Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 3
V't'SIR. ÞríðJndagur 21. febrúar 1987. Að morguni laugardagsins 26. nóvember s.l. hljóp mikið hlaup í Skaftá og Eldvatn, og fylgdi megn brennisteinsfýla. Hlaupið reyndist eiga upptök sín NV af Grímsvötnum að dómi jarðfræð- inga, sem flugu yfir svæðið. 1 hlaupinu gerðist það, að klettur, sem miðstöpull brúarinnar á Eldvatni hjá Ásum i Skaftár- tungn stóð á „rifnaði upp með r("-m“, braut stöpulinn und- an brúnni og veltist kletturinn meö stöplinum áfastan niður eftir ánni og sést nú vhorki eftir ánni og sést nú hvorki tangur né tetur af þeim. Þótt miðstöpullinn væri. far- inn, hékk brúin uppi, því að eftir voru tveir stöplar auk brú- arsporðanna. Eystri stöpullinn skekktist þó svo að ekki þótti ráðlegt að leyfa umferð um brúna og var henni lokað. Ofar í Eldvatni vann hlaupið einnig spjöll á brúarmannvirkj- um. Er þar mjó brú yfir ána og í framhaldi hennar brú yfir farveg, sem yfirleitt er þurr, en farveginn vestan miðstöpuls- ins og brauzt inn í jarðveginn undir hrauninu. Skolaði það honum burtu og tók þá stuðlað hraunið að brotna og þannig hvarf ldöppin undan miðstöpin- um og stöpullinn með svo og all- ur árbotninn í eystri kvislinni, sem var úr sams konar klöpp. Grófst undan klöppinni það langt austur að eystri landsstöp- ullinn skekktist. Fyrir skömmu kom leysinga- hlaup í ána og óx rofkrafturinn þá og braut enn meira af jarð- veginum undir hrauninu og fór þá eystri landstöpullinn og sést nú hvorki tangur né tetur af honum fremur en miðstöplin- um. Er eystri stöpullinn var farinn, brotnaði brúin í tvennt og féll í ána og þar við situr nú“. Helgi Hallgrimsson brúar- verkfræðingur hjá Vegamála- skrifstofunni sagði Vísi að erin hefðu engar kvarðanir verið teknar um hvað gert verður í brúarmálum á Eldvatni. Þessi mynd var tekir. an Eldvatnsbrúin var f smíðum og sjást vel framkvæmdir við miðstöpul- Inn. Til hliðar er gamla brúin. (Myndina tók JónM. Jóhannsson). Hvers vegna hrundi Eldvatnsbrúin? nú hljóp áin í hann og tók af brúna. Rofnaði þá vegasam- bandið alveg við héruð austan Eldvatns, en brúin var fljótlega endurbyggð. Brúin hjá Ásum sat nú á stöplunum tveimur og brúar- sporðunum og var allt tiðinda- laust, þar til smá hlaup kom í ána 14. febrúar s.l. Brotnaði skakki stöpullinn þá alveg, hvarf í strauminn og brotnaði brúin þá í tvennt og féll í ána. Tveggja og hálfs árs gömul stálbitabrú með steingólfi, 54 metra löng, 2—3 milljóna króna virði og síöast en ekki sízt mikilvæg samgönguæð hafði orðið höfuö- skepnunum að bráð. Hvemig gat svona nokkuð gerzt? spyrja menn. Þorleifur Einarsson jarðfræð- ingur vinnu á vegum Vegamála- skrifstofunnar að rannsóknum á staðnum, þar sem brúin stóð, og gaf hann Vísi eftirfarandi skýringu á þessu: „Berggrunnur Skaftártungu er gerður úr móbergsmyndun með allmiklu ívafi af blágrýti og er þetta berg orðið til á ís- öld. Vestarí brúarsporðurinn og vestasti stöpullinn standa á blá- grýtisklöpp. Miðstöpullinn og landstöpullinn að austan stóðu einnig á klöpp. Þegar brúin var byggð, mun ekki hafa verið ljóst að hér var um vatnsnúna klöpp úr Skaftáreldahrauni að ræða og þaðan af síöur að undir hraun inu væri nokkurra metra þykkur jarðvegur (mold), enda sér þess engin merki í nágrenninu. Þegar hlaupið kom í ána jókst rofkrafturinn mikið og dýpkaði I.. Eldvatnsbrúin eftir Skaftárhlaupið. Miðstöpullinn er horfinn, en brúln stendur enn (Ljósmynd: Brandur Stefánsson). Eldvatnsbrúin, meðan hún var ennþá edn mikilvægasta samgönguæð i Skaftafellssýslum. Skolaðl klöppinni með miðstöplinum og stöpli gamallar brúar frá 1938 alveg burtu og sjást hennar nú engin merki. (Myndina tók Magnús Bjarnfreðsson). Tveggja til þriggja milljón króna mannvlrki fallið. Þannig leit Eldvatnsbrúin út í fyrradag og má greinilega sjá til vinstrl að vestari stöpullinn og brúarsporður- inn standa enn, en að austanverðu stendur aðeins brú arsporðurinn. (Ljósmyndina tók Jón Þorbergsson). L, ,-.]SS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.