Vísir - 13.04.1967, Blaðsíða 4
Hver segir að fjallaljón séu
skaðræðis skepnur. Jóhanna litla
Hicks, 18 mánaða, mótmælir því
hástöfum. Bezti leikfélagi hennar
er einmitt fjallaljón. Litli ljón-
hvolpurinn, Lucky, sem nýlega
hélt upp á 10 vikna afmælisdag-
inn sinn. Pabbi Jóhönnu litlu er
forstjóri í dýragarði. Lucky litli
var sá eini, sem lifði af þeim
þrem bræðrunum, sem mamma
hans í dýragarðinum átti.
Meinlaust fjallaljón
Lítill klaufabárður
Alltaf eru smábörn sjálfurc sér
lík. Detta og meiða sig, reka
upp skræk og kalla á mömmu.
Sulla í pollunum og verða vot.
Elta mömmu daginn út og dag-
inn inn á röndum.
Nákvæmlega þannig eru einn-
ig ísbjamabörn.
Þessi bjarnarhúnn á heima í
dýragarðinum í Bristol. Honum
hefur ekki enn verið gefið neitt
nafn og enginn veit enn hvort
hann er strákur eða stelpa.
Nema þá kannski mamma hans,
en hún segir engum neitt. Eng
inn þorir að fara og gá að þvi
heldur, því mamman hleypir
honum aldrei úr augsýn. Ef ein
hver nálgast þau, urrar hún og
sýnir tennurnar, gular og stórar.
Húnnin litli er 112 daga gam-
all og vegur rúm 15 kg. Hann
er uppáhald allra, mömmu sinn-
ar, þeirra, sem hugsa um hann,
miðasalanna og allra þeirra, sem
koma til þess að skoða hann.
Samt er hann mesti vandræða
gemlingur. Sí og æ veltur hann
ofan í pollinn, sem birnirnir
hafa til að synda í, og lætur
svo sem hann kunni ekki að
synda. Allir standa með önd-
ina í hálsinum. — Skyldi hann
nú drukkna, anga skinnið? —
Stundum hefur mamma hans
veitt hann upp úr pollinum.
Stundum hefur hann getað skrið
ið sjálfur upp aftur.
Það gagnaði ekki hiö minnsta
að slökkviliðið í Bristol dældi
mesta vatninu úr tjörninni.
Bangsa litla tekst alltaf að detta
þar í tjörnina, sem hún er dýpst.
Stundum klifrar hann upp á
háa steina. Hann er bara dug-
legur litla skinnið að klifra upp
steina, En þegar upp er komið,
verður hann að dúsa þar til
mamma kemur og hiálpar hon-
um niður aftur.
Hann skrækir lika ósköp á-
mátlega, þegar hann fær ekki
eitthvað það, sem hann langar í.
En hver kannast ekki við slfkt
líka hjá mannanna börnum?
»Að sjá útganginn á þér, krakki. Hvar hefurðu getað velt þér svona upp úr drullunni?“
Löggjöf vantar
Það vekur vaxandi athygli,
að verktakar skull bindast sam-
tökum að senda nákvæmlega
samhljóða tllboð c hin ýmsu
verk, sem boðin eru út af opin-
berri hálfu. Inn berast tilboð í
hin ýmsu verk, sem hljóða ná-
kvæmlega eins.
Hér er um mjög hættulega
þróun að ræða, því að með
þessu eru stór félög að mynda
með sér hringi og ónýta þar
með frjálsa samkeppni um
stórar framkvæmdir. Eðlileg
verðlagsmyndun í iðnaöinum
raskast.
Hér á landi hafa ekki verið
sett lög til að hindra myndan-
ir félaga-hringa, en slíkt gera
flestar aörar þjóöir, af fenginni
reynslu, til að hindra þá óheilla
þróun, sem aðstaða til einokun-
ar leiðir af sér. Það sýnir sig,
að hér þarf að bregðast fljótt
við. því aö það er mjög auð-
velt í litlu þjóðfélagi, eins og
hjá okkur, að aðilar bindist
samtökum til að halda uppi
verðlagi á ýmsum svlðum, eins
og i mörgum greinum iönaðar.
Þannig er t. d. miög auðvelt
að halda uppi verði á íbúðum.
Það þarf að bregðast við hart
og títt og. mynda löggjöf til að
hindra myndun félaga-hringa
og samsteypa, sem hafa það að
markmiði að kollvarna frjálsri
samkeppni eða tll að halda uppi
verðlagi, t. d. í byggingariðnaöi.
Bifreiöastæöi
borgarinnar
Stöðugt, verður ástandið
verra og verra að því er varð-
ar bílastæði í mið-borginni. Og
bersýnilegt er, að ástandið á
eftir að snarversna. Og þar eð
hart er genglð eftir þvi, að regl
ur um bifreiðastöður séu ekki
brotnar, eins og eðlilegt er, •
þarf að vinda bráðan bug að J
þvi að gera ný bílastæði. Það J
er ekki annað fyrirsjáanlegt, en J
taka verði sneið af hinum hjart J
fólgna Austurvelli undir bíla- J
stæði, þó að eftirsiá sé að þvi J
að skerða þann fagra gróður- •
blett. En þörfin fyrir bifreiða- J
stæði er brýn. T. d. ætti að J
vera mögulciki að gera bíla- •
stæði fyrir eina bílaröö með- j
fram Vallarstræti umfram það •
sem nú er. Þetta ætti ekki að *.
þurfa að vera stórspjöll á J
Austurvelli, því að bílastæði •
geta verið snyrtileg líka í stór- . J
borg ef þau eru vel skipulögð. J
•
Þrándur í Götu. J