Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 2
V f SIR . Fimmtudagur 2. febrúar 1967. ^ f - * ’ - Ní v „Það kostar Ungverjana mikinn svita ef þeir ætla að sigra okkur" — segir Arni Agústsson, einn fararstjóra FH-libsins, sem hélt 'jtan i morgun til kepp ni við Honved FH er farið utan til keppni við Honved i Búdapest. „Við reiknum með erfiðum andstœð- ingum þar sem þessir ung- versku meistarar eru“, sagði einn af fararstjórum FH í gær, Ámi Ágústsson, þegar við hittum hann þar sem hann var að vinna að útgáfu leikskrár, sem koma á út þegar FH og Honved leika hér 12. febrúar. „1 liði Honved er aö finna m.a. 6 leikmenn, sem voru með I HM í Svíþjóð á dögunum, þar á meöal stjama þess liðs, Varga, ungur og ákaflega efnilegur, en hann hefur enn aðeins 4 lands- leiki að baki, markvörðurinn Széplaki (17 landsleikir), Ad- joman (59 landsleikir), Fenyö (54 landsl.), Kovacs (61 landsl.), og Vitkay (24 landsl.). Liöiö byggist að verulegu leyti upp á þessum gamalreyndu leikmönn- um, en ungir liðsmenn, sem leik iö hafa með unglingalandsliði, eru á mjög áberandi hátt notaöir. Alls hafa Honved-leik- menn 234 landsleiki að baki, — okkar piltar hafa að vísu marga landsleiki að baki márgir hverj- ir, en samanlagt erum viö ekk- ert í námunda við Ungverjana". — Hvað um Honved. Er þetta ekki mikið íþróttafélag? „Jú, þetta félag er mjög stórt, það var stofnað 1949, og eru 23 íþróttagreinar iðkaðar af félög- unum, — virkir þátttakendur munu vera yfir 2000 talsins, þar á meðal eru heimsmeistarar, Olympíumeistarar, margir Evr- ópumeistarar og methafar alls konar. Frá síðustu Olympíuleik- um fengu Honved-menn þrjá menn með gull fyrir knatt- spyrnukeppnina. Félagið er aö flestu leyti rekið sem ríkisfyrir- tæki og mjög stórt í sniðum. í'*> hitteöfyrra vann Honved 54 ungverska meistaratitla í ýmsum | greinum, bæöi einstaklings og flokkaíþróttum, en í fyrra urðu meistaratitlamir 80 talsins. Handknattleikur var eiginlega ekki tekinn á dagskrá hjá Hon- ved fyrr en 1957 og sama ár komust þeir í 1. deild. Þar hafa þeir fjórum sinnum orðið ung- verskir meistarar síöan, en tvisvar í 5. sæti. S.l. fjögur ár hafa þeir verið í algjörum sér- flokki í innanhússleik. Gegn er- lendum liðum hafa þeir náð á- gætum árangri, voru m.a. í hörkuspennandi bikarúrslitum gegn Leipzig í síðustu Evrópu- bikarkeppni, en Leipzig vann 16:14 og fór leikurinn fram í París. Nú, gegn Dukla Prag, sem við þekkjum hafa þeir náö ágætum árangri, töpuðu að vísu með 10:17 1962, en naumlega með 17:21 1964. Sama ár léku þeir m.a. viö Árhus KFUM og unnu Ungverjar það lið með 24:14“. — Hvaö álítið þið um frammi stöðu ykkar gegn þessu sterka liði? „Við ættum að eiga jafna möguleika á við Ungverjana. Þeir verða eflaust erfiðir, en við munum verjast og standa í þeim, — ungverskur sigur skal þurfa að kosta talsverðan svita. Nú hefur allt verið gert til aö okkar lið verði betur fyrirkall- að en í leiknum gegn Dukla í síðustu Evrópubikarkeppni. Við leggjum fyrr af stað nú en þá. Þá lentum við í seinkun á Kastrup-flugvelli og komumst ekki í rúmið fyrr en milli 2 og 3 um nóttina fyrir leik okkar, sem var kl. 10.30 fyrir hádegi. ÞaÖ var því litla hvíld að fá, en samt töpuöum við aöeins Fyrir nokkrum dögum fór fram fyrsta- keppnin í ísknatt- leik hér á landi milli tveggja félaga. Aö vísu voru liðin ekki í einkennisbúningum að hætti erlendra liða, en engu að síður voru hér Skautafélög Akureyrar og Reykjavíkur. Akureyrarliðið sigraði eins og við mátt búast . með miklum mun, enda hefur það lið betri tækifæri til að æfa en hið reykvíska, sem býr við eilífa hláku og isleysi. — Myndina tók fréttamaður Vísis Herbert Guðmundsson af leikn- um. með 5 marka mun og unnum áhorfendaskarann á okkar band, enda þótt flestir væru fylgjendur Dukla. Nú förum við til London og þaðan á föstudags morgun til Budapest með milli- lendingu í Brússel og veröum komnir á áfangastað um 5-leyt- ið. Við ættum því að hafa á- gætan tíma til að átta okkur, skoða íþróttahöllina og aðlaga okkur öllum aöstæðum“. — Hvað með mataræðið. Nú fara margir íþróttamenn og heil- ir flokkar flatt á því að skipta snögglega um mataræði? „Já, við höfum hugsað um það atriði og munum við sjá svo um á hóteli okkar að strák- amir fái aðeins fæðu, sem fer vel í maga, en sleppi kryddÖð- um mat og öðru, sem kann að vera þeim skaðlegt. Birgir Björnsson sér um þessa hlið málanna. Nú, við höfum gert allt til að reyna að gera þetta sem þægilegast. Við höfum öft verið óánægðir með hótel, sem okkur hefur verið boðið upp á, og því látum við ferðaskrifstofu Framh. á bls 10 Innanhússkaattspyrna í Laugardalshöll í kvöld í kvöld verður í sinn leikin innanhússknatt spyrna ! Laugardalshöll- inni. Hefur þessari grein verið spáð miklum vinsæld um hér í hinni stóru" höll og er alls ekki fjarri lagi að álíta að íslandsmót og Reykjavíkurmót verði haldin í þessari grein, þeg- ar hægt verður að koma fyrsta við pöllum meðfram gólf- inu, eins og reglur gera ráð fyrir. Verður þá eflaust oft þröng á þingi í áhorfenda- Ólafsson, Hermann Hermannsson, Geir Guðmundsson, Ellert „Lolli“ Sölvason, Guðbrandur Jakobss. og Snorri Jónsson. í liði íþróttafrétta- manna eru að vísu engar kempur en eflaust munu hinir ritvísu menn stæðum. sýna engu minni snilli á knatt- spyrnuvellinum en ritvellinum. Það er í tilefni af 55 ára afmæli í kvöld fara fram eftirtaldir Vals, sem þetta mót er haldið og leikir er keppnin með hraðkeppnissniði 1. Þróttur A — Breiðablik og lýkur annað kvöld. 2. K.R. A — Þróttur B Annað kvöld mun leikur gamalla 3. Fram B — Haukar Vals-„stjama“ gegn liði íþrótta- 4. Í.B.K. B — Valur B fréttamanna eflaust vekja mesta 5. Vlkingur B — Í.A. B athyglina. í liði Vals nægir að 6. Í.A. A — I.B.K. A benda á nöfn eins og Albert Guð- 7. K.R. B — Valur A mundsson, sem er fyrirliði, Sig. 8. Víkingur A — Fram A. WNANHUSSMÓT í KNA TTSPYR, verður haldið í nýju íþróttahöllinni og hefst í kvöld kl. 8.15. Beztu knattspyrnumenn landsins keppa. KomÍ J og sjáið knattspyrnu leikna í nýju íþróttahöllinni. Knattspyrnufélagið Valur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.