Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 18.02.1967, Blaðsíða 4
FRAKKLAND. Bindindismenn í Frakkladi þykjast nú hafa feng- ið nýtt vopn í hendumar í bar- íttunni gegn ofdrykkju. Samkv. skýrslum lifa franskar konur að afnaði sjö árum lengur en fransk :r karlmenn og er það m. a. ástæð an til þess að í dag eru franskar konur einni milljón fleiri en karl- menn. Ástvðan er sú að franskir karlmenn drekka mun meira alkóhól en franskar konur. SAUTJÁN, danska kvikmyndin sem sýnd var hér á landi í fyrra hefur verið bönnuð í Bretlandi, og segir kvikmyndaeftirlitið að hún sýni „einum of mikið“. Mynd in hefur verið sýnd á öllum Norð urlöndunum við góða aðsókn og er nú verið að sýna hana í Banda -íkjunum,. SVfÞJÓÐ. Þegar hægri akstur verður tekinn upp í Svíþióð í ■or verður hámarkshraði lækkað- ir mikið og samkvæmt könnun, em framkvæmdanefnd hægri tksturs í Svíþjóð gerði ,kom í 'iós að um 70% fbúanna sögðu tð þessi hraðatakmörkun yrði að ■ilda að minnsta kosti eirin til ‘■vo mánuði eftir H-daginn‘,eins t? þeir kalla daginn, sem réglur ■■’.m hæt«ri aksturinn ganga í gildi. I Söngkonan, Cilla Black upp- ■ötvaði fyrst vindlareykingar nú •im daginn. Á tlmabili leit út fyr- > að hún mundi hverfa f reykj- ■rsvælunni, en svo dreifði vindur on reyknum og hún birtist ljós- myndaranum aftur. Hér á mynd- mni er hún í fylgd með vanari vindlareykingamönnum, þeim David Warner leikara og Peter Hall leikstjóra, en þeir starfa við kvikmyndina, sem hún leikur í um þessar mundir. Cilla öðlað- ist tvenns konar reynslu þennan dag. Vindlareykingar og kvik- myndaleik. Synir Willy Brandts, Lars og Peter Brandt í hlutverkum sírium í myndinni. Þessi mynd er tekin við upptöku kvikmyndarinnar og er af hinu hálf- sokkna skipi, scm strákamir halda til i. SYNIR WILLY BRANDTS í ÞÝZKRI KVIKMYND Varla hefur nokkurn tima verið horft með jafn mikilli eftirvænt- ingu fram tii neinnar þýzkrar eftirstríðs myndar eins og horft hefur verið fram til upptöku myndarinnar á smásögu Giinters Grass, „Köttur og Mús“, en hún verður frumsýnd í Berlín á næst unni. Það er kannski ekki mest myndin sjálf, sem beðið hefur verið eftir með svona mikilli ó- þolinmæði, heldur frekar aðal- leikendumir tveir, þeir Lars og Peter Brandt, synir Willy Brandts. Leikur þeirra i mynd- inni hefur nú þegar vakið upp mótmælaöldu. Saga myndarinnar fjallar um hóp drengja, sem halda til i hálfsokknu skipi i höfninni í Danzig á stríðsárunum. Leiðtogi strákanna er hinn ungi Joachim Mahlke, sem hefur það líkams- lýti, að barkakýli hans er ákaf- lega stórt. Til þess að hylja það, stelur hann járnkrossinum, heið- ursmerki liösforingja nokkurs, og ber það um hálsinn við öll tækifæri. Þeir í Þýzkal. æsa sig mikið upp yfir að synir Brandts skuli leika í myndinni, en þeir leika bræðurna, Mahlke. Þeir hafa vilj að gera Brandt ábyrgan fyrir myndinni, þar sem hann hafi leyft sonum sínum að leika í henni. Málið hefur komið fyrir þingið í Bonn og þar vakti það mikla gremju, að myndin skyldi njóta opinbers styrks- sem mjög þýð- ingarmikil. Myndin er ádeila á allar gaml- ar víglínuhetjur og áróður gegn þýzka hermanninum, segja ný- nazistarnir. Og í samtökum vest- ur-þýzkra uppgjafahenmanna er rætt um að sækja myndina aö lögum, eða réttara sagt forráða- menn hennar. Það er rithöfundurinn sjálfur, Gtinter Grass, sem átti uppá- stunguna á því, að synir Willy Brandts léku aðalhlutverkin. Ó- fús gekkst Brandt inn á það, að synir hans fengju að leika í mynd inni. Hann setti þó þau skilyrði að þeir fengju engin laun, heldur aðeins vasapeninga, og upptöku myndarinnar yrði að vera lokið áður en skólinn byrjaði hjá þeim í haust sem leið. „Köttur og Mús“ er sett á svið af leikstjóranum og fram- leiðandanum, Hansjiirgen Poh- land. Hann hefur gert myndina í félagi við kvikmyndafélagið, Film Polski, í Warsjá. Otimynd- irnar eru teknar í Gdansk. Það er mælt, að Pohland hafi fylgt bók Grass t mestu. Sú, sem leik- ur stúlkuna, Tullu, í myndinni, heitir Claudia Bremer. Erlendir ferðamenn Þess er getið í fréttum, að 7000 fyrirspumir um sumar- leyfisferðir hlngað til lands, hefðu borizt brezkum ferða- skrifstofum vegna blaðaskrifa og frásagna um ísland, sem voru að einhverju leyti að tilhlutan Flugfélags islands. Þetta sýnir bezt hver framtið er hér á ferða manastraumi, og ætti móttaka ferðamanna og saie á alls konar þjónustu til þeirra, að geta orð- ið okkur nokkur tekjulind i framtiðinni, og ætti að geta orðið okkur hagstæð gjaldeyris- lega séð. Það er bersýnilegt, að ef viss- um áróðri er beitt. og hæfilega er búiö að móttöku ferðafólks, þá ætti að vera auðýelt að gera móttöku ferðamanna að einni af meginstoðunum undir gjald- eyrisöfluninni, við hliðina á okkar gömlu og góðu atvinnu- vegum. I Neytendasamtökin í bréfum sem berast, þar sem kvartað er yfir einni eða annarri þjónustu, er oft skirskotað til Neytendasamtakanna. Það er því brýn nauðsyn, að samtök neytenda séu sterk og leiðbein- andi, og séu stöðugt vakandi á verðinum. En neytendur geta ekki búizt við að neytendasam- tök hafi bolmagn til mikjllar starfsemi, nema þeir styðji sam- tökin, m.a. með því að kaupa t.d. þau leiðbeiningarrit,' sem samtökin gefa út. I einu bréfi um Neytendasamtökin segir „Á timabili gekk á með fréttatilkynningum frá Neyt- endasamtökunum um vörur og verð. og gæði vara, sem var stórfróðlegt fyrir neytendur. — Svo gekk á með málaferlum gegn Grænnpetinu út af kart- öflunum, en siðan steinhljóð. Væri ekki hægt að ýta við Neytendasamtökunum og blása lífi að nýju f starfsemina. Ef undirtektir almennings vantar, þá ættu samtökin að láta heyra frá sér, bví aö það er nauðsyn að þau lifi. Þó að ferill Neytendasamtak- anna sé ekki langur, þá er hann merkur, og ber að halda merk- inu á Iofti“. Ég kem þessu hér með á fram færi. Þrándur f Götu m.a.:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.