Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 9
V í SIR - Laugardagur 18. febrúar 1967. ÞAD IR AD HAFA 9 “5? SKEMM THCCRA FRJÁLSAR l I '.'.n j| ‘I a RÆTT VIÐ ASGEIR LOHG UM KVIKMYNDAGERÐ OG FLEIRA Ásgeir LÓng vinnur að klippingu Búrfellsmyndar. Ásgeir Long er einn þeirra fáu manna hérlendis, sem Iagt hafa stund á kvikmyndagerð, en hann hefur sem kunnugt er gert nokkrar kvikmyndir sem hafa orðið þekktar og vinsælar hér- lendis og nægir að nefna mynd- imar Gilitrutt, Labbað um Lóns öræfi og Sjómannalíf. Um svipað leyti og Sjónvarp- ið tók til starfa, stofnsetti Ás- geir fyrirtæki til að annast gerð auglýsingakvikmynda o. fl. Við lögðum leiö okkar heim til Ás- geirs fyrir nokkrum dögum, en hann býr í Garðahreppi og hef- ur vinnustofu heima hjá sér. — Hefur verið nóg að starfa við kvikmyndagerðina, Ásgeir? — Það hefur verið mun minna að gera við auglýsingakvikmynd irnar en ég bjóst við í upphafi. Maður hélt að auglýsingarnar yrðu talsverður póstur í Sjón- varpinu, en raunin hefur orðið allt önnur. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar, og meðal ann- ars held ég að auglýsendur séu að bíða eftir að sjónvarpið nái víöar. — Þú hefur gert nokkrar aug- lýsingakvikmyndir? — Já, ég hefi gert þrjár mynd ir fyrir Halldór á Skólavörðu- stígnum, eina fyrir Silla og Valda, eina fyrir S.I.B.S., en auk þess er ég að vinna að myndum fyrir Vefarann, Dúnu og Álafoss. — Hvernig hefur þeim fyrir- tækjum sem þú hefur gert mynd ir fyrir líkaö árangurinn af auglýsingunni? — Þau hafa ekki séð eftir þvi að láta gera myndimar. Ég er tíl dæmis að gera viðbót við S.Í.B.S. myndina. — Hvaða lengd er yfirleitt á auglýsingamyndum? — Það er misjafnt. Lágmarks tíminn er 7,5 sek., en S.Í.B.S. myndin er 45 sek. en verður 75 sek. með viöbótinni. — Leggja fyrirtækin sjálf fram hugmyndimar að mynd- unum? — Það er ýmist. Stundum leggja auglýsendur ákveöin „plön“, en stundum hefur mað- ur frjálsar hendur. Séu manni lagðar ákveðnar hugmyndir, ber maður ekki ábyrgð á öðru en framkvæmd þeirra, en það er mun skemmtilegra að hafa frjálsar hendur. — Sumar auglýsingamyndirn ar eru teiknaðar? — Já, til dæmis er S.Í.B.S. myndin algerlega teiknuð, en teiknivinnuna annaðist Ragnar Páll Einarsson. Það er mikil vinna að gera teiknimyndir, en það þarf að gera 25 myndir fyr ir hverja sekúndu til þess að ná eölilegri hreyfingu. í myndinni sem ég er að gera fvrir Vef- arann eru teiknimyndir sam- ræmdar venjulegri töku. — Hvað kostar aö láta gera auglýsingakvikmynd. — Það er afar misjafnt Lágm. upphæð er kr. 1000 fyrir þverja sekúndu í stofnkostnað, en lág- markstíminn sem sjónvarpið tek ur er 714 sek. eins og ég sagði áðan. Þannig mundi einfaldasta gerð auglýsingakvikmyndar geta kostað kr. 7500. Ef myndin er teiknuð, þá getur kostnaðurinn farið upp í kr. 3000 fyrir hverja sekúndu, en talið er aö teiknuð mynd hafi mun meira auglýs- ingagildi en venjuleg mynd. — Hafa kvikmyndagerðar- menn samtök með sér? — Já, við stofnuðum „Hags- munasamtök kvikmyndagerðar- manna“, og þau standa nú í samningum við Sjónvarpið um sýningar á eldri myndum. — Þykir auglýsendum dýrt að láta gera myndir fyrir sig? — Það eru skiptar skoðanir um það eins og flest annað, en til gamans get ég sýnt þér verð- lista yfir auglýsingamyndir á Englandi og í Bandaríkjunum frá árinu 1958. Þar kostar 2000 dollara að gera 15 sek kvik- mynd í Bandaríkjunum, en 500 sterlingspund á Englandi. 2000 dollarar eru u. þ. b. 88 þúsund ísl. krónur, en 500 sterlings- pund u. þ. b. 60 þúsund ísl. krónur. — Þú ert meö fieiri myndir i smíðum en auglýsingamyndir? — Ég er m. a. með tvær mynd ir í smíðum sem eiga að verða tilbúnar í náinni framtíð. Önn- ur á að heita„Ævintýrið okkar“, og hún segir frá tveim krökkum sem ferðast til Englands. Mynd ina tók ég s.l. haust af mínum eigin börnum. Sagan er rakin frá því þau fara upp x flugvél- ina hér á Reykjavíkurflugvelli og þangað til þau koma heim aftur. Þau fara i dýragarð í Eng- Iandi, tveggja hæða strætisvagn, járnbraut o. fl. o. fl. Hin mynd- in heitir „íslenzkt skart“ og fjall ar um gull og silfursmíði á Is- landi frá landnámstíð til þessa dags. Fyrmefndu myndina tek- ur 20 mínútur að sýna, en seinni myndina tekur 30 mínút ur að sýna. Myndirnar eru báð- ar í litum. Þú hefur einnig gert myndir af fullri lengd? — Gilitrutt er eina myndin sem ég hef gert af fullri lengd. — Hvaða myndir fleiri hef- urðu gert? — Ég geröi einu myndina, sem gerð hefur verið um vinnu- brögð á togara, en þá mvnd hefi ég kallað „Sjómannalíf“ Enn- fremur barnamyndina „Tunglið tunglið taktu mig“ og landslags- myndina „Labbað um Lóns- öræfi“. Svo mætti nefna mynd sem við Gunnar heitinn Hansen gerðum fyrir Hafnarfjarðarbæ, en sú mynd heitir „Hafnarfjörð- ur fyrr og nú“ Hafnarfjarðar- bær á þá mynd og furöar mig á því hve sjaldan hún er sýnd, en margt fróðlegt og skemmti- legt kemur fram í henni af því sem nú er horfið. — Svo ertu aö vinna að kvik- mynd fyrir Landsvirkjun? — Já, ég er að taka heildar- kvikmynd af Búrfellsvirkjun. Ég fylgist meö framkvæmdum og tek af þeim kvikmyndir Þeirri mynd á að vei'ða lokið um svip að leyti og framkvæmdum og er þá miðað við árið 1969. Þó hefi ég sex mánuði til að ganga frá myndinni eftir að fram- kvæmdum er lokið. — Þetta hlýtur aö vera mik- ið verkefni? — Og mjög skemmtilegt. Ég má vera sérstakur klaufi, ef mér tekst ekki að gera góða kvikmynd um þessar fram- kvæmdir — Veiztu til þess aö önnur fyrirtæki hérlendis séu að láta gera kvikmyndir fyrir sig? — Já, en þau fyrirtæki, sem helzt þurfa á slíkri þjónustu að halda, virðast leita til útlend- inga. Tæknilega getum viö stað- ið þeim á sporði, og virðist manni ástæðulaust að ausa gjaldeyri í þá þjónustu en sum þessara fyrirtækja hafa ekki far ið vel út úr fyrrgreindum við- skiptum. — Svo við víkjum aftur aö auglýsingamyndunum í Sjón- varpinu, Ásgeir, hvað telur þú hægt' að gera til þess að auka þær? — Það mætti gefa auglýsend- um afsláttinn fyrr en nú er gert Eins óg stendur fá auglýsend- urnir ekki afslátt fyrr en þeir hafa auglýst fyrir kr. 100.000 en ég tel aö fæst fyrirtæki geti byrjað að auglýsa með svo stóra upphæð í huga. Gjaldið er kr. 12.000 fyrir hverja mínútu. Þess ber að gæta að auglýsing í sjón- varpi ber ekki árangur nema hún sé sýnd nokkuð oft, það tekur sinn tíma að fólk festi sér auglýsinguna í minni. — Og þið kvikmyndagerðar mennimir eruð ekki ánægðir. eða hvað? — Satt að segja var ég bjart- sýnn, vegna þess að í skýrslu sjónvarpsnefndar er beinlfnis tekið fram, að með tilkomu Sjónvarpsins muni efnisútvegun að mestu leyti falin íslenzkum kvikmyndagerðarmönnum. — Hvémig finnst þér þær kvikmyndir hafa tekizt, sem Sjónvarpið hefur sjálft annazt töku á? — Ég hafði búizt viö aö þeir settu markið hærra hvað vinnuvöndun viðkemur, en að sjálfsögðu ætti Sjónvarpið að vera leiðandi aöili hvað hana snertir. Viö þöikkum Ásgeiri Long fyr- ir fróðlegt viðtal, og vonum að hagur íslenzkra kvikmyndagerð- armanna megi batna í framtíð- inni. Ásgeir við vélina, sem tekur teiknimyndimar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.