Vísir - 11.04.1967, Side 5

Vísir - 11.04.1967, Side 5
VISIR . Þriðjudagur 11, apríl 1967, 5 |— Listir-Bækur-Menningarmál- Eiríkur Hireinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni. ISLENDINGASPJALL Halldór Laxness - 129 tsis. - Helgafell - Reykjavík 1967 „Margir samlandar mínir auk ýmsra skandínaviskra lesenda hafa spurt hvar ísland sé í Skáldatíma mínum ..Á þeim orðum hefst Íslendíngaspjall, og verð ég að játa, að mér kem- ur þetta dálítið einkennilega fyrir sjónir. Höfundur sem eytt hefur ævi sinni í að skrifa um ísland og íslenzk efni — hvers vegna leyfist honum ekki án þess að orð sé á haft að gefa út eina bók, sem fjallar að mestu um efni í erlendu umhverfi? En af þessum upphafsorðum og fleira í innganginum verður ljóst, að Islendíngaspjall er ritað eftir pöntun, og mun hún eink- um komin frá Rabén og Sjögren í Stokkhólmi, sem vildu fá inn- skotskapítula um ísland í 2. útg. hinnar sænsku þýðingar af Skáldatíma. Ber bókin þessa og merki og einnig sýnir hún, að pöntunin hefur ekki verið af- greidd af fullkomnum áhuga. Kemur lítið fram i bókinni, sem Laxness hefur ekki ritað um áður í skáldsögum eða ritgerð- um og oft drjúgum betur en hann gerir hér. Og ekki er mér heldur ljóst, hvernig þessi bók verður felld inn í Skáldatíma án þess að hatti óþyrmilega fyrir, en það er auðvitað ekki íslend- inga að hafa áhyggjur út af því, heldur þeirra, sem það ætla að gera. Ég býst við að þeir (innlend- ir menn a.m.k.), sem skv. inn- gangsorðunum hafa gagnrýnt Skáldatíma fyrir að þar sé of lítið um Island og Islendinga, hafi átt við það, að þá fýsi að vita sjónarmið höfundar um sambúð hans við landa sína á löngum rithöfundarferli, en um það verðum við litlu sem engu fróðari en áður, þó að við les- um íslendingaspjall. Þó eru hér nokkur indæl orð um þrjá merkispresta, sem ég man ekki til aö höf. hafi minnzt á áður. Hefur honum augsýnilega þótt vænt um þessa menn, sem „nú eru allir heim farnir hver til síns guðs“. Einnig er hér smá- kafli um viðskipti höfundarins við eitthvert dómadagsyfirvald og skattheimtumann í Hafnar- firði, setn tapaði auðvitað öllum sínum málum gegn skáldinu, og var bjargað með því móti einu, ,,að sparka honum uppávið, stjórnmálamegin, eftir gamal- kunnri reglu“. Og þegar þetta yfirvald var orðin svo marghöt- uð persóna í hinu nýja embætti, „tók hann það ráð að skipa sjálfan sig sendiherra í London — íslenzkt konípliment viö The Court of St. James“. (bls. 95). Finnst lesandanum vissulega einkennilegt, að heimskunnur rithöfundur skuli vera að vasast í því í bókum sínum að berja frumort á ensku eftir Richard Beck Richard Beck: A Sheaf of Verses. Winnipeg, 1966. Fyrir nokkru barst mér í hendur eintak af lítilli, snoturri ljóöabók, A Sheaf of Verses, eftir dr. Rich- ard Beck, og vildi ég geta hennar hér og höfundarins með nokkrum orðum, en það er af honum að segja, að það líður nú að þvl að hann láti af störfum sem prófessor við háskóla Norður-Dakota, þar sem hann hefir um það bil náð þeim aldri, er menn láta af kenn- arastörfum þar. Gefst því innan tíð- ar tækifæri til þess að, minnast nánar hins mikla starfs hans í þágu Islands og íslenzkrar menn- ingar. I eigin tungu, en sennilega mun það ekki almennt kunnugt hér á landi, Vel kunnugt er það fjölda mörg- um Islendingum austan hafs sem vestán, að Richard Beck hefir lagt nokkra stund á Ijóðagerð á sinni I ‘ I tungu, sem ég fullyrði að hann ; kunni svo vel og hafi svo gott vald i á, að honum sé leikur að tjá á því hugsanir sínar í ljóðformi. Þetta ; er ekki mikið safn að vöxtum. — Upphaflega kom út í Winnipeg 1945 dálítið safn ljóða á ensku eft- ir dr. Beck og var prentaö sem handrit, en 1952 kom það út í nokkuð stækkaðri útgáfu í Grand Forks, Norður-Dakota, prentaðri af University of North Dakota Press. Flest ljóöanna í þessu safni komu upphaflega í ýmsum blöðum í Bandaríkjunum og Kanada, svo sem The Grand Forks Herald, The Minneapolis Tribune, The Winnipeg Free Press, o. m. fl. og tímaritun- um Poet-Lore (Boston), The Amer- ican-Scandinavian Review (New York), Norden (Chicago), The North Dakota Quarterly (Univers- ity of North Dakota, Grand Forks). Mörg kvæðanna eru ort á sakn- aðarstundum, er höfundurinn minn ist ágætismanna, eins og Churchills, Kennedys og fleiri. Kvæðið The Lone Eagle er orkt til minningar um hið sögulega flug Lindberghs fyrir hartnær hálfri öld yfir Atlantshaf (í maí 1927) og birti ég hér seinustu ljóðlínurnar, sem I lítiö sýnishom ljóðagerðar dr. Becks á ensku: And youth may cheer, for youth has won the day, And man is glad and proud to be a man, He lives in greater hope and deeper faith, Inspired by Lindbergh’s matchless eagle flight, An epic voyage earning deathless fame. | He never pays the common mortal toll Of sinking into dark forgetfulness, ;Who bridget the gulf that severs continents, And linl - closer union man to man. En dr. Beck hefir valið sér önn- ur yrkisefni, svo sem um akur landnemans og í lokakaflanum eru nokkur jólaljóð. Öll bera þau vitni hugarfari göfugmennis, sannment- I aðs manns og smekkmanns, og mun | þessi litla, og einkar smekklega i bók verða kærkomin hinum fjöl- | mörgu Íslendingum, sem þekkja Richard Beck, sem mann og menntamann, og kunna aö meta hann og það, sem eftir hann liggur. Axel Thorsteinson. á skammtheimtumönnum, jafn- vel þótt skattakröfur þeirra hafi verið óréttlátar. Sannast hér enn, að fátt er viðkvæmara en skattamálin. Auk þessa fáum við vitneskju um það í bókinni áhrærandi sambúð íslendinga við skáld sín, að sízt sé verra að vera skáld á íslandi en hvað sem er annaö, skáld svelti þar ekki og hafi aldrei gert fremur en aðrir — og mun það réttilega mælt. Aftur á móti er höfundur fáorð- ur um, hversu gott hiö íslenzka mannlíf sé sem efniviður í skáldskap, og verð ég að segja, að ég sakna þess auk ýmislegs fleira. Segja má, að bókin fjalli að meginhluta um ritmennsku og bóklestur íslendinga gegnum ald imar og var áður kunnugt, að það efni hefur sótt allfast á Halldór Laxness nú um hríð. Hefur mikið verið um þetta efni skrifað, en það er þess eðl- is, að það verður seint upp urið. Að þessu sinni kemur þó lítið fram, sem ekki hefur verið áöur sagt, eins og höf. hafi fremur haft í huga að kynna efnið fyrir útlendingum en fitja upp á nýju, þegar hann ritaði þessa kafla. Um hitt geta svo verið skiptar skoðanir, hvort. þessi kynning er með öllu fortakslaus. Ég nefni ;se{jjt dæpii þessar. .línur: „Þessir eyarskéggjar lögðu undir , sig fræg y yrkisefni,, msginláhds.- ins og fóru meö þau einsog þeir ættu þau. Fyrir bragðið myndað ist hér bókmentahefð sem var að því leyti „lokuð“, að hún gerði alt íslenskt er hún snart, ...“ (bls. 73). Sé ég ekki betur, þó að það komi ekki fullkom- lega ljóst fram, að höf. sé á þeirri skoöun, að íslenzkar forn bókmenntir séu eingöngu ávöxt- ur bókmennta úti í Evrópu — séu í rauninni ekki annað en ís- lenzkun (ekki þýðing) á erlend- um samtíðarbókmenntum, helzt frönskum, og er hann þá við eitthvert líkt heygaröshorn og ungur sænskur maður, Lönnrot að nafni, sem skrifaði doktors ritgerð í hitteðfyrra og hélt þessu fram. Blésu sænsk blöð út ritsmíð þessa, áður en hún var varin og töldu gjörbyltingu í sögu íslenzkra fombókmennta. Því næst gekk andmælandi doktorsefnis, Peter Hallberg, svo frá ritsmíðinni við doktors- vömina, að við lá að maðurinn yrði felldur frá doktorsnafnbót og tekið fram, að prófið veitti honum engan rétt til að starfa við háskólakennslu í Svíþjóð. Síðan hefur ekki veriö á ritsmíð þessa minnzt, og er því að bera í bakkafullan lækinn, ef bryddir aftur á þessum kenningum hér, og er uppkoma Islendingasagna og sérkenni þeirra í miðalda- bókmenntum jafnóskýrt mál eftir sem áður. En þó aö íslendingaspjall marki lítil sem engin spor, hvorki í íslenzkar bókmenntir né á rithöfundkbraut Halldórs Laxness fer ekki hjá því, að bókin er þægileg aflestrar og sumt vel sagt, svo sem „aö is- -lendingar séu frá upphafi vega ekki síður ættaðir úr „bókum" en frá mönnurn". Og ást og virðing Halldórs Laxness á Is- lendingum leynir sér hér ekki, hvað sem hver segir. En okkur finnst óneitanlega, að dýpra hefði mátt kafa inn í ísland nú- tímans og sambúð skáldsins við það. Þar mætti áreiðanlega vænta einhvers sérstæðs og sér- kennilegs, vegna þess hversu sérstætt okkar Iitla þjóðfélag er En slíkt var með öörum oröum látið ógert að þessu sinni, hvað sem síðar verður. kvik,. myiiclir nopDQPDBjflEmmcocp Páskamyndir o. //. JjT litið er á páskamyndirnar sést r að val þeirra er ekki eins ein- j hliða og jólamyndanna, ekki ein einasta söngva- og dansmynd en j þær voru í meirihluta um jólin. |' ; Laugarásbíó sýndi „Hefnd Grím- j hildar“ seinni hluta Völsungasögu, j þessi hluti er enn slakari en fyrri, en það fyrirgefst vonandi, þegar sýndar verða „II deserto rosso“ eft- |ir Antonioni og „Mamma Roma“ eftir Pier Paolo Pasolini, hefði önn- ; ur hvor þeirra betur verið páskamynd. Tónbíó sýnir gamanmyndina „AÖ I kála konu pinni“, bandarísk með Jack Lemmon og hýju ítölsku stjörnunni Virna Lisi. Háskólabió sýndi Judith, 1 kvik- mynd frá atburðum I ísrael 1947— 148, þegar stofnun ríkisins var í deiglunni, byggð á sögu Lawrence Durrell. Nýja Bíó sýnir „Heimsóknin", byggöa á leikriti Diirrenmatts. Ekki er því að neita að kvikmvndin er mjög ólík leikritinu, samt er leik- ur Bergman’s o Quinn’s mjög góð- ur. Hafnarbíó sýnir ,.HiIlingar“ (Mir- age) byggða á sögu Howard Fast um vísindamann sem hefur glatað minninu. Kvikmyndin var tekin á 44 dögum, Gregory Peck og Diane Baker leika aðalhlutverkin. Stjörnubíó sýndi ,Maiór Dundee’ um baráttu við blóðþyrstan Apache foringja (Richard Harris) er leikur tveim skjöldym í borgarastyrjöld- inni bandarísku 1861—1865. Þessi mynd þykir nokkuð góð sem slík, leikstjóri er Sam Peckinpah. Framh. á bls. 13.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.