Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 02.02.1967, Blaðsíða 1
Bæjarþingsmálum hefur fjölgað m 3-500 árlega Aukning mest i vixil- og skuldamálum — Yfirborgardómari telur nauð- synlegt að sett verði l'óg um s'ólu lausafjár með afborgunum || og yfirgnæfir allar aðrar bygg- |jingar borgarinnar. j MYNDSJÁ í dag sýnir inn í framtíðina, — vlð sjáum stór- byggingamar á Skólavörðuholti 1974 og Hallgrímskirkja gerir sannarlega ekki mikið úr um- hverfinu eins og sjá má. Á s.l. ári voru þingfest f bæj- arþingi Reykjavíkur og sjó- og verzlunardómi 5068 mál, en af- greidd voru, dæmd, sætt eða haf in 4865 mál. Mest af þessu eru skriflega flutt mál, víxllmál og skuldamál. Vísir átti stutt samtal við yf- irborgardómarann í Reykjavfk, Hákon Guðmundsson, í morgun og skýrði hann frá málafjölda hjá embættinu á s.l. ári. Sagði hann, að málafjöldi hjá embættinu færi vaxandi með ári hverju, ykist um 3—500 mál á ári. Flest þessara mála eru víxil- og skuldamál, en þau munu hafa verið kringum 4500 talsins á s.I. ári. Þess háttar mál eru flutt skriflega, en öll viðameiri mál t. d. skaðabótamál, eru flutt munnlega. Algengustu mál þeirr ar tegundar eru skaðabótamál vegna slysa, galla á húsum, málaflokkur, sem stækkar ört, og mál út af verzlunarviðskipt- um, einnig nokkuð af kaupkröfu málum og meiðyrðamálum. — Geta má þess, að árið 1961 voru þingfest 2946 mál í bæjarþingi, en afgreidd 2802 mál. Árið 1965 voru þingfest mál 4551, en af- greidd 4591. Tekin voru fyrir hjá borgar- dómaráembættinu 324 hjóna- skiinaðarmál og gefin út 117 leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng. Hjónavígslur voru 66 á s.l. ári. Hjónavígslum hjá emb- ættinu fer fjölgandi, sagði yfir- borgardómarinn, en mér er ekki ljóst, hvort um hlutfallslega fjölgun er að ræða 1 samanburði Framh. á bls 10 Tilraunir gerðar í með froðuplast til beitu Lögreglan skerst í leikinn, — fannst gauragangurin n ganga úr hófi fram og tók það ráð aö „skrúfa fyrir“ hljómlistarmenn Tóna. í Noregsfrétt frá NTB er sagt frá athyglisverðum tilraunum til Olæti unglinga eftir bítlatónleika Nokkuð stór hópur unglinga safnaðist saman niðr; í miöbæ f gærkvöldi eftir aö bítlatón- leikum í Austurbæiarbíói lauk. Höfðu þeir í frammi nokkur ærsl og ólæti. Reyndu meðal annars að velta bílum, sem lelö áttu fram hjá um þetta leyti, og gcröu aðsúg að lögreglustöðinni. Ástæðan var sú, að ungling- arnir æstust svona upp, þegar hætta varð tónleikunum vegna óláta áhorfenda. JÞegar síga tók á seinni hluta tónleikanna, ætl- aði allt um koll aö kevra, ung- lingar fleygðu fötum og öllu lauslegu upp á sviðið og réðust nokkrir upp á sviðið. Varð þá lögreglan að grípa i taumana og stöðva tónleikana. — Þurfti síðan að ryðja húsið, sem gekk treglega. Svo mikill var áhug- inn að komast inn í bíóið aftur, að nokkrir gerðu tilraun til að brjóta hurð á húsinu og fara inn. Eftir þetta hélt hluti ungling- anna niður í bæ, og hélt áfram ólátum þar. Neyddist lögreglan til að taka verstu ólátabelgina og flytja í Stðumúla. Þegar svo tók að rigna, nægði það til þess að hópurinn dreifðist. framleiðslu á gervibeitu. Fréttin er frá Álasundi og segir i henni, að fyrirtæki í Norðfirði (Nordfjord- en) sé farið að framleiða froðu- plast til beitu, ætlað til að beita á línu. í froðuna er settur fluor- kenndur vökvi og sérstök sjávar- dýr soðin saman við hana,' svo að beitan verður bæði bragðgóð og góð lykt af henni. Fyrstu tilraun ir hafa gefizt vel, en tekið er fram að það þurfi að reyna hana á fleiri fisktegundum- en gert hefir verið. Til þessa hefir hún bara verið reynd á einni, sem „gleypir við öllu“. og því ekki að marka hana eina. Tilraununum verður haldið á- fram í þeirri von, að það takist að framleiða gervibeitu, sem spari fiskimönnum mikil útgjöld. 1974 HVERNIG verður svipur höfuð- borgarinnar 1974? Þá á Hall- — það mndeilda mannvirki, að vera fullbyggð Unglingamir hímdu heldur ömurlegir og eins og án tilgangs andspænis Iögreglustöðinni. Þeir tóku til handargagns mjólkurhyrnur af tröppum Iögreglustöðvarinnar og köstuöu þeim í gluggana. Nokkrir þeirra voru fluttir f Síðumúla, — og þangaö sóttu foreldrar böm sín. 1 gærkveldi efndi Stúdentafélag Háskólans til almenns umræðu- fundar í Sigtúni og var náttúru- vernd tekin til meöferðar. Frum- mælandi var Eyþór Einarsson, mag. scient. Eyþór benti á ýmsar lagasetningar um náttúruvernd og skýrði sín sjónarmið þar að lút- andi. Hann benti m. a. á nauðsyn náttúruverndar í nútimaþjóðfélagi og tækifæri það sem ísland hefði á þessu sviði nú. Þegar hin gömlu klassisku þjóðfélög hefðu verið að þróa2t hefði hugtakið náttúruvernd ekki verið til, en það væri mjög víðtækt. Hérlendis væri I nú gullið tækifæri til náttúruvernd | ar, vegna þess hve náttúra lands- ins væri tiltölulega ósnortin af mannshöndinni. Sem dæmi um hættur þær sem leynast vegna mannanna verka má taka vatnsból- in í nágrenni Reykjavíkur. Ekki þarf annað en að olíugeymir springi ;á því svæði sem vatnsbólin eru ! Það getur haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér, þar sem jarð- vegurinn í nágrenni borgarinnar er mjög gisinn. Það gæti tekið mörg ár að bæta slíkt tjón. Jón Jónsson jarðfræöingur hefur gert athuganir í þessu sambandi og kom fram í þeim, að ekki þarf meira til en að olíuflutningabifreið velti út af veginum á þessu svæöi. en slíkt óhapp getur haft varan- 1 leg áhrif á vatnsæðarnar. Á fundinum var rætt um þá á- , kvörðun Þingvallanefndar að Ieyfa i byggirigar sumarbústaða í Gjá-' ' bakkalandi og samþykktar vítur á nefndina þess vegna. Menn voru vfirleitt sammála um að vanhugs- að væri af nefndinni að leyfa slík- ar bvggingar, enda spilltu þær frið- helgi staðarins Þingvallanefnd heföi einnig gerzt brotleg við þjóö- 1 garðslögin með byggingaleyfum ■ innan takmarka hans. Eyþór vakti athygli á því að Is- land væri aðili að alþjóðlegum; samtökum um náttúruvernd og gat þess að komið hefði til mála, að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum yrði strikaður út af lista hjá hinum al- þjóölegu samtökum, vegna þess að skilyrðum værj ekki fullnægt og er þá aðallega átt við byggingu sumarbústaða innan þjóðgarðsins. Einnig var getið um það laga- ákvæði, að veiðar eru algerlega bannaðar innan garðsins, nema á stöng, en hér hefur sá háttur ver- ið á hafður, að veiða gegndarlaust á svæðinu. Séra Eiríkur J. Eiríks- son, þjóðgarðsvörður, gat þess, að sl. sumar hefðu aðeins verið leyfð- ar veiðar með stöng. Samþykkt var ályktun ferðamála ráðs að gagnrýna Þingvallanefnd Framhald á bls. 10. Náftúruvernd rædd á fundi Stúdentafélagsins i gærkvóldi: Lítið þarf til að vatnsbólin séu í hættu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.