Vísir - 11.04.1967, Blaðsíða 9
iSK&a
V í S IR . Þriðjudagur 11. aprfl 1967.
9
\ llir hafa eitthvert augnablik
í lifi sínu orðið að taka á-
kvörðun, sem þeir vissu fyrir-
fram, að mundi leiða til annars
af tvennu, vinnings eða taps. Því
hafa flestir fundið til þeirrar
spennu, sem fylgir slíkum augna
blikum, taugaspennu sem sam-
fara er áhættunni. Sumir veröa
sólgnir í slíka spennu og leita
hennar. Það er sagt, að slíkir
menn séu haldnir spilafíkn.
Margir leita fullnægingar spila-
fíknar sinnar í tómstundum sín
um í ýmiss konar leikjum. Einn
slíkra leikja er bridge.
Sá einn, sem reynt hefur það,
þekkir ánægjuna, sem fylgir því
að hafa unnið spil, sem mikið
hefur legið við að ynnist, með
góðri spilamennsku. Unnið spil-
iö vegna þess aö lagður var rétt-
ur skilningur £ þær upplýsing-
ar, sem fyrir hendi voru um spil
in, en ekki látið villast af vill-
andi mótspili andstæðinganna.
Þeim mun meira sem í húfi hef-
ur veriö, þeim mun meiri hef-
ur ánægjan orðið. Þessi sigri
hrósandi ánægja, sem líður um
spilamanninn um leið og hann,
að loknu spilinu hallar sér aftur
í sætinu og færir vinninginn inn
á reikninginn. Hún er sambland
af létti, vegna þess að betur fór
en á horfðist, og sigurvímu. Á-
nægjan afieinu slíku spili getur
enzt mönnum ævilangt og ornaö
þeim um hjartarætur æ síðan.
1 vetur hafa mörg keppnismót
verið haldin hér f Reykjavík og
eins úti á landi. Þátttaka hefur
aldrei verið jafnmikil áður. Þeim
hefur því fjölgaö, sem áhuga
£ Spjallað vlð Einar Þorfinnsson um bridge
— I hverju lá munurinn á akt
ion-bridge og kontrakt-bridge,
sem spilað er nú?
— Jú. í aktion-bridge fékk
maður jafnt fyrir £5imiö þó mað
ur væri ekki í því, ef maður
bara vann það. Þannig t.d. að
segði maður aðeins 1 grand, en
ynni 3, þá féklc maður jafnt fyr
ir það og segöi maöur 3 grönd
og ynni þau. Makker hækkaöi
ekki ótilneyddur sögnina, nema
þá til þess aö fara í slemmu.
Nóló var einnig spiluð og var
hún oft bezta varnarsögnin gegn
sterkum spilum.
— Hvenær var þá byrjað að
spila kontrakt-bridge?
— Það er líklega 1938, sem
það kemur í ljós, að almennt
er farið að spila kontrakt-bridge.
Þá var tvímenningskeppni í
bridge hjá Stúdentafélaginu og
var spilað kontrakt. Lárus Fjeld
sted og fleiri höfðu þá um skeið
spilað kontrakt heima fyrir Ég
var þá í Kaupmannahöfn,
en mér hefur veriö sagt, að það
hafi verið þýzkur verkfræðingur
sem flutti með sér kontraktinn
hingaö.
1939 var svo sveitakeppni,
einnig á vegum Stúdentafélags-
ins. Þá var spilað kontrakt-
bridge. Þar urðum ég og Hörður
Þórðarson, sem var minn makk-
er, Gísli Páls og Ámi Daníels-
— Hverjir vora í íslenzku
sveitinni?
— Það voru þeir Hörður
Þórðarson, Gunnar Guðmunds-
son, Kristinn Bergþórsson, Lár
us Karlsson, Stefán Stefánsson
og ég.
— Manstu eftir einhverju
skemmtilegu spili úr keppninni?
— Nei. Það spilið sem mér er
minnisstæöast úr keppninni er
það ekki vegna þess að það
væri svo mikil skemmtun að því
fyrir mig. Miklu fremur hitt.
Ég man eftir því, að ég gaf
Bretunum slemmu, þegar viö
spiluöum við þá. Þeir voru £ 6
hjörtum, sem aldrei gátu staðið.
Bretinn var að spila í tígullit
þegar ég missti á borðið spaöa
hund, en átti tfgul Spilið sást
og var því gert að refsispili. Það
varð að koma f, þegar spaðinn
yrði fyrst hreyfður. í borði var
spaðaás og drottning og ein-
hver hröit með. Ég sat eftir með
kónginn og eitthvað fleira.
Bretinn flýtti sér auövitað inn
á hendina, spilaði spaða, svfn-
aði dfottningunni og ég varð að
gefa hundinn í. Mátti ekki drepa
með kóngnum. Þetta var eina
leiðin til þess að spilið ynnist.
— Fyrir frammistöðu ykkar
þarna unnið þið ykkur þátttöku-
rétt f heimsmeistarakeppninni í
Bermuda 1950. Var ekki svo?
i
Byrjaði að spila 1930
hafa fengið fyrir þessu skemmti-
lega spili.
jL’inn þeirra manna, sem rík-
ur er af reynzlu spilamanns
ins er Einar Þorfinnsson. Mörg-
um bridgespilurum hérlendis og
erlendis að löngú kunnur sem
glúrinn spilamaður. Hann hefur
margoft spilað fyrir hönd ís-
lands á bridgemótum erlendis,
og hefur þvf spilað þegar mest
hefur verið í húfi. Hann hefur
aö geyma í minningum sínum
frá spilaborðinu margar ánægju
stundir.
Okkur datt í hug að spjalla
dálítið við Einar núna, þegar
menn eru rétt búnir að jafna sig
eftir íslandsmótið f sveita-
keppni í bridge. Hættir aö nag'a
sig í handarbakin fyrir léleg
útspil og sigurvfman farin aö
renna af öðrum.
— Það hefði verið nær að slá
í eina rúbertu, sagði ég við Ein
ar um leið og ég hengdi upp
frakka minn í fatahengiö.
— Nei. 'Rúbertuna spila ég
ekki. Ég hreinlega fæ mig ekki
til þess, varð Einari að orði.
Að bjóða manni, sem spilað
hefur við Goren á heimsmeist-
aramótl og aörá álfka bridge-
kappa, að spila rúbertubridge
og það við viövaninga, er svona
svipað þvf að bjóða óþyrstum
vínunnðnda blávatn að drekka.
Mest verður taugaspennan í
keppni og þá reynir mest á spila
mennskuna. í keppni fær því
bridgespilarinn mesta útrás.
jginar býður mér inn í stofu
og við tökum tal saman.
— Hvenær byrjaðir þú að
spila bridge Einar?
— Ég var orðinn 23 ára gam-
all. Það hefur verið í kringum
1930, en það var aktion-bridge,
sem spilað var þá.
son þriðju neðstu.
— I.eið þá á löngu, áður en
spilað var við erienda bridge-
spilara?
— Fyrir forgöngu Áma M.
Jónssonar, formanns Bridgefé-
lags Reykjavíkur, sem þá hafði
verið stofnað fyrir nokkrum ár-
um, komu M. Harrison Gray og
fjórir aðrir hingað 1947. Við
spiluðum við þá og unnum þá,
Árni Matt, Lárus Karlsson,
Hörður Þórðarson, Benedikt Jó-
hannsson, Gunnar Pálsson og ég.
Á fyrsta Evrópumótið eftir strfð
fórum við svo, ein sveit og lent-
um einhvers staðar neðarlega í
því. Það var haldið f Kaupmanna
höfn 1948. Næst, 1949, var þaö
haldið f Parfs og þar urðum við
nr. 6 af 11 sveitum. 1950 var
þaö haldið í Brihgton og þar urð
um við nr. 3
— Segðu mér nánar frá þvf.
Þar áttuð þið góða möguleika
á sigri. Var þaö ekki?
— Bretar og Svíar lentu í
1. og 2. sæti meö 14 stig, en við
vorum með 13 stig og Frakkar
með 13 stig líka. Úrslitin í þeim
leikjum, sem þessar sveitir
kepptu innbyrðis voru látin ráða
því hverjar yröu í númer 1, 2,
3 og 4. Bretar höfðu unnið Svía
og urðu því númer 1, en Svfar
númer 2. Við höfðum gert jafnt
við Frakka, en höfðum haft ein-
hver örfá stig yfir þá sem ekki
dugðu þó til vinnings f það
skiptiö, en varð þó til þess að
við lentum í 3 sæti en Frakkar
í 4.
Um morguninn, þegar við
byrjuðum aö spila síðustu um-
ferðina, var okkar sveit meö
þessi 13 stig, en Bretar og Svíar
12 hvorir. En svo töpuðum við
okkar leik við Svíana þennan
dag og þeir komust upp fyrir
okkur. Eiginlega höfðum við
alltaf gert ráð fyrir þvf.
— íslendingar fengu að senda
eitt par með Svfum og við
Gunnar Guðmundsson voram
sendir.
— Ykkur var hrósað mjög fyr
ir spilamennskuna sem þið sýnd
uð, og ýmis spil, sem þið Gunn
ar spiluðu vöktu mikla athygli
eftir því sem séð verður í blöö-
um frá þessum tíma.
— Ég veit nú ekki hvort það
var nolckuð eftir verðugleikum.
Sum spilin, sem rætt var um,
voru nú unnin bara af hreinni
slembilukku. En Svíarnir urðu
númer 2.
— Það er nú að sjá af lýs-
ingum blaðanna, að sveitinni
Viðtal dagsins
hafi gengið betur þegar þið
Gunnar voruð inn á.
— Á það vil ég ekki leggja
neinn döm. Allir áttum við okk-
ar slæmu og góðu spil.
— Þeir hafa haft orð á því,
þeir sem með þér hafa verið á
mótum úti Einar, að þú virtist
þekkja þar flesta þessa frægu
spilamenn.
— Sjálfsagt þekki ég þá ekk-
ert betur en félagar mfnir, sem
með mér hafa verið. Við kynnt-
umst þeim mörgum hverjum
nokkuð, þegar við spiluðum við
þá á mótum ár eftir ár.
— í norsku bridgetímariti var
þér hrósaö mjög fyrir spil, sem
þú spilaðir á móti Charles Gor
en. Þú varst í 5 spöðum, sem
Amerikanarnir pressuðu ykkur
Gunnar upp f. Manstu eftir þvf
spili. Hvernig var það?
— Jú, ég man eftir því spili,
því mér fannst svo mikið í húfi
þegar ég spilaði það. Þau litu
svona út:
♦ 10 6 5
V G642
♦ ÁK 10
+ 732
♦ DG98
7
VKD53
♦ 3
+ G84
♦ K
V Á 10 9 8
♦ DG97652
+ D
Allir vora á hættu og við fs-
bimirnir, eins og Svfarnir köll-
uðu okkur alltaf, Gunnar og ég,
sátum vestur og austur. Sagnir
gengu svona: Gunnar sat f aust-
ur og opnaöi á 1 laufi, suður
sagði 1 tígul, ég 1 spaða. Gor
en sat f norður og sagði 2 tfgla,
Gunnar 3 spaða og suður 5 tígla
Ég vildi ekki láta þá vita að ég
sæti með sæmileg vamarspil og
lét Gunnar um að dobla, ef hann
vildi. En hann sagði 5 spaða
sem passað var á hringinn.
Goren kom út með tígulkóng
og ás, sem ég trompaði. Ég var
þegar búinn að tapa einum slag
og einn slagur var örugglega tap
aður f hjartaásinn. Svo ég mátti
engu tapa í trompi, en þar vant
aði kónginn og tíuna fjórðu.
Mér þótti ólíklegt að Goren
hefði ekki doblað með ás og
kóng í tfgli og sagnir frá makk-
er sínum, ef hann hefði spaða-
kónginn líka. Því taldi ég nokk-
um veginn öraggt, að spaða-
kóngurinn lægi hjá suður. Þá
N
♦ Á432
¥7
♦ 84
+ ÁK10
965
varð hann, að vera einspil, ef
ég ætti að geta unnið spilið og
upp á Það spilaöi ég. Sló út átt-
unni, tók á ásinn og kóngur-
inn kom rúllandi f. Þegar ég svo
hafði tekið trompin, spilaöi ég
öðram hámanninum f laufi og
þá féll drottningin f. Þar með
var spiliö einfalt orðið. Ég taldi
vfst að á hinu borðinu fengju
Kanarnir áö spila í næði 4 spaða
Go^den hló að á eftir og sagði:
— Þetta vora mfn mistök. Ég
hefði átt að dobla.
í norska bridgetimaritinu var
sagt um þetta tækifæri: —
Þama voru 750 punktar í húfi
fyrir Thorfinsson — men han
har gode nerver.
Meðan viö Einar höfum set-
ið þarna og spjallað, hef ég tek-
ið eftir því, að fátt er um bridge
bækur í bókaskápnum hans. Þeg
ar ég hef orð á þvf við hann,
svarar hann:
— Ég hef ekki lesið svo mik-
ið um bridge. Fyrstu bókina las
ég 1950, en hún var eftir Gor-
en, þennan kunna skrfbent.
Það er athyglisvert, að annar
hver maður, sem maður hittir á
innanfélagsmótum hér, er vel les
inn í bridge, getur jafnvel þulið
upp romsur úr bókum eftir hina
og þessa höfunda, en sá sem hef
ur lent f öðru sæti í heimsmeist
arakeppni í bridge, hann „hefur
ekki lesið svo mikið um bridge"