Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 2. febrúar 1967, 3 Þegar vcgfarandinn stendur ofarlega á Flókagötunni árið 1974 og horfir í átt að Skóla- vörðuholtinu blasir við honum sú bygging, sem einna umdeild- ust hefur verið á undanfömum árum — Hallgrímskirkja. í Myndsjánni í dag bregðum við okkur í spor þessa vegfar- anda og sjáum Hallgrímskirkju eins og hún er áætluð full byggð á 300 ára ártíð Hallgríms Péturssonar og 11 alda afmæli íslandsbyggðar. Verður Hall- grímskirkja þá tákn Reykjavík- urborgar, þaðan, sem hún sézt víðsvegar að allt frá Hellisheiö- inni og Akranesi og úr hinum ýmsu borgarhlutum? Stórbygg- ingar við hlið Hallgrímskirkju mega sín lítils eins og sjá má af samanburðinum, þegar litið er á Myndsjána. Ofarlega til vlnstri ber við sjóndeildarhring byggingu góötemplara, skáhallt neðan við hana sjáum við Dom- stundaklukkur. Lætur þá nærri að nær helmingi tumbyggingar- innar sé náð, en hún verður alls 741/2 metri að hæð, þar af er ferhymdi hluti turnsins 45 metrar aö hæð, síðan turnspíra 25 metra að hæð og þar á ofan kross. Byggingarframkvæmdir við tuminn hófust árið 1963 en þar áður höföu verið byggðir veggir kirkjuskipsins 1956—57 var byrjað að steypa sökkulinn undir því eftir að framkvæmdir við Hallgrímskirkju höfðu legiö niðri um árabil vegna þess að byggingarleyfi fengust þá ekki. Áður haföi verið byggð kapella, sem byrjað var á í des. 1945, og lokið var við 1948 en hún hefur þjónað Hallgrímssöfnuði síðan sem guðshús. Árið 1940 setti alþingi lög um skiptingu safnaðarins í Reykjavík og með þeim lögum er gert ráð fyrir byggingu stórr- ar kirkju á Skólavöröuhæð m. a. Árið 1937 er húsameistara rikis- ins Guðjóni Samúelssyni falið að gera teikningar að kirkju á Skólavörðuhæð. Hugmyndin að byggingu kirkju i minningu Hall gríms Péturssonar er þó fyrr fram komin, hana má rekja til ársins 1914, þegar Þórhallur Bjarnason biskup niinnist fyrst á hana. Bygging Hallgrhnskirkju hef- ur verið hitamál þótt svo virð- ist sem öldurnar hafi lægt í bili, en þær munu hafa risið hvað hæst á síðustu árum á almenn- um borgarafundi þann 1. marz 1964 að undangengnum umræð- um á opinberum vettvangi og manna á meðal. Hófu andstæð- ingar kirkjubyggingarinnar þá harða hríð að forvígismönnum hcnnar. Einkum var þeim tum- inn þyrnir í augum — tuminn, sem ef til vill verður tákn Reykjavíkur árið 1974. us Medica, nær Hallgrímskirkju við sjóndcildarhring sjáum við Listasafn Einars Jónssonar, viö kirkjuna sjálfa ber svo Heilsu- verndarstööina og Gagnfræða- skóla Austurbæjar til hægri sjá- um við því næst Austurbæjar- barnaskólann og Iðnskólann bera við þar fyrir ofan. 1 dag, þegar ekið er niður Skúlagötuna ber við himin háa vinnupalla utan um tumbygg- ingu Hallgrímskirkju, verkinu miðar vel áfram og hækkar tum inn svo að segja dag frá degi og er kirkjubyggingin þegar farin að móta svip borgarinnar. 1 fyrri viku var búið að steypa 31.5 metra af turninum, en vinnupallar voru komnir upp í 37 metra hæð, lætur þá nærri, þegar litið er á myndina að vinnupallamir nái að neðri brún efstu glugga turnsins, þeirra fyrir neðan hringlaga opin, sem gerð eru fyrir væntanlegar Hallgrímskirkja séð árið 1974

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.