlsson er nú ritari félagsins. 1 viðtali við blaöið sagði hanin að þorrablótin væru heldur í afturför að sínum dómi og ekki sótt eins vel og áður. Er það miður ef ungu kynslóð- inni tekst ekki að halda viö þessum þjóðlega sið, einum hinna fáu hérlendis. Var Krist- ján þó vomgóður um að þetta viöhorf ungu kynslóðarinnar gæti breytzt. Hyggst nú félagið efla starfsemi sína á næstunni og taka til óspilltra málanna við að koma ýmsum hugðarmál- um símum í framkvæmd. Meðal þeirra hafa verið tiidrög að söfnun til sögu Eyjafjaröar, enn fremur ömefnasöfnun, sem hef- ur farið fram á vegum félags- ins. Aðalfundur félagsins verður haldinin þann 15. febrúar n.k. í Félagsheimili prentara og eru féiagsmenn beðnir að fjölmenna Héma sjáum vdö þær Maríu Agústsdóttir, Láru Flygenring, Guðrúnu Tómasdóttur ög Erlu Siguröar dóttur fá sér af þorramatnum. Þorramaturinn er snæddur af góðri lyst. Frá vinstri: Hlíf Gestsdóttir, Vilhjálmur Þórisson og Gunn- ar Sigurbjömsson. Á móti er Sigurpáll Friðriksson. Þorraborðið zö öllum þorramatnum. Hraukar af laufabrauði, sem konur í Eyfirðingafélaginu búa tii skömmu fyrir þorrablót ásamt öðr- um gómsætum íslenzkum réttum prýða borðið. Skáiað fyrir þorranum i byrjun þorrablóts

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.