Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 2
1 VI S IR . Fimmtudagur 26. janúar 1967. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingamefndar og trúnaðarráðs félagsins um stjóm og aðra trúnaðarmenn Verkamannafélagsins Hlifar árið 1967 liggja frammi i skrifstofu Vmf. Hlífar Vestur- götu 10. öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Vmf. Hlífar fyrir kl. 2 e. h. sunudaginn 29. janúar 1967, og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjóm Verkamannafélagsins Hlífar. Skáldskapur og ••• Framh. af bls. 9 gert, þ.e, að falla ekki strax frá frumvarpi sínu og þeir fréttu um stjómarskiptin I Dan mörku. Verður örðugt að neita þvi, hverjar sem ástæðumar hafa verið. Skáldaminni Þorsteins Gísla- sonar eru í senn skemmtileg og skýrandi. Þó að hann kvæði stundum nokkuð fast að orði um íslenzka ritdóma, var hann sjálfur mjög jákvæður í dóm- um sínum, vildi fremur byggja á kostum en göllum verka, sem hann dæmdi, vildi fremur skýra en rífa niður. Enda gafst þaö vel, sbr. ritdóminn um 1 heima- högum eftir Guðmund Frið- jónsson, sem margir rifu niður, en Þorsteinn lagði mikla á- herzlu á þá kosti, sem sýndu, að hér var skáld á ferðinni, en hann minntist auðvitað á gall- ana Ifka. 1 samræmi við þetta er sú afstaða Þorsteins, að meiri áherzlu ætti aö leggja á að gefa út úrvalsljóð skálda en heildarverk, þar sem allt væri tínt til, gott og vont, sbr. um- mæli hans um Bólu-Hjálmar á bls. 255 f þessari bók. Enn vildi ég minnast á einn þátt hér, sem gott var að koma með, þ.e. íslenzkar bókmenntir við háskólann f Kaupmanna- höfn. Þorsteinn ætlaði að velja sér að ritgerðarefni við háskól- ann íslenzkar bókmenntir eftir 1400, en fékk það ekki viður- kennt sem verðugt viðfangsefni, þar eð Wimmer gamli sagði, að slíkar bókmenntir væru ekki til, ekki væri um neinar íslenzkar bókmenntir að ræða, er nefna mætti þvf nafni, aðrar en forn- ritin. Er þetta í sjálfu sér furðu leg afstaða háskóla, sem var há skóli Islands, þar eð Island var hluti af Danmörku. Og ekki verður þvf kennt um, að Wimm er gamli hafi verið ólæs á þéss ar bókmenntir, ef hann hefði kært sig um. En hann hirti ekki að kynna sér þetta og ekki held ur kennslumálaráðuneytið, þó að því hefði auðvitað verið í lófa lagið að spyrja Valtý Guð- mundsson, sem var dósent við háskólann. Ættu sem flestir að lesa þessa grein Þorsteins, því hún sýnir betur en flest annað, sem ég minnist að hafa lesið hversu ísland var f rauninni Ht ilsvirt í Danmörku, þótt komið væri fram undir síðustu alda- mót. Einnig sýnir þetta glöggt Iðnaðarmannafélagið i Reykjavík 100 ára afmælisfagnaður félagsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 3. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Iðn- aðarbankanum, skrifstofu Meistarasambands byggingarmanna, Skip- holti 70, og Iðnskólanum, Skólavörðuhæð, á venjulegum skrifstofutíma. (Borð verða tekin frá í Hótel Sögu þ. 30. og 31. jan. kl. 17—19). 100 ára saga / máli og myndum Sýning á 100 ára starfi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í máli og myndum verður opnuð almenningi í Iðnskólanum á Skólavörðuhæð — inngangur frá Vitastíg — kl. 18.00 laugardaginn 28. janúar. — Sýning- in verður síðan opin daglega kl. 15—22 til og með 5. febrúar. Félagsstjórnin hversu brýn nauðsyn var að stofna íslenzkan háskóla, enda átti þetta eigi lítinn þátt f að flýta fyrir í þvi máli. Þorsteini var þetta auðvitað ekki að skapi og nam hann ekki meira við þennan skóla, en hóf baráttu fyrir háskóla hér. Þessi bók er kærkomin. Hljótt hefur verið um höfund hennar um sinn, þótt hann eigi gleymsku sízt skilið. Og þegar við fáum í hendur svo ágætt úr- val og hér, sjáum við, að það á ekki síður erindi til okkar nú á dögum en það átti, þegar það var ritað. Erlent — Framh. af bls. 8 Miniére hefur án efa stutt Mo- ise Tsjombe fyrrum forsætis- ráðherra, sem nú er í útlegð, — og Kongóstjóm telur félagið vinna að áformum um að hann nái völdunum aftur, — en Mo buto hrifsaði til sín völdin eftir að Tsjombe var kominn í útlegð ina. Mobuto lítur á Katanga sem peningakistu landsins og treyst ir á, að með yfirráðum yfir henni gæti hann treyst völd sín og hindrað Tsjombe f að kom ast aftur til valda, — en það er litið svo á, að Mobuto spili áhættuspil og ef í odda skerst milli Kongó og Belgíu vegna sérfræðinganna gæti Mobuto grafið undan sjálfum sér með því að eyðileggja efnahag lands ins og þá fengí'Tsjombe nýtt tækifæri. Mobuto verðúr sem sé, hvern ig sem allt velkist að geta sótt gullegg í hreiður Katangahæn- unnar — og til þess þarf hann velvild og starf þeirra manna sem hann nú reynir að þvinga til að vera kyrra í landinu og starfa fyrir sig . ÞILJUIFNI þykkt 12 mm Abachi Limba Milliveggja-plötur 50 mm þykkar: Fura Abachi Oregon Pine Limba Sen Oregon Pine Eik Panfanir sækisf Fura Askur strax Sen Teak Eik Ný sending vænfanleg fljótlega Palisander þiljur væntanlegar í 12 mm þykkt. Allar upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni og einnig í vöruafgreiðslunni að Ármúla 5. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F. Grettisgötu 2 Simi 24440 Armúla 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.