Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 8
V í SIR . Laugardagur 18, febrúar 1967. 8 \ VÍSIR (Jtgefandi: BlaOaútgáfan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoBarrltstjórl: Axel Thorsteinson Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingar; Þingholtsstræti 1, slmar 16bi> jg 13099 AfgreiOsia: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Askriftargjaid kr. 100.00 & mánuOl innanlands. i lausasölu kr. 7,00 eintakiO PrentsmiOja VIsis — Edda h.f. Gömlu flokkarnir í Hollandi töpuðu fylgi íþingkosningunum Bölsýnisrugl Tímans Xíminn sagði nú í vikunni, að ágreiningur stæði um margt milli stjórnarflokkanna og Framsóknar, en þó um ekkert meira en „bölsýniskenninga'r forsætisráð- herrans og sálufélaga hans“. Þetta er hraustlega mælt hjá móðuharðindamálgagninu. Þjóðinni er eflaust enn í fersku minni spádómur þingeyska spekingsins um „móðuharðindi af mannavöldum", þegar viðreisnar- stjórnin var mynduð. Tíminn tók þetta upp sem inn- blásin spádómsorð og stagaðist á atvinnuleysi, sam- drætti og örbirgð, sem í vændum væri af völdum stjóraarstefnunnar. En ekkert af þessu kom. Atvinna og framkvæmdi'r hafa aldrei verið meiri en í tíð nú- verandi stjóraar, og velmegun almennings hefur farið vaxandi með hverju ári. Þrátt fyrir þetta keníúr enn í dag varla út tölublað af Tímanum, þar sem ekki er kýrjaður sami bölsýnis- söngurinn. Allt á að vera að fara í kalda kol, sjávar- útvegur, iðnaður og hvers konar atvinnurekstur á heljarþröminni. Sé þetta ekki bölsýni, er vandséð hvað á að kalla því nafni. Það kemúr þvi úr hörð- ustu átt þegar Tíminn er að bregða forsætis'ráðherra og ríkisstjórninni um ótrú á framtíðinni. Og með hverju rökstyður svo Tíminn fullyrðingar sínar um bölsýni ríkisstjórnarinnar? Hann vitnar í ummæli forsætisráðherra á flokksfundi Sjálfstæðis- flokksins sl. haust, þar sem hann sagði m.a.: „Við skulum þá fyrst gera okkur grein fýrir því, að þjóðfélag okkar er með þeim allra minnstu í heiminum. Auðsætt er, og hefur oft verið sagt áður, að erfitt ér að halda jafnvægi á lítilli bátkænu, erf- iðara að halda henni í jafnvægi, heldur en að halda stóru skipi í jafnvægi“. Um sjávarútveginn sagði hann, að hann væri stopull og háður stórum sveifl- um, og um iðnaðinn: „Ég segi það enn og aftur, að sjálfsagt er og eðlilegt að halda iðnaðinum við, en það kostar að við verðum að bo'rga meira en ella fyr- ir vöruna“, og ennfremur: „Ef við eigum að halda við landbúnaði, eins og við verðum að gera, þá hlýt- j ur það að leiða til stórhækkandi verðlags innanlands.1 Þetta er óhjákvæmilegt“. Þetta kallar Tíminn bölsýni. Vitibornir menn kalla! það hins vegar, að gera sér grein fyrir staðreynd- um. Ekkert í framangreindum orðum ráðhe'rrans verð- ur hrakið með rökum. Og þeir eru sízt kjörnir til forustu í þjóðmálum, sem ekki vilja viðurkenna þess- ar staðreyndir og láta eins og þær séu ekki til. En fáfræði og skilningsleysi leiðtoga Framsóknarflokks- ins á jafnvel einföldustu atriðum efnahagsmálánna virðast engin takmörk sett. Úrslit þingkosninganna i Hol- landi f fyrradag urðu þau, að þeir tveir flokkar, sem um langt árabil hafa verið mestu ráðandi á vett- vangi stjómmáianna, Kaþólski flokkurinn og Jafnaðarmannaflokk- urinn, glötuðu fylgi og hafði verið búizt við þvi. AUs buðu 23 flokk- ar fram, en i landinu fór með völd bráðablrgðastjóm til undirbúnings kosningunum og til þess að stjóma sem embættismannastjóm, þar til ný stjóm tæki við. í NTB-frétt frá Haag í gær Tjar sagt, að úrslitin sýndu mikla fg5#s- rýrnun Kaþólska flokksins og jafn- aðarmanna, en mikinn sigur fyrir hinn nýja flokk D66, sem hafði umbætur á kosningalöggjöfinni á stefnuskrá sinni. Samkvæmt NTB- fréttinni tapaði Kaþólski flokkur- inn 8 af 50 þingsætum og jafnaðar- menn 6 af 43, en D66 fékk 7 þing- menn kjörna. Bændaflokkurinn fékk 7 þingmenn kjörna, hafði 3. Þingkosningamar fóru fram 3 mán- uðum áður en reglulegu kjörtíma- bili lauk og þremur mánuðum eftir að mynduð var bráðabirgöastjóm Zijlstra prófessors, en hlutverk hennar var sem að ofan segir, að undirbúa nýjar kosningar, en ekki hafði tekizt að mynda starfshæfa samsteypustjórn eftir fall Cals- stjómarinnar. Ágreiningurinn milli kaþólskra og jafnaðarmanna var um afgreiöslu fjárlagafrumvarpsins. Eins og gorkúlur á haug Þegar kosningar voru ákveönar spruttu upp nýir flokkar sem gor- kúlur á haug, og alls urðu þeir 36, sem ætluðu að hafa frambjóðendur í kjöri, en 13 heltust úr lestinni, er framboðsfrestur var útrunninn, svo að alls buðu 23 flokkar fram. Flokkarnir skammlífu hétu nöfn- um eins og „Flokkur litla manns- ins“, Piparsveinaflokkurinn“ o. s. frv. Sumir dóu, því að ekki var hægt að leggja fram tryggingarfé það, sem krafizt er, 1000 gyllini, en það endurgreiðist ekki, ef flokk- ur kemur engum að. En ýmsum þótti nóg og meira en nóg að eftir skyldu vera 23, — og óttuðust stjórnmálalegt öng- þveiti og þar með um framtíð lýð- ræðisins í landinu. Mikill ágreiningur er um margt í hollenzku þjóðlífi um þessar mund ir, milli kaþólskra og jafnaðar- manna, milli trúarlegra og verald- legra flokka, — skatta, kaupgjalds- og verölagsmál eru umdeild — þau urðu Calsstjóminni að falli. Hún; réði ekki við þau mál: Veröbólgan; óx með stökkhraöa, húsnæðis-| vandamáliö varð æ erfiðara við-i fangs — og atvinnulevsi jókst hröð I um fetum. Atvinmileysi Nú eru 100,000 menn skráðir at- vinnulausir en um leið og atvinnu- leysi hefur færzt f aukana hefur kaupgjald hækkað um 40 af hundr- aði. Ár þessu hefur leitt, að 14.000 af um 80.000 útlendum verkamönn-! um f iandirru eru nú farnir- heim! eða á förum. Fjöldi smáíyrirtækja hefur orð- ið að hætta vegna kauphækkana og aukins tilkostnaðar og stóru fyrirtækin hafa sagt upp fólki, til dæmis Philips^verksmiðjumar i Eindhoven 2500 manns og lokað tveimur af verksmiðjum sínurn Þingsæti í fulltrúadeildinni eru 150. Skoðanakönnun fyrir kosningarnar fór á þá leið, að Kaþólskir myndu ekki fá nema 38 í stað 50, jafnaðarmenn 36 í stað 43, Frjálslyndir fá 19 í stað 16 en Kristilega sögulega sam- bandia (mótmælenda) halda sínum 13 þingsætum og „Andbyltingar- flokkurinn“ sínum 13. — Þannig myndu klofningsflokkarnir auka fulltrúa sína um 15 til 30—32 þing- sæti. D—66 En nú sýna úrslitin mikinn sigur flokksins D-66 (D merkir demo- krati eða lýðræði en 66 er stofn- ár flokksins). — Þetta er flokk- ur menntastéttanna og var skor- Bendick 25 ára. Haft er eftir henni, er hún var sett á listann: — Auðvitað er ég himinlifandi Ég botna aldrei neitt í því sem stjómin gerir eða segir — en þeg- ar Koek-Koek talar stendur allt Ijóslifandi fyrir hugskotsaugum mínum — það er þetta, sem er svo dásamlegt viö hann og flokkinn hans“ ... og svo kom Hetty fram í sjónvarpi, og í yfirlitsgrein um þetta allt í erlendu blaði var sagt í lokin: „Mönnum hlýtur að skiljast, aö það er dálítið erfitt að spá eins og allt er í pottinn búið...“ Zijlstra forsætisráðherra. aö á þær til fylgis við flokkinn, og hann styðja friðarsinnar allir og andstæðingar konungdæmis. Þessi flokkur segir þingræöið í Holland sjúkt og slappt, hikandi og volandi. Koek-koek flokkurinn Þá er eftir að nefna hinn furðu- lega Koek-Koek-flokk, eða „Gagg- flokkinn", en hann stofnaði hænsna búseigandinn Hendrik Koek-Koek, 53 ára að aldri, fyrir tveimur árum. Og hann stofnaði hann vegna þess, að hann var orðinn þreyttur á að ala upp kjúklinga — og einkum þreyttur á að greiða skatta, eins og hann kvað að orði, og meðferð borgaralegra yfirvalda á sér sem skattþegni. í upphafi skopuðust menn aö honum, en í sveitarstjóm- arkosningunum í marz í fyrra fékk flokkurinn 43 fulltrúa kjörna. Þeg- ar þetta er skrifað voru ekki fyrir hendi tölur um hvernig flokkur hans fór út úr kosningunum, en fyrir kosningarnar var talið að hann gæti orðiö allhættulegur stjómarflokkunum — vegna vax- jndi fyrirlitningar á öllu „gamla þingræðinu“ Hendrik heilsar með .-ams konar sigurtákni (V) og Churchill hvar sem hann fer. Nr. 12 á framboðslista flokksins var Ijóshærða kvikmyndadísin Hetty En nú eru sem sagt úrslitin kunn að því leyti, að ljóst er að meginstoöimar gömlu, íhalds og krata, eru talsverðum mun veikari en áður. Og óvissa mikil um, hvaö framundan er. Sigur litlu floklcanna í brezka útvarpinu voru úrslitin kölluð „sigur litlu flokkanna". Á margt athyglisvert má benda í sambandi við þau. 1 fyrsta lagi, að ágreiningur er mikill um stjórnmál. trúmál og ný lífsviðhorf komin til sögunnar, traustið bilaö á eldri flokkunum, dvínandi virðing fyrir gömlum hefðum í þessu gamla traustleikans landi. í stuttu máli kominn tími nútíma ringulreiðar og vitleysu á mörgum sviðumv festan, traustið tilheyrir liðnum tíma. Um trúmála- og stjórnmálaágreininginn er það að segja, að hann hefur leitt til aukins en dreifös stuðnings við mótmælendaflokka og kannski er ! sá straumur þyngri í dýpinu en á ■ yfirborðinu, að Holland framtíðar- ! innar eigi að vera lýðveldi. — Ger- i breyttar aðstæður hafa haft sín á- i hrif. Holland, þetta litla áður itrausta land var til skamms tíma j mikið nýlenduveldi, og verður nú að aðhæfa sig breyttum skilyröum, og á mikið undir samstarfi komið í EBE og kann ef til vill ekki aö öllu við sig þar. Framtíðin er óviss á tímum enn vaxandi upplausnar, atvinnuleysis og anriarra erfiðleika, og stjórnarmyndun verður án efa erfið, og það sem verst er, nýrri samsteypustjórn bíða miklir erfið- leikar, nema þróunin stefni aftur f áttina til sem fæstra en traust- astra flokka, — og frá öryggisleysi og hættum þeim, sem samfara eru mikilli flokkafjölgun — en hún leið ir óhjákvæmilega til raunverulega æ meira stjómleysis, nema straum- amir taki aðra stefnu. — a. f-‘"’íltj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.