Vísir - 11.04.1967, Side 8

Vísir - 11.04.1967, Side 8
00 0 VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR ) Framkvœmdastjóri: Dagur Jónasson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson ) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ( Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson ) Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 \ Afgreiðsla: Túngötu 7 / Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) , \ Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I I iausasölu kr. 7.00 eintakið ) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. ( Lækkum húsnæðiskosfnaúinn "Vísir hefur undanfarna daga birt tölur um bygginga- \ kostnaö og söluverð íbúða af ýmsum stærðum og teg- ^ undum og af ýmsum stöðum af landinu. Hefur komið ( í Ijós að byggingakostnaður er miklu lægri en ætla / mætti samkvæmt söhiverði íbúða á Reykjavíkursvæð ) inu. íbúðir í fjölbýlishúsum þurfa ekki að kosta nema )1 500.000—800.000 krónur, í raðhúsum ekki nema )\ 800.000—1.000.000 krónur, og einbýlishús geta farið || niður fyrir 1.000.000 krónur, þótt þau séu vönduð. ) Þessar tölur birtir Vísir til þess að sýna fólki, sem ) vill eignast húsnæði, að það má ekki láta bjóða sér ( hið ævintýralega háa verð, sem tíðkast að setja á í- (C búðir á fasteignasölumarkaði. Tíminn og Þjóðviljinn II hafa tekið upp tölur Vísis og reynt að gera úr þeim )) árásarefni á ríkisstjórnina. Þessi blöð gætu alveg eins ) ásakað ríkisstjórnina fyrir skemmdar kartöflur í pok- \ um Grænmetisverzlunarinnar og fyrir það, að Reyk- ( víkingar skulu enn búa við mjólkurhyrnurnar! ( Það var ekki af umhyggjusemk-sem þessi blöð.tóku / upp tölur Vísis, heldur vantaði þeim sárlega einhver ) árásarefni á ríkisstjórnina. Þessi blöð höfðu ekki ) hreyft litlafingur til þess að benda almenningi á hið ó- \ eðlilega háa söluverð íbúða á Reykjavíkursvæðinu. (( Þau höfðu ekki sýnt hinn minnsta áhuga á því að létta (l fólki þær byrðar, sem fylgja því að afla sér þaks yfir (7 höfuðuð. Frumkvæðið í þessu máli var hjá Vísi, og ) Tíminn og Þjóðviljinn tóku tölurnar aðeins upp til ) þess að nota þær til pólitískra árása. \ Raunar er það fyrst og fremst einn ákveðinn aðili, ( sem getur lækkað hið óhóflega söluverð íbúða á ( Reykjavíkursvæðinu. Það er fólkið, sem byggir eða / kaupir sér húsnæði. Almenningur má ekki láta bjóða (( sér uppsprengt verð á íbúðarhúsnæði. Almenningur (i á að hafa í höndunum tölur um raunverulegan og II sanngjarnan byggingakostnað og hafna því algjörlega ) að láta aðra mata krókinn í íbúðasölu. Vísir vill fyrir ) sitt leyti stuðla að þessu og birta, þegar lokið er rann \ sókn blaðsins á byggingakostnaði, tölur um eðlilegan ( byggingakostnað íbúða af ýmsum tegundum. ( Til þess að lækka söluverðið verður fólk að fara í / kringum hinn almenna sölumarkað íbúða. Menn ) verða sjálfir að hafa hönd í bagga með byggingu í- ) búða sinna. Einn möguleiki er að fara að fordæmi \ hinna ungu Óðinsfélaga, sem byggðu hið ódýra fjöl- ( býlishús að Reynimel 88-92, og stofnuðu samtök um ( byggingu undir samhentri og hagsýnni yfirstjórn. / Annar möguleiki er að fara sem mest útboðaleiðina / og fá tilboð í byggingaframkvæmdir, eins og byrj- ) að er á í Fossvogshverfinu. Með þessum hætti má \ brýsta niður söluverði íbúða á almennum markaði. ( Almenningur hefur þetta mál í eigin höndum. Með ( skynsamlegum aðgerðum getur fólk komizt hjá því / að greiða hundruð þúsunda í umframkostnað til bygg- ) ingameistara, fasteignasala cg fyrri íbúðaeigenda. ) V 1 S IR . Þriðjudagur 11. apríl 1967. Varaforseti gestur forseta. (Humphrey á fundi de Gaullc). Skugga Vietnamstyrjaldar lagði á V-Evrópuheimsókn Humphreys I gær lauk heimsóknum Hu- berts Humphrey Varaforseta Bandaríkjanna til höfuöborga Vestur-Evrópuríkja, er hin síö- asta, er hann var í, var Briissel, höfuðborg Belgíu. Þar ræddi hann sem annars staðar við helztu leiðtoga, og einnig ræddi hann þar við Lem- Atlantshafsbandalagsins,, sem nú hefur flutt höfuöstöðvar sín- ar til Belgíu. Einnig ræddi Humphrey viö helztu sammark- aðs-leiötoga. I Briissel eins og í París var látin í ljós megn andúð á stefnu Bandaríkjanna varðandi Viet- nam og hemaði þeirra þar, en ekki var um eins alvarleg upp- þot að ræða í Briissel sem í Par- ís, en tvo daga í röö voru menn þó að mótmæla með ýmsu móti, og meðal handtekinna fyrri dag- inn vora 15 kommúnistafor- sprakkar og þeirra meðal for- maður Kommúnistaflokksins. — Báða dagana var reynt að kom- ast að bíl varafors. til þess að henda að honum málningu, eggj- um o. s. frv., og í fyrradag helltu uppvöösluseggir benzíni á göt- umar og kveiktu í, en þeir kom- ust ekki svo nærri bíl farafors. og öðrum bílum sem í lest- inni voru að varafors. sakaði. Þess er að geta, að í Belgíu var mikill viðbúnaður til þess að halda uppi reglu — hvorki fleiri né færri en 3000 lögreglumenn við skyldustörf báöa dagana. 1 báðum borgunum æptu menn svívirðingprorðum að varafors.: Bandaríkin — morö- ingjar. Snáfðu heim Humphrey Gleymdu ekki réttarhöldunum f Niirnberg — og friður í Víet- nam. í blaðagrein um þetta er minnt á, er tugþúsundir manna í París, Vestur-Berlín og víðar hylltu Kennedy forseta og síöar Robert Kennedy. Sannleikurinn ’er augljós: Vietnamstefna stjóm arinnar mætir vaxandi andúð í flestum löndum og það bitnar að sjálfsögðu á höfuðleiðtogum Bandarfkjanna. Þess er að geta, að vitanlega eru það aðeins öfgamennimir, sem kasta eggjutn og málningu eða grjóti, æpandi vígorð, en það er verra fyrir hina bandarlsku leiðtoga, sem reyna svo thjög að halda áliti sínu og virðingu, að verða að horfast í augu við það hversu almenn andúöin er, og til gangurinn með ferð Humphreys var vitanlega, aö reyna að hafa þau áhrif, að menn litu á af- stöðu, stefnu og geröir Banda- ríkjastjórnar varðandi Vietnam velvildaraugum. En hver var svo árangurinn af heimsóknunum? Hér er m.a. umsögn norsks fréttaritara i París: ... „franskir stjórnmálafrétta- ritarar virðast einhuga um að mikilvægi heimsóknarinnar hafi reynzt minna en búizt var við Á byrgir athugenður segja jafnvel að árangurinn af heimsóknum Humphreys til Vestur-Evrópu- landa hafi verið sáralítill — vegna þess að skugga Vietnam- styrjaldarinnar leggur á þessa bandarísku heimsókn, — en við- ræður I Parfs gátu vitanlega ver- ið vinsamlegar, því að afstaða Frakka var fyrlrfram kunn og mörkuö og þvf þurfti enginn að gera sér neinar gylliVonir um ár- angur.“ En á Ienatorgi, þar sem er stytta af George Washington, kom til óeirða er Humphrey kom þar ásamt fylgdarliði. Til átaka kom milli lögreglumanna og uppivööslumanna og stjömu- fáninn bandaríski var brenndur á torginu. — a. Frá óeirðunum í Brussel. nitxer yfirhershöfðingja Nohður

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.