Vísir - 13.04.1967, Blaðsíða 16
Fimratudagur 13. apríl 1967.
'! Síðara éld-
í hús í kvöld
ó í síðari hluta eldhúsdagsum-
rœðnanna er verða i útvarpinu
?i kvöld, tala þessir þingmenn:
iFyrir Alþýðubandalagið Hanni-
’bal Valdimarsson, Eðvarð Sig-
1 urðsson, Ragnar Arnalds og
Gils Guðmundsson. Fyrir Sjálf-
.tœöisflokkinn Jónas Pétursson,
Sverrir Júliusson, Jóhann Haf-
^síein og Magnús Jónsson. Fyrir
’ Alþýðuflokkinn Gylfi Þ. Gísla-
íson, Friðjón Skarphéðinsson,
t Jón Þorsteinsson og Benedikt
[ Gröndal. Fyrir Framsóknarflokk
i inn Ölafur Jóhannesson, Ágúst
’ horvaldsson, Halldór E. Sigurðs
íson og Þórarinn Þórarinsson.
Rafíaiúiau skuttogari í
Togaranefndin skoðaði togarann i gær ásamt
ýmsum forystumönnum i sjávarútvegi
Rafknúinn skuttogari, sem jafnframt er fljótandi
fiskvinnslustöð og frystihús, kom til stuttrar heim-
sóknar í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Togarinn, sem
er í reynsluferð, kom hingað að beiðni Bræðranna
Ormsson h.f., sem hafa umboð fyrir aflkerfi skips-
ins, sem er frá AEG. Er skipið rafknúið og má
stjórna ganghraða tveggja skrúfna skipsins beint
úr brú.
Togaranefndin, sem ríkis-
stjómin hefur skipað til að fjalla
um kaup á skuttogurum í til-
raunaskyni, var mætt til að
skoöa skipið svo og fjölmargir
forystumenn á sviði sjávarút-
vegs með sjávarútvegsmálaráð-
herra í broddi fylkingar. Var
farið um allt skipiö og það skoð
Framhald á bls. 10.
Við áreksturfnn inni á Laugavegi.
Harður árekstur í gær
Harður árekstur varð efst á
Laugaveginum •' gær. Fólksbif-
reið skemmdist svo, aö hún er
talin ónýt og ökumaður hennar
i.laut áverka á höfði og fékk
vægan heilahristing.
Vildi þetta til með þeim hætti
að ökumaður stórrar vörubif-.
reiðar, sem var á leið niður í
bæ, stöðvaði bifreið sína til þess
að hleypa bifreiðinni R-16155,
sem var aö koma úr bílastæð-
; nilli Laugavegar 176 og 178
inn í umferðina. Beygði R-16155
til austurs, en á sama tíma kom
stór amerísk bifreíð fram með
vörubílnum á mikilli ferð og
skall á R-16155. Við árekstur-
inn snerist R-16155 í hálfhring
og snerti um leið, lítilsháttar,
strætisvagn, sem var að taka
þama upp farþega. Ökumaður
inn lenti við þetta íram i fram-
rúðuna, sem brotnaði, ov hlaut
talsverða áverka á höfði.
Bremsuför eftir bifreiðina,
sm var að koma austan af Suð-
urlandsbraut, mældust 11 metr-
ar.
Séð yfir þilfar TIKO I, sem er nýr og fullkominn verksmiðjutogari
Tilboð opmð í eldhúsvasko, elá-
húsinnréttingar og handrið
Tilboð hafa verið opnuð i
smíði eldhúsinnréttinga fyrir
Breiðholtsbyggingar Framkv.-
nefndar byggingaáætlunar. —
Lægsta tilboðið var frá Polaris
h.f., en það fyrirtæki býðuri
þýzkar harðplastinnréttingar af
Leicht-gerð fvrir kr. 7.253.220
í 312 eldhús.
Næstlægsta tilboðið var frá
Kr. Ragnarssyni, Kópavogi, harð
viðarklæddar innéttingar fyrir
7.261.530. Hæsta tilboðið var
frá Trésmiðju Stykkishólms kr.
21.779.891.
Ennfremur voru opnuð tilboö
í eldhúsvaska í jafnmörg eldhús,
og skulu vaskarnir vera tvöfald-
ir úr stáli.
Tvö tilboð voru lægst og svo-
til samhljóða, en þar bjóöa tvö
íslenzk heildsölufyrirtæki sömu
gerð af dönskum eldhúsvöskum
og munar 35 aurum á hvern
vask. Upphæöin er kr. 1131 pr.
stk.
Svissneskt fyrirtæki býöur
vaska fyrir 1950 kr. pr. stk., en
hæsta tilboðið er frá Ofnasmiðj-
unni h.f. kr. 1972 pr. stk.
1 þriðja lagi voru opnuð til-
boð í handrið, utanhúss og inn-
anhúss. Lægsta tilboðið var frá
Sindrasmiðjunni, kr. 1.400.000,
en hæsta tilboöið var yfir þrem
milljönum.
Dcevíð Ólafsson skípnður bunku-
sfjori við Seðlobonko Islnnds
Davíð Ölafsson, fiskimála-
stjóri, hefur verið sklpaður
bankastjóri við Seðlabanka ís-
Isnds. Við fyrra starfi hans mun
’.ka Már Elísson, hagfræðingur,
sem var kjörinn varafiskimála-
stjórf á Fiskibingi í febrúar
1966. Ragnar Jónsson, skrif-
stofustjóri, tekur sæti Davíðs á
Alþingi.
Davíð Ólafsson, sem tekur við
bankastjóraembætti af Jóni
Mariassyni, hefur veriö fiski-
málastjóri í 27 ár. Hann fædd-
ist að BakkagerÖi í Borgarfirði
eystra 25. apríl 1916. Foreldrar
hans voru hjónin Björn Ölafur
Gíslason framkvæmdastjóri í
ViÖey og Jakobína Davíðsdóttir.
Davíð var stúdent frá MR 1935,
stundaði hagfræöinám viö há-
skólana í Kiel og Munchen og
lauk prófi frá hinum fyrrnefnda
Framh. á bls 10
Eðlilegast að styðja hinar
nýju tillögur U Thants
Ummæli utanrikisráðherra á Alþingi i gær
Á fundi í sameinuðu þingi í gær
kom til umræðu þingsályktunar-
tillaga Einars Olgeirssonar um til-
lögur U Thants til lausnar styrjöld
inni í Vietnam. Emil Jónsson, utan
rikisráðherra, flutti ræðu, þar sem
hann sagði, að þær tillögur þættu
ekki líklegar til árangurs. Þær
beindust eingöngu til stríðsaðila i
Suður-Vietnam, en ekki til Norður-
Vietnam. Þar sem tveir semdu,
þyrftu oftast báðir að slaka til,
til þess að árangur næðist. Þá
benti ráðherrann á, að nú hefði
U Thant borið lram nýiar tillögur,
sem beint væri til beggja aðila
og teldi hann eðlilegast að styðja
þær.
Utanríkisráðherra sagði í ræöu
sinni, að margir aðilar heföu reynt
að koma á sáttum f Vietnam. Páf-
inn heföi reynt það og mörg ríki,
m. a. England, Kanada, Frakkland
og Ítalía. Auk þess heföi U Thant
framkvæmdastjóri Sameinuöu
þjóöanna mjög reynt til sáttaum-
leitana, en hann hefði taliö litla
möguleika á því, aö sættir tækj-
ust, þegar hann kom til landsins
s.J. sumar. Tillögur hans hefðu
fyrst og fremst béinzt aö því, að
styrjaldaraðilar í Suður-Vietnam
hættu hernaöaraögeröum, en hins
vegar ekkert verið þar minnzt á
Norður-Vietnam. Stjórn Bandarikj-
anna heföi sjálf lýst því hins vegar
yfir, að hún væri fús aö hætta
hernaðaraögerðum sínum, ef hinir
aðilarnir hættu líka.
Ráðherrann varpaöi svo fram
þeirri spurningu, hvort ekki væri
rétt að koma að í þeirri ályktun.
sem Alþingi geröi um þetta mál.
tiimælum til stjórnar Noröur-Viet-
nam um að hún drægi einnig út
sfnum aðgeröum. Væri það ekk'
óeðlilegt, að báöir aðilar slökuöt
til. Benti ráöherra í því sambandi
á,, aö U Thant hefði lagt fram til-
lögur, sem gengju í þessa átt og
taldi eðlilegast, aö þær yrðu tekn-
ar upp í ályktun Alþingis.
I