Vísir - 11.04.1967, Síða 13
/
VÍSIR . Þriðjudagur 11, apríl 1967,
Gólfteppadreglar
Vegna rýmingar á lager okkar í Tollvöru-
geymslunni, seljum við næstu viku gólfteppa
dregla í heilum rúllum.
300 cm breidd, lykkjuteppi (tepparyon)
kr. 245.— per. fermeter
í hverri rúllu eru um 75 fermetrar.
250 cm. breidd Wilton (ull) kr. 480.— per
ferm. í hverri rúllu eru um 62 fermetrar.
Sýnishorn hér á skrifstofunni.
Gjörið góð kaup
Páll Jóh. Þorleífsson hf.
Skólavörðustíg 38, símar 15416 — 15417
ATVINNA
Reglusamur skrifstofumaður vanur bókhaldi
getur fengið atvinnu nú þegar eða 1. júní.
Uppl. á skrifstofunni.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
TIL LEIGU
250 ferm. pláss á 2. hæð við Skipholt leigist
einnig minna. Margt kemur til greina. Uppl.
í síma 21190.
LÆKKAÐ VERÐ
Vegna nýrra framleiðsluaðferða getum við nú
boðið viðskiptamönnum okkar
slátur í plastumbúðum á lækkuðu verði.
Blóðmör, smásöluverð kr. 45.00 pr. kg.
Lifrapylsa, smásöluverð kr. 60.00 pr. kg.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
Sumarbústaður — Bíll
Til söiu er góður og vandaður sumarbústað-
ur 16 km. frá Reykjavík. Til greina kemur að
taka góðan bíl upp í hluta af kaupverði. Allar
nánari uppl. gefa
BÍLAKAUP — Skúlagötu 55, símar 15812 og 23900
-en
mestu
gleði og
ífsnot
hafið þér af
Tileinkað •
henni,
sem á skilið þáð bezta.
automatic
— sem er prýði hvers
heimilis. KPS Auto-
matic er útbúin fjöl-
mörgum nýjungum, sem
koma að miklum notum
við dagleg störf.
• Sjálfvirk klukka
• Ryðfríar hellur
0 Stór bakaraofn með Ijósi
• Laus ofnrúða
Hitaofn með diskagrind
• Kraftmikill gufuþéttir
$ Á hjólum
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Vesturgötu 2.
ÚtsölustaðJr;
Verzlunin Álfhótt Álfhólsvegi, Kópavogi
Verzlunin Stapafell h.f. Keflavík
Kaupfélagið Höfn, Selfossi
i I
!
®SJEjg|EjE]EigEigggEIEjE]ggEjgE]E3
Önnumst breytingar
á cilindrum
Búum til
Master
kerfi
Sjáum um
viðgerðir á
hurðapumpum
yggingavorur h.f.
LAUGAVEGI í 76
S I IM I 35697
Kvikmyndir —
Franih. af bls. 5
Austurbæjarbíó sýnir „Angelique |
et le Roy“, franska mynd er nýt-1
ur fádæma vinsælda, ekki sízt þar |
eð samnefnd skáldsaga er kunn hér.
Hér hefur áður verið minnzt á
„Gula Rolls Royce bílinn" er Gamla
Bíó sýnir, þar ber miðmyndin af
hinum tveimur. Annars er dálítill
glansbragur á henni allri er spillir
heildarsvipnum, en það er ágæt j
skemmtun af henni.
Kópavogsbíó sýnir franska saka-
málamynd, „O.S.S. 117“, áður hef-
ur verið getið um „Darling", þá ein
stöku úrvalsmynd og „Sumarið með
Moníku", þá Bergmans mynd„ sem
Franqois Truffaut dáist mest að,
þær eru báðar sýndar í Hafnarfirði.
Ef við lítum yfir þetta sjáum við
að eins og venjulega eru flestar
myndirnar bandarískar og brezkar
og þær tvær frönsku greinilega
ekki bezta sýnishornið af kvik-
myndalist þeirrar þjóðar.
Á næstunni mun Bæjarbíó í Hafn
arfirði sýna „La Baie des anges“
eftir Jaques Demy og Austurbæj-
arbíó „Les Parapluies de Cher-
bourg“, en hvenær koma „La poin-
te courte", „Cléo de 5 á 7“ og „Le
Bonheur" sem Agnés Varda hefur
stjómað ? Allar þessar mvndir hafa
hlotið mikið lof og góða aðsókn
bæði á meginlandinu og í Banda-
ríkjunum.
Cléo frá 5 til 7 er önnur stór-
mynd Varda og segir frá Cléo, vin-
sselli pop-söngkonu. Hún er að bíða
eftir sjúkraskýrslú, er sker úr um
hvort hún er haldin ólæknandi sjúk
dómi. Ótta hennar og hræðslu er
vel lýst, hún hugsar um elskhug-
ann, hann getur ekki hughreyst
hana. Af tilviljun hittir hún ungan
hermann er kallaður hefur verið til
herþjónustu, hann getur líka átt
von á dauðanum innan skamms.
Þau skilja hvort annað og vonglöð
tekur hún á móti hughreystandi
skýrslu læknisins. Varda hefur tek-
izt vel að sýna umhverfið frá sjón-
arhóli Cléo og þykir myndin mjög
athyglisverð Corinne Marchand
leikur Cléo og hermanninn leikur
Antoine Bourseiller.
Ennþá eru sýndar myndir frá of
fáum löndum. Síðast er sagt var
frá nýju brezku leikstjórunum
féll niður nafn eins leikstjórans
þaö er Joseph Losey er gerði
„The Servant“ 1963 (sýnd í
Kópavogsbíó) og „King and
country" 1964 (sýnd í Bæjarbíói)
og er hér með beðið velvirðingar
á því.
P. L.
Þóra —
Framhald af bls. 3.
ur, selt kaffi, dansað og margt
fleira gert til skemmtunar. Viö
ætluðum að hafa svona oftar,
en þá var tekið fyrir allar úti-
skemmtanir í garðinum. Hefur
félagiö því ekki lagt út í
skemmtanir síðan. Aðaifjáröfl-
unarleiöirnar nú eru kaffisala,
basar og merkjasala.
IJ
— Það sem hefur háð okkur
mest er húsnæðisleysið en nú
er loksins að rætast. úr þv:.
Samkomusalurinn í kirkjunrii
er að verða tilbúinn, einnig eld-
húsið. Hefur kvenfélasið séð
um innréttingar þar og ein lát-
in félagskona, Vigdís Ketilsdótt
ir, ánafnaði félaginu 20 þúsund
krónur sem verja skyldi til
eldhússins. Þótt húsnæðiserfið-
leikamir væm oft miklir þá
voru konumar svo viljugar að
vinna fyrir félagið og kirkjuna
að aðdáunarvert verður að telj-
ast. Á síðustu árum hafa for-
ráðamenn Iðnskólans verið okk
ur mjög vingjarnlegir og lánað
okkur húsnæði til fundahalda.
— Félagið hefur reglulega fé-
lagsfundi og höfum við reynt
að hafa þá með nokkrum menn-
ingarblæ. Oft koma góðir menn
til að flytja erindi og margir
listamenn hafa skemmt okkur
fyrir lítið, bæði söngvarar og
aðrir. Á sumrin lyftum við okk-
ur svo upp og förum f ferða-
lag.
— Undanfarin ár höfum við
haft einh fund á vetri fyrir
eldri konur en annað höfum
við ekki getað haft fyrir þær,
nema hvað við reynum að líta
til þeirra sem við vitum að
liggja veikar.
— Kvenfélagið mun að sjálf-
sögðu halda áfram að safna fé
til Rirkjunnar því að hún þarf
að komast upp og mun komast
upp þótt hægt gangi.
Laufey —
Framhald af bls. 3.
Sjómannaskólanum, fyrstu árin
í kennslustofu en mörg seinni
árin í borðsal skólans. Enda
eru félagskonur orðnar um nær
170. Er ávallt reynt að hafa
eitthvað til 'uppbyggingar á
fundunum og hefur félagsand-
inn verið mjög ánægjulegur og
góður.
— Kvenfélagið hefur haft sér
stakan þátt fyrir aldrað safn-
aðarfólk og frá upphafi hefur
vistmönnum sóknarinnar á Elli
heimilinu Grund verið sendar
jólagjafir og nú í ár var farið
að senda að Hrafnistu líka. Fyr-
ir 12 árum byrjuðum við að
bjóða öldruðum konum einu
sinni á ári til skemmtunar og
kaffidrykkju í Sjómannaskólan-
um og nú síðustu árin höfum
við einnig boðið öldruðum körl
um og haft hana í Lfdó. Hafa
þær verið vel sóttar og notiö
vinsælda.
— Til fjáröflunar hefur félag
ið haldið kaffisölu og basar á
hverju ári og einnig hafa verið
seld minningarspjöld og jóla-
kort, og nokkurt fé hefur kom-
ið inn fyrir kaffisölu á fundum.
Fénu, sem safnazt hefur verið
varið til eflingar safnaðarstarfs
Háteigssóknar og Háteigskirkju.
Fyrsta árið var lagt fé til að
prýða hátíðasal Sjómannaskól-
ans en þar var messað þar til
í fyrra að Háteigskirkja var
vígð. Síðan höfum við séð um
fermingarkyrtlana. Þegar komið
var á síðasta áfanga kirkjunnar
gaf kvenfélagið hálfa miíljón til
að standast stf&um af kostnaði
við bekki. Hefur' félagið síðan
gefið messuskrúða, rikkilín,
hökla o. fl. kaleik og vínkönnu
úr silfri. Um síðustu jól gáfum
við altarisklæði, og þá hefur
verið sett upp vandað hátalara-
kerfi sem kvenfélagið gefur.
— Ég vil nota tækifærið til
að þakka félagskonum áhuga
þeirra og frábær störf fyrr og
síðar Jafnframt þakka ég satn-
aðarfólkinu og mörgum öðrum
góðan skilning við félagið. Enn
fremur þakka ég góða fyrir-
gréiðslu margra aðila sem ég
hef þurft að leita til fyrir hönd
félagsins.
I