Vísir - 04.03.1967, Side 7

Vísir - 04.03.1967, Side 7
VISIR. Laugardagur 4. marz 1967 7 j—Listir -Bækur -Menningarmál Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Þjóðieikhúsið: Marat - Sade Eftir Peter Weiss Lefkstjóri Kevin Pcrlmer — þýðandi Arni Björns- son —Leikmynd og búningar Una Collins Tjag er kannskí dálítið óákveð- ið að kalla leikrit „stórbrot- ið“, og má eflaust túlka það á ýmsa vegu. Samt er það oröið, sem mér er efst í huga eftir að hafa horft á sjónleik Peter Weiss Marat/Sade“, frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu, undir stjórn Kevins Palmer. Það er vitanlega ekki heldur neinn óvefengjanlegur dómur, hvorki yfir þessari sýn- ingu né öðrum frumsýningum, sem ég hef horft á í Þjóðleikhús- inu, að mér finnst, þegar þetta er skrifað, að engin þeirra hafi haft viölíka sterk áhrif á mig. Óhugnanlega sterk. Siikt er ööu fremur dómur yfir sjáffum mér. Höfundurinn, Peter Weiss, er þýzkur að ætt og uppruna, fædd- ur í Berlín, árið 1916, ólst upp þar og í Tékkóslóvakfu og Sviss, stundaði skólanám í Þýzkalandi, en listnám í París að því loknu, kvæntist sænskri konu og hefur um langt skeið verið búsettur í Svíþjóð. Fyrst í stað helgaði hann BCirkjtistða — Framhald af bls. .3. líður? Og mundi ekki andrúms- loftið breytast og batna á ráð- stefnum og þjóðþingum og þau verða akur réttlætis og sannleika, í stað þess að vera musteri van- helgunar, með hatriö að dyraverði og lýgina að æðstapresti, eins og of víða á sér stað, meira að segja á okkar litla þjóðþingi! „Svo skalt þú og áminna hina yngri menn, að vera hóglátir og sýn sjálfan þig í öllum greinum sem fyrirmynd góðra verka, sýn I kenningunni grandvarleik og virðuleik", sagði Páll ennfremur við Tímóteus (Tim. 2,6—7). Hér er Páll að benda á viðhorf hins vaxna manns til æskunnar, bam- anna og unglinganna. Þar veltur á mestu hversu til tekst. Börin, vor- menn hverrar kynslóðar, arftak- arnir, þau eiga aö uppskera það sem eldri kynslóðin sáði. Hjarta þeirra er akurinn, sem við eigum að plægja og sá í. Og barnssálin er frjórri og gljúpari en ef til vill flesta grunar. Af einu einasti orði eða ávarpi getur þar vaxið lótus- blóm eða þistill, eftir því til hvors var sáð. Sé barninu leiðbeint með samúð og skilningi á bams- legri afstöðu þess til hluta og hugmynda og einföldum viðhorf- um þess til daglegs lífs, verður framkoma þess viö annað fólk oftast í líkingu við það, þegar ár- in líða. Mæti barnið hins vegar kulda og þjósti af hendi hinna fullorðnu, þegar það í einfeldni sinni spyr eða gerir eitthvaö þaö sem fullorðiö fólk er ekki ánægt með, eða nennir ekki að svara, þá getur barniö særzt sári, sem það ber ör eftir alla ævi og meira að segja getur, við þrátláta endur tekningu slíkra viöbragða svo farið, að sál barnsins, sem i innsta eðli sínu er rósarunnur sakleysis og heilagleika, verði að þyrnirunni, sem alla stingur, er nærri koma, þegar aldur og þroski færist yfir. Þess eru fleiri dæmi en skráð eru. sig myndlist; hefur og efnt til myndlistarsýninga bæöi í Stokk- hólmi og Gautaborg, og meðal annars hlotið þá viðurkenningu, að listasafn sænska ríkisins, „NationaImuseum“ í Stokkhólmi, keypti verk eftir hann. Þá hóf hann og að skrifa bækur, og var rúmlega þrítugur þegar sú fyrsta kom út, „Frán Ö tHl Ö“. Sneri sér síðan ag leikritagerð, og nefndist fyrsti sjónleikur hans, sem sýndur var á leiksviöi, „Rotundau", — fluttur á „til- raunasviðinu“, „Studiescenen" í Stokkhólmi, 1950. Þetta leikrit hans, „Marat/Sade“ — nafnið er að vísu mun lengra, eða „Of- sóknin og morðið á Jean-Paul Marat, sýnt af vistmönnum geö- veikrahælisins í Charenton, undir $tjóm de Sade markgreifa", — var frumflutt í Schiller-Ieikhúsinu í Berlín, þann 29. apríl 1964, og vakti þegar gífurlega athygli. Al- þjóðlega frægð, ef svo má að orði komast, hlaut það þó fvrst, -----;--------------------—í------•> Uppeldismálin eru áreiðanlega stætsta vandamál hverrar þjóðar. Mistök í þeim efnum hafa oröið mörgum þjóðum örlagarík. Rangt og ósiðsamlegt uppeldi leiöir af sér sundrung og flokkadrætti og veldur stjórnarfarslegum mein- semdum. Af illu uppeldi þjóðar- innar skapaðist óöld sú sem varð Rómaveldi hinu foma að fahi og af þeim ástæðum grét Jesú yfir örlögum Jerúsalemsborgar og þjóðar sinnar, Israel. En hvernig á að ala upp heila þjóð, svo að hún verði þroskuð menningarþjóð, I öllu þv£ róti sem einkennir heiminn í dag? Jesús kenndi okkur að biðja. Bænin er skærasti leiöarvísir mannanna á leiðinni til sannrar, menningar, hún er tengiliður i milli Guðs og manns, — samtal, mannsins við Guð. Hún er veg- J urinn að lífslindum heilagleikans, j þar sem sálin nærist af krafti1 Guðs orös. Á öllum tímum hefur bænin verið sterkasta stoð mestu manna heimsins og verður þaö jafnan. — Og samstillt, biðjandi þjóð er ósigrandi; hún er klettur, sem allar holskeflur brotna á. Læri mennirnir þegar £ æsku að þekkja veginn að lindum lífsins og teyga kraft Guðs orðs, þá verð ur andi þeirra fleygur og armur þeirra sterkur. Sál þeirar verður eins og laufgað té, sem breiðirj lim sitt móti brosandi sól og skýlir hinu veika og smáa. „Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar!" sagði Jesú. Sérhver þjóð heimsins er grein á lífsins tré og hver einstaklingur fruma. Sýkt fruma sýkir út frá sér aörar , frumur og getur valdið visnun trésins. En tré með heilbrigðum frumum ber fullþroskaöa ávexti. „Drottinn! Láttu lífstré sálar minnar blómgast, áður en upp- skerutíminn kemur“, sagði skáld- konan Selma Lagerlöf í einu sinna ágætu verka. Mætti sú vera bæn allra manna hvem dag um allan heiminn! Þá mundi spádóm- ur Jesaja rætast: . Þeir munu, fylla jarðkringluna með ávöxt- J um“ er „The Royal Shakespeare Company" tók það til flutnings undir stjórn hins fræga Peters Brook, og sýndi það bæði i Lund- únum og New York, við frá- bæran orðstír, og hefur nú veriö gerð kvikmynd af leikritinu, byggð á þeirri uppfærslu, undir stjórn Brooks. Og þótt „frægð“ leikrits reynist tíðum stundar- fyrirbæri og undir ýmsu öðru komin er listrænu gildi þess, ætti framansagt að sýna, að þarna er ekki nein meðalmermska á ferð- inni. Sagt er í leikskrá og blaðafrá- sögnum, að þetta sviðsverk fjalli um frönsku stjórnarbyltinguna, enda gefur hig stytta nafn þess það til kynna, og er satt, svo langt sem það nær. Sé það hins vegar nefnt fullu nafni, má af því ráöa, að ekki sé um sögulegt sviðsverk að ræða, enda þótt efniviður og nöfn sé sótt í sögu frönsku byltingarinnar. Fer því og fjarri, að höfundur bindi sig sögulegum heimildum, Þær stað- reyndir, sem hann leggur leikrit- inu til grundvallar fyrst og fremst, og ráða mestu um svipmót þess, eru ekki tengdar frönsku bylt- ingunni nema óbeinlínis. Að sjálf- sögðu hefur það verig að ein- hverju levti fyrir áhrif frá henni, aö forstöðumaður geðveikrahæl- isins í Charenton, 1787—1811, monsieur Coulmier, tók upp þá nýstárlegu lækningaaðferð, að láta sjúklingana efna til reglu- bundinna leiksýninga í hælinu. Það er einnig vitað, að Sade mark- greifi dvaldist. þar um skeið. En þetta tvennt verður megingrund- völlur leikritsins, þar eð Weiss lætur Sade markgreifa semja þar £ hælinu leikrit um stjórnarbylt- inguna og morðið á Marat, sem sjúklingarnir síðan flytja undir stjóm hans. Af þv£ leiöir, að höf- undur túlkar öllu fremur viðhorf Sades til byltingarinnar og Marats — en markgreifinn var einn af þeim, sem slapp naumlega við fallöxina, vegna þess að Marat var myrtur — heldur en hann segi' þar sfna skoðanir. Og leik- ararnir sýna þar ekki fyrst og fremst Marat og ýmsa aðra, er þama koma við sögu, sem slika, heldur sjúklingana á geðveikra- hælinu £ hlutverkum þeirra. Fyrir bragðið skapar höfundurinn þeim tækifæri til gífurlegri átaka en ella, enda mun leitun á hliðstæöu þeirra £ nútfma leikbókmenntum. Og fyrir bragðig verður hann sjálfur undarlega hlutlaus og fjar- lægur, en „boðskapur" leikritsins að sama skapi áhrifameiri, þar eð hann birtist ekki sem prédikun höfundarins. Sjálfur vill höfund- urinn ekki heldur viðurkenna „boðskap" £ þessu margslungna og tröllaukna verki sfnu, heldur einungis „áhrif“. Það er £ sjálfu sér þýöingar- Iaust að ætla sér að skrifa um þetta leikrit og flutning þess sam- kvæmt þeirri viðteknu formúlu, er gilt hefur og gildir enn varö- andi leikdóma í blöðum okkar. Mér telst svo til, að leikendumir séu alls þrjátiu og fjórir; þeir eru inni á sviðinu sem virkir þátt- takendur £ sýningunni allan tím- ann, sem hún stendur yfir, og þótt sú þátttaka þeirra, að fáeinum hlutverkum undanskildum, sé mikið til'„kórleikur“, eru þau flest með sterkum einstaklingssérkenn- um. Sviðsetningin gerir ótrúlegar kröfur til leikstjórans, og þótt ég hafi þar ekkert til samanburð- ar, tel ég að fullyrða megi, aö hinn brezki leikstjóri, Kevin Palmer, sem starfað hefur hjá Þjóðleikhúsinu um alllangt skeið, Þrir aðalleikendanna i Marat-Sade. T. v. Róbert Arnfinnsson sem de Sade markgreifi, þá Gunnar Eyjólfsson f baðinu sem Marat og fremst til vinstri Margrét Guðmundsdóttir sem Charlotte Corday, banamaður Marat. eins og kunnugt er, uppfylli þær kröfur svo, að verkið setji ekki ofan þess vegna. Ég hef fylgzt með stjórn hans á þeim leikritum öðrum, sem hann hefur stjórnað og sett á svið fyrir Þjóðleikhúsið, og ekki alltaf verið alls kostar ánægöur með — enda hlýtur það að vera ótrúlegum erfiðleik- um bundið að stjórna leik og svið setningu og skilja ekki tungu leikendanna — en að þessu sinni sýnir Kevin Palmer ótvirætt, að hann býr yfir mikilli þekkingu og þó fyrst og fremst miklum hæfi- leikum og dirfsku á þessu sviði, og vex með átökunum. Þá er og ekki síður ástæða til ag þakka landa hans, Unu Collins, fyrir frábært framlag hennar, en hún hefur teiknaö1 búninga og leik- mynd og á snaran þátt £ þvf, hve sýningin verður heilsteypt og svipmikil. Til þess að varpa gömlu for- múlunni ekki algerlega fyrir róða, verður getið hér nokkurra leikenda, þeirra sem fara með aðalhlutverk, enda þótt örðugt sé að draga þar ákveðnar marka- Ifnur f svo samvirkum leikflutn- ingi, sem þama er um að ræða. Gunnar Eyjólfsson leikur Jean- Paul Marat. Leikur hans er sterk- ur og fastmótaður — en hann leikur fyrst, og fremst Marat, ekki geðveikisjúklinginn, sem leik ur Marat, og rýfur fyrir það að nokkru leyti tengslin við aðra leikendur, ekki hvað sízt við konu sína, Simonne, sem Herdfs Þorvaldsdóttir leikur af miklum skilningi og næmleika en sem geðsjúka konu er leikur Simonne, og verður þarna nokkur brota- löm á flutningnum, þar sem sfzt skyldi, Hins vegar verður þetta þó til þess, að minna skilur á milli Marat og Sade, sem Róbert Am- finnsson leikur með ágætum, þvf að Sade er ekki geðsjúklingur, þótt hann sitji inni á hælinu. Ævar R. Kvaran leikur forstöðu- mann hælisins, M. Coulmier, og er reisn yfir framkomu hans, eins og ævinlega á sviði, en þær Anna Guðmundsdóttir og Anna Her- skind leika konu hans og dóttur, lítil hlutverk. Gísli Alfreðsson Ieikur kallara, mikið hlutverk hvað framsögn snertir, og ferst það röggsamlega — en þýðingunni virðist mjög áfátt hvað hið bundna mál snertir, sem honum er lagt f munn, og má þó kannski færa það til afsökunar hve heym okkar er þar næm fyrir agnúum og missmfðum fyrir þjóölega erfö. Margrét Guðmúndsdóttir leikur Charlotte Corday, morð- ingja Marats. Ég get ekki fellt mig alls kostar við túlkun hennar á því vandasama hlutverki. Hún leikur að vísu geðsjúku stúlkuna, sem leikur Corday, en nær ekki tilætluðum áhrifum, fyrst og fremst fyrir það, að ég held, að framsögn hennar er þar ábóta- vant — minnir meir á tilraun út- léndings til að mæla á tungu, sem honum er framandi, en hitt, að samhengisskorturinn veki þá til- finningu, að hann stafi af þung- lyndishjárænu sjúklingsins. Aftur á móti nær Erlingur Gíslason góð- um tökum á hlutverki sjúklings- ins í hlutverki Ðuperretts, elsk- huga hennar, og sama er aö segja um Rúrik Haraldsson í hlutverki Jacques Roux. Þá er og fyllsta á- stæða að geta sérstaklega þeirra fjögurra, Jóns Sigurbjömssonar, Helgu Valtýsdóttur, Sverris Guð- mundssonar og Bríetar Héðins- dóttur, sem koma þarna fram sem vistmenn hælisins í hlutverk- um söngvara og mynda þar áhrifasterka samvirka fernd, en þó með sínum einstaklingssér- kennum — þar má sjá tilþrifamik inn leik undir markvfsri leik- stjórn. Frekari upptalningu álít ég að vart verði við komið. Ekki ætla ég mér heldur þá dul, að fara að ræöa eða skil- Framh. á bls. 10

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.