Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Fimmtudagur 26. janúar 1967. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Fulbright vill, að Johnson losi sig viS Dean Rask Humphrey ver Vietnamstefnu forsetans Á þjóðþingi Bandaríkjanna eru tveir Ueiðtogar, sem kunnir eru að því öðrum fremur að Iáta skoðanir sínar í ljós skýrt og skorinort og ekki sízt er beir gagnrýna VSetnam- stefnu stjórnarinnar. Annar þess- ara þingleiðgtoga er Mike Mansfi- eld, hinn William Fulbright, for- maður utanrikisnefndar öldunga- deildarinnar. Hann kvað svo að orði sl. sunnu- dag, að það mundi auðveldara að ná samkomulagi í Vietnam, ef Johnson forseti léti Dean Rusk ut ■ anríkisráöherra fara frá og fengi sér annan utanríkisráöherra í stað hans. Fulbright sagöi þetta í sjónvarps viðtali, en það var talað við hann í sjónvarpinu út af því, að það var aö koma út eftir hann ný bók, þar sem hann lýsir skoðunum sínum á þvl hvernig koma megi á friði í Viet nam. í skeyti frá Washington um þetta segir, að hann hafi fyrst reynt að komast hjá aö svara v sssi 'm 4w*jj i . Hubert Humplirey beint spurningu um mikilvægi utan ríkisráðherraskipta, en það var svo fast að honum lagt, að hann varð aö svara spurningunni. Tilefni spumingarinnar var í stuttu máli, að hann hafði sagt, aö hann hefði orðið var sveigjanlegri afstöðu í Vi- etnammálinu hjá forsetanum, en Dean Rusk. Hann var spuröur hvort hann teldi nokkrar horfur á breyttri stjórnmálastefnu, án „per sónulegra breytinga“ að því er varð aöi nánustu ráðunauta forsetans, þ.e. að hann skipti um menn þeirra á meðal, og svaraði hann á þá leið, að á því virtust ekki horf- ur. Hann bætti því þó viö, að for- setinn væri svo reyndur stjóm- málamaður, að hann ætti að geta breytt stefnu sinni, þegar hann sæi » hverjar afleiðingar stríðið heföi á mikilvæg innanríkismál. Ful- bright var spurður margs meö til- vitnunum til fyrri ummæla hans, þar sem hann alls ekki hafði komiö fram sem eins haröur gagnrýnandi á Vietnamstefnu stjómarinnar. Hann játaði, að hann hefði skipt um skoðun og stafaði 'þaö af því, að þar sem áður hefði verið um hjálp- araðgerð að ræöa, væri nú um styrjöld að ræða, sem Bandaríkin hefðu tekið við rekstri á, og því væri hann mótfallinn. Hann kvað Ky-stjómina ekki geta haldið völd- unum f hálfan mánuð án stuðnings Bandaríkjanna, en menn yrðu að vona, að auknir möguleikar á sam kómulagi kæmu til greina, þegar suöur-vietnamska þingið hefði myndað borgaralega stjóm. Hann kvaö það hlutverk Banda- rfkjánna að draga sig út úr styrj- öldinni, en ekki leiða hana til lykta með uppgjöf mótaðilans og einnig sagði hann, að það hlytu að vera til forsendur fyrir samkomulagi, sem ekki væri auðmýkjandi fyrir neinn aðiia í styrjöldinni. Þrátt fyrir allt sem gerzt hefði innifæli núverandi Vietnamst. Bandaríkjanna kröfu um uppgjöf Norður-Vietnam og Vi- etcong. Þá sagði hann, að Bandaríkin ættu að hætta loftárásunum á Norð ur-Vietnam, án þess að krefjast neins í móti og það enn frekar vegna þess, að liö- og birgðaflutn- ingamir hefðu aukizt, þrátt fyrir til raunimar til að stöðva þá. Viðtalinu var sjónvarpaö um land allt. Frá annarri sjónvarpsstöö var sjónvarpað viðtali við Humph- rey varaforseta, og var hann spurð ur um skoðanir Fulbrights. Hann William Fulbright kvaðst ekki vera neitt mótfallinn því, að Fulbright gerði grein fyrir skoðunum sínum, en hafnaði þeim. Hann kvað hemaðaraögerðir alls ekki það eina, sem Bandarfkja- menn hefðust að til þess að fá enda bundinn á styrjöldina, og minnti á hinar mörgu tilraunir Johnsons til þess, að samkomulag gæti náðst um að setzt væri að samningaborði Kinaher afvopnar Mao-and- stæðinga i Harbin, Mansjuriu I Kínafréttum segir, að sveitir úr fastaher Kína hafi afvopnað nokkur hundruð andstæðinga Mao Tse-tungs, sem ráðizt höföu að bar áttuliöi hans, Rauðu varðliöunum. Tvö japönsk blöð birta I dag eftir veggjafregnmiðum í Peking, fyrirmæli Mao Tse-tungs til land- vamaráöherrans Lin Piao, að tefla fram sveitum úr fastahernum til þess að bæla niöur andspyrnuna gegn menningarbyltingunni. Lin Piao fékk fyrirskipanir um, að 1) afturkalla öll fyrri fyrirmæli um að herinn hefði ekki afskipti af menningarbyltingunni, 2) að veita raunhæfa aðstoð öllum sam- tökum róttækra öreiga sem biðja um aðstoö hersins, 3) að uppræta öll andbyltingaröfl o.s.frv. Japanska blaðið Sankei birtir og veggja-fregnmiðagagnrýni á konu Mao Tse-tungs, Chiang Ching, fyr- ir að taka sér einkaréttindi til boð- unar á hugsunum Mao. Þetta er í fyrsta skipti, sem hún er gágnrýnd I fregnmiðum. INDÓNESÍUHER KREFST ÞESS, ÁD SUKARNO FARIFRÁ Þær fréttir bárust í gær frá Jakarta í Indonesiu, að Suharto hershöfðingi hefði skipað nefnd manna til bess að rannsaka af- skipti Sukarno forseta af viðburð- unum fyrir hina misheppnuðu bylt ingartilraun haustið 1965. Rétt áöur hafði hershöfðingi sá, 'sém er yfirmaöur hallar-varðliðs forsetans, verið handtekinn. Hvort tveggja var af mörgum talið eins konar forleikur að því, að nú ætti að láta til skarar skríða og knýja Sukarno til þess að biðjast lausn- ar. Og í morgun kom svo frétt um, að herinn hefði borið fram kröfu um það við Sukarno, að hann drægi sig í hlé. Herinn varar hann viö afleiðing- unum, ef hann verði ekki við kröf- unni. Það gæti leitt til borgara- styrjaldar. Suharto bar fram kröf- una á fundi meö forsetanum £ for- setahöllinni, en forsetinn neitaði að veröa viö henni eins og sakir stæðu. Hann kvaðst vilja bíða kpsn ingaúrslitanna a ð ári, en þau mundu leiða I ljós vilja þjóðarinn- ar. Forsetinn treystir enn á, að hann hafi traust fylgi á Mið- og Austur- Jövu. Herinn hefir sent út tilkynningu um að einkaritari forseta, Suparto ofursti, hafi verið handtekinn I for- setahöllinni. Blöðin í Jakarta segja, að á Norður-Jövu rífi menn niður myndir af Sukamo forseta og setji upp myndir af Suharto hershöfð- ingja, æðsta manni hemaðarlegu stjómarinnar, í staöinn. Haag: Efnahagsráðuneyti Póllands tilkynnti í gær, að gera mætti ráð fyrir hækkandi verölagi, auknu at- vinnuleysi, lægri hagnaði í iðnaði og hættulegri efnahagslegri hnign- im. Þá er gert ráð fyrir, að tala at- vinnuleysingja í landinu hækki úr 30.000 — en það er vanalegur fjöldi skráðra atvinnulausra manna — upp í 85.000. Kaupgjald mun verða undir meöallagi seinustu ára. Á hinn bóginn er gert ráö fyrir hag stæðari greiðslujöfnuði. Edinborg: Blaöið THE SCOTSMAN átti 150 ára afmæli í fyrradag og barst því mikill fjöldi heillaóska- skeyta, m.a. frá Harold Wilson for sætisráðherra Bretlands, forsætis- ráðherrum Norður-írlands og írska lýöveldisins (Eire) og frá leiðtogum ýmissa samveldislanda bárust skeyti, Indlandi, Pakistan o.fl. Klnshasa: Mobuto forseti fyrirskip aði aö sleppa úr fangelsi 7 Belgíu- mönnum, sem sakaöir höföu verið um fjandsamlegar aðgerðir gegn Kongó. Þeir eiga þó aö vera í „stofufangelsi" meðan mál þeirra er i rannsókn. Jakarta: Yfirmaður hallar-varðliðs Sukarno Indonesíuforseta, Sjegzar- ar hershöföingi hefur verið handtek inn og sakaður um þátttöku í mis- heppnuðu byltingartilrauninni 1965 Að sumra ætlan er handtakan for- leikur að handtöku Sukarno sjálfs París: Renaúlt-bifreiðaverksmiðj- urnar frönsku settu framleiðslumet 1966, en framleidd voru 739.000 vélknúin farartæki í verksmiðjun um og ársveltan er líka met, en hún svaraði til 400 millj. sterlings punda. Framleiðslan jókst um 28.2%, 345.000 bilar voru fluttir út og er það 26.5% aukning. Á ár inu hófst samstarf Renault og Peu got-bílaverksmiöjanna eða mili tveggja af fjórum stærstu bilaver! smiðjum landsins. Gerðir voru mik ilvægir viðskiptasamningar við Sov étríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Árs veltan jókst um 75 millj pund' miðaö viö 1965. Washington: Enn hefur það kom:i í Ijós, að margt, sem er tæknileg- framkvæmanlegt verður of dýr er til samkeppnisreksturs kemu Þegar Bandaríkin smíðuðu fyrst kjarnorkuknúna flutningaskip Savannah (15.585 lestir) fyrir f milljönir dollara söigöu margir. a þarna ‘ væri framtíðarskipið, en kjarnorkuknúnu flutningaskipin veröa a.m.k. ekki „skip nálægrai framtíðar," því aö í sumar á aó taka skipið úr notkun, en ekki et þess getið hvað eigi að gera við það. Það var Eisenhower forsett sem átti húgmyndina áð smiöt skipsins til þess að sýna heiminum að þannig hagnýttu Bandarlkin kjamorkuna til friðsamlegra nota. Rómaborg: I ítalskri bflaframleiðslu var mikil aukning árið sem leið Hún nam 20% og þar með voru öli met slegin. Framleidd voru 1.360 898 vélknúin flutningatæki, þar af 1.175,548 bílar. Bílaútflutningur nam 393.569 miöað við 321.731 1965. Bílarnir fóru aöallega til sam markaðslandanna, einkum Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands. St. Louis, Bandaríkjunum: Tveir hvirfilvindar fóru I fyrrinótt yfir St. Louis og þar um slóðir og ollu miklu tjóni. Gekk og á með þrum- um og eldingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.