Vísir - 13.04.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 13.04.1967, Blaðsíða 7
V1SIR . Fimmtudagur 13. april 1967. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd0 í morgún útlönd /ietcongliðar sprengja 250 metra brú skammt frá Ða Nang Vietcong-liðar sprengdu í nótt í loft upp brú á einni mikilvægustu flutningaleið Bandarikjahers og her sveita Suður-Vietnam í norðurhluta eða á aðalflutningaleiðum til Da Nang herstöðvarinnar bandarísku. Brú þessi er mikið mannvirki, um 250 metra löng, skammt fyrir norðan Da Nang, og var farið um hana milli Da Nang og herstöðv- anna við Hue, Cong Ha og Gio Linh. Þegar brúin var sprengd skömmu fyrir birtingu í morgun hrundu stöplar og yfirbygging miðhtuta brúarinnar. Bandarískir landgönguliðar voru á verði þarna aö vanda og þar var brynvarin bifreið með leitarljósi, en varðmennirnir urðu eirtskis var- ir. Fundizt hafa lík þriggja Vietnam- manna, og er talið, að þeir hafi beðið bana af völdum prengingar- innar, — ef til vill verið í flokkn- um, sem vann skemmdarverkið. Iöna og Sovétríkin gera sáttmála um vopnaflutning til N.-V. og afhendingu. Samkvæmt áreiðanlegum heimild um hafa Sovétríkin og Kína gert með sér sáttmála um flutning á hergögnum um Kína og afhendingu á þeim I hendur Norður-Vietnam- manna. Samkvæmt sáttmálanum taka Norður-Vietnammenn nú við hergögnum á landamærum Sovét- ríkjanna í stað þess að þeir áður tóku viö þeim á landamærum N.-V. og Kína. KRA TAR Á UNDANHALDI Spáð ósigri krata i kosningunum i London i dag eftir 30 ár 1 dag beinist áhugi allra Breta að kosningunum í London, en þar verður kosin ný borgarstjórn, en don í 33 ár, en nú er talið tvfsýnt, að ekki sé meira sagt, að þeir haldl yfirráðum og fari áfram með mál kratar hafa farið með völd í Lon- 8 milljóna manna, sem þarna búa, Er heim kom fékk Humphrey klapp á kinnina... Skoðanakannanir hafa leitt í ljót, að íhaldsmenn og frjálslyndir virð- ast geta gert sér miklar vonir um fylgisaukningu, og menn búast jafn vel við á grundvelli skoðanakann- ananna, að kratar tapi. Bæjar- og sveitarstjórnarkosning- arnar hófust í byrjun vikunnar og í dag er mesti kosningadagurinn, vegna þess aö kosið er í London. Þar sem úrslit eru kunn frá fyrstu tveimur kosningadögunum, kemur sama fram og í nýlegum auka- kosningum til þings, aö kratar eru á undanhaldi. Og mikla athygli vek- ur, að eins og í Skotlandi, eru þjóð- ernissinnar í uppgangi miklum í Wales. ^ Heilsu dr. Adenauers fyrrver- andi kanslara Vestur-Þýzkalands fer mjög hnignandi. Hann þjáist af bronkitis. ► Indland hefur heiðrað U Thant meö Nehru-verðlaununum, en þau nema um 55.000 rúpíum, eða um það bil 330.000 ísl. krónum. Þau eru veitt U Thant í viðurkenningar skyni fyrir framlag hans til friðar- mála. ► Sterlingspund hækkaði í gær á peningamarkaðinum í London og kennir hér áhrifa fjárlagafrum- varpsins. Bandarísk blöð gera sér fyllilega, grein fyrir, að Vletnamstefna: Bandaríkjastjómar á stöðugt vax- í andi óvinsældum að fagna í Evrópu i löndum, og að Evrópuheimsókn Humphreys varaforseta varð tilefni | þess nær alls staðar, bar sem hann kom, að æsingamenn meðal þeirra, sem stefnunni eru andvígir, létu andúðina í ljós með ýmiss konar aðgerðum, sem eru skaðlegar áliti Bandaríkjanna. Skemmtilegt er það ekki, að bar sem sjálfur forseti r.T-daríkianna kemur, eins og nú i Uruguay, og Humphrey í höfuð- bcrgum Vestur-Evrópu séu kallaðir norð’ingjar og öðrum slíkum nöfn- um af æsingamönnum. Washington Daily News birtir skopteikninguna af Humphréy, þar sem hann mætir leiðtogum V.-Evrópu og segi.r kampakátur: Huggulegt að hJtta gamla vini... en þeir jafnsúrlr á svip og áður. En er heim kom var Johnson mættur til að fagna Hump- hrey og móttökunefnd var bar og forsetafrúin klappað! Humphrey á kinnina... ► í frétt frá Saigqn í gær var sagt, að skemmdarverkamenn hefðu reynt að sökkva brezku olíuskipi í hafnarbænum Nha Trang, en.til- raunin misheppnaðist vegna þess að búið var aö losa mestan hluta farmsins. Olíuskipið —- AMASTRA — er eign Shell. ► Yfir 50 stúdentar voru hand- teknir í gær í Madrid. Um 100 stúdentar kveiktu í dagblööum fyr- ir framan læknadeildina og gerðu árás með grjótkasti á lögreglu- bíla er þeir komu á vettvang. Lög- reglan umkringdi hás'kólann og framkvæmdi svo handtökumar. ► Spánarstjóm bannaði í gær allt flug yfir Algeziras-svæðið —\ sem nær að brezku nýlendunni Gíbraltar og var tekið fram, að bannið væri til komið af öryggisástæðum. — I Madrid eru menn þeirrar skoðun- ar, að hér sé um að ræða nýjan þátt f baráttunni til þess að fá yfirráö í Gíbraltar. ► 16 svissneskir skemmtiferða- menn voru meðal þeirra, sem fór- ust í flugslysi í Alsfr í fyrradag. Franskur maður, tveir Svisslending ar og einn Alsírmaður komust lífs af. ► Lögreglustjórinn í Aþenu og 12 menn aðrir meiddust í götuóeirð- um í fyrrad. Hafði lögreglunni og verkfallsmönnum í byggingaiðnað- inum lent saman. Tveir fyrrverandi ráðunautar Nkrumah fyrrv. forseta Ghana hafa verið dæmdir í 7 ára betmn- arhússvinnu fyrir að hafa stolið um 170.000 sterlingspundum. Báðir neituðu að vera sekir og áfrýjuðu. ^ Yfirmaður skrifstofu sovézka flugfélagsins Aeroflot f Hollandi var handtekinn í gær grunaöur um njósnir. Hann var handtekinn f Amsterdam. Sovézka sendiráðiö hef ur mótmælt handtökunni harðlega. Maöurinn, Glukhov, var stöðvaöur af þremur mönnum á götu úti, og reyndu þeir að draga hann með sér inn í bíl. Fólk þusti að og ætlaði að hiálpa manninum, þar sem það hugði vera um mannrán að ræöa, en mennirnir þrír sýndu þá skil- ríki fyrir, að þeir væru leynilög- reglumenn. Lögregla kom þeim svo til aðstoðar og var ekið burt með Rússann í aftursætinu og sátu tveir menn á honum, segir í NTB-frétt. Glukhov er um þrítugt. ► Löigreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 23 ára gamlan Holl- ending, sem reynt hafði að smygla 2Y2 kg af eiturlyfinu hashish inn í landið. ► Lögreglan í Osló staðfesti, að handteknir hafi verið þrír menn, grunaöir um njósnir í þágu erlends ríkis. Tveir hafa játað að nokkru Sá þriðji var handtekinn f Stokk- hólmi og hefur fallizt á að vera afhentur norskum yfirvöldum. — Málið á rætur aö rekja allt til tíma síðari heimsstyrjaldar. ► í Stokkhólmi fannst f gær lík 18 ára stúlku í íbúð, þar sem eitur- lyfjaneytendur vöndu komu sínar. ► Enn var skipzt á skotum í gær á landamærum Sýrlands og ísraeis, í þriðja skipti á viku. Sýrlending- ar segja aö 3 ísraelskir hermenn hafi beðið bana. ► Kínversk sendinefnd kom til Moskvu í gær til þess aö ræða við- skipti á vöruskiptagrundvelli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.